Morgunblaðið - 11.06.1996, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Halldór
Keith Ikaia-Purdy tenór, Dmitri Hvorostovsky barýtón, Rannveig Friða Bragadóttir mezzosópran, Olga Romanko sópran, stjórnandinn
Klauspeter Seibel, Sinfóníuhljómsveit íslands og Heimskórinn taka hyllingu áheyrenda í lok tónleikanna.
Bragðdaufur heimskór
TONLIST
Laugardalshöll
ÓPERUTÓNLEIKAR
eftir Rossini, Verdi, Wagner,
Gounod, Bizet & Puccini. Olga
Romanko sópran, Rannveig Fríða
Bragadóttir mezzosópran, Keith
Ikaia-Purdy tenór, Dmitri Hvor-
ostovsky barýtón, Heimskórinn
(Worid Festival Choir) og Sinfóníu-
hljómsveit íslands undir stjóm
Klauspeter Seibels. Framkvæmdar-
stjóri og listrænn stjómíindi Heims-
kórsins: Jan Jensen. Laugardaginn
8. júní kl. 16.
LAUGARDALSHÖLLIN var
stútungsfull af fólki á laugardag-
inn var og eftirvænting tónleika-
gesta tilfinnanleg, þegar fjórir ein-
söngvarar, Heimskórinn og Sinf-
óníuhljómsveit íslands fluttu
hvorki meira né minna en 25 kunn
atriði úr óperubókmenntum undir
stjórn Klauspeter Seibels.
Flest var hér stórt í sniðum, líka
tímalengdin, því tónleikarnir stóðu
á fjórðu klukkustund. Stærð húss-
ins var hins vegar ekki til marks
um gæði þess sem tónlistarhúss,
úr því að þótti nauðsynlegt að
rafmagna upp ekki aðeins einsöng,
heldur einnig hljómsveit og kór.
Ekki hafði heldur verið gert ráð
fyrir þjónustu við slíkan áheyr-
endafjölda í framenda hússins við
hönnun þess, því þar var allt pikk-
fast í hléinu.
Of fáar karlaraddir
Á mörgu mátti skynja, að fyrir
utan Hvorostovsky, bjartasta rúss-
neska loftsteininn meðal barýtóna
um þessar mundir, lék áheyrend-
um einna mest forvitni á að heyra
hljóðið í Heimskórnum, enda nokk-
uð lagt upp úr frumraun
hans hér á landi sem
viðburði í forkynning-
um. Tónleikaskráin
nefndi tölur allt upp í
4.200 manna stærð á
11 ára starfsskeiði kórsins, en
sleppti að geta þess, að hér væri
fjöldi söngmanna aðeins 350; það
kom hinsvegar fram í dagblaðs-
auglýsingu daginn áður.
Hefði sá fjöldi engu að síður
átt að duga, og vel það, á móti
70 manna hljómsveit. Og vissulega
heyrðist í kórnum, hversu mikið
sem það var annars uppmögnun-
inni að þakka. En þegar öllu er á
botninn hvolft, olli framlag kórsins
vonbrigðum. í fyrsta lagi var hlut-
ur hans af dagskrá, miðað við að
hann átti að heita meginaðdráttar-
efni, full rýr; innan við ‘A eða 7
atriði af 25. í öðru lagi voru karla-
raddir hlutfallslega allt of fámenn-
ar, og kom það ekki sízt niður á
Steuermann, steh’ die Wacht úr
Hollendingnum fljúgandi. En það
versta var þó, að kórinn skorti í
heild allan kraft, snerpu og gljáa
til að hrífa hlustendur til samræm-
is við glæsilegt framlag einsöngv-
ara og hljómsveitar, enda þótt inn-
tónun kórsins væri annars nokkuð
hrein, og gæti það að hluta verið
tiltölulega háum meðalaldri söng-
manna að kenna, ef þá ekki ein-
faldlega því, að beztu söngmenn
kórsins hafi af einhverjum ástæð-
um verið fjarstaddir.
