Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 MINIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRiSTMUNDUR GÍSLASON frá ísafirði, Kirkjulundi 6, Garðabæ, andaðist á Grensásdeild laugardaginn 8. júní. Friðgerður Sigurðardóttir, Páll Kristmundsson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Guðrún L. Kristmundsdóttir og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Kársnesbraut 79, Kópavogi, lést á heimili sínu þann 5, júní. Elías Ragnar Gissurarson, Þórdís Gissurardóttir, Hákon Örn Gissurarson, Hjördis Gissurardóttir, Magnús Þórarinn Gissurarson, Ásdis Gissurardóttir, Vera Snæhólm, Sverrir Þórólfsson, Valdís Kristinsdóttir, Geir Gunnar Geirsson, Anna Ágústa Hauksdóttir, Ragnar Thor Sigurðsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIMAR JÓN ÞORKELSSON, Spónsgerði 1, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. júní kl. 13.30. Ósk Óskarsdóttir, Þorkell Ingi Ingimarsson, Sigrún Inga Hansen, Hafdi's Elva Ingimarsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Una Þóra Ingimarsdóttir, Þór Engiibertsson og barnabörn. V t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐSTEINN G. HELGASON verkstjóri, Dalbraut 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtu- daginn 13. júní kl. 15. Jón Þór Friðsteinsson, Sólrún Kristjánsdóttir Helga Guðríður Friðsteinsdóttir, Kristján Halldórsson, Ólafur Friðsteinsson, Svanhildur Hilmarsdóttir. Hilmar S. Friðsteinsson, María Erla Friðsteinsdóttir, Hannes B. Friðsteinsson, Hólmfríður Friðsteinsdóttir, Ragnheiður Friðsteinsdóttir, barnabörn og Margrét Kristjánsdóttir, Stefán Tyrfingsson, Kristjana V. Árnadóttir, Sveinn Gunnarsson, Kjartan Leó Schmidt, barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR ERLENDSSON fyrrv. leigubifreiðastjóri, Mávahiíð 20, verður jarðsungínn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 12. júní kl. 13.30. Sigriður Hannesdóttir, Garðar Erlendsson, Ragnhildur Ágústsdóttir, Ólafur Erlendsson, Sævar Erlendsson, Þuríður Erlendsdóttir, Hannes Erlendsson, Erlendur Erlendsson, Guðjón Erlendsson, Ragnheiður Erlendsdóttir, Jóhanna Erlendsdóttir, Sigurrós Erlendsdóttir, Jón Eriendsson, barnabörn og barnabarnabörn. Guðjón Jónsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Anna Karlsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Davíð Steinþórsson, Jóhann Gylfi Gunnarsson, Kristján Jóhannsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, GUÐMUNDUR THORODDSEN + Guðmundur Thoroddsen var fæddur í Reykjavík 17. september 1952. Hann lést á Isafirði 25. maí síðastliðinn og fór útförin fram frá Dómkirkj- unni 4. júní. Ég kynntist Gvendi árið 1972 í París. Síðan hittumst við oft á lífs- leiðinni og bundumst traustum vinaböndum. Gvendur líktist af- burðamönnum Endurreisnartímans hvað það varðar að hann lét sér ekki nægja að „sérhæfa" sig á þröngu sviði eins og menn gera nú á tímum. Þvert á móti aflaði hann sér þekkingar um hin aðskiljanleg- ustu málefni og kynnti sér hlutina af eigin raun. Þótt hann næði ekki hátindi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, var hann einstakur að því leyti að hann var samtímis málari, sæfari, bátasmiður, tónlistarmaður og ótal- margt fleira. Hann náigaðist um- heiminn með opnum huga, og því virtist ekkert vaxa honum í augum. Sprengisandur var honum eins og sandkassi, úthafið eins og vatnsbali. Húsið hans allur heimur- inn. Því var það sama hvort hann var við strönd Brasilíu, á Kongó- fljóti, í íslenskri náttúru, í reykmett- uðum djassklúbbum, að næturþeli í Buenos Aires eða á reginhafi; hann var alls staðar eins og heima hjá sér. Hann var hrekklaus á þann veg að hann gat ekki ímyndað sér að fólk hefði til að bera hvatir sem honum sjálfum voru framandi. I hans heimi gegndu tortryggni og árásargirni engu hlutverki. Hrein- lynt fólk eins og hann, sem hvorki skilur né meðtekur mannvonsku, getur fetað hvaða refilstigu sem er án þess að láta flekkast. Hann bæði naut væntumþykju og lét hana í ljós án orða, því að það var ekki í eðli hans að bera