Morgunblaðið - 11.06.1996, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996 47
FRETTIR
Kjarrá
Morgunblaðið/Bergur G. Gíslason.
FALLEG veiði úr Kjarrá, f.v. Kristján Garðarsson, Gunnar Gísla-
son og Gísli Kristjánsson. Fyrir aftan með kúrekahattinn er
Þorgeir Jónsson.
Ur dagbók lögreglu
Enginn unglingur
færður í athvarf
7.-10. jóní
byijaði vel
VEIÐI byijaði með ágætum í Kjarrá
í Borgarfirði. Fyrsta hollið fékk um
30 laxa á tveimur og hálfum degi,
frá því eftir hádegi á föstudag og
til sunnudagskvölds og voru þó
margir hættir veiðum snemma dags
á sunnudag. Veiði hófst einnig í
Laxá í Kjós á laugardagsmorgun og
á mánudagsmorgun voru komnir 20
laxar á land. Þá voru Laxá í Aðal-
dal og Haffjarðará opnaðar í gær
og í Laxá veiddust 8 laxar.
Fiskur víða
Kristján Garðarsson var meðal
þeirra sem opnuðu Kjarrá og sagði
hann ekki mikið laxamagn í ánni.
Svæðið væri þó langt og fiskur mjög
dreifður. „Vatnið er þó frekar lítið
og það voru staðir þar sem greini-
legt var að talsvert var fyrir af laxi.
Þeir staðir gáfu nokkra veiði, en
laxinn styggðist fremur fljótt. Þetta
voru t.d. Neðri Johnson, Langidrátt-
ur, Svanafljót, Pottar og Runki. Þá
komu fiskar úr Efra-Rauðabergi,
Rönnustreng og laxar sáust, tóku
en sluppu í Aquarium, sem er mjög
ofarlega. Ekki var farið í Svarta-
stokk að þessu sinni,“ sagði Kristján.
Kristján sagði enn fremur að lax-
inn hefði yfirleitt verið jafn að stærð,
varla undir 9 pundum og þeir
stærstu 14 pund. Þó nokkrir 13
punda. Flestir laxarnir veiddust á
flugu, mest á rauða Frances og
Black Sheep. Notuðu menn aðallega
túbuflugur en þó ekki þyngdar, enda
ekki ástæða til þar sem vatnsskil-
yrði voru fremur hásumarsleg en
vorleg.
Reytist úr Kjósinni
í gærmorgun voru komnir um 20
laxar úr Laxá í Kjós og fiskur kom-
inn þar upp um alla á. „Menn eru
Jóhann
sigraði á
lielgar-
skákmóti
45. HELGARSKÁKMÓTIÐ fór fram
á Bíidudal um helgina í samvinnu
við Skákfélag Bíldudals.
Keppendur voru 30 og hart bar-
ist um hvern vinning. Jóhann Hjart-
arson sigraði glæsilega, vann átta
fyrstu skákirnar, þar á meðal stór-
meistarana Helga Ólafsson og
Hannes Hlífar en gerði jafntefli við
þriðja stórmeistarann, Helga Áss,
í síðustu umferð. Jóhann hlaut því
8'Á vinninga af 9 mögulegum.
í 2.-3. sæti urðu Helgi Ólafsson
og Hannes Hlífar með 7 vinninga,
4. Helgi Áss Grétarsson 6V2, 5.-6.
Sævar Bjarnason og Sigurður Daní-
elsson með 6 vinninga. Sigurður
hlaut einnig boð á Helgarskákmót
í verðlaun fyrir besta frammistöðu
dreifbýlismanns.
Sex fengu 5 vinninga og meðal
þeirra var Gunnar Finnsson, kenn-
ari í Bíldudal, en hann hlaut verð-
laun fyrir besta frammistöðu
heimamanns sem er boð á helgar-
skákmót. Þrír fengu 4'/2 vinning.
Meðal þeirra voru Kristján Friðrik
Kristjánsson Bíldudal 11 ára og
Róbert Rúnarsson Patreksfirði 18
ára en þeir hlutu unglingaverðlaun
sem eru boð á helgarskákmót.
