Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 VERIÐ ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ ! Enn mistekst að ná samkomulagi í Smugudeilunni Norðmenn kröfðust afla- heimilda í lögsögu okkar ENN hefur slitnað upp úr viðræðum íslands, Noregs og Rússlands um samkomulag um veiðar okkar íslend- inga í Barentshafi, einkum_ Smug- unni. Þjóðimar funduðu í Osló um helgina og voru bundnar töluverðar vonir um samkomulag, sérstaklega eftir óformlegar viðræður ráðmanna hér heima við sjávarútvegsráðherra Rússa. Norðmenn fóru fram á veiði- heimildir innan íslenzku lögsögunnar sem endurgjald fyrir veiðar okkar í Baraentshafi og fyrir vikið gekk ekki saman með þjóðunum þremur. „Mér finnst það mjög miður, að ekki skyldi takast að ljúka samning- um um veiðar okkar í Smugunni i Ósló um helgina," segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra í sam- tali við Morgunblaðið. „Það kom þá á daginn, að það sem rússneski sjáv- arútvegsráðherrann hafði opnað fyrir í óformlegum viðræðum við okkur heima á íslandi, stóðst ekki fyllilega og átti það aðallega við um afstöðu Norðmanna. . Það er ekki mikið, sem ber á milli, en við höfum gætt þess meðan á viðræðum stendur að nefna ekki neinar tölur um mögulegar aflaheim- ildir og ég kýs að gera það ekki heldur nú. Embættismenn þjóðanna þriggja urðu ásáttir um það um helg- ina að skoða málið frekar, en að öðru leyti er lítið um það að segja annað en, að náist ekki samningar Rætt um 12.000 til 18.000 tonna þorskkvóta okkar í Barentshafi fljótlega, verða veiðar okkar í Smug- unni með svipuðum hætti og síðustu sumur.“ Hve miklar veiðiheimildir vildu Norðmenn fá í lögsögu okkar og eru líkur á því að þeir fái hér einhvetjar heimildir? „Norðmenn fóru fram á eitthvert gagngjald að hlutatil fyrir þær veiði- heimildir, sem þeir voru tilbúnir til að við Islendingar fengjum í Barents- hafí. Við höfum ekki útilokað að fullu að svo geti orðið. Það fer eftir því í hvaða samhengi það verður og hve miklar heimildir við fáum án þess að til gagngjalds komi. Eins og staðan var, þegar fundi lauk aðafara- nótt síðastliðins sunnudag, gekk ekki saman með þjóðunum þremur og þar við situr enn um sinn,“ segir Þor- steinn Pálsson. Veiði okkar í Smugunni hefur ver- ið um 35.000 tonn að meðaltali síð- ustu árin, en heimildir frá Noregi herma, að íslendingar hafí hafnað tilboði upp á 12.000 til 18.000 tonn af þorski. Skipti á þorski og loðnu? Samkvæmt heimildum hér heima var talið að lausnin fælist í ákveðnum lágmarkskvóta og möguleika á meiri afla með samningum um gagnkvæm- ar veiðiheimildir við Rússa, þar sem skipt væri á þorski og loðnu. Norð- menn fóru einnig fram á veiðiheim- ildir af ýmsu tagi innan lögsögu okk- ar, en það gátu samningamenn okk- ar ekki fallizt á. Nokkur þúsund tonn ber á milli í fréttum frá Noregi er haft eftir aðalsamningamanni Rússa, Vyach- eslav Zilanov, að því miður hafi ekk- ert þokazt í samkomulags átt, enda hafi Islendingar verið með fyrirvara við alla þætti mögulegs samkomu- lags. Norðmaðurinn Kaare Bryn tek- ur í sama streng og segir íslendinga skorta sveigjanleika til að hægt sé að ná samkomulagi. Norska fréttastofan NTB hefur eftir Guðmundi Eiríkssyni, formanni íslenzku samninganefndarinnar, að Islendingar hafí ekki verið tilbúnir til samkomulags nú, en svo geti orðið fljótlega. „Það bera aðeins nokkur þúsund tonn á rnilli." Norðmaðurinn Bryn er á sömu skoðun. Hann segir boltann alfarið hjá Islendingum. Ákveðinn grunnur að samkomulagi sé fyrirliggjandi og því hægt að ljúka samningum á tiltölulega stuttum tíma. Margir