Morgunblaðið - 05.07.1996, Side 1
64 SÍÐUR B/C
150. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Kommúnistar viðurkenna sigur Borís Jeltsíns í forsetakosningunum
Forsetinn boðar þjóðarsátt
og rússneska endurreisn
Moskvu, Varsjá. Reuter.
ER búið var að telja rúmlega 99% atkvæða
í forsetakosningunum í Rússlandi hafði Bor-
ís Jeltsín forseti hlotið 53,70% en keppinaut-
ur hans, kommúnistinn Gennadí Zjúganov,
40,41%. Um fimm af hundraði greiddu at-
kvæði gegn báðum frambjóðendum. Jeltsín
sló á strengi sátta og hvatti til þjóðareining-
ar er hann flutti stutt sjónvarpsávarp til
þjóðarinnar í gær. „Við skulum ekki skipta
þjóðinni í sigurvegara og sigraða," sagði
hann. „Saman munum við stuðla að endur-
reisn Rússlands". Kommúnistar ætla að una
úrslitunum, Zjúganov sagði þó í yfirlýsingu
að misfellur hefðu verið á framkvæmd kosn-
inganna og kosningaloforð Jeltsíns gætu
valdið efnahagslegu öngþveiti.
Dómsmálaráðherra landsins er úr röðum
kommúnista og stjórnmálaskýrendur telja
ekki útilokað að þeim eða öðrum stjórnar-
andstæðingum verði boðin fleiri ráðherra-
embætti.
„Við sættum okkur við vilja borgaranna
í rússneska ríkjasambandinu," sagði í yfir-
lýsingu Zjúganovs sem hann lét dreifa í
upphafi blaðamannafundar. Hann sagðist
hafa sent Jeltsín heillaóskaskeyti en sakaði
hann jafnframt um „gróf brot“ á kosninga-
lögum. Lagði Zjúganov áherslu á að þjóð-
fylking föðurlandsvina, þ.e. kommúnistar
og ýmsir þjóðernissinnaðir hópar er studdu
framboð hans, hefði sýnt styrk sinn og ekki
yrði gengið framhjá þessum öflum við lands-
stjómina. Kommúnistar eru öflugasti fiokk-
urinn á þingi.
Jeltsín að braggast
Ekki er enn fyllilega ljóst hvað amaði að
Jeltsín síðustu vikuna fyrir kjördag, ráðgjaf-
ar hans og æðstu embættismenn gáfu mis-
munandi skýringar á lasleika hans. Jeltsín
leit nú mun betur út en þegar hann ávarp-
aði þjóðina rétt fyrir kosningarnar, var afs-
lappaður og skýrmæltur. Hann þakkaði kjós-
endum fyrir að styðja sig og sagði kosning-
arnar á miðvikudag hafa farið vel og lýðræð-
islega fram.
JÚRÍ Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu og einn af vinsælustu stjórnmálamönnum
Rússlands, afhendir Borís Jeltsín forseta helgimynd, íkon, að gjöf í Kreml í gær.
ZJÚGANOV játar ósigur sinn á
blaðamannafundi í þinghúsinu.
„Ég er hreykinn af þeirri staðreynd að
við stóðumst þetta próf. Ég er hreykinn af
Rússlandi, ég er hreykinn af ykkur, rúss-
nesku þjóðinni", sagði Jeltsín. Forsetakosn-
ingarnar eru hinar fyrstu sem haldnar hafa
verið í Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna í
árslok 1991.
Forsetinn fól i gær Víktor Tsjernomýrdín
forsætisráðherra að mynda nýja ríkisstjórn.
Andstæðingar Jeltsíns, kommúnistar og
þjóðernissinnar, hafa samanlagt meirihluta
í neðri deild þingsins, Dúmunni, sem verður
að staðfesta stjórnarmyndunarumboð
Tsjernomýrdins. Sé útnefningunni hafnað
verður forsetinn að boða til nýrra þingkosn-
inga. Forseti þingdeildarinnar, kommúnist-
inn Gennadí Seleznjov, gaf í skyn í gær að
skipan Tsjernomýrdíns yrði samþykkt and-
spyrnulaust.
Anatolí Lúkjanov, stuðningsmaður Zjúg-
anovs og einn af forsprökkum uppreisnar-
innar gegn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta sov-
étforsetanum, í ágúst 1991, var fullur heift-
ar. „Þetta er ekki ósigur. Ef við hefðum
haft jafnmikinn stuðning og Jeltsín hafði í
fjölmiðlunum hefði ekki verið um neinn ósig-
ur að ræða,“ sagði hann. Forsetinn og menn
hans nýttu sér miskunnarlaust yfirburða-
stöðu sína í dagblöðum og ljósvakamiðlum.