Slíkt boð sem öldungaverðlaun
hlaut einnig Sturla Pétursson sem
nú er á níræðisaldri. í því sam-
| bandi má geta þess að hann tefldi
fyrir íslands hönf á Olympíumótinu
í Stokkhólmi fyrir réttum 60 árum.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
HALLA Bergþóra Björnsdótt-
ir með fyrstu laxana úr Laxá.
búnir að sjá laxa í Þórufossi, sem
er efsti veiðistaðurinn og laxar hafa
komið á land úr Skugga og Poka-
fossi. Þá frétti ég að það hefðu veiðst
tveir Iaxar í Meðalfeilsvatni um helg-
ina og sjálfur sá ég nokkra fiska í
Selvaði í Bugðu, þannig að það er
fiskur upp um allt. Þá eru að koma
fiskar inn á hveiju flóði, ekki mikið
en alltaf nokkrir fiskar," sagði Páll
G. Jónsson leigutaki, árinnar í gær-
morgun.
Morgunblaðið/Þorkell
HJÓNIN Sigrún Olsen og
Þórir Barðdal.
Heilsubót-
ardagar á
Reykhólum
HEILSUBÓTARDAGAR á Reykhól-
um eru nú að hefjast í níunda skipt-
ið. Haldin verða fimm námskeið á
tímabilinu 23. júní til 30. júlí.
I tilkynningu segir að hjónin Sig-
rún Olsen og Þórir Barðdal bjóði upp
á ýmsar leiðir til þess að bæta lífið.
Heilsubótardagar eru sniðir fyrir
alla þá sem vilja bæta líkamlega og
andlega líðan sína. Þar er á boðstól-
um heilsufæði, nudd, yoga, fyrir-
lestrar, tónlist, hugkyrrð o.fl.
Vikan á Heilsubótardögum er fyr-
ir þá sem vilja losa sig við streitu,
breyta lífi sínu til hins betra og læra
nýjar leiðir.
-----»• ♦ ♦---
Afmælisrit MR
AFMÆLISRITI Menntaskólans i
Reykjavík var dreift til allra stúd-
enta skólans. Vegna mistaka í dreif-
ingu fengu stúdentar 1953 og 1958
ekki sent eintak. Þeir og aðrir MR-
ingar sem ekki fengu blaðið sent
geta nálgast það á skrifstofu skól-
ans.
Vítt og breitt...
Norðurá er að nálgast 100 laxa,
fyrsta holl fékk 24 laxa, annað holl
23 laxa og það þriðja 30 stykki. Nýr
hópur er nú að veiðum, byrjaði á
sunnudag og hefur gengið þokka-
lega. Vatn er minnkandi, en nýjar
smágöngur hafa verið tíðar. Stærsti
laxinn veiddist í síðasta holli, 16
pundari á flugu á Kýrgrófarbroti.
Lítið hefur enn gerst í Stekk og
Munaðarnesi. Þeir sem þar hafa
verið að veiðum hafa séð talsverða
fiskför, en vatnsskilyrði hvetja lax-
inn til að halda ferðinni áfram.
Blanda er sú áin sem líflegust
hefur verið. Þar höfðu veiðst milli
80 og 90 laxar í gær, nær eingöngu
fallegir stórlaxar frá 10 til 14 punda.
Nokkrir laxar veiddust í Haffjarð-
ará, en fyrstu köstin voru tekin þar
í gærmorgun. Laxarnir veiddust að-
allega í Kvörninni og voru stórir.
Afar stór fiskur, 18 til 20 punda,
sást undir Gömlu Brú í vikunni áður
og þá sáust einnig laxar í Gretti og
við Nýju Brú.
I Laxá í Aðaldal í gærmorgun
fengust 8 laxar við Æðarfossa, einn
var 18 punda og hinir voru á bilinu
9-14 pund. Þá veiddist einn lax í
Brúarhyl. Undanfarið hafa margir
laxar sést á neðsta svæðinu og allt
upp að virkjun við Brúar. Laxinn
er feitur og lúsugur og eru menn
bjartsýnir á framhaldið.
Fyrirlest-
ur um stærð-
fræðikennslu
DR. Elizabeth Fennema frá Univers-
ity of Wisconsin heldur fyrirlestur á
morgun, miðvikudaginn 12. júní, kl.
15 í Kennaraháskóla íslands, stofu
301. Fyrirlesturinn er haldinn í boði
Flatar — samtaka stærðfræðikennara
,og endurmenntunardeildar Kennara-
háskóla íslands. í honum er fjallað
um leiðir til að grundvalla stærð-
fræðinám byijenda á skilningi þeirra
og eigin hugmyndum um viðfangs-
efni og lausnaleiðir.