stefna í Smuguna Lítið eftir af karfakvótanum á Reykjaneshrygg FJÖLDI íslenskra útgerða hyggur nú á Smuguveiðar á næstu vikum. Afli íslensku skipanna í Smugunni í fyrra var nokkru minni en árið 1994. Heildaraflamagn íslenskra skipa í Barentshafi var í fyrra 34.200 tonn og að verðmæti um 2,5 milljarðar króna. Árið 1994 veiddust um 37 þúsund tonn af þorski í Smugunni og var verðmæti aflans þá um 2,7 milljarðar króna. Það var mjög mikil aukning frá árinu 1993 en þá veiddu íslensk skip rúm 9.700 tonn í Bar- entshafi að verðmæti um 890 milljón- ir króna. Reikna má með að á miðju sumri stefni stór hluti togaraflotans í Bar- entshafið. Nú eru um 40 skip á út- hafskarfaveiðum norður og vestur af Reykjaneshrygg en heildarkarfa- kvóti íslendinga klárast væntanlega fyrir miðjan júní ef svo heldur fram sem horfir. Veiði í Smugunni hefur á undan- förnum árum hafist í júní og má búast við að skipin verði flest komin í Smuguna nú í lok júní. Guðmundur Þórðarson, útgerðarstjóri Sjólaskipa, sem gerir út Harald Kristjánsson HF, segir að ekki hafí verið endan- lega ákveðið hvað skipið geri eftir að úthafskarfakvótinn klárist, en væntanlega verði skipið sent í Smug- una þegar líða fari á sumarið. Hjá Siglfirðingi hf. fengust þær upplýs- ingar að þegar væri ákveðið að að loknum karfaveiðum færi Siglir i nauðsynlegar breytingar en síðan beint í Smuguna. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir SVERRIR Ellefsen og Hjörvar Halldórsson, starfsmenn Vélaverkstæðis SR-Mjöls, við nýjan mjölblandara. Mjölblandari fyrir SVN Siglufírði - Nú er lokið smíði á þriðja mjölblandaranum fyrir loðnu- og síld- arbræðslu hjá Vélaverkstæði SR- mjöls á Siglufirði. Að þessu sinni var smíðaður mjölblandari fyrir Sildar- vinnsluna hf. í Neskaupstað. En áður höfðu verið smíðaðir blandarar fyrir fiskimjölsverksmiðju Hraðfrystihúss Eskifiarðar og fyrir væntanlega loðnuverksmiðju í Helguvík. Verk- fræðistofa Stefáns Arnars Stefáns- sonar hannaði tækin. Á Vélaverkstæði SR-mjöls á Siglu- firði starfa nú sautján menn og seg- ir Sighvatur Ellefsen, rekstrarstjóri, að sig vanti fleiri lærða járniðnaðar- menn til starfa því undanfarin ár hafa verið næg verkefni og ekki annað að sjá en að svo muni verða áfram. í augnablikinu er unnið við endursmíði soðeimingartækja fyrir verksmiðju SR-mjöls á Seyðisfirði og smíði nýrra tækja fyrir verksmiðju í Helguvík. Um helmingur af starf- semi Vélaverkstæðisins er fyrir SR- mjöl sjálft, en annað fyrir óskylda aðila á almennum markaði. ASTRALI REYNIR VIÐ FLORIDASUND Ástralska sundkona Susie Maroney vildi verða fyrst til að synda yfir Floridasund milli Kúbu og Bandaríkjanna en vegalengdin er styst 140 km. Maroney synti innan í búri, sem bátur dró, til að verjast hákörlum og marglyttum og yfir því var tjald, sem hlífði henni við sólinni. Vegna strauma hefði sundið hugsanlega getað orðið 200 km langt. Havana Synti frá Kúbu til Bandaríkjanna Stock Island. Reuter. ASTRALSKA sundkonan Susie Maroney synti um helgina lang- leiðina frá Kúbu til Bandaríkj- anna og átti aðeins ófarna 19 km þegar hún var dregin upp úr sjón- um. Hafði hún þá lagt að baki 142,4 km og er það nýtt met í langsundi. Maroney stefndi að því komast til Bandaríkjanna og telur raun- ar, að sér hafi tekist það þar sem hún var komin inn í bandaríska lögsögu þegar henni fannst nóg komið eftir 37 klukkustunda sund. Hefur Alþjóðlega maraþon- félagið staðfest, að um sé að ræða nýtt met í langsundi en Maroney kvaðst ekki hafa í hyggju að þreyta það aftur. Svo erfitt hefði það verið. Sjóveik til að byija með