Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996 31
+
3
I§
f
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ATLANTSHAFS-
BANDALAGIÐ -
FRIÐARBANDA-
LAGIÐ
FRIÐUR er hugtak sem stjórnmálamenn halda gjarnan
á lofti og vilja eigna sér. Friðarhugtakið hefur ekki
síst verið áberandi í þeirri baráttu sem nú stendur yfir
vegna forsetakosninga síðar í mánuðinum. Sú friðarum-
ræða hefur hins vegar greinilega sýnt fram á hversu vand-
meðfarið það er að nota þetta hugtak án þess að það
verði merkingarlaust.
Tvívegis á þessari öld hefur Evrópa breyst í blóðugan
vígvöll þar sem milljónir hafa fallið. Frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar hefur vesturhluti Evrópu hins vegar
notið friðar og hagsældar. Auðvitað er þetta engin tilvilj-
un. Friður lýtur sömu lögmálum og annað í samskiptum
manna. Ástæða þess að tekist hefur að tryggja hálfrar
aldar frið í Evrópu er sú að lýðræðisríkin í Vestur-Evrópu
og Norður-Ameríku báru gæfu til að taka höndum saman
og standa vörð um þau gildi frelsis, lýðræðis og mannúð-
ar er hljóta að vera grundvöllur friðsamlegra milliríkjasam-
skipta jafnt sem þjóðskipulags.
Kalda stríðið var laust við vopnuð átök í Evrópu en
jafnframt tímabil mikillar spennu og togstreitu þeirra
tveggja hugmyndaheima er þar tókust á. í austurhluta
Evrópu voru lýðréttindi fótum troðin og landamæri ríkja
virt að vettugi. Tilraunir til að koma á mannlegra skipu-
lagi voru barðar niður með valdi í Ungverjalandi árið
1956 og Tékkóslóvakíu árið 1968. Árið 1989 hrundi ógnar-
stjórnin sem hafði haldið þjóðum Austur-Evrópu og Sovét-
ríkjanna fyrrverandi í helgreipum og hin nýfrjálsu ríki
sigldu hraðbyri inn í hið pólitíska samstarf lýðræðisríkja
Vesturlanda.
í orrahríð kalda stríðsins var gerð mörg atlagan að
hinu vestræna samstarfi. Það tókst samt ekki að veikja
það og nú viðurkenna forystumenn hinna nýfrjálsu ríkja
að það hafi ekki síst verið fyrir atbeina og staðfestu Atl-
antshafsbandalagsins sem þjóðirnar í Austur- og Mið-Evr-
ópu njóta nú frelsis á ný.
Helsta pólitíska markmið þessara ríkja er að öðlast
aðild að NATO og Evrópusambandinu. Jafnvel í Svíþjóð
og Finnlandi, ríkjum sem hafa fylgt hlutleysisstefnu gegn-
um tíðina, er nú rætt í alvöru um NATO-aðild.
Nýfijálsu þjóðirnar gera sér manna best grein fyrir því
að frið verður að standa vörð um og tryggja. Samstarfið
á vettvangi NATO er um margt einstakt í mannkynssög-
unni. Oteljandi dæmi eru um hernaðarbandalög er ríki
-hafa gert til að klekkja á andstæðingum eða tryggja valda-
stöðu sína. Markmið Atlantshafssamstarfsins er hins veg-
ar að tryggja frið og varðveita ákveðin lífsgildi. Tenging-
in yfir Atlantshafið við lýðræðisríki Norður-Ameríku hefur
reynst ómetanleg á síðustu áratugum og verður það einn-
ig i framtíðinni.
Ein styijöld hefur verið háð í Evrópu frá lokum heims-
styijaldarinnar. Þegar upp var staðið reyndist einungis
Atlantshafssamstarfið þess megnugt að koma á og tryggja
frið í Júgóslavíu fyrrverandi eftir að jafnt Evrópusamband-
inu sem Sameinuðu þjóðunum hafði mistekist að ná þvi
markmiði.
