Morgunblaðið - 11.06.1996, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sverrir
Jacques Diouf, framkvæmdastjóri FAO, og Guðmundur Bjarna-
son, landbúnaðarráðherra, á fundi með fréttamönnum í gær.
Framkvæmdasljóri FAO heimsækir ísland
Þjóðin taki sið-
ferðilega afstöðu
JACQUES Diouf, framkvæmdastjóri
Matvæla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna jFAO), kom í
stutta heimsókn til íslands í gær
vegna undirbúnings fyrir leiðtogafund
um fæðuöryggi í heiminum, sem hald-
inn verður í Róm 13.-17. nóvember.
Átti Diouf meðal annars fundi með
Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís-
lands, og Guðmundi Bjamasyni, land-
búnaðarráðherra. Fyrirhugað er að
Diouf hitti Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra, að máli í dag.
Á fréttamannafundi í gær sagði
Diouf tilgang heimsóknar sinnar vera
tvíþættan. I fyrsta lagi vildi hann
ræða væntanlegan fund leiðtoga og
ráðamanna um fæðuöryggi í heimin-
um. Ástæða þess að til fundarins sé
boðað sé fyrst og fremst sú, að
ástand mála sé með öllu óviðunandi.
Um 800 milljónir jarðarbúa svelti og
þar af séu um 200 milijónir barna
undir fimm ára aldri. Horfur séu á
að þetta ástand muni versna.
„Árið 2030 verður um þrem millj-
örðum fleiri munna að metta, en nú
þegar eru auðlindir okkar ofnýttar.
Við eigum í vandræðum vegna jarð-
vegseyðingar, skorts á vatni, og hef-
ur þetta leitt til átaka í sumum
heimshlutum ... Fiskveiðiauðlindir
eru einnig nýttar um of, og ofveiði
er farin að valda vandræðum sem
ykkur er kunnugt.“
Diouf sagði þetta vera í fyrsta sinn
í sögu FAO sem efnt yrði til leiðtoga-
fundar með þessum hætti, og væri
þess vænst, að komast mætti að
sameiginlegri niðurstöðum um
hvemig bregðast skuli við þessum
vanda, auk vandamála sem fátæk
ríki eigi við að etja.
Samstarf íslands og FAO
Diouf sagði það einnig vera til-
gang heimsóknar sinnar að ræða
samstarf íslands og FAO. Hann vildi
gera íslenskum ráðamönnum grein
fyrir breytingum á stofnuninni til
þess að hún geti betur brugðist við
breyttum tímum og þörfum aðildar-
ríkjanna.
Diouf sagðist telja að íslendingar
gætu fyrst og fremst orðið að liði
með því að halda áfram að gera það
sem þeir hafa gert. „Með því að taka
siðferðilega afstöðu í heimsmálum.
Með því að benda á hvernig réttilega
skuli brugðist við aðsteðjandi vanda
... Við væntum þess einnig að íslend-
ingar taki þátt í leiðtogafundinum í
Róm og láti til sín taka ... í þriðja
lagi með samvinnu við FAO, og með
því að sinna verkefnum í þróunar-
löndum. Ég nefndi verkefni í fisk-
veiðum, þjálfun [fólks] og verndun
jarðvegs, þar sem [íslendingar] hafa
öðlast kunnáttu sem er í miklum
metum á alþjóðlegum vettvangi."
VAN
Regnfatnaður
fyrir börn á öllum aldri
SKÚLAGÖTU 51 SÍMI 552 7425,
FAXAFENI 12 SÍMI 588 6600
Margar stærðir, margir litir!
Veljum íslenskt!
Framkvæmdastjórn ESB tekur fyrir viðkvæmt mál
Stuðningnr við ríkis-
rekið sjónvarp skoðaður
Brussel. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins hefur samþykkt
að taka til athugunar hvort niður-
greiðslur eða stuðningur við ríkis-
reknar sjónvarpsstöðvar bijóti
gegn almennum samkeppnisregl-
um. Er hér um að ræða mjög við-
kvæmt mál, sem framkvæmda-
stjórnin telur sig ekki geta hunsað
öllu lengur.
