Morgunblaðið - 11.06.1996, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐBJORG
JAKOBSDÓTTIR
+ Guðbjörg Guðrún Jakobs-
dóttir fæddist á Skarði á
Snæfjallaströnd 3. júní 1924.
Hún lést á Landspítalanum 25.
maí síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði 3. júní.
Með fáeinum orðum vil ég kveðja
móðursystur mína, Guðbjörgu Guð-
rúnu Jakobsdóttur, sem er látin.
Við iát hennar koma ijölmargar
minningar fram á „skjáinn“. Best
man ég dvöl hennar á heimili for-
eldra minna á ísafirði, en sem ung
stúlka passaði hún mig í föðurhús-
um og var mér jafnan sem hinn
besti vinur. Við brölluðum margt
saman hún og ég og oft hélt hún
hlífiskildi yfír mér þegar á þurfti
að halda, sem ekki var svo sjaldan.
Hún gat stundum verið hranaleg
— svona eins og „Kobbaættin“ á
til — en ávallt sanngjöm, ákveðin
og hlý hið innra. Enga manneskju
vissi ég ósérhlífnari en hana og fljót
var hún að rétta hjálparhönd á erf-
iðum stundum.
Sérstakar minningar eru bundn-
ar við heimili hennar og látins eigin-
manns, Kristjáns Sveinbjörnssonar,
Stjána í Litlabæ í Súðavík.
Húsakynni í Litlabæ voru ekki
stór, en alltaf var pláss fyrir vini
og vandamenn, annaðhvort við
matarborðið eða í gistingu. Ég man
að ég spurði móður mína einu sinni
að því hvort alltaf væru jól hjá
Guggu frænku. Allt var svo hreint
og fágað hjá henni, þrátt fyrir stór-
an hóp bama, og borðin bókstaflega
svignuðu undan óteljandi kökuteg-
undum og freistandi smurðu brauði.
Við matarborðið fóru oft fram fjör-
ugar umræður, Stjáni, húsbóndinn,
var ávallt rólegur, hlýr og vingjam-
legur og lét skoðanir sínar í ljós á
hógværan hátt. Gugga stóð þá oft-
ast við kaffikönnuna og sá um að
allir hefðu eitthvað í bolla og á diski
um leið og hún skaut fram hnitmið-
uðum skarplegum athugasemdum
og lífgaði þannig uppá umræðum-
ar.
Það var ekki nóg að allt væri
hreint og fágað inni. Gugga frænka
hafði „græna fingur" af guðsnáð
og hafði einstaka unun af því að
dvelja úti í garði og hlúa að hvers-
konar gróðri. Garðurinn hennar á
Litlabæ var einkar snotur, vel hirt-
ur og bar vitni um hagleik hennar
og alúð.
Mannkostir Guggo frænku voru
margir, en eins og svo algengt er
með hógværar heimavinnandi mæð-
ur bar hún þá ekki á torg.
Stór hópur mannvænlegra og
duglegra barna þeirra hjóna er sá
auður sem þau skilja eftir sig ásamt
minningunni um trausta og góða
vini, sem alltaf höfðu tíma fýrir
aðra og tóku vinum sínum og
vandamönnum með opnum örmum
hvenær sem var sólahringsins.
Guggu frænku verður sárt saknað
og hennar skarð seint fyllt.
Bjamveig móðir mín biður henni
blessunar á nýjum stað og þakkar
henni samvistir löngu liðinna ára
sem gjarnan hefðu mátt vera fleiri
á efri árunum.
Við Lillý þökkum henni sérstak-
lega fýrir vináttu við okkur og böm-
in alla tíð.
Afkomendum öllum sendum við
djúpar samúðarkveðjur. Minningin
um góða manneskju lifir áfram í
okkar huga.
t
Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur
samúö og hlýhug viö andlát og útför
eiginkonu minnar, móður, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu,
BÁRU VILBERGS.
Bjarni Isleifsson,
Svanlaug Júliana Bjarnadóttir, Gylfi Már Bjarnason,
Kolbrún Lilja, Elsa Eiriksdóttir,
Berglind, Petra Dís,
Bjarni ísleifur,
Bára Lif,
Andri Már.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
HULDA JÓNSDÓTTIR,
Tjarnargötu 24,
Kefiavik,
sem lést 4. júní, verður jarðsungin frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag,
þriðjudaginn 11. júní, kl. 13.30.
Jónas Þór Arthúrsson,
Ólafur Jóhannsson,
Jóna Maria Jóhannsdóttir,
Sigurður Jóhannsson,
tengdadóttir og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför bróður okkar,
GUÐMUNDAR SKÚLASONAR,
Túngötu 14,
Keflavík.