Atlantshafsbandalagið er og verður hornsteinn friðar í
Evrópu. Sá friður hefur getið af sér jákvæðar breytingar
í álfunni er gera það að verkum að NATO er nú að endur-
móta skipulag sitt þannig að þetta friðarbandalag geti
betur tekist á við breyttar aðstæðar og verkefni framtíðar-
innar.
Þeir sem sýknt og heilagt tönnlast á friði mættu vel
hafa þessar staðreyndir í huga. Þeir sem hafa unnið að
eflingu Atlantshafsbandalagsins hafa í raun lagt mest af
mörkum til friðarstarfa í álfunni. Þeir þurfa ekki að skreyta
sig með lánsfjöðrum. Friður í álfunni er forsenda heims-
friðar.
▼ERNER Hoyer, aðstoð-
^ A / arutanríkisráðherra
W W Þýskalands, fer með
w W Evrópumál í þýsku rík-
isstjórninni og er meðal annars aðal-
samningamaður Þjóðveija á ríkja-
ráðstefnu Evrópusambandsins. Hann
kom hingað til lands fyrir skömmu til
að opna sameiginlega sendiráðsbygg-
ingu Bretlands og Þýskalands ásamt
Malcolm Rifkind, utanríkisráðherra
Bretlands.
Meðan á Islandsdvölinni stóð átti
Hoyer fundi með Halldóri Ásgrímssyni
utanríkisráðherra og Davíð Oddssyni
forsætisráðherra. Þá hitti hann Vig-
dísi Finnbogadóttur forseta.
Hoyer sagði að við upphaf fundar
hans með íslenska utanríkisráðherr-
anum hefðu þeir verið sammála um
að engin vandamál væru í samskiptum
ríkjanna og því hefðu þeir ákveðið að
finna engin slík upp.
„Ég held að það athyglisverðasta
fyrir okkur báða hafi verið að ræða
það sem helst er á döfinni á vettvangi
Evrópusambandsins og Atlantshafs-
bandalagsins. Það er að mínu mati
mjög mikilvægt fyrir EES-ríki á borð
við Island að hafa greinargóðar upp-
lýsingar um þróun mála innan ESB
þar sem það hefur einnig áhrif á
EES-ríkin. Við höfum nú hafið ríkjar-
áðstefnu okkar þar sem við munum
endurskoða Maastricht-sáttmálann.
Við erum að samræma stefnu okkar
í baráttunni gegn glæpum og í inn-
flytjendamálum auk þess sem við
munum á næstu árum taka inn ný
aðildarríki frá Mið- og Austur-Evrópu
og Miðjarðarhafssvæðinu. Því erum
við að endurskoða stofnanakerfi okkar
á ríkjaráðstefnunni, en það var upp-
haflega hannað fyrir sex aðildarríki,
þannig að það geti þjónað 20-27 aðild-
arríkjum."
- Hvað teljið þér raunhæft að ætla
að hægt verði að ná miklum drangri
á rikjaráðstefnunni og hver sýnast
yður eiga eftir að verða mestu deilu-
efnin þar? Teljið þér tii að mynda
raunhæft að ætla að Þjóðverjar nái í
gegn kröfum sínum um aukið vaid
Evrópuþingsins og breytt valdahiut-
föll miili fjölmennari og fámennari
aðiidarríkja?
„Það er erfitt að segja á þessu stigi.
Við hittumst nú tvisvar á viku en
búumst ekki við að ljúka starfinu fyrr
en á leiðtogafundinum í Amsterdam
í júní á næsta ári. Það eru yfirgnæf-
andi líkur á því að við munum ná
miklum árangri því að á dagskrá eru
mál þar sem væntingar Evrópubúa
eru miklar. Vissulega vill fólk ekki
að Evrópusambandið sé að skipta sér
af fjölmörgum málaflokkum, fólk vill
ekki sjá einhveijar reglugerðir um
ferkantaða tómata. Á hinn bóginn
vill almenningur í Evrópu sjá aukið
samstarf á sviði utanríkismála, það
telur nauðsyniegt að samræma að-
gerðir gegn glæpum. Ef við viljum
ná árangri á þessum sviðum munum
við gera það.
