Morgunblaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 39
Samtök okkar, Landssamband
íslenskra rafverktaka og Rafiðnað-
arsamband íslands, hafa til margra
ára rekið saman Ákvæðisvinnustofu
rafiðna og gerðist Svavar starfs-
maður hennar árið 1980 og fram-
kvæmdastjóri frá árinu 1986.
Ég kynntist Svavari þegar ég
árið 1987 hóf störf á Ákvæðisvinnu-
stofunni. Ég lærði margt af Svav-
ari. Hann var mjög samviskusamur
og nákvæmur í öllum sínum athöfn-
um og starfið var honum nánast sem
hugsjón. Framgangur ákvæð-
isvinnunar var honum hjartans mál
og hann vildi ávallt hag stéttar sinn-
ar sem bestan. Hann var einarður
og hafði ákveðnar skoðanir á hlut-
unum en þrátt fyrir að við værum
ekki alltaf sammála bar aldrei
skugga á samstarf okkar og vináttu.
Svavar tókst á við erfiðan sjúk-
dóm af æðruleysi og í trú á æðri
máttarvöld, með þeim eiginleikum
sem líf hans oft á tíðum krafðist.
Kæra Ragnhildur og Svavar Geir,
megi guð varðveita ykkur og styrkja
um ókomna framtíð.
Ásbjörn Ragnar Jóhannesson.
Menn gefa samferðarmönnunum
mismikið á lífsleiðinni og gjafirnar
eru frábrugðnar að gerð og lögun.
Við fráfall vinar okkar, Svavars
Guðbrandssonar, framkvæmda-
stjóra Ákvæðisvinnustofu rafiðna,
er sem dregið hafi fyrir birtuna í
bili, eitt af leiðarljósum rafiðnar á
íslandi er slokknað, en við huggum
okkur við að maður kemur í manns
stað og þá birtir að nýju.
Það gengur ekki alltaf þrauta-
laust að gera kjarasamninga, en
öllu meiri vandi er þó að semja og
endurbæta ákvæðisvinnutaxta, sem
eru eini raunverulegi mælikvarðinn
á vinnu rafvirkja. Þegar þannig verk
bar á fjörur samningamanna var
Svavar ævinlega kallaður til. - Það
var því ekki að tilefnislausu að hann
réðst til Ákvæðisstofu rafiðna fyrir
rúmum hálfum öðrum áratug, gerð-
ist forstöðumaður hennar sex árum
seinna og starfaði þar af ótrúlegum
dugnaði og æðruleysi til æviloka,
þrátt fyrir afar erfítt heilsufar síð-
ustu árin.
Á vissan hátt var Svavar guðfað-
ir ákvæðisvinnutaxtans, a.m.k. í því
nútímalega formi sem hann átti
mestan þátt í að þróa. - Fram-
kvæmdastjórastarfinu fylgdu fjöl-
þætt samskipti við kaupendur og
seljendur verka, svo og rafvirkjana
sem þau unnu, auk margvíslegra
útreikninga og áætlanagerða. -
Segja má að þarna hafi verið um
þrenns konar hagsmuni að ræða,
sem oft þurfti að sætta, en ekki
minnist ég þess að dregið hafí verið
í efa hlutleysi Svavars og heiðar-
leiki. Þótt um verulega fjármuni
væri að ræða virtist honum takast
að ganga á milli án þess að vand-
ræði hlytust af.
Opinberir aðilar þurftu oft í
smiðju Svavars og var þar sömu
sögu að segja að á þeim bæ var
borið fullt traust til nákvæmni og
færni þess manns sem hafði þrek
til að lyfta sér yfír tímabundin átök
og væringjar, og hafði það að leiðar-
ljósi að halla aldrei réttu máli hver
sem í hlut átti.
Þótt Svavar hefði komist til
manns löngu fyrir tölvur lét hann
sér hvergi bregða þegar þær þustu
fram á völlinn, alls ófullkomnar til
að takast á við þau verkefni sem
væntingar gerðu ráð fyrir. - Hann
hafði vit á að bfða af sér fyrsta
storminn og vanda þeim mun meira
allan undirbúning við að gera taxt-
ann tölvutækan þegar tölvurnar
voru orðnar til þess vel hæfar og
viðskiptamenn undir það búnir. -
Þessi vinna Svavars lagði grundvöll-
inn að magntöku rafverka, en án
þess grunns verður ekki vinna raf-
virkja reiknuð út af neinu viti.