Einkareknar sjónvarpsstöðvar í
að minnsta kosti þremur Evrópu-
sambandsríkjum hafa kvartað
undan því við framkvæmdastjórn-
ina, að ríkisreknu stöðvarnar njóti
opinbers fjárstuðnings auk þess
að beijast við þær einkareknu á
auglýsingamarkaðinum. Kunn-
asta málið af þessu tagi er um-
kvörtun TFI vegna Antenne 2 í
Frakklandi en auk þess hafa
einkareknar stöðvar á Spáni og í
Portúgal borið fram sams konar
umkvartanir.
Áskrift og auglýsingar
Haft er eftir ónefndum starfs-
manni framkvæmdastjórnarinnar,
að það virðist ósanngjarnt, að ríkis-
reknu sjónvarpsstöðvarnar skuli
geta haft tekjur jafnt af áskriftar-
gjöldum og auglýsingum og í
Frakklandi hitnaði mjög í kolunum
í þessum málum nú nýlega þegar
Jean-Pierre Elkabbach, fyrrver-
andi yfirmaður ríkissjónvarpsins,
sagði af sér. Gerði hann það eftir
að upplýst hafði verið, að sjónvarp-
ið hefði greitt tugi eða hundruð
milljóna króna til frægra skemmti-
krafta.
Ríkisreknu stöðvamar hafa að
vísu ýmsum skyldum að gegna, sem
þær einkareknu sleppa við, til dæm-
is að gera kosningabaráttu allra
flokka eðlileg skil auk þess að sinna
bömunum sérstaklega og ýmsum
minnihlutahópum. Lítið er horft á
sumt af þessu efni og auglýsinga-
tekjur því samfara em því litlar.
Það er því spuming hvort ekki beri
að bæta ríkissjónvarpinu upp kostn-
aðinn við þetta efni að einhveiju
ieyti. Karel Van Miert, sem fer með
samkeppnismál í framkvæmda-
stjóminni, segir, að þetta mál sé
mjög snúið og erfitt úrlausnar.
JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, gagnrýndi Breta harðlega um helgina og varaði þá
við því að önnur Evrópuríki kynnu að snúast gegn þeim vegna
þeirrar stefnu bresku stjórnarinnar að koma í veg fyrir fram-
gang mála innan ESB vegna kúariðudeilunnar.
Evrópuandstaða
eykst í Bretlandi
Santer varar
Breta við ein-
angrunarhættu
London. Reuter.
BRETAR hafa ekki haft meiri efa-
semdir um aðild sína að Evrópu-
sambandinu um árabil, samkvæmt
Gallup-könnun sem dagblaðið The
Daily Telegraph birti í gær. Hefur
mikil breyting átt sér stað á viðhorf-
um Breta undanfarið ár.
í könnuninni var meðal annars
spurt að því hvernig fólk myndi
kjósa ef gengið yrði til þjóðarat-
kvæðis um áframhaldandi ESB-
aðild. Einungis 57% kjósenda sögð-
ust vera ákveðnir f því að greiða
slíkri tillögu atkvæði en 43% sögð-
ust líklega greiða atkvæði gegn
aðild.
í júlí á síðasta ári vom hlutföllinn
þau að 67% Breta vom hlynnt aðild
en 37% andvíg.
Jacques Santer, forseti fram-
kvæmdastjórnarinnar, gagnrýndi
Breta harðlega í viðtali við blaðið
The Observer um helgina og varaði
þá við því að önnur Evrópuríki
kynnu að snúast gegn þeim vegna
þeirrar stefnu Johns Majors forsæt-
isráðherra að koma í veg fyrir fram-
gang mála innan ESB vegna kúa-
riðudeilunnar.