Það mál sem þér nefnduð, jafnvæg-
ið milli stórra og smárra ríkja, er hins
vegar mjög viðkvæmt. Við vitum öll
að forsendá framfara á meginlandi
Evrópu er samstarf Þjóðveija og
Frakka. Samtímis verðum við hins
vegar að taka tillit til hagsmuna minni
ríkja. Ég tel að Þjóðveijum hafi tekist
að halda þessu jafnvægi með því að
hafa mikið og náið samráð við minni
aðildarríki. Evrópusambandið er nú
að þróast í þá átt að verða bandalag
smárra ríkja og þau geta vænst þess
að verða jafnrétthá. Á hinn bóginn
þýðir það jafnframt að í stofnunum á
borð við ráðherraráðið gætu stóru
aðildarríkin orðið undir í atkvæða-
greiðslum þó svo að þau séu fulltrúar
mikils meirihluta íbúa ESB. Við verð-
um því að koma á nýju jafnvægi. Ég
skil vel áhyggjur minni ____________
ríkja. Þau verða hins vegar
að horfast í augu við þann
vanda sem kæmi upp ef
meirihluti ESB-búa gæti
ekki náð meirihluta í at- ——
kvæðagreiðslum.
Það að koma á nýju jafnvægi í
framkvæmdastjórninni, Evrópuþing-
inu og ráðherraráðinu, verður flókn-
asta viðfangsefni ríkjaráðstefnunnar
hvað stofnanaþáttinn varðar."
- Teljið þér hættu á að ríkjaráð-
stefnan geti tafíst vegna þeirrar
ákvörðunar Breta að trufia samvinn-
una innan Evrópusambandsins?
„Ég held ekki. Við erum nýbúnir
að Ijúka samningafundi í Brussel og
bresku fulltrúarnir á ríkjaráðstefnunni
tóku fullan þátt af heilum hug í vinn-
Werner Hoyer, aðstoðaratanríkisráðherra Þýskalands
WERNER Hoyer
Morgunblaðið/Sverrir
ísland eðlileg-
ur bandamaður
Þýskalands
Wemer Hoyer er aðstoðamtanríkisráðherra
Þýskalands og aðalsamningamaður Þjóðveija
á ríkjaráðstefnu ESB. Hann ræddi við
Steingrím Sigurgeirsson um ráðstefnuna
og horfur í samstarfi Evrópuríkja.
Dyrnar ís-
lendingum
ávallt opnar
unni þar. Auðvitað gæti það breyst
og ég vona að við finnum lausn á
þeirri deilu því auðvitað er þarna um
mikið hagsmunamál að ræða fyrir
hina bresku vini okkar.“
- Er ákvörðun Breta kannski að
einhverju ieyti réttmæt? Má ekki færa
rök fyrir því að andstaðan við að siaka
á útfiutningsbanninu stafi fyrst og
fremst afþví að stjórnmála-
menn vilja slá á tilfinninga-
legan ótta almennings en
ekki vísindalegum rökum?
„Ég tel svo ekki vera.
Ég ætla ekki að hella meiri
olíu á þennan eld en það
Iiggur ljóst fyrir að bæði neytenda-
verndar- og heilbrigðissjónarmið ráða
ferðinni. Hið athyglisverða eru þessar
kröfur neytenda á meginlandi Evrópu,
sem eru að verða að stórmáli innan
Evrópusambandsins, hafa árum sam-
an verið til staðar í Bandaríkjunum
og annars staðar í heiminum. Breskt
nautakjöt hefur ekki verið selt í
Bandaríkjunum um árabil og menn
ættu því ekki að blása þetta mál upp
um of. Þarna stangast á sjónarmiðin
um fijálst flæði vöru innan Evrópu-
sambandsins og kröfur um heilbrigðis-
vemd. Það er erfitt fyrir aðra en sér-
fræðinga að komast að skynsamlegri
niðurstöðu hvað þetta varðar. Þetta
er ekki bara tilfinningamál."
