Morgunblaðið - 11.06.1996, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Dapri snillingurinn
ALLIR þeir sem
hafa áhuga á mynd-
list vita hver Edgar
Degas (1834-1917)
var. Frakkinn sem
málaði ballerínu og
knapa, naktar kon-
ur sem stigu upp
úr baði. Verk hans
eru aðgengileg,
tælandi og eftir-
minnileg. Oft á tíð-
um létt og gædd
bjartsýni. En það
var til annar Deg-
as, aldraður snill-
ingur sem smám
saman missti sjón
og varð bitur og
þunglyndur. Síð-
ustu myndir hans
bera þess glöggt
vitni en þær urðu æ
drungalegri og
gerðu meiri kröfur
til áhorfenda en
áður. A síðustu
æviárunum breytt-
ist stíll listamanns-
ins, sem margir höfðu vísað á
bug sem „næturlífsmálara“.
Aferð myndanna varð grófari en
finleg verk hans höfðu á áratug-
unum á undan aflað honum
frægðar og frama.
ÞRÍR rússneskir dansarar.
í Newsweek segir að gagnrýn-
endur og listaverkasafnarar hafi
verið lítt hrifnir af síðustu verk-
um Degas, en full ástæða sé til
þess að ætla að það kunni að
breytast. Stór sýning á verkum
hans stendur nú
yfir í National
Gallery í London
og verður fram á
haust en þá verður
hún flutt til
Chicago. A sýning-
unni eru verk sem
Degas málaði frá
1890 ogframtil
ársins 1912 en þá
var sjónin orðin
svo léleg að hann
varð að leggja frá
sér pensilinn.
Undir lok síð-
ustu aldar fór Deg-
as að mála bal-
lerínur, konur að
kemba hár sitt og
naktar konur í
baði. Fágunin og
smáatriðin í fyrri
myndunum hurfu,
þær urðu kraft-
meiri og litsterk-
ari. Enda sagði
einn vina Degas,
Auguste Renoir,
að hefði Degas látist um fimm-
tugt, hefði hans verið minnst sem
góðs málara en einskis frekar.
„Það var eftir fimmtugsafmælið
sem verk hans fóru að þróast og
hann varð Degas fyrir alvöru.“
TÓNLIST
Jazz
Tríó Bjöms Thoroddsen og EgOl
Ólafsson. Flytjendur: Björn Thor-
oddsen gítar, GunnarHrafnsson
kontrabassi, Ásgeir Óskarsson
trommur og Egill Ölafsson, söngur,
raddir og harmonikka. Loftkastal-
inn, 5. júní 1996.
BJÖRN Thoroddsen hefur verið
einn virkasti gítarleikari landsins í
svokallaðri millitónlist undanfama tvo
áratugi eða svo. Á þessum tíma hefur
hann spilað margvíslega tónlist en
jafnan nokkuð djassskotna og á tíma-
bili fór hann fyrir einni fremstu bræð:
ingssveit landsins, Gömmunum. í
upphafi þótti mörgum hreinstefnu-
Híf opp
manninum sem Bjöm væri full hallur
undir rafgftarrokk en það rjátlaðist
snemma af honum. Nú er leitun að
jafnsnjöllum kassagítarleikara og
áberandi mikil suður-amerísk áhrif
eru nú í gítarleik hans.
Tónlist Tríós Bjöms Thoroddsen
og Egils Ólafssonar er líklega það sem
flokkast undir djassskotið popp.
Djassinn er þó öllu ríkari þáttur sem
heyrist best í löngum gítarspunaköfl-
um Bjöms og röddun og „sköttun"
Egils. Uppistaðan í efnisskránni í
Loftkastalanum vorú lög af geisla-
disknum Hífopp sem kom út snemma
á árinu. Lítið hefur farið fyrir tónlist-
inni í útvarpi sem er synd því þama
er að finna mörg falleg lög. Má þar
nefna t.d. Ijóðrænu hugleiðingamar
tvær eftir Bjöm, Impromptu I og II,
og lög Egils, Krotað í sand og Róleg-
an æsing, en það síðamefnda hefur
alla burði til að vera sannur djass-
poppsmellur, lagrænt og vel flutt lag.
Egill setti skemmtilegan lit á mörg
laganna með hógværum harmonikku-
tónum. Hann raddar líka skemmtilega
og spinnur línur í kringum lagræna
útgangspunkta, hann er sviðsvanur
og mikill músíkant: Rödd Egils var
þó eitthvað viðkvæm á köflum og
brast meðal annars illa þegar hann
söng línuna í einfaldri og ágætri út-
setningu á Birdland.
Þótt Bjöm og Egill séu í framvarð-
alínunni vom þeir í hópi tónlistarlegra
jafningja með Gunnar Hrafnsson á
bassa og Ásgeir Óskarsson á tromm-
ur, sem er geysilega kraftmikill en
líka hófstilltur trommari, minnir
stundum á Pétur Östlund.
í heildina tekið voru tónleikamir
hin besta skemmtun og miður hve
margir misstu af henni.
Guðjón Guðmundsson
FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA
-félag milliríkjaverslunar og vörudreifingar-
VORFUNDUR
ÚTFLUTNINGSRÁÐS FÍS
Útflutningsráð Félags íslenskra stórkaupmanna boðar
til fundar í dagþriðjudaginn 11 .júní kl. 12:00
í Skálanum Hótel Sögu.
Efxii fundarins verður fjárfesting erlendra aðila
í íslenskumsjávarútvegi.