tilfinningar sínar á borð. Athöfnin var orðræðunni mikilvægari, hann skynjaði hlutina fremur en að út- skýra þá. Þannig fylgdi hann mál- verkum sínum ekki úr hlaði með kenningasmíði eða herskárri fagur- fræði, heldur lét þau sjálf um að túlka hughrif sín og drauma um loft og lög. Hann lætur eftir sig fögur vatns- litaverk, nokkra skúlptúra, bát í smíðum. Og auk þess hafði hann svo margt á pijónunum að ómögu- legt hefði verið að ljúka því öllu á langri ævi. En umfram allt lætur hann eftir sig urmul minninga hjá þeim lánsömu sem kynntust honum. Hann verður okkur lengi minnis- stæður. Við gleymum aldrei góð- legu augnaráði hans. Við gleymum aldrei lífsorku hans, og hvernig hann gat gert venjulega kvöldstund engri líka. Við gleymum aldrei stór- fenglegum hláturrokum hans. Þær voru hið fyrsta sem maður heyrði þegar maður mætti í þijúhundruð manna veislu. Þá hugsaði maður: „Gvendur er á staðnum!“, og þá gat veislan hafist. Ég votta konu hans, Elísabetu, og sonum hans, Jóni Kolbeini og Einari Viðari, mína dýpstu samúð. Olivier Manoury, París. Guðmundur Thoroddsen er lát- inn fyrir aldur fram. Sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Við sem eftir sitjum eigum ei ann- hg W>............flfti, M , Jfci,,, Jwi,,li4K»i,,iJBii,., Jmi.,„J[ ^ M M Erfidrjkkjur: P E R L A N TI Sími 562 0200 IIIIXIXX ars völ en orna okkur við minning- arnar um góðan dreng sem var engum líkur. Hann var ekki einasta glaðlynd- ur lífskúnstner heldur sannkallað- ur ævintýramaður. Þegar við kynntumst hafði hann þegar lagt að baki Afríku, norðan og sunnan Sahara, fyrst á mótorhjóli og síðan á eintijánungi. Nú var hann að taka sín fyrstu spor sem skútu- karl. Skömmu síðar var hann tek- inn til við smíði eigin seglskútu og átti hún þó ekki eftir að verða hans síðasta. Farkostir Guðmundar báru hagleik hans fagurt vitni enda var þeim ekki ætlað minna en krussa Atlantsála þvera og endi- langa. Með tímanum urðu sjóferð- irnar meginuppspretta myndlistar hans eins og sjá mátti fyrir fáeinum mánuðum á síðustu sýningu hans í Nýlistasafninu. Þá var Guðmundur hvers manns hugljúfi. Hann geislaði bókstaflega af gæsku og fjöri. Hlátur hans var svo innilegur og smitandi að hann umturnaði hæglega döprustu sál- um. Svo uppörvandi var hann til orðs og æðis að menn hættu sam- stundis að ljúga sig dauða í návist hans en fylltust þess í stað ein- hverri barnslegri eftirvæntingu eins og ekkert væri lengur ómögu- legt. Framkvæmdagetu Guðmundar virtust heldur engin takmörk sett. Það sem við hin létum okkur dreyma um varð honum að veru- leika. Ekkert fannst honum sjálf- sagðara en það að láta óskirnar rætast. Þó fylgdi þeirri einurð hvorki steigurlæti né hamagangur. Guðmundi var meinilla við að aug- lýsa afrek sín. Þau voru einfaldlega of náinn hluti af manninum sjálf- um. Aðeins i einni framkvæmd brást honum bogalistin. Það var að sigr- ast á dauðanum. Og þó - er það ekki viss sigur yfir ljánum þegar maðurinn heldur áfram að standa okkur fyrir hugskotssjónum með öllu sínu lífi, fjöri og hlátri eins og hann vilji reka af okkur slenið og kjarkleysið? Megi minningin um hann verða fjölskyldu hans sá styrkur sem lífs- vilji hans var öllum þeim sem til hans þekktu. Margrét og Halldór Björn. Ævintýramaður, húmoristi, sveitamaður, heimsborgari, sjóari, skútusmiður, myndlistarmaður, mússíkant, sögumaður, náttúru- barn og fagurkeri, kappsmaður en jafnframt þolinmóð barnagæla . . . komist eitthvert eitt orð nálægt því að lýsa Guðmundi vini okkar Thoroddsen væri það helst „Iífs- listamaður". Það er sjaldan að jafn fjölþættar gáfur og áhúgamál koma saman í einum manni, og fágætt að úr verði eins heilsteyptur, næmur og sterk- ur persónuleiki og Gvendur Thor. Það er heldur ekki auðgert að veita svo margvíslegum hæfileikum í einn virkjanlegan farveg. Gvendur var langt kominn með að skapa sér umgjörð sem rúmaði þijá höfuðþætti í lífsmynd hans; ferða- þrá, listsköpun, og hamingjusamt fjölskyldulíf; þrjár sterkar kallanir sem í raun togast á hver við aðra: Yndisieg, skilningsrík kona og tveir