Dr. Fennema hefur um langt skeið
stundað rannsóknir á stærðfræði-
skilningi barna í samstarfi við fjöl-
marga aðra fræðimenn. Þau ráð sem
kennurum eru gefin eru afrakstur
þessara rannsókna.
Fyrirlesturinn er einkum ætlaður
kennurum.
-----»..»-«-----
Kvöldferðir
áEsju
FERÐAFÉLAG íslands efnir til þein--
ar nýjungar að bjóða upp á Esjugöng-
ur á þriðjudagskvöldum. Fyrsta ferðin
er í kvöld, þriðjudagskvöldið 11. júní,
kl. 19 og verður síðan farið á hálfs-
mánaðarfresti til ágústloka. Miðað er
við að þátttakendur komi á eigin bílum
að Mógilsá og verður gengið þaðan
að hringsjánni á Þverfellshorni.
Nýlega hefur verið útbúið Esju-
merki 1996 og verður það selt í
göngunni á 400 kr. en merkið er tilval-
in gripur til minningar um Esjugöngu.
Esjugöngumar eru ennfremur tilvald-
ar fyrir þá sem vilja æfa sig fyrir lengri
gönguferðir sumarsins, segir í frétta-
tiikynningu.
LÖGREGLUMENN voru 30 sinnum
kallaðir til vegna hávaða og ónæðis
um helgina. Afskipti voru höfð af
56 einstaklingum vegna slæmrar
ölvunarháttsemi á almannafæri, 16
ökumenn eru grunaðir um ölvunar-
akstur, langflestir aðfaranótt sunnu-
dags, og 52 þurfti að vista í fanga-
geymslum af ýmsum ástæðum.
Mest 2.500 manns í miðbænum
Fremur rólegt var í miðborginni,
þrátt fyrir mikinn mannsöfnuð.
Enga unglinga þurfti að færa í at-
hvarf ÍTR. Talið er að um 2.500
manns hafi verið á svæðinu þegar
flest var. Aðila var ekið á slysadeild
eftir slagsmál í Austurstræti.
Skömmu síðar var öðrum ekið þang-
að eftir slagsmál í götunni. Tveir
voru handteknir. í Vallarstræti réðst
ölvaður maður á fólk. Hann var
handtekinn og vistaður í fanga-
geymslum.
Tilkynnt umferðaróhöpp helgar-
innar voru 23, auk 4 slysa. Því mið-
ur virðist vel meint umferðarátaks-
vika nokkurra aðila gegn umferðar-
slysum ekki hafa skilað sér í um-
dæmi lögreglunnar í Reykjavík. Síð-
degis á sunnudag varð barn í barna-
vagni fyrir bifreið á Otrateig. Barn-
ið slapp óskaddað, en skemmdir urðu
á vagninum. Um kvöldið meiddist
ökumaður eftir harðan árekstur
tveggja bifreiða á gatnamótum
Furumels og Grenimels.
Um 70 ökumenn voru kærðir fyr-
ir of hraðan akstur um helgina.
Nokkrir þeirra voru sviptir ökurétt-
indum til bráðabirgða, aðrir fá mis-
jafnlega háar sektir.
Sjö ára staðinn að hnupli
Á föstudagsmorgun var tilkynnt
um innbrot í bifreið í Mjóuhiíð. Úr
bifreiðinni var stolið veski, sem
fannst skömmu síðar í næstu götu.
Geislaspilara var stolið úr bifreið við
Kaplaskjólsveg og reiðhjóli var stolið
úr læstri geymslu húss við Baldurs-
götu. Ákveðinn aðili var grunaður
um þjófnaðinn. Hjólið var sótt og
komið í hendur eiganda þess. Geisla-
spilara var stolið úr bifreið við
Hálsasel. Skömmu eftir hádegi var
tilkynnt um eld í húsi við Bakkavör.
Þar hafði kviknað í eldavél í þvotta-
húsi. Skemmdir urðu á millivegg,
auk reykskemmda. Sjö ára drengur
var staðinn að hnupli í verslun í
Breiðholti. Hann var fluttur á lög-
reglustöð og síðan sóttur þangað af
foreldri. Oll börn undir lögaldri, sem
staðin eru að hnupli eru flutt á lög-
reglustöð þar sem gerðar eru í fram-
haldi af því ráðstafanir til að hafa
samband við barnaverndaryfirvöld
og foreldra.
