Morgunblaðið - 11.06.1996, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 49
BRÉF TIL BLSÐSINS
Þakkir til Slátur-
félags Suðurlands
Frá Nönnu Christiansen:
FYRIR skömmu buðum við fjöi-
skyldan nokkrum erlendum gestum
heim til okkar í mat. Meðal þess
sem vera átti á boðstólum var
hangikjöt. Þegar ég var að sneiða
úrbeinaða, birkireykta hangikjötið
frá SS sá ég mér til skelfingar að
það var mun feitara en ég átti von
á. Þó að tíminn væri naumur ákvað
ég að fara aftur út í búð og kaupa
nýtt kjöt, því ekki dugir að kynna
erlendum gestum íslenskan mat ef
ekkert er hangikjötið. Aður en ég
fór, hringdi ég í Sláturfélagið, því
mig langaði að vita hvort fitumagn-
ið í hangikjöti frá SS væri alltaf
svona hátt, eða hvort um tilviljun
hefði verið að ræða. Var mér gefið
samband við Auði Torfadóttur.
Þegar ég hafði rakið raunir mín-
ar fyrir henni svaraði hún því til
að ég hlyti að hafa keypt fram-
part, þvi hann gæti oft verið ansi
feitur og miklu heppilegra að kaupa
læri, ekki síst ef maður ætlaði að
gefa útlendingum að borða. Þetta
reyndist 'rétt hjá Auði, því þegar
ég skoðaði umbúðirnar betur sá ég
að ég hafði í asanum gripið fram-
part úr kæliborðinu. Hér var því
greinilega um mín eigin mistök að
ræða og ekki við neinn annan áð
sakast. En þá lýsti Auður því yfir
að henni þætti ófært að ég væri
að fara aftur að kaupa kjöt, heldur
skyldi hún sjá til þess að ég fengi
læri í skiptum fyrir frampartinn.
Er nú ekki að orðlengja það að
skömmu síðar var komin í eldhúsið
til mín elskuleg starfskona SS með
vænt og gott hangilæri í fartesk-
inu. Þegar hér var komið sögu, kom
mér það helst á óvart, að hún skyldi
ekki sjóða kjötið og sneiða það líka.
Nokkru síðar þegar gestir okkar
gæddu sér á gómsætu hangikjötinu
sagði ég þeim frá þjónustu Slátur-
félagsins, ekki alveg laus við þjóðar-
stolt. Urðum við öll sammála um
að svona þjónustu væri ekki allstað-
ar að finna (þó fór einn gestanna
að guma af þjónustu einhvers slátr-
arans í Toulouse).
Vil ég hér með koma á framfæri
bestu kveðjum og þakklæti fyrir
gott hangikjöt og frábæra þjónustu.
NANNA CHRISTIANSEN,
Sörlaskjóli 15,
Reykjavík.
Tvískinnungsháttur
og hræsni
Frá Sesselju fíuðmundsdóttur:
ÞAÐ er nú að bera í bakkafullan
lækinn að minnast enn og aftur á
Langholtskirkjudeiluna. Eg þekki
sáralítið til málanna utan þess sem
fjölmiðlar greina frá og hef af ein-
hvetjum ástæðum fylgt séra Flóka
að málum þó svo ég hafi aldrei
séð hann né heyrt nema í fjölmiðl-
um. Meginmálið er einfaldlega
þetta: Tvískinnungsháttur og
hræsni eiga ekki heima í guðs-
húsi. Allt og sumt. Það er þetta
sem deilan snýst um. Kirkjan á
ekki að vera auglýsingavettvangur
fyrir einstaka listamenn. Tónlist í
messum á að vera í bakgrunni,
ekki í fyrirrúmi.
Eftir aðalsafnaðarfundinn á
dögunum blöskraði mér hatrið sem
svífur þarna yfir vötnum. Múgæs-
ing og hatur „meirihlutans" sem
virðist staðráðinn í að koma
prestinum frá til þess eins að fá
rúm í kirkjunni fyrir sjálfsdýrkun,
hræsni og yfirdrepsskap.