Sérstakar þakkir tii starfsfólks hjúkrunardeildarinnar i Víðihlíð,
Grindavík, fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elín Skúladóttir,
Sigríður Skúladóttir.
MINIMINAR
Guð blessi hana handan móðunn-
ar miklu.
Ólafur Kristjánsson, Bolungarvík.
Enn eitt ljósið á jörðinni hefur
verið slökkt. Ný stjarna hefur bæst
í himinhvolfíð. Það er stjarnan
hennar ömmu. Amma Gugga í
Súðavík er farin frá okkur til hans
afa Stjána á himnum. Þó að við sem
eftir sitjum grátum sárt og söknum
hennar ömmu okkar vitum við að
hún er komin á þann stað sem henni
líður vel. Afí Stjáni hefur tekið vel
á móti henni og allir hinir sem elska
hana á himninum. Amma Gugga
getur nú hvílt sig af erilsömu lífs-
hlaupi og horft af himnum ofan á
okkur hin sem enn byggjum þessa
jarðkringlu og haldið verndarhendi
sinni yfír okkur eins og hún hefur
alltaf gert. Amma Gugga og afi
Stjáni byggðu sitt heimili á Litla-bæ
í Súðavík. Þau eignuðust pabba og
átta önnur börn. Mig brestur orð
til að lýsa þeirri hlýju sem ríkti allt-
af á heimili afa og ömmu. Ég þarf
heldur ekki að lýsa hversu vel var
alltaf tekið á móti okkur, það vita
allir sem heimsóttu afa og ömmu
og þá mynd geymum við best í
hugum og hjörtum okkar allra.
Gleði og sorg vega salt í lífi okk-
ar allra. Það sem veitir okkur gleði
er það sama og gerir okkur sorg-
mædd. Amma Gugga er farin og
sorgin hefur knúið dyra hjá Litla-
bæjar fólkinu. Amma hafði stórt
hjarta þar sem nóg pláss var til
handa börnum hennar, ættingjum
og vinum en hjarta hennar var ekki
nógu sterkt undir það síðasta þó
að nóg hafí hjartarúmið verið. Elsku
amma og afí, við söknum ykkar.
Við viljum enda þessi kveðjuorð á
sama hátt og amma gerði alltaf
„Megi guð vera með ykkur".
Sveinbjörg, Guðbjörg og
Kristbjörg Sveinbjörns-
dætur.
Elskuleg tengdamóðir mín Guð-
björg Jakobsdóttir eða Gugga eins
og við kölluðum hana lést á Land-
spítalanum 25. maí síðastliðinn eft-
ir skammvinn veikindi. Fráfall
hennar er mér mikið áfall því hún
var ein af mínum bestu vinkonum.
Samvistir okkar stóðu yfir í 19 ár,
sem er ekki langur tími, en fyrir
mér eru þessi ár ákaflega mikils
virði. Það var í október 1977 sem
við vorum kynntar fyrir hvor ann-
arri í fyrsta skipti. Ég man að hún
sagði við mig dálítið sposk á svip-
inn: „Heyrðu vina mín, þú ert hálf-
gerður krakki, hvað ertu gömul,
góða mín?“ og þegar ég svaraði 19
ára þá sagði hún: „Nú, jæja, ég læt
það nú vera.“ Hún virkaði á mig
þama við okkar fýrstu kynni sem
dálítið hryssingsleg kona en ég átti
nú eftir að komast að því við nán-
ari kynni að það var hún alls ekki.
Fyrir mér var hún ein af valkyijum
íslands og ef ég ætti að segja í
stuttu máli hvaða eiginleikar
prýddu hana mest þá voru það mik-
ill kærleikur og ástúð. Hún mátti
ekkert aumt sjá, þá var hún komin
til bjargar og fyrir henni var fólkið
hennar númer eitt, tvö og þrjú. Þú
skalt gera þér grein fyrir því, Helga
mín, sagði hún við mig þegar við
Halli vorum að fara að ganga í
hjónaband, að þú ert að tengjast inn
í stóra fjölskyldu og þá verður þú
að vera tilbúin til þess að taka
hveiju sem er. En vita skaltu að
þú ert hjartanlega velkomin og það
hefur hún svo sannarlega sýnt í
gegnum árin. Það er mikið lán þeg-
ar maður er rétt tvítugur komin
með heimili, mann og fyrsta barnið
á leiðinni að eiga slíka vinkonu að
eins og hún Gugga mín var.
Alltaf var hún tilbúin að hlusta
og gefa góð ráð og ekki stóð á hjálp-
inni ef maður þurfti á henni að
halda. Hún Gugga mín var mjög
vel gefin kona, var víðlesin og hún
trúði mér eitt sinn fyrir því að ef
MARGRÉT
JÓSEFSDÓTTIR
+ Margrét Jósefsdóttir var
fædd í Ormskoti undir Vest-
ur-Eyjafjöllum 21. apríl 1926.