- Er að yðar mati hætta á að þetta
mál hafi neikvæð áhrif á samstarf
Breta við önnur aðildarríki þegar fram
í sækir?
„Ég vona ekki því að við viljum svo
sannarlega ekki halda þróun Evrópu-
sambandsins áfram án Breta. Við vilj-
um hafa þá innanborðs en ekki skilja
þá eftir. Það er ástæða þess að við
reynum að gera sem minnst úr öllu
þessu máli.“
- Líkt og þér nefnduð horfir Evr-
ópusambandið nú fyrst og fremst til
austurs og suðurs hvað ný aðildarríki
varðar. Hefði þetta að yðar mati ein-
hver áhrif á hugsanlega aðildarum-
sókn íslendinga í framtíðinni?
„Það er ekki mitt að gefa ráð. Hins
vegar standa íslendingum dyrnar
ávallt opnar hvað okkur varðar. ís-
lenska þjóðin verður hins vegar sjálf
að taka ákvörðun um það hvort hún
tekur því boði. ísland yrði hins vegar
fullkomið aðildarríki. Island er mjög
evrópskt ríki, ríkt og samstarfsfúst.
ísland er stofnaðili að Atlantshafs-
bandalaginu og við eigum þar náið
samstarf við íslendinga í varnarmál-
um. Með aðildinni að EES tekur sam-
starfið til fleiri sviða. Aðild íslands
myndi hafa góð áhrif á jafnvægið inn-
an sambandsins en með aðild Finna
og Svía, auk Dana er voru fyrir, er
komið jafnvægi gegn þeim þunga er
Miðjarðarhafsríkin höfðu áður. Ég
held að þetta sé mjög gott fyrir ESB
auk þess sem það er Þýskalandi í
hag. ísland yrði því eðlilegur banda-
maður okkar innan Evrópusambands-
ins rétt eins og innan Atlantshafs-
bandalagsins."
- Sjávarútvegsstefna Evrópusam-
bandsins er það sem helst kemur í
veg fyrir ESB-aðild íslands og íslend-
ingar óttast að með aðild yrðu þeir
að lútastrangri túlkun þeirrar stefnu.
Gætu íslendingar reitt sig
á aðstoð Þjóðverja í samn-
ingaviðræðum við að reyna
að fá undanþágur frá sjáv-
arútvegsstefn unni?
„Ég held að alltaf sé
hægt að ná fram málamiðl-
unum og hinum nýju aðildarríkjum
okkar hefur tekist vel að fá tillit tek-
ið til sérstöðu sinnar á ýmsum sviðum.
Það er samt ljóst að varðveita verður
þann sameiginlega lagaramma er
byggður hefur verið utan um efna-
hagsleg samskipti innan sambandsins
og ný aðildarríki verða að virða hann.
Hvað aðild varðar kemur að þeim
punkti þar sem menn verða að segja
já eða nei. Þeir geta ekki valið og
hafnað. Skipulag sambandsins byggir
fyrst og fremst á tveimur stoðum.
Annars vegar lægstastigsreglunni og
sérstöðu einstakra ríkja. Við viljum
ekki bræða allt saman í eitt heldur
leyfa menningarlegum einkennum
ríkja að njóta sín. Á hinn bóginn bygg-
ir ESB á samstöðu ríkjanna. Innan
sambandsins verða menn að deila með
sér og fallast á málamiðlanir. Ég er
sannfærður um að rík þjóð á borð við
íslendinga, með sérstöðu á sviði sjáv-
arútvegsmála, myndi ná fram málam-
iðlun og koma Evrópusambandinu
verulega til góða.“
- Eystrasaltsríkin hafa sótt það
stíft að fá aðild að Evrópusambandinu
og NATO, ekki síst vegna áhyggna
af öryggismálum. A Vesturlöndum
hefur hins vegar gætt nokkurrar
tregðu til að koma til móts við þessi
ríki hvað NATO-aðild varðar. Teljið
þér að öryggishagsmunir Eystrasalts-
ríkjanna kunni að verða nægjanlega
tryggðir með Evrópusambandsaðild
einni saman?
