Morgunblaðið - 11.06.1996, Page 22

Morgunblaðið - 11.06.1996, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LJÓÐA- OG fjöllistakvöldið Drápa var á dagskrá Listahátíðar síðastliðið föstudagskvöld í Tungl- inu. Aðstandendur skilgreindu kvöldið sem tæknibarn Listahátíðar í ár og var skipun kvöldsins sú að skáldin myndu finna verkum sínum nýstárlegan flutningsmáta. Á dag- skrá voru atriði frá 15 skáldum og fjöllistamönnum sem flutt voru með aðstoð fjölmenns tækniliðs og tón- listarfólks. Það sem var einna merkilegast við kvöldið og vakti eftirvæntingu var að senda átti dagskrána beint út á alnetinu. Af þeim sökum var tækniliðið áberandi á kvöldinu, menn með myndavélar sem urðu eins og þátttakendur í listatriðum kvöldsins. Til þess að ná útsendingunni á netinu þurftu þeir sem sátu heima við tölvurnar að sækja sér hugbúnað af netinu og fékkst hann ókeypis. Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins mætti í Tunglið var hljómsveit kvöldsins, Drápubandið, byijuð að kynda undir stemmninguna og reykvélar spúðu reyk yfír áhorfend- ur. Samkvæmt dagskrá átti tónlist- in að magnast upp í stóra spreng- ingu í lokin og það gekk eftir með tilheyrandi ljósadýrð. Kynnir kvöldsins, Kristrún Gunnarsdóttir, steig fyrst á stokk og bauð heiminn velkominn í Tunglið og kynnti fyrsta atriðið. Hávamál með hringlúðri Birgitta Jónsdóttur opnaði dag- skrána og á meðan ljóð hennar voru flutt var andlitsmyndum varp- að á geysistórt höfuð sem hékk í loftinu. Tónlist hljómaði undir og myndband var sýnt á tjaldi. Þegar vel var liðið á atriðið birtist lista- konan í rólu í loftinu og rólaði sér yfir hausamótunum á fólkinu í saln- um og dreifði glimmer í loftið. Hljómsveitin Reptilicus mælti ekkert ljóð af vörum en flutti þess í stað tónlist við nokkur erindi úr Háva- inálum og notuðu til þess hljóð- gervla, hringlúður og trommur. Elísabet Jökulsdóttir setti á svið leikþátt þar sem kvenmaður var klæddur í hvítt og lá í rúmi á svið- inu. Hann hreyfði sig til og frá og makaði á sig blóðlituðum vökva sem trúður bar inn í skál. Þessu til skreytingar var myndband. Kristinn Gunnar Blöndal flutti ljóð sín á hefðbundinn hátt með hljómsveit á bak við sig og tókst honum að skapa skemmtilega stemmningu iklæddur jakkafötum með vindling í munn- vikinu og dökk sólgleraugu fyrir augum. Bragi Ólafsson stóð ekki sjálfur á sviðinu heldur voru þijú ljóða hans flutt í heimagerðu myndbandi þar sem hann var í aðalhlutverkinu við ýmsa iðju á heimili sínu. Látleys- ið og einfaldleikinn í framsetning- unni komu efninu vel til skila. Nokkuð var um að tæknin stríddi listamönnum og truflaði atriðin eða kom alveg í veg fyrir að þau yrðu flutt. Að mati blaðamanns hefði dagskráin orðið áheyrilegri og skemmtilegri ef atriðum hefði verið fækkað ögn og fólk hefði haft meitl- aðari vinnubrögð við skreytingu ljóðanna, sem oftar en ekki urðu undir í fjöllistablöndunni. Ljóð og djass Hópur skálda og djasslistamanna hafa undanfarin misseri verið að endurvekja sambræðslu listforma sinna sem beatkynslóðin reyndi kannski fyrst á fimmta áratugnum. Ljóð og djass kallast á í samspili orða og tóna sem oft verður áhrifa- ríkt. Djassinn tekur mið af ljóðun- um, andblæ þeirra, enda saminn sérstaklega við þau af Carli Möller. Um leið taka skáldin í lestri sínum mið af tónlistinni, sveiflu djassins, sem gefur ljóðunum oft nýtt andlit, ferskara og líflegra. Hópnum hefur líka verið vel tekið í skólum með þessa dagskrá, djassinn opnar æsk- unni nýjar dyr inn í heim