Alexej Podberjoskín, þjóðernissinni og
einn helsti hugmyndafræðingurinn í innan-
landsmálum í herbúðum Zjúganovs, reyndi
að beija í brestina. „[Jeltsín] hefur þegar
tekið margar af hugmyndum okkar upp á
sína arma ... í þessum skilningi sigruðum
við.“
Nýtt blóð í Kreml
Alexander Lebed, sem Jeltsín setti yfir
þjóðaröryggisráðið eftir fyrri umferð for-
setakosninganna, sagði að Rússar hefðu
valið rétt í fyrradag. Forsetinn hefði tekið
nýja stefnu og væri koma hans sjálfs til
valda í Kreml dæmi um nýtt blóð í æðstu
stöðum sem tryggja myndi breytingar í
Rússlandi. Lebed sagðist hafa ákveðið hveij-
ir tækju við starfi varnarmálaráðherra og
yfirstjórn öryggisþjónustunnar.
Endurkjöri Jeltsíns hefur verið fagnað
víða um heim. Ráðamenn í fyrrverandi sov-
étlýðveldum og ríkjum Mið-Évrópu vörpuðu
flestir öndinni léttar, töldu að niðurstaðan
gæti eflt umbætur og frið í austurhluta álf-
unnar. Sumir vöruðu þó Vesturveldin við
því að treysta um of á að stöðugleiki myndi
haldast í Rússlandi. Úrslitin mættu ekki
verða til að seinka áformum um stækkun
Atlantshafsbandalagsins.
■ Straumhvörf í Rússlandi/27
Sharon fær
ráðherrastól
Karl býður
lokasátt
Jerúsalem. Reuter.
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, hefur ákveðið að
búa til ráðherrastól fyrir Ariel Shar-
on.
Búist er við að ákvörðunin reiti
arabaríki til reiði og valdi stjórn-
völdum í Washington áhyggjum þar
sem skipan Sharons þykir ekki til
þess fallin að auðvelda friðarumleit-
anir milli araba og ísraela.
Sharon er fyri'verandi varnar-
málaráðherra og stjórnaði sem slík-
ur innrás ísraela í Líbanon árið
1982. Sem húsnæðisráðherra
stjórnaði hann síðan uppbyggingu
byggða landnema á hernumdu
svæðunum og breiddust þær ört út
á þeim tíma.
David Levy, utanríkisráðherra og
pólitískur fóstbróðir Sharons, barðist
fyrir því að hann fengi ráðherrastól
og hótaði afsögn ella. Öll ráðuneyti
eru setin og því verður nýtt emb-
ætti búið til fyrir Sharon, sem fara
mun með kerfis- og skipulagsmál.
Meir Porush, húsnæðisráðherra,
sagðist í gær andvígur komu Shar-
ons í stjórnina og vill ekki láta for-
ræði yfir vega- og byggðamálum
af hendi.
■ Knúið á um fortíð/20
Reuter
Sigurgleði
IIOLLENSKUR hjólreiðamaður,
Jeroen Blijlevens, fagnaði sigri í
gær á fimmta legg Frakklands-
reiðarinnar, erfiðustu þolraunar
íþróttanna, sem nú fer fram 83.
árið. Hjólað var frá Lac de Mad-
ine til Besancon, 242 km leið í
austurhluta Frakklands.
London. Reuter.
KARL Bretaprins gerði í gærkvöldi
Díönu prinsessu tilboð um skilnað-
arsáttmála. Svari hún játandi gæti
skilnaður þeirra að lögum náð fram
að ganga á 6-8 vikutn.
Elísabet Bretadrottning lagði til
við Karl og Díönu í desember sl.
að þau byndu endi á hjónaband sitt
en þau höfðu þá verið skilin að
borði og sæng í tvö ár.
Karl varð strax við bón móður
sinnar og Díana um síðir. Hún
kvartaði hins vegar nýverið við
drottningu og sagði Karl draga
lappirnar í samningum um lyktir
hjónabandsins. Steytt hefur á því
hversu miklar fjárgreiðslur til henn-
ar skyldu verða, en Karl hjó á hnút-
inn í gærkvöldi. Talið er að hann
hafi boðið Díönu 15-20 milljónir
punda, jafnvirði 1.560-2.080 millj-
óna króna.
Enginn ágreiningur er milli
þeirra um forræði yfir sonunum
tveimur. Verður umgengnisréttur
þeirra jafn. Þá fær Díana að halda
konunglegum titli og býr áfram í
Kensingtonhöllinni. Karl er og
sagður samþykkur því að hún gegni
hlutverki nokkurs konar farand-
sendiherra en málið hefur þó mætt
andstöðu í stjórnkerfinu.