„Ég held að Eystrasaltsríkin verði
aðilar að jafnt NATO- sem Evrópu-
sambandsstarfinu. Þetta er viðbót,
ekki valkostur. Áhyggjur Eystrasalts-
ríkjanna af öryggismálum stafa fyrst
og fremst af hinum volduga nágranna
þeirra í austri. í þessu sambandi verð-
ur því að taka tillit til sjónarmiða
þessa nágranna. Ekki með því að
gefa Rússum neitunarvald heldur
spyija hvernig byggja megi upp kerfi
í Évrópu þar sem við getum átt sam-
starf við Rússa. Kosningarnar í Rúss-
landi og Bandaríkjunum, síðar á ár-
inu, hafa mikii áhrif á þetta. Ég met
því stöðuna svo að aðild Eystrasalts-
ríkjanna verði ekki á dagskrá á þessu
ári en fljótlega eftir það.
- Evrópuríkin taka sífellt stærri
skref í átt að sameiginlegum vörnum.
Er að yðar mati hætta á því að þetta
muni einhvern tímann leiða til þess
að tengslin yfir Atlantshafið rofni að
hluta eða öllu leyti?
„Aldrei. NATO gegnir jafnmikil-
vægu hlutverki og nokkurn tímann
áður. Bandalagið er ekki einungis
ómetanleg tenging milli ríkjanna við
Atlantshafið heldur sömuleiðis horn-
steinn öryggismála okkar. Þróunin að
evrópskri varnar- og öryggisheild er
viðbót en kemur ekki í staðinn fyrir
NATO. Bandamenn okkar í vestri og
við sjálf verðum hins vegar að eiga
von á því að Evrópusambandið axli
þá ábyrgð er fylgir pólitísku sam-
bandi. Hvers konar pólitískur samruni
væri það þar sem samstaðan tæki ein-
ungis til efnahagsmála og félagslegra
mála en ekki þeim mikilvæga mála-
flokki sem innra og ytra öryggi er?
Það er mjög eðlilegt að ESB samræmi
nú utanríkisstefnu sína í auknum
mæli og að hún nái einnig til öryggis-
og varnarmála."
- Stærsta verkefnið, sem nú er unnið
að á sviði Evrópusambandsins, er hinn
efnahagslegi og peningalegi samruni,
EMU. Þar standa menn hins vegar
frammi fyrir tvískiptum vanda. Ann-
ars vegar að einungis eitt ríki uppfyll-
ir að fullu skilyrði Maastricht-sáttmál-
ans fyrir þátttöku í EMU og hins veg-
ar að almenningsálitið, ekki síst í
Þýskalandi, virðist vera áformunum
andsnúið. Er raunhæft að ætla að
hægt verði að snúa þessari stöðu við
fyrir árið 1998?
„Þetta eru mjög metnaðarfull áform
og við settum okkur það markmið í
upphafi að efnahagskerfi okkar stæðu
jafnfætis efnahagskerfum samkeppn-
isríkjanna, í Bandaríkjunum og Ásíu.
Það þýðir að við urðum að losa okkur
við innri kerfisvanda hagkerfanna.
Við urðum að grípa til róttækrar upp-
stokkunar en sú uppstokkun hefði
verið nauðsynleg jafnvel án hins pen-
ingalega samruna. EMU-áformin
sköpuðu hins vegar þann þrýsting,
sem nauðsynlegur var til að knýja
þessar umbætur í gegn. 011 Evrópu-
__________ sambandsríkin taka nú stór
skref í átt að skilyrðunum
og mörg þeirra, þar á með-
al Þýskaland, munu hafa
nálgast þau nægilega er
ákvörðun verður tekin árið
1998 á grundvelli hagtalna
Uerðum að
koma á nýju
jafnvægi
ársins 1997.
Hin hliðin er svo almenningsálitið.
I augum flestra Þjóðveija er þýska
markið ekki einungis efnahagslegt
heldur sömuleiðis sálfræðilegt tákn.