ljóðsins. Og það er vel. Á dagskrá ljóðs og djass í Loft- kastalanum á sunnudagskvöldið voru sex ljóðskáld, Didda, Jóhann Ljóð í lið með tækni og djass Á Listahátíð í ár hafa menn gert tilraunir til að fínna ljóðinu nýjan farveg, nýtt um- hverfí. Annars vegar var reynt að fínna því athvarf í nýjustu mynd- og hljóðmiðlum á Drápukvöldi í Tunglinu síðastliðinn föstudag. Hins vegar bræddu menn saman ljóð og djass í Loftkastalanum á sunnudagskvöldið. Þóroddur Bjarnason og Þröstur Helgason fylgdust með dagskránum. Morgunblaðið/Halldór LIÐSMAÐUR Reptilicusar blæs í hringlúður við flutning Hávamála. Hjálmarsson, Jón Óskar, Matthías Johannessen, Nína Björk Árnadótt- ir og Þorri, en undir léku Carl Möller á píanó, Guðmundur Stein- grímsson á trommur og Róbert Þórhallsson á bassa. Stemmningin var kannski ekki eins rómantísk og fyrir ári, þegar þessi sami hópur kom saman í hinum dásamlegu húsakynnum Kaffíleikhússins í Hlaðvarpanum - en rómantísk þó. Áttu ástarljóð Matthíasar, Nínu og Jóhanns ásamt Paríasarljóðum Jóns Óskars stærstan þátt í því. Ljóð Diddu og Þorra lýstu kvöldið öðrum Iitum, eilítið dekkri en þó kímilegum. Hljómsveitin hóf dagskrá kvölds- ins með gríparidi lagi sem var það Morgunblaðið/Þorkell TRÍÓ Carls Möllers lék djass undir lestri Ijóðskáldanna sem var ávallt sniðin að Ijóðunum og sköpuðu þeim yfirleitt látlausa um- gjörð og fallega þar sem Ijóðin fengu að njóta sín. UÓÐ sex skálda voru flutt undir djassi Carls Möller á sunnudagskvöldið; Didda, Matthías Johannessen og Nína Björk Árnadóttir lásu ljóð sín en fyrir Jóhann Hjálmarsson las dóttir hans Dalla, fyrir Jón Óskar las dóttir hans Una og fyrir Þorra las móðir hans Ragn- heiður Stephensen. eina sem var ekki flutt með texta. Tónlist kvöldsins var ávallt sniðin að ljóðunum og sköpuðu þeim yfír- leitt látlausa umgjörð og fallega þar sem ljóðin fengu að njóta sín. Ein- staka sinnum gekk þó tónlistin meira í lið með ljóðunum og flytj- endum þeirra en annars og dansaði Matthías Johannessen oft á mörk- um lesturs og söngs í flutningi sín- um og þá sérstaklega í ljóðinu Undir októberlaufi. í lokaljóði sínu, Gísli kveður, náði hljómsveit og flytjandi sérlega góðum samhljóm, kaótískur djass undir dramatískum lestri. DimmufUgl Nínu Bjarkar fékk viðeigandi stuðning frá góðu lagi, ýmist tifandi létt eða þungstígandi. Einstaka sinnum var tónlistin þó full létt og leikandi, sérstaklega þegar ljóð Þorra Jóhannssonar um úldið og rotið kjöt og fleiri svipuð mál voru lesin. Lesturinn var allur greinilega vel æfður og féll vel að tónlistinni og áberandi vel voru ljóð Jóns Óskars lesin og þar fór tónlist- in á þjóðlegar nótur undir ljóðinu Norrænt vor. Skuggaleg lífs- reynsluljóð Diddu misstu ekkert af mætti sínum þó tónlistin væri oft á léttari nótunum. Lögin sem öll voru frumsamin náðu skiljanlega ekki oft flugi sem sjálfstæðar tónsmíðar þar sem ljóðin voru flest í styttra lagi en margt var vel gert. Samkeppnisskáld Alltaf er verið að keppa á öllum sviðum og þar er ljóðið ekki undan- skilið. Hvort slík samkeppni á rétt á sér skal ósagt látið hér en í gær- kvöld var haldin ljóðadagskrá í Loftkastalanum þar sem verðlauna- skáldin þijú í ljóðasamkeppni Lista- hátíðar þetta árið, Gunnar Harðar- son, Þórður Helgason og Ragnar Ingi Aðalsteinsson, lásu upp ljóð sín ásamt nokkrum samkeppnisaðilum. Var ljóðið þar í sínum hefðbundna farvegi og er vitanlega gott til þess að vita í honum er straumurinn ennþá þungur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.