Það sem fólk e.t.v. mat mest við
Svavar var hve varkár hann var í
orði um menn og málefni, sem gekk
stundum svo langt að okkur, sem
ekki erum eins orðvarir, þótti stund-
um nóg um, en fljótræði í dómum
um menn og málefni var honum
ekki eiginleg. - Þetta var lærdóms-
ríkt fyrir þá sem vom óvarkárari,
skoðanir hans urðu af þessum sök-
um þyngri á metunum.
Þótt kynni okkar Svavars tengist
að mestu vinnunni og í fyrstu setu
hvor sínu megin við samningaborð-
ið, skyggði það aldrei á góðan anda
og vinskap, sem nauðsynlegt er að
svífi yfír öngstrætum kjaramála. -
Þótt menn standi á rétti þeirra sem
þeir vinna fyrir þurfa slík átök ekki
að leiða til vinslita og það er mikið
lán að eiga samleið með mönnum
sem hægt er að treysta, standa við
orð sín, vita hvað þeir segja og
stunda ekki baktal.
Við áttum þess kost að ferðast
saman bæði innanlands og utan, en
einna minnisstæðast er mér og konu
minni ferðalag um heimastöðvar
Svavars, vegna kunnugleika hans
og skemmtilegs frásagnarmáta,
sem okkur þótti mikið til koma. -
Nú þegar leiðir skiljast er margs
að minnast, sem gaman væri að rifja
upp, en það verður að bíða betri
tíma ef við skyldum seinna hittast
aftur til að spjalla.
Eiginkonu Svavars, frú Ragnhildi
Óskarsdóttur, syni og öðrum vanda-
mönnum vottum við dýpstu samúð
vegna fráfall þessa frábæra föru-
nautar.
Árni Brynjólfsson.
BERGÞÓRA JÚLÍUSDÓTTIR
+ Bergþóra Júl-
íusdóttir fædd-
ist í Reykjavík 21.
ágúst 1905. Hún
lést í Reykjavík 21.
apríl síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Dómkirkj-
unni 80. april.
Amma mín Bergþóra
Júlíusdóttir er látin.
Hún fæddist í Skugga-
hverfinu í Reykjavík og
var fyrsta bam ungra
sjómannshjóna, Ing-
veldar Jóhannsdóttur
og Júlíusar Arasonar. Þegar hún var
aðeins á fyrsta ári missti hún föður
sinn í sviplegu sjóslysi á Viðeyjar-
sundi. Því fór það svo að amma
mín ólst upp í faðmi móðurfjölskyldu
sinnar, afa og ömmu Bergþóru og
Jóhanns og fimm bama þeirra. Hún
varð eina barn þessara systkina,
sem upp komst og því bæði sólar-
geislinn þeirra og stolt
alla tíð.
Bergþóra giftist Jó-
hannesi Jónssyni. Þau
eignuðust ekki böm
saman en tóku að sér
tvö kjörbörn, Þorkel og
Ingveldi Jóhannesbörn.
Amma mín var hús-
móðir að ævistarfi og
jafnvel þótt fjölskylda
hennar væri ekki stór
þá var oft fjölmennt á
heimilinu og margir
höfðu þar viðkomu í
lengri eða skemmri
tíma. Heimilið var rekið
af myndarskap og gestrisni ávallt
mikil. Hún hafði gaman af fjöl-
menni og hélt ófáar veislurnar fyrir
vini og fjölskyldu meðan heilsa og
lífsþróttur entist henni.
Ámma mín tilheyrði einni af
fyrstu kynslóð innfæddra Reykvík-
inga. Ég man eftir henni sem glæsi-
legri konu, raunverulegri dömu, án
þess þó að tepruskapar gætti. Oft
reyndi hún að kenna nöfnu sinni
betri siði en hafði sjaldan árangur
sem erfíði. Hún var félagslynd, létt
í skapi og hafði til að bera umburð-
arlyndi til þess að sjá skárri parta
náungans. Oft þegar talið barst að
löstum náungans sagði hún: „Æ,
við erum nú öll einhvern veginn,“
og minnti okkur þannig á að allir
hafa bæði kosti og lesti.
Auk þess að reka heimilið stund-
aði Bergþóra hannyrðir alla tíð.
Þannig skapaði hún falleg listaverk
sem við getum öll glaðst yfir að
eiga til minningar nú er hún er
horfin af sjónarsviðinu.
Dauðinn kom til Beggu ömmu
sem líkn við þraut fyrir bæði líkam-
ann og sálina sem ekki gátu tekist
á við lífið héma megin grafarinnar
öllu lengur. Við sem eftir erum
þökkum fyrir mörg góð ár og vonum
að allar góðar vættir vaki yfir henni
þar sem leið hennar liggur nú.
Bergþóra Þorkelsdóttir.