ungir synir til alls vísir síðar- meir, stór stálskúta í smíðum eftir eigin hugarsýn um siglingar á hornströndum fjær og nær, ný braut fundin í myndlist með ótæmda möguleika í efniviðnum og útrás fyrir áhrif frá stórborgar- kúltúr EvrópUj frumbyggjum Afr- íku, náttúru Islands og svo ótal mörgu öðru sem fyrir hann hafði borið. Af óskiljanlegri ósanngirni hefur nú voðaskot tilviljananna hitt þann sem síst skyldi. Það virt- ist alltaf sjálfgefið að við Gvendur yrðum eldgamlir kallar, myndum sitja saman hæruskotnir og rifja upp hvernig koparstytta hvarf óvænt af stalli sínum, hvernig enskir línu-lordar urðu að gefast upp i karpi um kaup við tvo gutta í drullugöllum, eða hvernig Klaus hinn þýski gleypti eðluna I Angóla, rétt áður en ofurstarnir buðu okkur út að borða grillaðan kolkrabba. Guðmundur Thoroddsen kunni manna best kúnstina að vera til og var óspar á að deila henni með öðrum. Þó að hlátur hans smitaði heila bíósali var hann í hina rönd- ina djúpt þenkjandi og alvörugef- inn maður, eins og reyndar allir sannir húmoristar. Þrátt fyrir ótímabært fráfall sitt hafði hann upplifað fleira og notið meiri lífs- fyllingar heldur en mörgum hlotn- ast á tvöfalt lengri ævi. Við Unnur kveðjum Gvend með söknuði og þökkum honum ómetanlegar minn- ingar, sem þegar frá líður eiga áreiðanlega eftir að gleðja okkur á ný- Þorbjörn Magnússon og Unnur Jökulsdóttir. Haft er eftir Ernest Hemingway að „hver sem í æsku átti því láni að fagna að ílendast í París um skeið, hann mun sanna að hvar sem leiðir liggja síðan er París í för með honum einsog veisla í farangr- inum“. Þessi orð rifjuðust upp þeg- ar barst mér að vinur minn, Guð- mundur Thoroddsen, væri látinn, því við bundumst vináttuböndum í París árin 1976 til 1978, þar sem báðir áttu vetursetu. Líkt og hin glaða stórborg hefur Guðmundur síðan verið i för með mér einsog veisla í farangrinum, enda var hann í fámennum hópi útvaldra sem verða samferðamönnum sín- um til sífelldrar gleði og ánægju. Guðmundur hlaut ríkulega hæfi- leika í vöggugjöf. Hann var bæði snjall tónlistarmaður og myndlist- armaður, jafnframt bar hann gott skyn á skáldskap og átti létt með að yrkja. En það sem fyrst og fremst laðaði þó alla að honum voru einstaklega fijó kímnigáfa og létt lund. Illt er að slíkir menn séu burt kallaðir í blóma lífsins. Ég horfi með sting í hjarta á eftir góðum vini yfir móðuna miklu en er þess þó alviss að handan hennar er orðið léttara yfir lífinu. Við í Blönduhlíð sendum Elísa- betu, Jóni Kolbeini og Einari Við- ari innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Thoroddsen. Jón Ingólfur Magnússon. Fijóar hugmyndir voru aðal Guðmundar Thoroddsen, ásamt dirfskunni sem útheimtist til að framkvæma þær. Hann var ævin- týramaður - sóttist eftir ævintýrum og brá ljóma hins óvænta á allt sitt umhverfi. Djarfur ferðalangur og skútukarl á heimsins höfum sem kunni að snúa allri óheppni sér í hag; hann lærði að elda saltfisk á portúgalska vísu af hermönnum sem handtóku hann í Angóla. Gáf- ur hans voru margvíslegar, en myndlistin varð ofan á. Sjórinn og landið séð af sjó var lengi það sem einkenndi verk hans, þó öðru brygði fyrir. í janúar sl. sýndi hann í Nýlistasafninu ný verk sem sam- einuðu í eitt það besta úr hans fyrra starfi, tær og djúp. Fyrir tæpu ári kenndi hann þess meins^ sem nú hefur lagt hann að velli. í janúar voru allir vongóðir og glitti í gamalkunnan kraft; sýn- ing, skútusmíðar og fleira á döf- inni. Hann var kominn með skýra hugmynd um nýja lífshætti, nú værí ekki lengur hægt að gleypa allt, heldur yrði að njóta þess í smærri skömmtum, njóta ilmsins af rauðvíninu og lofa bragðinu að fylla munninn. Lifsnautnamaður- inn var ekki horfinn, aðeins orðinn fágaðri. En sjúkdómurinn tók sig upp aftur og um páskana átti hann erfiðar stundir. Þó tók hann til við bakstur og hljóp út í bakarí eftir rjóma þegar ég kom í heimsókn. Hann var nefnilega höfðingi ofan á allt' annað. Það er þyngra en tárum taki að þessi góði drengur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.