Morgunblaðið - 05.07.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.07.1996, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sljórn Fóðurverksmiðjunnar Laxár Ekkí lengur áhugi á hlutabréfum bæjarins STJÓRN Fóðurverksmiðjunnar Laxár hefur sent bæjarstjóranum á Akureyri bréf þar sem því er lýst yfir að ekki sé lengur áhugi á að kaupa hlutabréf bæjarins í fé- laginu, en fyrirtækið gerði tilboð í bréf bæjarins í Laxá síðasta haust. Árni V. Friðriksson stjórnarfor- maður sagði að stjórnin hefði gert tilboð í bréfin í nóvember síðast- liðnum, en aldrei fengið nein við- brögð. Frá þeim tíma að boðið var /iSíaiiriijr^C íslenskur efniviður SÝNING á verkum Claudiu Heiner- mann og Rob Von Piekartz verður opnuð í Deiglunni, Kaupvangsstræti á morgun, laugardaginn 6.' júlí kl. 16. Þau hafa frá því í byrjun júní dvalið í gestavinnustofu í Listagili. Þau ferðuðust um menningar- svæði Maya-indíána á síðasta ári og eru á sýningunni verk sem unnin eru undir áhrifum frá þeirri dvöl í bland við þau áhrif sem íslensk nátt- úra hefur haft á þau, en efnivið hennar telja þau stórkostlegan. Verkin á sýningunni eru unnin úr íslensku efni, rekavið, beinum og ryðguðu járni svo eitthvað sé nefnt. Pálína í Ketilhúsi Sýning á málverkum Pálínu Guð- mundsdóttur verður opnuð í Ketil- húsinu í Kaupvangsstræti á morgun, 6. júlí kl. 16. Flest verkanna eru unnin í Hollandi á árunum 1987- 1990 en hafa ekki verið sýnd hér áður þar sém sýningarsalur sem þeim hæfir hefur ekki verið til staðar. Verkin eru allt að 3 métrar á hæð og 5 metrar á breidd. Sýningin ér opin frá kl. 14 til 18 og stendur til 16. júlí næstkomandi. Leikhús í Deiglunni Einþáttungurinn „Frátekið borð“ eftir Jónínu Leósdóttur verður sýndur í Deiglunni í dag, föstudag og á morg- un, laugardag. Leikarar eru Saga Jónsdóttir, Soffía Jakobsdóttir og Bryndís Petra Bragadóttir. Verkið var frumsýnt í höfundarsmiðju Leikfélags Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Leikstjóri er Ásdís Skúladóttir. í bréfin og þar til nú hefðu aðstæð- ur breyst sem gerðu að verkum að stjórnin hefði ekki lengur áhuga á bréfum bæjarins í fyrirtækinu. Hlutafé aukið Laxá hefur ítrekað erindi sitt til bæjarins þar sem þess er farið á leit að eigendur svonefndra B- hlutabréfa í Laxá fallist á að breyta þeim í A-hlutabréf, sem verði að nafnverði 1/10 af nafn- verði B-bréfa. Akureyrarbær og BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að veita Kirkjugörðum Akureyrar einfalda bæjarábyrð að því tilskildu að fullnægjandi bak- trygging verði sett fyrir henni. Kirkjugarðar Akureyrar óskuðu nýlega eftir bæjarábyrð til trygg- ingar láni að upphæð 15 milljónir króna vegna lokafrágangs á lík- húsi og kapellu sem staðsett er á höfðanum norðaustan við kirkju- garðinn. Gestur Jónsson sem sæti á í stjórn Kirkjugarða Akureyrar sagði að afgreiðsla bæjarráðs þýddi að hægt yrði að taka húsið í notkun á haustdögum eða í síð- asta lagi úm áramót. Með tilkomu þess yrði mikil breyting til batnað- ar. Kaupfélag Eyfirðinga eru eigend- ur B-bréfanna. Bæjarráð frestaði afgreiðslu þessa máls á fundi sín- um í gær. Árni sagði Laxá vera á uppboðs- markaði og því væri verra að hafa tvær gerðir hlutabréfa í gangi. Hlutafé Laxár er uppselt, en frá því í haust hefur eftirspurn eftir hlutabréfum í félaginu verið nokk- ur. Árni taldi því líklegt að á næsta aðalfundi yrði stjórn heimilað að auka hlutafé fyrirtækisins. Til skammar Líkhús hefur um áratugaskeið verið í umsjá Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, en