Hann sakaði breska ráðherra um
að haga sér „fáránlega" og að fram-
ferði þeirra gæti leitt til einangrun-
ar Breta á næstu árum. „Við erum
komin að mörkum þolinmæði okk-
ar. Það á ekki einungis við um ríkis-
stjórnir heldur einnig almennings-
álitið, neytendasamtök, þrýstihópa
... Ég verð að segja eins og er að
breska ríkisstjórnin ber algjörlega
ábyrgð á klúðrinu í þessu máli,“
sagði Santer.
Evrópuandstæðingar
reiðast
Evrópuandstæðingar innan
Ihaldsflokksins reiddust Santer
mjög vegna þessara ummæla. Einn
helsti forsprakki þeirra, þingmaður-
inn Bill Cash, sagði Santer vera
„ókjörinn embættismann" og að það
væri með öllu óþolandi að slíkur
maður væri að setja Bretum ein-
hver skilyrði.
Cash er flutningsmaður frum-
varps um að draga úr tengslum
Bretlands við Evrópusambandið og
hafna með öllu áformum um sam-
eiginlegan gjaldmiðil. Tillagan
verður tekin fyrir á breska þinginu
í dag, þriðjudag og þó að engar lík-
ur séu á að frumvarpið verði sam-
þykkt er talið hugsanlegt að allt
að 90 þingmenn íhaldsflokksins
muni greiða því atkvæði til að sýna
óánægju sína.
Vilja hraða
ríkjaráð-
stefnu
París. Reuter.
HERVÉ de Charette, utanríkisráð-
herra Frakklands, sagði í viðtali við
Le Figaro í gær að hann teldi að á
leiðtogafundi Evrópusambandsins í
næstu viku ætti að reyna að hraða
ríkjaráðstefnunni.
Þrír mánuðir eru siðan ráðstefn-
an hófst og sagði De Charette nauð-
synlegt að leiðtogar ríkjanna kæmu
með pólitískan innblástur þannig
að hægt væri að hraða störfum
ráðstefnunnar.
„Við og Þjóðveijar gerum ráð
fyrir því að leiðtogafundurinn muni
setja skýrar línur varðandi störf
ráðstefnunnar á þremur sviðum:
hvernig auka megi öryggi almenn-
ings, gera ákvarðanatöku skilvirk-
ari og hvernig skipuleggja eigi evr-
ópska öryggis- og utanríkisstefnu.“
Franskir embættismenn sögðu
að Helmut Kohl, kanslari Þýska-
lands, og Jacques Chirac Frakk-
landsforseti hefðu á fundi í vikunni
sem leið verið sammála um að á
leiðtogafundinum í Flórens ætti að
skýra meginmarkmið ríkjaráðstefn-
unnar og hvernig ná mætti þeim
markmiðum þannig að valkostir
lægju fyrir er kæmi að leiðtoga-
fundinum í Dublin um miðjan des-
ember. Þá yrði hægt að ná lokanið-
urstöðu um mitt árið 1997.
------» ♦ ♦------
Slóvenar
sækja um
ESB-aðild
Lúxemborg. Reuter.
SLÓVENÍA lagði í gær fram form-
lega umsókn um aðild að Evrópu-
sambandinu og er ríkið fyrsta lýð-
veldi fyrrverandi Júgóslavíu, sem
það gerir.
Janez Drovnesk forsætisráðherra
lagði fram umsóknina eftir að Sló-
venar undirrituðu í gær aukaaðild-
arsamning við Evrópusambandið.
Bretar féllust á að leggjast ekki
gegn samningnum við Slóvena,
þrátt fyrir þá stefnu sína að sam-
þykkja engin mál innan ESB þar
til að lausn fínnst á kúariðudeilunni.
Að sögn stjórnarerindreka beittu
Bandaríkjamenn Breta gífurlegum
þrýstingi þannig að umbuna mætti
Slóvenum fyrir að taka ekki þátt í
Júgóslavíudeilunni.