Hvar er fólkið sem styður séra
Flóka? Þegir það bara þunnu hljóði
heima hjá sér? Af hveiju sögðu
stuðningsmenn Flóka sig úr
sóknarnefndinni? Hver er sann-
færing þeirra fyrir réttum mál-
stað? Er ekki kominn tími til þess
að stofnaður verði stuðnings-
mannahópur prestsins til mótvæg-
is við frekjuhundana í „Þrótt-
heimasamtökunum“? Er það satt
að búið sé að sjá til þess að séra
Flóki fermi ekki eitt einasta barn
næsta ár?
Að lokum: Hvað ætli margt af
þessu liði biðji bænirnar sína á
kvöldin í auðmýkt og von um frið
innan safnaðarins?
SESSELJA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Urðarholti 5, Mosfellsbæ.
>€vinbjra kvöld
Kammerysveit Rejl^javíkur
/itjórnandii Stejan A/iburjj
Þjóðleikhúsið,
miðvikudag, 12. júní kl. 20.00
Miðaverð: 1.800
Kammersveit Reykjavíkur efnir
til ævintýrakvölds, þar sem flutt verða óperu- og
brúðuleiksýningin „Brúðuleikhús meistara Péturs"
við tónlist eftir Manuel de Falla og danssýningin
„Næturgalinn“ við tónlist eftir John Speight.
Miðasala: Upplýsingamiðstöð ferðamála
Bankastræti 2, Reykjavík,
sími: 552 8588 & 562 3045,
http://www.saga.is/artfest
Oværan
í garðinum
í GREININNI Páskaliljur í stein-
hæðum varð okkur heldur betur á í
messunni. Þar átti að birta mynd
af febrúarlilju — Narc. cyclamineus,
en myndin sem birtist var af „krínó-
lilju“ — Narc. bulbocodium. Mynda-
textann var svo illgerlegt að fá nokk-
urn botn í. Því er hér með beðist
afsökunar og lofað bót og betrun.
Baráttan við óværuna í garðinum
er núna á fullu. Þar á ég bæði við
þessa rótföstu óværu, illgresið, eða
e.t.v. réttara sagt plönt-
ur á röngum stöðum og
þá færanlegu, þau skor-
dýr sem eru okkur til
ama. Við þurfum að
vera venju fremur vel á
verði núna því veturinn
var svo mildur að sjálf-
sagt hafa mun fleiri egg
og lirfur lifað veturinn
af og því fleiri vágestir
á ferð en í venjulegu
árferði.
Á dögunum rakst ég
á grein í dönsku garða-
blaði, þar sem var fjallað
um ýmis húsráð til að
halda skorkvikindum í
skefjum. Þar sem ýmsir
vilja ekki nota eitur í
garðinum er vel hugsan-
legt að þeir hafi eitthvert gaman og
gagn af dönsku húsráðunum.
Kalt vatn og blaðlús. Einföld
aðférð til að halda blaðlús í skeíjum
er að sprauta vel og vandlega með
köldu vatni. Bæði skolast nokkuð
af lúsunum í burtu og svo hafa þær
ekki gott af kuldanum — fá kannski
kvef — og loks gerir aukinn raki þær
móttækilegri fyrir sjúkdómum.
Kaffi gegn lús og öðrum nag-
andi skordýrum. Kaffi er kjörið
skordýraeitur. Koffeínið, sem er vörn
kaffirunnans mót skordýrum, dregur
úr matarlyst og meltingu skordýr-
anna svo mjög að þau deyja úr
hungri. Kaffiduftinu er dreift yfir
sjóðandi vatn og blandan látin kólna
alveg og síðan úðað yfir þær jurtir
sem liggja undir skemmdum. Það
væri tilvalið að prófa að endurnota
kaffikorginn við þetta því sjálft kaff-
ið væri heldur dýrt. Sjóða bara vel
upp á korgnum, láta blönduna kólna
og úða svo. Aðrir segja að gott sé
að strá kaffikorgi um-
hverfis rótarhálsinn á
plöntum sem ranabjall-
an sækir í, korgurinn
veiji plönturnar vel.
Rabarbarablöð eru
ódýrt og gott lyf gegn
þessum sömu skordýr-
um. 0,5-1 kg af ferskri
rabarbarablöðku er
sett í 10 1 af sjóðandi
vatni og látið liggja í
bleyti í sólarhring og
úðað svo með því, sama
má gera með seyði af
ramfangi.
Skordýrasápu er
unnt að búa til með því
að leysa 100 g af
brúnni sápu upp í 10 1
af vatni.
