Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Skráning hafin
í Kvennahlaupið
KVENN AHL AUPIÐ fer fram á
Akureyri næstkomandi sunnu-
dag, 16. júní, og hefst það á
Ráðhústorgi kl. 14.
Forskráning fer fram í Gull-
smíðastofunni Skart, Hafnar-
stræti 94, alla þessa viku, en á
föstudag, 14. j'úní, verður einnig
hægt að skrá sig við Hagkaup,
KEA Nettó, KEA Hrísalundi og
verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð
frá kl. 15 til 18. Einnig verður
hægt að skrá sig á Ráðhústorgi
frá kl. 12.30 á sunnudaginn.
Upphitun fyrir hlaupið hefst kl.
13.40 undir stjórn Önnu R. Her-
mannsdóttur íþróttakennara
sem einnig sér til þess að teygt
sé á helstu vöðvum eftir hlaup-
ið. _
Á síðasta ári tóku tæplega
1.100 konur á öllum aldri þátt
í Kvennahlaupinu á Akureyri.
Hlaupið er ekki sérstaklega
ætlað þrautþjálfuðum íþrótta-
konum, heldur öllum sem geta
gengið, skokkað eða hlaupið .
vegalengdirnar sem um er að
ræða, en þær eru tvær, 2,4 kíló-
metrar og 4,5 kílómetrar.
■ttiiíti'Hr
V- >■ í jp-' ■...
V yj C',..
TÆPLEGA 1.100 konur tóku þátt í kvennahlaupinu á
Akureyri í fyrra.
Fyrirtækið Sjó-
ferðir á Dalvík
Kaugir bát
frá Italíu
FYRIRTÆKIÐ Sjóferðir á Dalvík
er að ganga frá kaupum á 17 tonna
báti frá Sikiley á Ítalíu, sem fyrir-
tækið hyggst nota í skemmtiferðir
og sjóstangaveiði með ferðamenn.
Sjóferðir eiga fyrir tæplega 10
tonna bát sem tekur um 20 far-
þega og segir Júlíus Snorrason,
að með tilkomu nýja bátsins sé
stefnt að því að selja hann.
Júlíus segir að nýi báturinn, sem
er búinn mjög öflugum vélum, sé
ekki hannaður fyrir farþegaflutn-
inga og þurfí að gera á honum
nokkrar breytingar en stefnt sé
að því að hann fái leyfi fyrir um
40 farþega. Hann sagðist vonast
til að báturinn komi til landsins í
byijun júlí og að þá yrði strax
ráðist í nauðsynlegar breytingar á
honum.
Sjóferðir hafa stundað siglingar
með ferðamenn sl. þijú ár og seg-
ir Júlíus að áhugi fyrir þeim hafi
verið að aukast jafnt og þétt. „Það
hefur háð okkur að hafa ekki
stærri bát, þar sem við höfum ekki
ráðið við að taka stóra hópa í þess-
ar ferðir okkar. Við höfum flutt
flesta farþega í svokallaðar grill-
ferðir í Hrísey og sjóstöngin nýtur
vaxandi vinsælda. Þá er áhugi fyr-
ir almennum skoðunarferðum allt-
af að aukast, m.a. fugla- og hvala-
skoðun. Við höfum líka farið
nokkrar ferðir til Grímseyjar og
einnig til Héðinsfjarðar og út í
Flatey á Skálfanda," sagði Júlíus.
-----♦ ♦ ♦----
€
C
c
I
€
i
I
Æ
c
<
<
t
RATVÍS
Brekkugöíu 3 • Akureyrí • S, 461 2999 ■ Hamraborg 10 ■ Kópovogí ■ s, 564 1522
Læknaverið,
Efling
og Ossur í «
nýtt hús <
ÞRJÚ fýrirtæki, Læknaverið, Efl-
ing, sjúkraþjálfun og Össur, stoð-
tæki opnuðu starfsemi sína á þriðju
hæð nýbyggingarinnar að Hafnar-
stræti 97 á Akureyri í síðustu viku,
í alls um 600 fermetra húsnæði.
Að Læknaverinu standa bæklun-
arlæknarnir Ari H. Ólafsson, Jón
Ingvar Ragnarsson, Júlíus Gestsson
og Þorvaldur Ingvarsson ásamt Ste- I
fáni Yngvasyni endurhæfinga- |
lækni.
Eigendur Eflingar eru sjúkra-
þjálfaramir Einar Einarsson, Sig-
rún Jónsdóttir og Stefán Ólafsson.
Össur, stoðtæki hf. mun þjónusta
viðskiptavini sína í hinu nýja hús-
næði en einnig verða þar seld hjálp-
artæki frá Hjálpartækjabankanum,
sem er dótturfyrirtæki Össurar. |
--------------- ,
Den Danske '
Triomeð
tónleika
DEN DANSKE Trio heldur tónleika
á vegum Listasumars á Akureyri |
og Tónlistarfélags Akureyrar í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
annað kvöld, miðvikudagskvöldið (
12.Júní, kl. 20.30.
Á efnisskránni eru verk eftir
N.V. Gade, Atla Heimi Sveinsson,
Hans Henrik Nordström og Dmitri
Shostakovitsj.
í tríóinu er velþekktir tónlistar-
menn í Danmörku, Rosalind Bevan,
píanóleikari, Bjarne Hansen, fiðlu-
leikari, og Svend Winslov, sellóleik- |
ari. ,
Tónleikarnir eru haldnir í sam-
vinnu við Norræna húsið í Reykja- (
vík.
í