Morgunblaðið - 05.07.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 05.07.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 11 FRÉTTIR Skipulagsnefnd Reykjavíkur fjallar um athugasemdir vegna fyrirhugaðra bygginga við Kirkjusand Búið er að grafa fyrir einu fjölbýlishúsanna þriggja sem reisa á við Kirkjusand, en heimild fyrir breyttri landnotk- un á svæðinu liggur ekki fyrir. Á sama tíma stendur til að reisa reyk- háf á iðnaðarhúsi á lóð- inni. Helga Kr. Einars- dóttir kynnti sér málið. INNLENDUM VETTVANGI Morgunblaðið/RAX FJÖLBÝLISHÚSIN við Kirkjusand 1-5 eiga að vera 6, 7 og 9 hæða. Þau munu standa milli Laugarnesvegar og Sæbrautar og afmarkast af húsi íslandsbanka, húsi Kjötumboðsins og Listaháskólanum. Framkvæmdasljóri Kjötumboðsins segir að húsin muni hamla starfsemi fyrirtækisins og íbúar nærliggjandi húsa segja þau takmarka útsýni. KJÖTUMBOÐIÐ hf. hefur gert at- hugasemdir við borgaryfirvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóð númer 89 við Laugarnesveg, svokallaðri Goðalóð, þar sem Ár- mannsfell hf. hefur fengið graftar- leyfi vegna byggingar þriggja fjöl- býlishúsa með 75 íbúðum. Húsin munu standa norðar á lóðinni við Kirkjusand 1-5 og segir Helgi Óskar Óskarsson, framkvæmdastjóri Kjöt- umboðsins hf. og eignarhaldsfélags þess, Islenskra búvara hf., að bygg- ingarnar verði of nálægt húsnæði fyrirtækisins og að þær séu of háar. Muni þær hamla starfsemi Kjötum- boðsins. Gert er ráð fyrir að húsin verði sex, sjö og níu hæða. Þá er mótmælt bréflegri yfirlýs- ingu arkitekts húsanna, Helga Hjálmarssonar, þess efnis, að starf- semi Kjötumboðsins verði farin af lóðinni áður en fyrstu íbúar flytja inn, en miðað er við að íbúðir verði tilbúnar síðla sumars á næsta ári. Segist Helgi Óskar fyrst hafa frétt af flutningnum í samtali við starfs- menn Borgarskipulags, þegar hann leitaði upplýsinga um auglýstar framkvæmdir. Kjötumboðið sótti um leyfi til byggingarnefndar í vor fyrir því að byggja á lóð sinni 12 metra skorstein fyrir kaldreykingu. Frestur til að skila athugasemdum til Borgarskipulags vegna breyting- ar á deiliskipulagi og kynningar á breyttri landnotkun á lóðinni var auglýstur 11. maí og rann út í gær. Mun skipulagsnefnd taka þær til umsagnar á fundi fyrir hádegi í dag og senda til Skipulagsstjóra ríkisins. Ákvarðanir teknar á röngum forsendum Gunnar Jóhann Birgisson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins i skipulags- nefnd segir að nefndin hafi tekið ákvarðanir á sínum tíma, við af- greiðslu erinda vegna framkvæmd- arinnar, á grundvelli þess að Kjöt- umboðið flytti. Helgi Hjálmarsson arkitekt hafi sent nefndinni bréf þar sem gert hafi verið ráð fyrir því að starfsemin yrði annars staðar. „Ef skipulagsnefnd hefði vitað að iðnaðarhúsnæði yrði í bakgarði íbúðarhússins hefði sam- --------- þykki ekki fengist jafn- auðveldlega. Auk þess voru ekki öll kurl komin til grafar varðandi ráð- stafanir gegn hljóðmeng- un, sem fela meðal annars í sér að gluggar verði með þreföldu gleri, á þeim verði engin fög, og að komið verði fyrir loftræstikerfi með hljóð- einangrun," segir Gunnar Jóhann. Verður loftræsting hljóðdeyfð til þess að hindra að hávaði berist gegnum loftinntak utan af götu, að hans sögn. Gunnar Jóhann segir að skipu- lagsnefnd hafi óskað eftir áliti Stein- dórs Guðmundssonar sérfræðings hjá Rannsóknastofnun byggingar- Kjötumboðið vill byggja skor- stein á sömu lóð Óskað eftir skipulags- breytingu iðnaðarins 18. mars. I bráðabirgða- niðurstöðu hans komi fram að háv- aði utandyra á lóðinni mælist 70 hljóðstig og 40 hljóðstig inni. í nýrri reglugerð um mengunarvarnir sem færð var til samræmis við evrópskar reglur segi að mesta hljóðstig utan glugga við íbúðarhús í nýskipulögðu hverfi megi vera 55 dB og 30 dB innan dyra og telji Steindór hana alls ekki stranga. í viðauka við