Morgunblaðið - 11.06.1996, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ljóska
Ferdinand
TELL MIM !T5 THE MONTH
OF MAY.ANDIT'STIME
TO 5T0PHIBERNATIN6,
AND COME OUT AND
ENJOV LIVIN6..
Biddu hundinn þinn að Segðu honum að það sé kom-
koma út að leika... inn maí og það sé kominn
tími til að skríða úr vetr-
ardvalanum og njóta lífsins...
Þú ættir kannski heldur
að skrifa þetta allt
niður...
BREF
TÍL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Smákóngaríki
í Smælingjalandi
Frá:Grími Atlasyni:
Á DÖGUNUM leit dagsins ljós
skýrsla ein sem Þjóðhagsstofnun
hafði unnið fyrir ríkisstjórnina og
var innihaldið að mestu saman-
burður á lífsgæðum á íslandi og
í Danmörku.
Undanfarið hafa
verið umræður
um skýrsluna og
niðurstöður
hennar og sýnist
sitt hveijum.
Merkilegast er
að enginn virðist
lesa það sama
út úr niðurstöð-
um skýrslunnar,
þ.e. hver raunverulegur munur á
milli landanna er.
Við höfum það svo gott -
eða er það ekki?
Davíð, hjá ríkisstjórninni, telur
íslendinga vera vel setta og kjör
séu í raun þau sömu en aðeins
þurfi að auka framleiðni þannig
að fyrirtækin græði nú svolítið
meira. Grétar, á ASÍ-skrifstof-
unni, álítur Davíð nýjan banda-
mann í kjarabaráttunni og fagnar
hinum óvænta liðsauka ákaft. Lík-
lega á að felast í þeirri skoðun
kaldhæðni frekar en staðreynd.
Þórarinn, málsvari atvinnurek-
enda, tekur undir það sjónarmið
Davíðs að helst þurfi að auka
framleiðni en einnig sé það lykilat-
riði að fjölga hálaunastörfum. Lík-
lega er formúlan sú sama og fram
kemur í gulrótar-kenningum
Hannesar Gissurarsonar. Þórður,
frá Þjóðhagsstofnun, telur skýrsl-
una sanna að stöðugleikinn haldi
jafnt og þétt áfram að skila sér í
aukinni velsæld hjá þjóðinni og
ekki sé ýkja mikill munur á kjörum
þegna þessara tveggja þjóða.
Stjórnarandstaðan er í öllum aðal-
atriðum hjartanlega ósammála
stjómarliðinu og þýðir því lítið að
stóla á þeirra skoðun á málinu án
athugunar. Hveiju á þá almenn-
ingur að trúa? Eða hvernig er nið-
urstöðunni í raun og veru háttað?
Málið er í öliu falli samt afar
einfalt, niðurstöðum skýrslunnar
er hagrætt eftir höfði hvers og
eins sem rýnir í það og það skipt-
ið. En hvernig sem það nú er mun
ljóst vera að „sannasti sannleikur-
inn“ kemst næst hinu rétta að
vanda, hvernig sem „kalkúlerað"
er í rykmettuðum herbergjum
Þjóðhagsstofnunar eða á Alþingi.
Okkar er hins vegar að finna hið
rétta og gæta þess að gleypa ekki
við öllu sem að okkur er rétt.
„Kalkúlus“
Ráðstöfunartekjur hjóna í Dan-
mörku em að meðaltali nokkuð
hærri en hjóna á íslandi. Sam-
kvæmt skýrslunni eru þær „að-
eins“ 15% hærri en til þess að fá
þá niðurstöðu var bætt við þeim
14 tímum sem við vinnum að jafn-
aði á viku í yfirvinnu umfram sam-
anburðarþjóðina. Danir fá 230
þúsund í mánaðarráðstöfun (nám-
undað) fyrir 39 stunda vinnuviku
og íslendingar 200 þúsund fyrir
53 stundir. Við ættum ekki að
þurfa að karpa um málið neitt
frekar því þetta er hið sanna í
málinu. Það þarf aðeins að reikna
dæmið til enda og er ekki úr vegi
að gera það hér og nú. Hagfræð-
ingum Þjóðhagsstofnunar væri
hollt að fylgjast með og glósa hjá
sér hinar nýju niðurstöður sem
fengnar eru með hjálp „Mennta-
skólaþríliðu".
Niðurstöður
Beinir skattar á íslandi era sam-
kvæmt skýrslunni 21% en 38% í
Danmörku. Ef heildarlaununum er
breytt í samræmi við það kemur
út 317 þúsund hjá fjölskyldunni í
frændgarðinum en hér fyrir norðan
um 242 þúsund (námundað). Af
þessum 242 þúsundum aflar land-
inn u.þ.b. 84 þúsund með yfirvinnu
á meðan 317 þúsund danskra koma
einungis með dagvinnu. Fyrir
skatta hefur íslenska fjölskyldan
því 160 þúsund í heildarlaun en sú
danska títtnefnd 317 þúsund. Eftir
skatta verða ráðstöfunartekjurnar
umtalsvert lægri hjá okkur Islend-
ingum miðað við stórkallatölur
Davíðs og „kompanís".
Ergo: 126 þúsund á mánuði hjá
oss en 230 þúsund hjá þeim! Það
þýðir: 82% munur á ráðstöfunar-
tekjum en ekki 15% sem Þórður,
Davíð og Þórarinn hamra á í frétta-
tímum þessa dagana.
Þeir kunna það þessir kallar
Fáránleiki þessa furðuleikhúss
er ekki sú staðreynd að stjórnvöld
reyna að blekkja alþýðu manna
með ósannindum um hversu gott
þeir hafí það þótt sú sama alþýða
hafi ekki enn komið auga á þá
„gósentíð“. Það er bara „klassísk“
pólitík. Nei, bullið kemur helst
fram í því að ef þú þarft að ljúga
einhveiju að einhveijum er auð-
veldasta mál í heimi að fá ríkis-
rekna hagfræðistofnun til að hag-
ræða sannleikanum og lyginni fyr-
ir þig. í smákóngaríki í smælingja-
landi er ekki flóknara ferli að
panta þess konar hagræðingu en
það er að panta pizzu að nóttu til!
Hér hefur aðeins verið hreyft
við litlum hluta skýrslunnar en
fleiri atriði, sem ekki verða
„hreinsuð" í þessu baði, koma þar
vissulega fram. Vonandi taka
Þórður og félagar sig á og færa
okkur hið sanna í málinu og taka
þá alla „eðlilega“ stuðla með í
reikningsdæmið. Við þurfum ekki
að heyra þvælu eins og þá að
barnabætur séu, þegar á allt er
litið, hærri á íslandi en í Dan-
mörku. Þær era það ekki!
GRÍMUR ATLASON,
þroskaþjálfí.
Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ,ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.