Hljómsveitin lék snarpt
og af innlifun
Tónleikarnir voru firnalangir,
jafnvel fyrir hörðustu óperuaðdá-
endur, og sérstaklega miðað við
aðstæður - vont hús, Iítið sam-
hengi milli efnisatriða, hvorki
sviðsleikur né búningar, fyrir utan
þennan þreytandi uppmögnunar-
tón, sem þrátt fyrir heyranlega
viðleitni tæknimanna til endurbóta
þegar á leið hélt þeirri tilfinningu
hlustandans vakandi til loka, að
leikið og sungið væri í gegnum
trekt. Tónleikaskráin var þar að
auki til lítillar upplyftingar í fróð-
leiksfátækt sinni, miðað við hvað
hún var í stóru broti, og vantaði
ýmsar lágmarksupplýsingar um
heiti aría og kóra úr tilteknum
óperum. Það var ekki einu sinni
tilgreint hver söng hvað.
Klauspeter Seibel náði að setja
persónulegt og jákvætt mark sitt
á spilamennskuna þegar frá upp-
hafi í Forleik Rossinis
að Rakaranum í Sevillu.
Að svo miklu leyti sem
heyra mátti óbijálað
gegnum uppmögnunina,
var hljómsveitárleikur-
inn nákvæmur, snarpur og innlif-
aður, og stjómandinn átti greini-
Iega auðvelt með að tempra styrk
og hraða við hæfí kórs og ein-
söngvara, svo til fyrirmyndar var.
Síberski barýtóninn Dmitri
Hvorostovsky sigraði sömuleiðis
salargímaldið strax í fyrstu at-
rennu með aríu Fígarós úr Rakar-
anum. Þó að uppmögnunin hefði
leiðinda tilhneigingu til að draga
fram strigann í röddinni á kostnað
hljómfyllingar, var það sem við
heyrðum samt furðu hlýlegt, og
söngtækni hins unga Rússa
(þ.á m. rosalegt úthald) var slík,
að athyglin gat beinzt ótrufluð að
túlkuninni. Enda þótt sungið væri
á ítölsku, leyndi sér ekki, að Hvor-
ostovsky bar höfuð og herðar yfír
aðra söngvara hvað textatúlkun
varðar, og sýndi í aríu rakarans
afburða leikhæfileika sína með
verulega kómískum tilþrifum.
Hvorostovsky söng síðar aríu
Renatos í Grímudansleiknum, Val-
entíns úr Faust eftir Gounod og
Posas úr Don Carlo, auk tvísöngs
með tenórnum næst þar undan og
þrísöngs með tenór og sópran úr
Trúbadúrnum. Söng hann allt af-
burðavel, en þó e.t.v. eftirminni-
legast í hlutverki Renatós, þar sem
samleikur flautnanna og hörpunn-
ar settu sætan aukapunkt yfir i-ið.
Sama gilti um strengjaintróið að
Posa-aríunni, er leikið var af
espandi dulúð.
Þung og dramatísk
sópranrödd
Þeir sem voru fyrir þungar og
dramatískar sópranraddir, kunnu
örugglega að meta Olgu Rom-
anko. Rússneska sópransöngkon-
an söng aríu Leónóru úr Trúbad-
úrnum og stuttu síðar aríu Amelíu
úr Grímudansleiknum af miklu
öryggi og krafti. Söng hún seinna
tvísöng með tenórnum úr síðar-
nefndri óperu, er verkaði fremur
langdreginn, Iíka sem tónsmíð.
Annan tvísöng með tenórnum,
mjög innilegan, söng hún í hlut-
verki Mímíar úr La Bohme, en
næst þar á undan einsöngsaríu í
sama hlutverki, sem að minni
hyggju er hugsað fyrir nokkru létt-
ari raddgerð en þessa, enda þótt
söngkonan færi vel með. Loks
söng hún aríu Aidu úr
samnefndri óperu, og
átti þar líklega sterkasta
innslag sitt að þessu
sinni. Kom það ekki sízt
fram í geysifallegu nið-
urlagi, sem endaði með löngum
tóni á hægu dímínúendói a/ niente.
Habaneran var signr fyrir
Rannveigu
Rannveig Fríða Bragadóttir,
einsöngvari við Ríkisóperuna í Vín,
hlaut fæst tækifæri ailra að þessu
sinni, tvær einsöngsaríur en engan
samsöng, burtséð frá nokkrum
tónaskiptum við Romanko í upp-
hafi aríu Leónóru úr Trúbadúrn-
um. Fyrst söng hún Rosínu úr
Rakaranum, en eftir hlé hina tæl-
andi Habaneru Carmenar eftir
Bizet.