Gestur sagði að í raun bæri engum bein lagaleg skylda til að sjá um slíkan rekst- ur. Engin kapella hefur verið til staðar á Akureyri í tengslum við líkhús. „Aðstaðan hvað þessi mál varðar hefur í raun verið til hábor- innar skammar en munu batna til mikilla muna með tilkomu þessa nýja húss,“ sagði Gestur. Líkhúsið og kapellan sem nú hill- ir undir að komist í gagnið er um 450 fermetrar að gólffleti. Kapellan tekur 40-45 manns í sæti og er gert ráð fyrir að þaðan fari fram útfarir sem gerðar eru í kyrrþey. Jón Ingí í Gamla-Lundi JÓN Ingi Sigurmundsson frá Sel- fossi opnar málverkasýningu í Gamia-Lundi við Eiðsvallagötu 14, Akureyri á morgun, laugardaginn 6. júlí kl. 14. Á sýningunni eru olíu-, pastel- og vatnslitamyndir. Þetta er 11. einkasýning Jóns Inga, en hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin er opin frá kl. 14 til 19 vikra daga, en 14 til 22 um helgar. Sýningunni lýkur 14. júlí næstkomandi. Kirkjugarðar Akureyrar Lokið við líkhús og kapellu Morgunblaðið/Margrét Þóra Veiðin skipt- ir engu máli BRJÁNN Guðjónsson var að dytta að bát sínum í Sandgerðis- bót I gær. Báturinn heitir ekki neitt og hefur aldrei heitið neitt í þau fimmtán ár sem hann hef- ur verið í eigu Brjáns. „Það er ekkert atriði,“ sagði hann. „Ég hef notað bátinn til að fara á fram á Poll á góðum fögrum kvöldstundum og slappa af frá argaþrasi dagsins." Brjánn sagðist iðulega hafa færið með, stundum veiðist ekkert „en stundum reitir maður eitthvað í matinn, það skiptir í sjálfu sér engu máli hvort eitthvað veiðist eða ekki.“ Brjánn ætlar að koma bátnum í sæmilegt horf á næstu vikum og stefnir að því að kom- ast að minnsta kosti tvisvar út á Poll fyrir haustið. Sumarsýning Lista- safnsins á Akureyri g Sjór og sveit SUMARSÝNING Listasafnsins á Akureyri verður opnuð á morgun, laugardag. „Sjór og sveit“ er yfirskrift sýning- arinnar í austur- og miðsal safnsins, en þar eru málverk eftir Gunnlaug ™ Scheving, olíumálverk, vatnslitir og 6J litkrít. I austursal eru myndir sem M segja frá sjómanninum, en myndir úr sveitinni eru í miðsal safnsins. í vestursal Listasafnsins á Akur- eyri er sýningin Úr líkhúsi, stórar skarpar myndir úr seríu sem Andres Serrano tók fyrir fjórum árum í lík- húsi New York-borgar. Andres Serrano er ættaður frá Hondúras og Kúbu, fæddur árið 1950 og er sagt að myndlistin hafi frelsað (| hann frá götunni. g Sýningarnar standa til 1. ágúst “ næstkomandi. ^ Afgreiddu þín mál á öruggan hátt Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram 1. til 19. júlí. Komdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og tryggðu þér áfram góð kjör með nýjum spariskírteinum eða öðrum ríkisverðbréfum. • Öruggustu verðbréf þjóðarinnar. • Varsia spariskírteina. • Yfirlit yfir eign og verðmæti skírteinanna. • Tilkynning þegar líður að lokagjalddaga. • Föst og örugg ávöxtun út lánstímann. • Aðstoð við sölu skírteina fyrir gjalddaga. • Kaup og sala eldri flokka spariskírteina. • Ráðgjöf gegnum síma. • Upplýsingar um verðmæti skírteina á hverjum tíma. • Kaup á skírteinum í reglulegri áskrift. • Aðstoð við endurfjármögnun á spariskírteinum. • Sérfræðingar í ríkisverðbréfum. Hafðu samband við sérfræðinga okkar : í ríkisverðbréfum og tryggðu þér ný j spariskírteini í stað þeirra sem nú eru “ til innlausnar. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð, sími 562 6040, fax 562 6068. ! | I Spariskírteini ríkissjóðs - framtíð byggð á öryggi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.