Maroney sagði, að sundið hefði verið erfiðast í upphafi, fyrstu sex klukkustundirnar, en þá var hún sjóveik. Síðan hefði gert hið versta veður með þrumum og eldingum en hún synti lengst af innan í hákarlaheldu búri, sem bátur dró. Á laugardag gleypti Maroney nokkurn sjó þegar öldur frá bátnum skullu á búrinu og þá var ákveðið að losa hana við það. Bátsverjarnir urðu hins veg- ar að fylgjast vel með ferðum hákarla. Þá kom það líka fyrir, að stór búrhvalur synti með Mar- oney nokkra stund en hún segir, að það hafi bara orðið sér hvatn- ing til að halda áfram. Æft í sex tíma á dag Maroney á nokkur langsunds- met og 15 ára gömul varð hún fyrsta konan til að synda yfir Ermarsundið. Ári síðar eða 1993 sigraði hún í 48 km kappsundi í kringum Manhattan-eyju á tím- anum sjö klukkustundir og sjö sekúndur. í nokkur ár hefur hún æft sig í sex klukkustundir á dag og leggur þá yfirleitt að baki 25 km. Vaxandi spenna í Burma Leiðtogi lýðræð- issinna sigurviss Bangoon. Reuter. Thc Daily Telegraph. AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýðræð- issinna í Burma, sagði í ræðu er hún flutti við heimili sitt í höfuðborginni Rangoon á sunnudag, að óhjákvæmi- legt væri að stjórnarandstaðan færi með sigur af hólmi í baráttunni gegn herforingjastjórninni '1 landinu. „Með stuðningi fólksins og sam- vinnu okkar við það mun allt okkar starf bera árangur. Sigurinn verður okkar,“ sagði Suu Kyi en um 4.000 manns hlýddu á ræðu hennar. Suu Kyi og samheijar hennar forð- uðust hins vegar að gagnrýna her- stjórnina, sem gengur undir nafninu Laga og endurreisnarráðið (SLORC), beinum orðum og virtust það vera viðbrögð stjórnarandstöðunnar við lögum þeim sem sett voru á föstudag og banna í raun alla gagnrýni á stjórnvöld. Suu Kyi var einnig var- færin í orðavali í ræðu sinni sem hún flutti á laugardag en hún hefur hald- ið slík ávörp við heimili sitt í viku hverri frá því henni var sleppt úr stofufangelsi í júlí í fyrra. Suu Kyi er dóttir frelsishetju Burma, sem ráðin var af dögum og hún hefur hlotið Friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína fyrir lýðræði og mann- réttindum í heimalandi sínu. Fjöldafundir skipulagðir Spenna hefur farið ört vaxandi í Burma frá því að Suu Kyi boðaði til þings Lýðræðisfylkingarinnar, þess fyrsta frá því henni var sleppt úr haldi. Stjómvöld brugðust við með því að handtaka um 250 félaga fylk- ingarinnar í fyrri viku en ekki tókst að koma í veg fyrir þingið. Herfor- ingjastjórnin hefur síðan haft í hót- unum við lýðræðissinna og varað við afleiðingum frekari baráttu og and- ófs. Aukinheldur hafa verið skipu- lagðir fjöldafundir víða um landið þar sem ræðumenn á vegum herstjórnar- innar hafa fordæmt öfl „andspyrnu og upplausnar í landinu". Þá nýtir herforingjastjórnin sér hvert tækifæri til að fordæma tengsl Suu Kyi við útlendinga en hún er gift breskum háskólakennara, Mich- ael Aris og eiga þau tvo syni. Eigin- manninum hefur verið neitað um vegabréfsáritun til ao hitta konu sína en þau mega ræða saman í síma í klukkustund á hvetjum sunnudegi. Ráðamenn í Burma hafa ítrekað reynt að þvinga Aung San Suu Kyi til að flytjast úr landi en hún neitar að láta af baráttu sinni fyrir lýðræði og mannréttindum. Stjórnvöld víða um heim hafa for- dæmt hótanir herforingjanna og handtökur á stjórnarandstæðingum. Erlendir sendimenn í Rangoon segja að margir þeirra sem sækja fjölda- fundi stjórnvalda séu neyddir til þess að gera það og sjálf hefur Suu Kyi líkt þessum áróðursbrögðum við leik- hús fáránleikans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.