Þjóðveijar hafa farið í gegnum tvö
tímabil óðaverðbólgu á þessari öld og
þeir munu ekki sætta sig við þátttöku
í sameiginlegri mynt nema hún sé
jafntraust og markið og stjórnað af
óháðum seðlabanka. Séu þessi skilyrði
uppfyllt er ég sannfærður um að Þjóð-
veijar muni samþykkja samrunann."
Óvissa um áhrif laga um opinbera starfsmenn á kirkjuna
Þora prestar ekki
að hreyfa sig?
Nokkur óvissa ríkir um
stöðu sóknarpresta
gagnvart sóknarbörnum
sínum þegar ný lög um
réttindi og skyldur ríkis-
starfsmanna taka gildi.
Gréta Ingþórsdóttir
kynnti sér viðhorf presta
og leikmanna.
SAMKVÆMT nýjum lögum
um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins sem
taka gildi 1. júlí nk. verða
prestar skipaðir til 5 ára. Staða
þeirra presta, sem þegar hafa verið
æviráðnir, breytist ekki. Ráðherra
tekur ákvörðun um það hvort emb-
ætti verða auglýst að fimm árum
liðnum.
Eiríkur Tómasson prófessor var
formaður nefndar þeirrar sem samdi
frumvarpið. Hann segir að sama gildi
um presta og aðra ríkisstarfsmenn,
sem séu ráðnir tímabundið, ekki
verði um neina afturvirkni að ræða.
Að óbreyttum lögum verði það í valdi
kirkjumálaráðherra að auglýsa stöðu
eða embætti prests að liðnum fimm
árum. Embættið yrði þá auglýst og
í það skipað af ráðherra að fenginni
umsögn sóknarnefndar. „Ég legg
hins vegar áherslu á að ráð er fyrir
því gert að Alþingi fjalli sérstaklega
um mál presta og ýmissa annarra
starfsmanna ríkisins í haust í tengsl-
um við bandorminn svokallaða sem
ekki náði fram að ganga á nýaf-
stöðnu þingi. Hann gerir ráð fyrir
breytingum á ýmsum sérákvæðum í
lögum til samræmis við þessi nýju
lög um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins,“ sagði Eiríkur.
Sóknarnefndir vilja áhrif
Samkvæmt þessu hefur ráðherra
það eftir sem áður algjörlega í hendi
sér hvort embætti prests verður aug-
lýst eða ekki. Ekki eru nein ákvæði
í lögunum um úrræði sóknarnefnda
ef upp kemur óánægja með störf
prests.
Vilji til að geta gripið til slíkra
úrræða er hins vegar greinilega fyr-
ir hendi meðal sóknarnefnda ef
marka má niðurstöðu könnunar sem
Leikmannaráð þjóðkirkjunnar gerði
síðastliðinn vetur. Niðurstöður könn-
unarinnar voru birtar á leikmanna-
stefnu í mars sl.
Sóknarnefndir voru spurðar hvort
þær teldu rétt að sóknarprestar væru
æviráðnir. 96% svöruðu neitandi og
4% játandi. Þeir sem svöruðu neit-
andi voru spurðir hvort prestar ættu
þá að vera ráðnir ótíma-
bundið með venjulegum
þriggja eða sex mánaða
gagnkvæmum uppsagnar-
fresti og voru 53% þeirrar
skoðunar; 32% töldu að _____
þeir ættu að vera ráðnir
til fjögurra ára í senn og 15% töldu
að þeir ættu að vera ráðnir til sex
ára í senn. Þessir þrír möguleikar
voru gefnir og fólk beðið að velja.
Í spurningu um það hvar sóknar-
nefndum fyndist að veitingaivaldið
ætti að vera voru þrír valkostir gefn-
ir: hjá kirkjumálaráðherra, hjá bisk-
upi íslands, hjá söfnuði/sóknar-
nefnd. 52% sögðu hjá ráðherra, 44%
hjá biskupi og 4% hjá söfnuði/sókn-
arnefnd.
Prestar vilja vera óháðir
Spurning hljóðaði svo: „Ef kirkju-
málaráðherra skipar áfram sóknar-
presta skv. ákvæðum laga, finnst
Morgunblaðið/Golli
PRESTAR ganga fylktu liði frá Menntaskólanum í Reykjavík niður
í Dómkirkju við upphaf prestastefnu á síðasta ári.