Hún lést á Landspítalanum 26.
maí síðastliðinn. Foreldrar
Margrétar voru Guðrún Hann-
esdóttir, f. 19.5. 1889, d. 1.9.
1974, og Jósef Jóhannnsson, f.
29.10. 1889, d. 26.10. 1962.
Útför Margrétar var gerð frá
Áskirkju 4. júní.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo bijóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumamótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Sigríður Alma.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og
útföreiginmanns míns, föðurokkar, tengdaföður, afa og langafa,
SKÚLA BJÖRGVINS SIGFÚSSONAR
frá Leiti
i Suðursveit,
Kleifarvegi 8.
Þökkum einnig starfsfólkinu á deild 3-A í Sjúkrahúsi Reykjavíkur
fyrir góða umönnun.
Guðrún Jónsdóttir,
Gísli Skúlason, Anna Fjalarsdóttir,
Helgi Skúlason,
Sigfús Skúlason,
Hilmar Skúlason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnd samúð
við andlát
ÍVARS GUÐMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og
lækna, sem önnuðust hann af sérstakri
alúð.
Barbara Guðmundsson,
synir, tengdadætur og barnabörn.
hún hefði mátt hafa einhver áhrif
á örlög sín, hefði hún getað hugsað
sér að verða hjúkrunarkona. En
örlögin ætluðu henni annað og mik-
ilvægara hlutverk sem var að ganga
með og ala upp níu börn, sem bera
foreldrum sínum fagurt vitni í dag.
Fyrir henni voru þau sá mesti fjár-
sjóður sem hún eignaðist í lífínu.
Það er erfítt til þess að hugsa
að nú hringi hún ekki oftar til þess
að spyija frétta og hvort ekki sé
allt í lagi með okkur öll. Að geta
ekki setið lengur hjá henni í eldhús-
inu yfir kaffíbolla og kleinum og
rætt landsins gagn og nauðsynjar,
en hún Gugga mín hafði alltaf skoð-
anir á öllu og var óspör á að láta
þær í ljós. Að geta ekki leitað ráða
hjá henni lengur í sambandi við
ýmislegt sem tengist heimilisstörf-
unum og fá ekki lengur að njóta
afraksturs hennar í garðyrkjunni,
þar sem henni tókst að rækta ótrú-
legustu tegundir. Að finna ekki
lengur hlýja faðmlagið hennar.
Að fá að fylgjast með sambandi
hennar og tengdapabba, sem féll
frá 1994, hefur verið lærdómsrikt
og sýnt manni að ástin er ætíð ung
og getur verið eilíf ef maður leggur
rækt við hana. Á milli þeirra var
eitthvað svo sterkt og mikið að
maður fann það bara við að horfa
á'þau. Ég veit því að þó að ég gráti
sárt af söknuði yfir fráfalli hennar
Guggu minnar, er hún hvergi eins
ánægð og þar sem hún er núna hjá
honum Stjána sínum og saman eru
þau áreiðanlega farin að rækta
nýjan og fallegan garð sem ég fæ
a njóta þegar ég hitti þau fyrir hin-
um megin. En þangað til, elsku
tengdamamma mín, hafðu þökk
fyrir allt og allt. Minningu ykkar
mun verða haldið á lofti af mér og
Halla við börnin okkar sem þótti
svo ósköp vænt um ykkur og sakna
ykkar mikið.
Helga Guðjóns.
Gugga amma mín er farin til
guðs þar sem hún hittir hann afa.
Eg veit ósköp vel að henni líður þar
mjög vel en ég hefði viljað hafa
hana lengur hjá mér enda er svo
stutt síðan afi dó.
Þegar við áttum heima í Súðavík
fór ég venjulega til ömmu og afa
strax á morgnana. Það var gott að
vera hjá þeim. Amma var alltaf eit.t-
hvað að gera í garðinum sínum.
Garðurinn hennar ömmu var svaka
fallegur og alltaf gat hún verið að
laga eitthvað til. Eg hjálpaði henni
stundum og ekki var verra þegar
jarðarberin voru orðin þroskuð. Þá
fékk ég oft ís og jarðarber, svo
fékk ég líka rabarbara með sykri.
Það var svo gott að koma til
hennar ömmu, hún hafði alltaf tíma
fyrir okkur, alltaf vildi hún vera að
gera eitthvað fyrir okkur. Aldrei
komum við svo til hennar að hún
héldi ekki að við værum svöng,
hvort við vildum ekki þetta eða hitt.
Stundum hjálpaði ég henni við að
baka kleinur.
Amma mín, þakka þér fyrir allt,
ég mun aldrei gleyma þér.
Guðjón Bjarni.
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.