reglugerðina kemur fram að verði verulegar breytingar á umferðaræð í grennd við íbúðar- húsnæði, eða að byggð sem fyrir er verði endurnýjuð leyfist 10 dB frá- vik inni og 15 dB úti. Gunnar Jó- hann segir ekki hægt að beita þessu ákvæði við framkvæmdirnar, eins og nefnt hafi verið, og telur það ekki eiga við þegar um breytingar á landnotkun er að ræða. Hann telur einnig skjóta skökku við að byggja í trássi við nýja mengunarvarna- reglugerð. Miklum þrýstingi sé þeg- ar beitt á borgaryfirvöld um að gera ráðstafanir í eldri hverfum vegna umferðarhávaða, sem kosta muni gífurlegar fjárhæðir. Forsaga málsins er sú að Tryggvi Gunnarsson hæstaréttarlögmaður sendi skipulagsnefnd bréf hinn 12. desember fyrir hönd Landsbankans, sem síðar seldi Ármannsfelli land undir fjölbýlishúsin, ubi skiptingu 18.866 fermetra lóðar númer 89 við Laugarnesveg. Mun kaupverðið hafa _________ verið rúmar 70 milljónir, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Segir Gunnar Jóhann að nefndin hafi þegar veitt samþykki fyrir skipting- unni, þar sem skráðir eigendur hafi verið tveir, Landsbankinn og ís- lenskar búvörur hf. Skiptingin var gerð með þeim hætti að norðurlóð, þar sem húsin eiga að rísa, yrði 10.400 fermetrar og suðurlóð, þar sem Kjötumboðið er, 8.466 fermetr- ar. Húsnæði fyrirtækisins, þar sem Goði hf. var áður til húsa, er 5.709 fermetrar. Hinn 5. febrúar var lagt fram í nefndinni erindi frá Landsbankanum um breytingu á deili- og aðalskipu- lagi á norðurhluta lóðarinnar þannig að landnotkun breytist úr iðnaðár- og athafnasvæði í íbúðarhverfi en bankinn hafði eignast lóðarhlutann fyrir rúmu ári. Þess má geta að Kjötumboðið tók yfir rekstur kjötdreifingar og vinnslu Goða hf. í október 1993 og leigir húsnæði og vélar af eignarhaldsfé- laginu íslenskar búvörur hf. sem var áður Goði hf. Landsbankinn er stærsti hluthafi í Kjötumboðinu, með 44% hlut, og á tvo fulltrúa í stjórn þess. Gunnar Jóhann segir að skipu- lagsnefnd hafi í framhaldi af ósk bankans samþykkt að leggja til við borgarráð að óska eftir heimild til þess að auglýsa breytta landnotkun, í samræmi við skipulagslög. „Við sáum ekki ástæðu til þess að vera á móti þessu á sínum tíma enda ekki farið að fjalla um hvernig bygg- ingar ættu að vera á lóðinni," segir Gunnar Jóhann. Hinn 11. mars var síðan lögð fram til kynningar i skipulagsnefnd tillaga Helga Hjálmarssonar arki- tekts að uppbyggingu á lóðinni. „Þar er lagt fram bréf þar sem fram kemur að gert sé ráð fyrir að starf- semi Kjötumboðsins flytji. Málinu var frestað og tekið aftur fyrir 25. mars. Þá samþykktum við erindið á grundvelli bréfs Helga Hjálmars- sonar enda yrðu við byggingu hús- anna viðhafðar sérstakar aðgerðir vegna hljóðvistar," segir Gunnar Jóhann. Borgarráð samþykkti síðan að sækja um breytingu á landnotkun og að hún skyldi kynnt, sem gert var 11. maí. Umsókn Ármannsfells um leyfi til þess að byggja fjölbýlis- húsin þijú var lögð fram á fundi byggingarnefndar 9. maí og frestaði hún erindinu. Byggingarnefnd tekur málið til endanlegrar afgreiðslu þeg- ar grenndarkynningu er lokið og Skipulagsstjóri ríkisins hefur veitt heimild fyrir landnotkunarbreyt- ingu. Víkur Helgi Hjálmarsson arkitekt, sem sæti á í byggingarnefnd, af fundi þegar fjallað verður um um- sóknina. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Magnús Sædal Svavarsson, hefur heimild til þess að veita graftarleyfi á lóðinni og var það gert 4. júní þar sem sumarið er hagkvæmur tími til jarðvinnu, að því er fram kemur í bréfi frá byggingarfulltrúa. Leyfið felur ekki í sér skuldbindingu um að byggingarleyfi fáist veitt, segir Bjarni Þór Jónsson skrifstofustjóri á Skrifstofu byggingarfulltrúa. Segir hann ekki óalgengt að graftarleyfi sé veitt með þessum hætti. í þessu tilfelli hafí verið um eignarlóð að ræða og erfitt að banna éiganda að grafa á eigin lóð, á eigin kostnað. Ekki sé hins vegar heimilt að byrja framkvæmdir á húsi. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa engin fordæmi fundist fyrir því i Reykjavík að graftarleyfi sé veitt áður en samþykki fyrir breyttri landnotkun liggur fyrir. Það sé hins vegar oft gert áður en bygg- ingarleyfi er veitt. Borgarskipulag óskar svara Aðstoðarforstöðumaður Borgar- skipulags, Bjarni Reynarsson, sendi Helga Hjálmarssyni símbréf hinn 20. maí og krafðist skýringa á því hvers vegna hann hefði gert ráð fyrir að starfsemi Kjötumboðsins yrði hætt á lóðinni áður en flutt yrði í íbúðirn- ar. Ekki hefur borist formlegt svar frá Helga, að sögn Bjarna, en Helgi segist alltaf hafa litið svo á að lóðin yrði nýtt undir íbúðarhús- ------ næði. Segist hann hafa skoðað nýtingu lóðarinnar frá 1993-1995 og meðal annars unnið greinargerð fyrir Landsbankann þegar til stóð að selja landið öðrum verk- taka en Ármannsfelli. Rætt hafi verið um þann möguleika að skipta lóðinni í tvo hluta og finna Goðahús- inu nýtt hlutverk. Til dæmis hafi verið stungið upp á verslun, félags- miðstöð, heilsugæslu og bókasafni í húsinu. „Ég get fallist á að kannski hafi verið ógætilegt að gera ráð fyrir þessu í bréfinu en það var ekki gert í þeim tilgangi að blekkja skipulags- nefnd,“ segir Helgi. Ármannsfell réð teiknistofu Helga til þess að hanna fjölbýlishúsin og er útfærsla lóðar- innar nú byggð á eldri hugmyndum hans um nýtingu. Helgi segist jafnframt hafa rætt við fólk í nágrenninu á sínum tíma, meðal annars starfsmenn íslands- banka. í þeim samtölum hafi enginn kvartað undan hávaða en athuga- semdir hafi verið gerðar vegna reyk- mengunar frá starfsemi Kjötum- boðsins. Loks segir Helgi að sín vinna hafi löngum miðast við að nýting yrði í skipulagslegu samhengi og að hann hafi talið að hægt yrði að ná sátt um flutning starfsemi Kjötumboðsins á byggingartíma íbúðanna. Síðar hafi komið í ljós að þeim skyldi skilað næsta sumar en hann hefði miðað við tveggja til þriggja ára framkvæmd. Helgi Óskar Óskarsson fram- kvæmdastjóri segir að ekki hafi stað- ið til að flytja rekstur Kjötumboðsins og að það sé ekki fyrirhugað nú. „Við vissum ekki af því fyrr en í vor að framkvæmdir við íbúðarhús á lóðinni væru yfirvofandi, þótt okkur hafi verið kunnugt um slíkar hug- myndir,“ segir hann. Kjötumboðið hefur sótt um leyfi til byggingarnefndar til þess að breyta innréttingum í kjallara húss- ins við Laugarnesveg 89 og reisa 12 metra háan skorstein vegna reyk- ingar á kjötvörum. Nefndin synjaði fyrirtækinu leyfis 13. júni og var lögð fram bókun á fundinum þar sem vísað er í mengunarvarnareglugerð og tekið fram að tryggt verði að lykt frá starfsemi fyrirtækisins valdi hvorki skaða né óþægindum. Segir Helgi Óskar að fengist hafi bráða- birgðaleyfi frá heilbrigðisnefnd fyrir framkvæmdunum og að verið sé að undirbúa ný gögn til þess að leggja fyrir byggingarnefnd í framhaldi af því. Búið að festa þriðjung íbúða Hvað framkvæmdir á Goðalóðinni áhrærir er búið að skipta um jarðveg þar sem íjölbýlishús númer þtjú á að rísa, að sögn Hauks Magnússonar tæknifræðings og verkefnisstjóra hjá Ármannsfelli, vegna framkvæmda ---------- við Kirkjusand. Einnig segir hann unnið við að koma upp aðstöðu á lóð- inni. Haukur segist ekki telja að fyrirtækinu verði synjað um byggingarleyfi. íbúðir verði tilbúnar síðla sumars 1997 Engir kaupsamningar hafa verið gerðir og segir Sverrir Krístinsson löggiltur fasteignasali og sölustjóri hjá Eignamiðlun, sem selur væntan- legar íbúðir, að búið sé að festa um þriðjung þeirra. Staðfestingargjald er 2% af kaupverði og verður endur- greitt ef byggingarleyfi fæst ekki eða ef teikningar verða ekki sam- þykktar. Haukur Magnússon segir að Ár- mannsfell hafi ekki fengið neina af þeim peningum greidda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.