Á föstudagskvöld féll bifreið, sem
verið var að gera við ofan á mann
í Húsahverfi. Maðurinn var talinn
fótbrotinn. Hann var fluttur með
sjúkrabifreið á slysadeild. Fíkniefni
fundust á farþega bifreiðar, sem
stöðvuð var á Hringbrautinni. Undir
miðnætti var tilkynnt um ölvaðan
mann henda sér í sjóinn í Sunda-
höfn. Hann komst á þurrt af sjálfs-
dáðum. Unglingspiltur var handtek-
inn eftir að hafa brotist inn í vinnu-
stofu í Breiðholti.
Klámhundur gekk laus
Á laugardagsmorgun var 4 hjól-
koppum stolið af bifreið við Hverfis-
götu. Farmiða var stolið af manni á
veitingastað í Hafnarstræti. Um
miðjan dag var tilkynnt um lausan
klámhund á ferð um Elliðaárdal. Þar
er slík lausaganga óheimil líkt og
víðast hvar annars staðar. Kona
rann til á hálum flísum sólbaðsstofu
og kenndi til eymsla í mjöðm. Hún
var fiutt á slysadeild með sjúkrabif-
reið. Kona var staðin að hnupli í
Hagkaup í Kringlunni. Um kvöldið
datt drengur ofan af þaki húss við
Unnarbraut. Um tveggja metra hátt
fall var að ræða. Drengurinn var
fluttur á slysadeild með sjúkrabif-
reið. Hasspípa fannst í fórum manns
við leit á veitingastað. Þá fundust
áhöld til fíkniefnaneyslu við leit í
bifreið er stöðvuð hafði verið á
Hverfisgötu. Tiikynnt var um inn-
brot í íbúðir við Hátún og Vífilsgötu.
Skömmu eftir miðnætti á föstu-
dag var þekktur fíkniefnamaður
handtekinn með u.þ.b. 7 g af hassi,
tvær E-töflur og peninga í fórum
sínum. Hann var vistaður í fanga-
geymslum. Undir morgun var maður
sleginn í andlitið í Austurstræti og
annar fékk spark í andlitið í Lækjar-
götu. Einn maður var handtekinn
vegna þessa.
Barn klemmdist í rúllustiga
Á sunnudagsmorgun var maður
handtekinn í Þingholtunum. Hann
var grunaður um fíkniefnaneyslu.
Næturgestir í samkvæmi tóku með
sér myndbandstæki húsráðanda í
Hólahverfi. Skömmu eftir hádegi
klemmdist barn á fíngri í rúllustiga
í Kringlunni. Það var flutt með
sjúkrabifreið á slysadeild. Brotist var
inn í bílskúr við Bergstaðastræti og
í bifreið við Vaðlasel. Úr henni var
stolið geislaspilara. Síðdegis fékk
stúlka körfuboltaspjald í andlitið við
leik í Fjölskyldugarðinum. Stúlkan
skarst á nefi og vankaðist. Hún var
flutt á slysadeild. Geislaspilara var
stolið úr læstri bifreið við Goðaland.
Stúlka féll úr rólu húss við Hofteig.
Hún meiddist lítilsháttar. Á mánu-
dagsmorgun var tilkynnt um innbrot
í bifreið við Flókagötu. Úr henni var
stolið tveimur hátölurum.
Af tilkynntum innbrotum undan-
farnar vikur virðast þjófar oftar en
ekki vera að sækjast eftir geislaspil-
urum eða lausum verðmætum. Með
því að skilja ekki eftir slík tæki eða
lausa hluti í bifreiðunum að nætur-
lagi er hægt að draga verulega úr
tjóni og eignamissi, sem fylgir slík-
um afbrotum.
Unaðslegt umhverfi!
Erum með í einkasölu tvo frábæra veitingastaði í Reykjavík.
Annars vegar sérhæfðan skyndibitastað með mikla viðskipta-
vild og hins vegar vínveitinga-, kaffi- og matsölustað m.m.
Báðir þessir staðir eru í eigu sömu aðila og seljast sitt í hvoru
lagi ef óskað er. Veitingastaðirnir eru reknir í eigin húsnæði
og er mögulegt að fá keypt annað húsnæðið með staðnum
ef áhugi er fyrir hendi. Þarna er á ferðinni frábært tækifæri
fyrir trausta aðila til að skapa sér og sínum trausta og góða
vinnu svo ekki sé talað um afkomuna. (13061 - 13062).
Hóll - fyrirtækjasala,
Skipholti 50b,
sími 551 9400,
fax 562 9091.