KRISTJÁN
MARGEIR JÓNSSON
ar stundirnar sem við sátum í eldhús-
inu hjá þér og ömmu og spiluðum
ólsen eða lögðum kapal eins og þú
kenndir mér. Það sem mér þykir
einna vænst um er hversu góður þú
varst mér, þú áttir alltaf nóg af fall-
egum orðum og hrósi og því leið
mér alltaf vel hjá þér. Þú lést mig
vita að ég er mikilsverð og það var
gott fyrir mig sem barn og einnig
nú þegar ég er fullorðin.
Allar góðu stundirnar okkar ætla
ég að geyma í hjarta mínu afi minn
og alltaf mun ég muna eftir bjarta
brosinu þínu og hlýju lófunum þínum
er þeir struku vangann minn.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið,
og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sina.
En meðan árin þreyta hjörtun hinna,
sem horfðu á eftir þér í sárum trega
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson)
Vertu sæll, afi minn.
Þín
+ Kristján Mar-
geir Jónsson
fæddist á Galtar-
hrygg í Reykja-
fjarðarhreppi 22.
október 1915. Hann
lést í Kristnesspít-
ala 1. júní sl. For-
eldrar hans voru
Guðbjörg Efemía
Steinsdóttir og Jón
Ólason. Kristján var
fjórði í röð ellefu
systkina. Hann
kvæntist Hólmfríði
Jónsdóttur 22. októ-
ber 1949 og áttu þau
fjögur börn: Ólöfu Guðbjörgu,
maki Ingimar Snorri Karlsson;
Jónheiði, maki Rún-
ar Jóhannsson; Ósk-
ar, maki Björk
Mikaelsdóttir og
Bjarna, maki Ragn-
heiður Bragadóttir.
Áður eignaðist
Kristján dótturina
Huldu, f. 26. mars
1938, d. 18. janúar
1995. Móðir Huldu
er Stefanía Finn-
bogadóttir. Barna-
börn Kristjáns eru
19 og barnabarna-
börnin 22.
Útför Kristjáns var
gerð frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 10. júní.
Elsku afi. hvíldina en samt er það sárt að hugsa
Nú ert þú búinn að kveðja og ég til þess að þú sért farinn. Ég hef svo
veit að það er gott fyrir þig að fá margt að þakka þér. Þær voru marg-
t
Faðir minn og sonur,
ÞÓRIR ÓLAFSSON,
Tunguvegi 5,
Hafnarfirði,
andaðist á heimili móður sinnar þann 9. júní.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórey S. Þórisdóttir,
Stefanía Guðmundsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma,
FILIPPÍA KRISTJÁIMSDÓTTIR
(Hugrún)
frá Brautarhóli,
Svarfaðardal,
til heimilis f Seljahlfð,
Hjallaseli 55,
andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 8. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Einar Eirfksson,
Helgi Valdimarsson, Guðrún Agnarsdóttir,
Ingveldur Valdimarsdóttir, Ágúst Eiríksson,
Svanfrfður Kristjánsdóttir, Sigurður Kristjánsson,
Lilja Kristjánsdóttir, Ólöf Ásgeirsdóttir Þormar,
Ásgeir Helgason, Valdimar Helgason,
Birna Helgadóttir, Agnar Helgason,
Kristján Helgason, Ingibjörg Guðmundsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mfn,
JÓNAGUÐRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bakkagerði 13,
lést í Landspítalanum að kvöldi 9. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Steindór Guðmundsson.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR HELGASON,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn
9. júní.
Útförin fer fram frá Akranesskirkju
föstudaginn 14. júnf kl. 14.00.
Helgi Sigurðsson, Stefanía Sigmarsdóttir,
Sigrún Erla Sigurðardóttir, Haukur Ármannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir minn, tengdafaðir og bróðir okkar,
ÆVAR GUNNARSSON,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans að
kvöldi 9. júní.
Guðmundur Ævarsson, Hildur Gunnarsdóttir,
Gunnar Þ. Gunnarsson, Sverrir Gunnarsson,
Þorgerður Gunnarsdóttir.
4
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HJÖRLEIFUR EINAR
FRIÐLEIFSSON
vaktstjóri,
sem andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur
mánudaginn 3. júní, verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 12. júní
kl. 13.30.
Sigríður Helga Árnadóttir,
Árni Hjörleifsson,
Stella Hjörleifsdóttir, Árni Jóhannesson,
Sveinn Erlendur Hjörleifsson,
Hinrik Arnar Hjörleifsson, Sigrfður Ósk Reynaldsdóttir,
Hjörleifur Einar Hjörleifsson, Unnur Guðfinna Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hólmfríður.