Stundum duga þessi einföldu ráð
ekki við árás skordýranna. Þá þarf
að grípa tii kröftugri meðala og úða
með skordýraeitri, sem fæst í fjölm-
urgum garðyrkjuvöruverslunum.
Pemasect er eitt algengasta eitrið við
tijámaðki en eins er komið á markað-
inn annað sem er talið umhverfishæf-
ara og kallast Trounce. Við rana-
bjöllu er nótað ýmist Basudin, Malad-
an eða Rogor. Þessum blöndum er
best að hella í kringum plönturnar
og gæta þess að moldin við rótarháls-
inn blotni vel. Lifur ranabjöllunnar
búa um sig við rætur plantnanna og
eru hinir verstu skaðvaldar, en með
þessu móti næst til þeirra.
Sömu efni eru notuð gegn roða-
maur, sem skríður stundum mikið inn
um glugga á sumrum, þá er jörðin
fyrir neðan gluggann vökvuð.
í gi'óðurskálum eru blaðlús og
spunamaur hvimleiðir gestir. Gegn
spunamaur er oft beitt ránmaur sem
étur spunamaurinn. Sé hann orðinn
verulega útbreiddur þarf þó stundum
að úða með efnum svo sém Civa eða
Pentac og setja ránmaurinn í skálann
þegar plöntumar eru orðnar þurrar
aftur.
Með öll þessi úðunarefni gildir að
áhrifameira er að blanda þeim í volgt
vatn og úða í þurra veðri en ekki
sólskini.
Margir standa í harðri baráttu við
túnfífil eða skriðsóley í grasflögum.
Gefist menn upp á handvirku aðferð-
inni eru til sérstök eiturefni sem virka
aðeins á tvíkímblöðunga og hella má
á sóleyjar eða fífla — en gæta þess
vandlega að vökvinn fari ekki á aðr-
ar blómplöntur eða tré. Því þarf að
þvo mjög vel þau ílát sem hafa kom-
ið nærri tvíkímblöðungaeitri áður en
ílátin era notuð aftur.
Almennt gildir um öll eiturefni
að lesa vandlega leiðbeiningarnar
sem með þeim fylgja og eru á ís-
lensku, geyma þau ijarri öðrum efn-
um á heimili'nu og þar sem börn ná
ekki til og séu menn ekki alveg viss-
ir um notkun hringja í seljandann
og leita upplýsinga — treysta aldrei
minni sínu.
S.Hj.
BLOM
VIKUNNAR
330. þáttur
Umsjón Ágústa
Björnsdóltir
íslenzkir Radíóáhugamenn
Pósthólf 1058 Reykjavík
Ritari: Benedikt Sveinsson, TF3BNT
Háteigsvegi2 105 Reykjavík
Sími 5510907
A og T - LEYFISPRÓF 20. iúní 1996
Próf Fjarskiptaeftirlits ríkisins til réttinda samkvæmt ákvæðum um T- leyfi og
tæknihluta A - leyfis verður haldið hinn 20. júní 1996 í félagsmiðstöðinni
Þróttheimum Holtavegi 11 í Reykjavík kL 19.30. Upplýsingar hjá ritara.
Þeir sem ætla að þreyta prófið láti vinsamlega ritara félagsins vita.
Stjórn félagsins
KYNNINGARMIÐSTÖÐ
EVRÓPURANNSÓKNA
Evrópusamstarf um líftækni-
rannsóknir
Kynningarfundur á Grand Hótel Reykjavík,
miðvikudaginn 12. júní, kl. 09:00 -11:00.
Dr. Etíenne Magnien, framkvæmdastjóri líftækniáætlunar Evrópu-
sambandsins, kynnir áætlunina og styrkveitingar til samstarfsverkefna
um líftæknirannsóknir.
Dr. Jakob K. Kristjánsson, forstöðumaður líftæknideildar Iðntækni-
stofnunar, gerir grein fyrir þátttöku íslendinga.
Dr. Ingileif Jónsdóttír, stjórnarnefndarmaður í líftækniáætluninni,
segir frá reynslunni af líftækniáætluninni.
Fundurinn er sérstaklega ætlaður stjórnendum fyrirtækja og þeim sem
stunda rannsóknir og þróunarstarf.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ekki síðar en 11. júní, í síma
587 7000, fax. 587 7900 eða í tölvunetfang Emil.B.Karlsson@iti.is.