Prestar ekki
hrifnir af 5
ára ákvæðinu
þér þá koma til greina að ráðherra
verði skylt að veita sóknarpresti
lausn frá embætti ef ósk um það
kemur frá ákveðnum hluta sóknar-
barna, t.d. 40%? 76,5% svöruðu þess-
ari spurningu játandi og 23,5% neit-
andi.
Sem kunnugt er hefur Langholts-
söfnuður ályktað á aðalfundi að ráð-
herra leysi sóknarprestinn frá störf-
um en kirkjumálaráðherrá getur
ekkert gert með slíka ályktun þar
sem lagastoð er ekki fyrir hendi.
Samkvæmt þessum niðurstöðum
er augljóst að sóknarnefndir vilja
hafa meiri áhrif á það hvetjir þjóna
söfnuðum þeirra. Mörgum prestum
finnst að þeir verði að vera óháðir
söfnuðinum sem þeir þurfi kannski
stundum að segja til syndanna. Þeir
verði að geta talað frjálst án þess
að þurfa að hafa áhyggjur
af því að söfnuðurinn losi
sig við þá ef þeir fara að
verða „óþægilegir". Sem
lausn á þessum vanda hafa
—menn bent á fyrirkomulag
eins og tíðkast t.d. í Þýska-
landi þar sem prestar eru æviráðnir
til kirkjunnar en eru síðan aldrei
lengur en 10 ár á hveijum stað. Það
er þá á valdi æðstu yfirmanna kirkj-
unnar en ekki stjórnmálamanna að
færa presta til á milli prestakalla.
Frumvarp í salti
Samið hefur verið frumvarp um
stöðu, stjórn og starfshætti þjóð-
kirkjunnar en kirkjumálaráðherra
frestaði að leggja það fram sl. vet-
ur. Samkvæmt því frumvarpi er gert
ráð fyrir að kirkjan fái meira sjálf-
stæði en nú er. Þá væri mögulegt
að breyta fyrirkomulagi veitinga
prestakalla. Fjallað verður um frum-
varpið á prestastefnu sem haldin
verður innan skamms. Prestar eru
ekki hrifnir af 5 ára ákvæðinu og
vilja helst að það verði tekið úr lögun-
um. Sóknarbörnin virðast einnig vilja
breytingu þótt þau séu hlynnt tíma-
bundinni ráðningu því þau óttast að
nú verði prestar, sem þegar hafa
verið skipaðir æviráðningu, óviljugir
til að sækja um önnur prestaköll
vegna þess að þá muni þeir falla
undir ákvæði nýju laganna og verða
ráðnir til fimm ára. Leikmenn óttast
að þetta verði til þess að_ enginn
prestur þori að hreyfa sig. Útfærsla
þessa er þó ekki fyllilega ljós og mun
vera til skoðunar í fjármálaráðuneyt-
inu.
Kirkjuráð vill málin rædd
í samhengi
Kirkjuráð ályktaði í síðustu viku
um frumvarpið um réttindi og skyld-
ur starfsmanna ríkisins og sendi
kirkjumálaráðherra eftirfarandi:
„Kirkjuráð mótmælir því að breyting
sé gerð á eðli embættanna í kirkj-
unni án samráðs við kirkjuna. Emb-
ætti kirkjunnar eru skilgreind á guð-
fræðilegum forsendum og falla því
með greinilegum hætti undir innri
mál hennar.
Kirkjuþing hefur samþykkt frum-
varp um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar. Frumvarpið hefur
verið sent kirkjumálaráðherra sem
hefur kynnt það í ríkisstjórn. Kirkjur-
áð telur eðlilegt að breytingar sem
snerta kirkjuskipanina verði ræddar
í samhengi þess frumvarps.
Kirkjuráð treystir hinu háa Al-
þingi til þess að hrapa ekki að nein-
um vanhugsuðum breytingum í þess-
um efnum.“