Morgunblaðið - 11.06.1996, Page 21

Morgunblaðið - 11.06.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996 21 Alheimur þyngist Washington. Reuter. ALHEIMURINN er að þyngj- ast, og eru það góðar fréttir fyrir íbúana. En stjörnufræð- ingar telja að þyngdaraukn- ingin stafi að mestu leyti af „rusli“ í geimnum. Þetta kem- ur fram í nýjasta hefti vísinda- ritsins Science. í ritinu segir að því þyngri sem alheimurinn er því líklegri sé hann til að halda áfram að þenjast út að eilífu. Til er sú kenning að alheimurinn sé rétt naumlega nógu þungur til þess að vega salt milli þess að þenj- ast óendanlega og að falla saman, sem nefnt hefur verið „hrunið mikla.“ Von um meiraaf „andefni“ Stjörnufræðingar hafa lengi leitað svokallaðs „andefnis" - sem er talið vera ósýnilegt en engu að síður raunverulegt - til þess að gera grein fyrir þyngd alheimsins. Hubble- geimsjónaukinn og Keck-sjón- aukinn á jörðu niðri hafa nýst vel til þess að renna stoðum undir að téð efni sé til, að því er fram kemur í Science. En upplýsingar frá stjörnu- sjónaukum hafa leitt í ljós að það sem vísindamenn töldu vera baug „andefnis" umhverf- is Vetrarbrautina er í raun dimmar stjörnur, risastórar plánetur og annað „rusl.“ Hversu mikið sem athugan- ir kunna að leiða í ljós af venju- legu efni, að „ruslinu" með- töldu, benda útreikningar stjörnufræðinga til þess að það myndi ekki nægja til þess að ná þeirri þyngd, sem nauðsyn- leg er talin, til þess að renna stoðum undir kenninguna um óendanlega útþenslu. Þess vegna leita vísinda- menn nú logandi ljósi að meira „andefni“ til þess að efna í alheiminn. Fram kemur í Science, að „því umfangsmeiri sem rannsóknir á alheiminum verða, því meira virðist vera til af þessu torfundna efni.“ Óþægindi af völdum farsíma Stokkliólmi. Rcuter. SÆNSKIR læknar, sem unnið hafa að rannsóknum á áhrifum farsíma á fólk, segja fyrstu niðurstöður benda til þess að fólk sem sé við- kvæmt fyrir rafbylgjum, fínni fyrir óþægindum af völdum farsíma. Olle Johansson, yfirmaður til- raunastofnunar Karolinska-sjúkra- hússins í húðsjúkdómum, sagði að rannsókn á sjö mönnum sem allir töldu sig viðkvæma fyrir rafbylgj- um, hefði sýnt fram á að þrír hefðu fengið höfuðverk, ertingu í andliti og dofa, þegar sími var virkur í innsigluðum kassa, um 70 sm frá fólkinu. Hann segir þó of snemmt að losa sig við farsímana enda eigi eftir að endurtaka tilraunina. Bhumibol konungur heiðraður Reuter TUGIR þúsunda Tælendinga héldu á kertum til heiðurs Bhumi- bol Adulyadej, konungi Tælands, í miðborg Bangkok á sunnudags- kvöld í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því hann var krýndur. Svipaðar athafnir fóru fram út um allt landið. Bhumibol var krýndur 18 ára að aldri og hefur ríkt lengur en nokkur annar konungur í heim- inum. Óvissa ríkti um framtíð tælenska konungdæmisins þegar hann varð konungur en þótt hann hafi lítil völd hefur hann haft mik- il áhrif á bak við tjöldin og áunnið sér virðingu landsmanna. Þrátt fyrir meira en tylft valdarána og valdaránstilrauna frá þvi hann tók við konungdómi hafa allir vaidhaf- arnir lýst yfir hollustu við hann. „Tælendingar hafa alltaf hlust- að á ummæli hans, jafnt opinber- lega sem á bak við tjöldin, af mik- illi athygli," sagði Anand Pany- arachun, fyrrverandi forsætisráð- herra landsins, í fyrirlestri nýlega. Konungurinn skarst til að mynda í leikinn í október 1973, þegar mannskæð uppreisn náms- manna gegn herstjórninni náði hámarki, og fékk hershöfðingjana til að láta af völdum og fara úr landi. I maí 1992 tókst honum einnig að binda enda á þriggja daga götubardaga milli stjórnar- hermanna og lýðræðissinna þar sem tugir manna biðu bana og hundruö særðust. I hugum margra Tælendinga er konungurinn nánast guðleg vera og gagnrýni á hann og kon- ungsfjölskylduna er bönnuð með lögum. Myndin er af flugeldasýningu í tilefni krýningarafmælisins við höllina í Bangkok þar sem kon- ungurinn var krýndur. Verðbréfasjóðir Landsbréfa [r m i íslandsmeistari í ávöxtun Raunávöxtun vcrðbréfasjóða á ársgrundveili 1991-1995 Allir itinlendir sjáðir Raunávöxtun á ársgrundvelli Nr. Sjóður Fyrirtæki 1991-1995 1. Þingbréf Landsbréf 10,35% 1 LaunabrdP Landsbréf 7,88% W Stslubrg—[ Landsbréf 7,80% S4.:m öndvegisbréf Landsbréf ■Rl\ 5. Sjóður 2 VIB 7,59% 6. Fjórðungsbréf Landsbréf 7,45% 7. Sióður 5 VfB 7,12% 8. íslandsbréf Lmdsbréf 6,84% 9. Skammtímabrcf Kaupþing 6,10% 10. Reiðubréf Landsbréf 5,72% 11.-12. Einingabréf 1 Kaupþing 5,53% 11.-12. Sjóður 1 VÍB 5,53% 13. Sjóður 6 VÍB 3,76% Árin 1991 - 1995 gáfu sjóðir Landsbréfa hæstu raunávöxtun allra innlendra verðbréfasjóða. Hringdu eða komdu og fáðu nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum Landsbréfa eða umboðsmönnum í Landsbanka Islands um allt land. r 4 ár LANDSBRÉF HF. 14 tn - Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. Ábending frá Landsbrcfum: Athugið að munur á kaup- og sölugengi sambarrilcgra vcrðbrcfasjóða gctur vcrið mismikill. Yfirlitinu cr cinungis ætlað aö sýna samanburð á sögulcgri ávöxtun vcrðbréfasjóða og á ckki að skoða scm vísbcndingu um ávöxtun í framtíðinni. SUOURLANDSBRAUT REYKJAVIK S 1 M I B R E F A S I M 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.