Framsögumenn á fundinumverða:
PéturReimarssonframkvæmdastjóriÁmess hf
PéturBlöndalalþingismadur
Að loknum erindum framsögumanna verður
opnað fyrir umræður.
Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500,-. |
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu
félagsins í síma 588 8910. s
FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN.
Gullin
MYNDLIST
Jens Guöjónsson
Skólavördustíg
DÚKRISTUR
Magðalena Margrét. Mánud. -
fimmtud. 12-18 föstudaga 12-19.
laugard. 10-14. Lokað sunnud. Til
15 júní. Aögangur ókeypis.
ÞAÐ hefur ekki verið mikill há-
vaði í kringum framkvæmdir
Magðalenu Margrétar Kjartans-
dóttur á sýningavettvangi og þó
hefur hún verið vel virk allt frá því
hún kom fyrst fram 1990. Haldið
heilar 8 einkasýningar, þó flestar
hafi þær verið smáar í sniðum, og
enn ein í vændum á þessu ári í
menningaramiðstöð í Boren, Þýska-
landi, auk þess sem hún hefur tek-
ið þátt í nær þrem tugum samsýn-
inga og þeim flestum erlendis.
Kvenfólkið er þannig til muna
atorkumeira okkur sem vorum að
burðast við að vinna í listgrafík í
gamla daga, en nú eru líka aðrir
tímar, vegalengdirnar minni og skil-
yrðin stórum hagstæðari. Auðkenni
Magðalenu Margrétar, hafa lengst-
um falist í lífrænum, stílfærðum
smáhestaformum og undirfurðu-
legri kímni. Að þessu sinni sýnir
hún ellefu dúkristur í listhorni
GÖTUMYND frá Tarnow, tekin fyrir heimsstyrjöldina síðari.
„Og ég sé and-
lit þeirra enn“
SÝNING sem nú stendur yfir í
Zacheta-nýlistasafninu í Varsjá
hefur látið fáa sýningargesti
ósnortna. Þar eru til sýnis Ijós-
myndir af gyðingum frá alda-
mótum og fram í heimsstyijöld-
ina síðari. Þær sýna mannlega
reisn, grimmd og hrylling; örlög
þjóðar sem vekur sterk viðbrögð
hálfri öld eftir að helför nasista
á hendur gyðingum lauk, þrátt
fyrir að í Póllandi hafi ríkt nán-
ast alger þögn um helförina fram
á síðustu ár.
Yfirskrift sýningarinnar er
„Og ég sá andlit þeirra enn“ en
hún er fengin úr þekktu gyðinga-
ljóði. Myndirnar eru úr fjöl-
skyldualbúmum og dregnar upp
úr skókössum, gæðin misjöfn svo
og meðferðin á myndunum. Fyr-
ir tveimur árum biðluðu skipu-
leggjendur sýningarinnar til Pól-
verja að leggja myndir til og
fóru viðbrögðin fram úr björt-
ustu vonum, því alls bárust um
8.000 myndir og af þeim voru
valdar um 400 til sýningar.
Sýningin hefur ekki aðeins
haft mikil áhrif á þá sem hana
hafa sótt, hún hefur vakið mikla
athygli í Póllandi. Opnunar-
kvöldið urðu sýningargestirnir
um 4.000 talsins. Fjallað hefur
verið um hana í öllum stærstu
fjölmiðlum og almenningur
flykkist á sýninguna. í sumar
verður hún sett upp í Frankfurt
og í Jerúsalem og mögulegt er
að Bandaríkjamönnum gefist
kostur á því að sjá hana síðar á
árinu.
mín
skartgripaverslunar
Jens Guðjónssonar að
Skólavörðustíg 20, og
er framkvæmdin
óbeint í tengslum við
listhátíð enda listsýn-
ingar fágæti í hinu
vinalega listhorni,
Það er auðséð á
myndunum, að lista-
konan er mitt í form-
rænni gerjun og upp-
stokkun um myndefni
sem hefur staðið yfir
í nokkur ár, því aðeins
sér í leifar fyrri hesta-
forma en hins vegar
hefur hún breikkað
myndsviðið og þroskað
hina sértæku kímni
sína. Nú liggja formin ekki eins
laus og óbundin á fletinum, en fyr-
ir vikið er skoðandinn lengur að
átta sig á hverri mynd fyrir sig og
hefur ávinning af að rýna vel í
þær, því kraftbirtingur þeirra liggur
djúpt. Þetta kemur einkum fram í
myndum eins og „Gullin mín“ (1)
og „Pabbaleikur" (11), sem eru afar
ástíeitnar í formrænni útfærslu og
það sem mikilvægara er, mjög vel
unnar og útfærðar. Hinn dulræni
og nævi kraftur sem einkenndi at-
hyglisverðustu myndir hennar á
sýningunni í listhúsinu Úmbru fyrir
tveim árum er nú þróaðri í form-
hreinustu myndunum. Auðséð er
að Magðalena Margrét hefur tekið
út þroska hvað formrænt innsæi
snertir og gerir sér Ijósari grein
fyrir mikilvægi sjálfs vinnsluferlis-
ins og grunnatriðanna. Að baki eru
mótunarár en framundan eru að
minni hyggju meiri glíma við sjálfan
myndflötinn, Þá skoðun mína árétta
myndir eins og „Flugþrá" (4),
„Staða mín í dag“ (1. apríl) og
„Töfrar" (6).
Og svo er lag að halda áfram
að hantéra verkfærin af enn meiri
krafti og breikka tjásviðið...
Bragi Ásgeirsson