Morgunblaðið - 11.06.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIB
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 17
Aukinn hagnaður raf-
eindarisa íJapan
Tókýó. Reuter.
NOKKUR helztu rafeindafyrirtæki í
Japan hafa skýrt frá miklum hagn-
aði á síðasta reikningsári vegna
blómlegrar sölu á einkatölvum í
heiminum, en þar sem þær seljast
ekki eins vel og áður er ekki víst að
afkoman verði eins góð í ár.
Færri heimilistölvur en fleiri
tölvukubbar
Hitachi hermir að hagnaður móð-
urfyrirtækisins hafi aukizt um 45%
í 128,81 milljarða jena á síðasta
reikningsári til 31. marz. En því er
spáð að hagnaður móðurfyrirtækis-
ins muni minnka í 110 milljarða á
þessu fjárhagsári.
Kaup á heimatölvum hefur aukið
eftirspum eftir tölvukubbum á liðn-
um mánuðum og aukið hagnað raf-
eindafyrirtækja. Hins vegar hefur
dregið úr eftirspum vegna minni
sölu á einkatölvum og búizt er við
að afkoma nokkurra umsvifamikilla
rafeindafyrirtækja verði ekki eins
góð á yfirstandandi ijárhagsári.
Toshiba spáir því að hagnaður
móðurfyrirtækisins á yfirstandandi
fjárhagsári muni nema 130 milljörð-
um jena og Mitsubishi segir að hagn-
aður þess fyrirtækis muni nema 90
milljörðum jena.
Til samanburðar nam hagnaður
Toshiba 121,41 milljarð jena og
hagnaður Mitsubishi 100,80 milljörð-
um jena á síðasta fjárhagsári.
Fujitsu skilaði 84,96 milljarða jena
hagnaði á síðasta íjárhagsári og jókst
hann um 41% frá fyrra fjárhagsári.
SEMENTSBUNDIN
FLOTEFNI
Uppfylla ströngustu gæöakröfur
PR0NT0
PRESTO
REN0V0
• Rakaheld án próteina • Níðsterk
• Hraðþornandi • Dælanleg
• Hentug undir dúka og til ílagna
Gólflaénirhf.
IÐNAÐARQÓLF cmi.:,IUM,nr7n
Smiðjuvegur 70,200 Kópavogur
Símar. 5641740,892 4170, Fax: 554 1769
SwissAir
sigrar í til-
boðsstríði
London. Reuter.
BREZKA fyrirtækið Allders Plc
hefur selt svissneska flugfélaginu
þá deild sína sem selur tollfrjálsan
varning víða um heim fyrir 160
milljónir punda og er því lokið til-
boðsstríði SwissAir og brezka
flugvallafyrirtækisins BAA Plc.
Upphaflega bauð BAA 130
milljónir punda í fyrirtæki Allders
eins og mælt var með og hækkaði
síðan tilboðið í 145 milljónir punda,
en skömmu síðar bauð SwissAir
ennþá betur.
Allder sagði í yfirlýsingu að til-
boð BAA þjónaði ekki lengur hags-
munum hluthafa.
SwissAir fékk áhuga á Allders
vegna þeirrar stefnu að efla al-
þjóðaviðskiptadeild sína.
-----» ♦ ♦------
Skoda með
Octaviaí
VW-stíl
Mlada Boleslav, Tékklandi.
SKODA hefur kynnt nýjan meðal-
stóran Octavia, fyrsta bílinn sem
tékknesku verksmiðjurnar hanna
algerlega að fyrirmynd VW.
Skoda, sem er deild í Volkswag-
en AG, sagði í tilkynningu að bíll-
inn yrði settur á markað í Tékk-
landi og Slóvakíu í nóvember og
í öðrum Evrópulöndum skömmu
síðar.
Starfsmenn Skoda hafa birt
ljósmynd af nýja bílnum, sem hef-
ur verið haldið leyndum í nokkur
ár.
Octavia verður opinberlega
markaðssett á alþjóðlegu bílasýn-
ingunni í París í október.
------»-♦--»----
Hilton stærsta
spilavítafyr-
irtækiheims
Bcverly Hills, Kaliforníu. Reutcr.
HILTON hótelfyrirtækið hefur
samþykkt að kaupa Bally Enterta-
inment Corp. með hlutabréfavið-
skiptum upp á 2 milljarða dollara.
Þar með verður komið á fót
stærsta á spilavítafyrirtæki heims
og ítök Hiltons á þeim vettvangi
munu stóraukast.
Hilton-fyrirtækið í Beverly
Hills, Kaliforníu, er eitt kunnasta
fyrirtæki heims og á frægar bygg-
ingar á borð við Waldorf-Astoria
hótelið í New York.
Bally á þrjú spilabankahóptel
í Atlantic City, NewJersey, og Las
Vegas.
FULLT VERÐ 1 .990-
TILBOÐSVERÐ 990-
ÞÚ SPARAR 1 -OOO
í verslunum um land allt
TILBOÐSBOK
MANAÐARINS
ÁAÐEINS AAA
KRONUR.
oon
GLÆSILEG ISLENSK MATREIÐSLUBOK MEÐ
NYSTARLEGUM GRILLRETTUM!
Tryggðu þér eintak í juní! Frá I. júlí kostar bókin l .990 krónur.
VAKAHELGAFELL
Gísli B.