Að mínum smekk færi hinn
vaggandi flúrsöngur Rosínu bjart-
ari, eða allavega ’bit-meiri’, rödd
betur (þetta var eitt af glansnúm-
erum Maríu Callas) en hinni
dimmu mezzórödd Rannveigar,
sem m.a.s. stundum hljómar á
neðra sviði líkt og hún sé dekkt
vísvitandi, en söngkonan fór engu
að síður glettilega vel með þennan
krefjandi barkabijót. Habaneran
var ótvíræður sigur fyrir Rann-
veigu, er sýndi þar nýja og ’hættu-
lega’ hlið á söngpersónuleika sin-
um sem undirritaður hefur ekki
upplifað áður, enda ætlaði allt um
koll að keyra úti í sal, þegar síð-
asti tónninn fy'araði út.
Birtist stolt tenórrödd með
hljómmikilli hæð
Hawaiíski tenórinn Keith Ikaia-
Purdy virtist svolítið lokaður fram-
an af. Fyrst söng hann Rodolfo í
aríu úr Luisa Miller (Verdi), en
eftir hlé annan Rodolfo, þann úr
La Bohéme. Einnig söng hann
með í þrísöng úr Trúbadúrnum og
í tvísöngvum úr Grímudansleikn-
um, La Bohéme og Don Carlo.
Þegar á leið, opnaðist söngfærið
og afhjúpaði stælta tenórrödd með
hljómmikla hæð, einna fallegast í
’Hve köld er litla höndin’, sem var
túlkuð af karlmennskulegum
næmleika, en einnig í hinum
áhrifamikla dúett Don Carlos og
Posas á móti Hvorostovsky, þar
sem hljómsveitin bætti um betur
með skemmtilega mergjaðri
snerpu.
Sæmilega viðunandi
lokapunktur
Heimskórinn tók á sig
rögg í lokaatriðinu, Sig-
urmarsinum úr Aida, og
setti þannig sæmilega
viðunandi endapunkt við
tónleikana. Ekki var
seinna vænna. Hljómsveitin lék af
viðeigandi glæsibrag og brá hvergi
skugga á, ef undan er skilið óskilj-
anlegt smáklúður í upphækkun
trompetakaflans fræga, sem að
öðru leyti var sigurvissan uppmál-
uð.
Ríkarður Ö. Pálsson
Þjóðleikhúsið
Taktu lagið,
Lóa! á stóra
sviðinu og
leikferð
TAKTU lagið, Lóa! eftir Jim
Cartwright, sem Þjóðleikhúsið
sýndi á Smíðaverkstæðinu, er nú á
leið í leikferð. Áður en ferðin hefst,
verða fjórar sýningar á Stóra sviði
Þjóðleikhússins, en verkið var sýnt
alls 95 sinnum á tveimur leikárum
og sló sýningarmet á Smíðaverk-
stæðinu.
Kristbjörg Kjeld hiaut Menning-
arverðlaun DV í leiklist 1995 fyrir
túlkun sína á móðurinni, en Ólafía
Hrönn Jónsdóttir fer með hlutverk
Lóu. Leikstjóri er Hávar Siguijóns-
son.
100. sýning á Akureyri
Leikferð Þjóðleikhússins hefst
27. júní og verður 100. sýning á
Taktu lagið, Lóa! á Akureyri það
kvöld. Sýnt verður fjögur kvöld í
röð á Akureyri, þar næst á Blöndu-
ósi 3. júií og Egilsstöðum 5. og 6.
júlí.
Þórólfur Stefánsson
Gítarleikur
í Norræna
húsinu
ÞÓRÓLFUR Stefánsson gítarleik-
ari heldur tónleika í Norræna hús-
inu miðvikudaginn 12. júní kl. 20
og í Deiglunni á Akureyri sunnu-
daginn 23. júní kl. 20.30.
A efnisskránni eru verk eftir
Mertz, Piazzolla og Jón Ásgeirsson.
Þórólfur er búsettur í Svíþjóð og
starfar þar sem gítarleikari og
kennari.
Listahátíð í
Reykjavík
1996
Þriðjudagur 11. júní
Den Danske Trio. Nor-
ræna húsið: Tónleikar kl.
20.30.
Circus Ronaldo. hljóm-
skálagarðurinn: Frumsýning í
tjaldi sígauna kl." 20.
„GaIdra-Loftur“. íslenska
óperan: 5. sýning kl. 20.
Jötuninn eftir Evrípídes.
Loftkastalinn: 2. sýn. kl.
20.30.
Klúbbur Listahátíðar:
Loftkastalinn: Opið frá kl. 17.
Flest var
stórt í
sniðum
Kórinn tók á
sig rögg
í lokin