Morgunblaðið - 05.07.1996, Page 32

Morgunblaðið - 05.07.1996, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIRREY KOLBEINSDÓTTIR + Sirrey Kol- beinsdóttir hét fullu nafni Frið- gerður Sirrey Kol- beinsdóttir og var fædd 6. janúar 1937 á ísafirði. Hún lést í Noregi 28. júní síð- astliðinn. Sirrey var yngsta dóttir hjónanna Sigríðar Maríu Erlendsdótt- ur og Kolbeins Brynjólfssonar, sem bæði eru látin. Hún ólst upp á ísafirði til átta ára aldurs en þá fór hún í fóstur til hjónanna Sigurástar Stur- laugsdóttur og Kristjáns Har- Elsku amma. Það er svo sárt að sjá á eftir þér. Þú sem gafst okkur allt. í kjöltu þinni sátum við, þú sagð- ir okkur sögur og deildir með okkur því sem þú hafðir upplifað og séð. Hversu yndislegar stundir við áttum oft saman og það verður erfitt að yfirstíga þá sorg að aldrei framar skulum við fá að sitja i þínu hlýja fangi. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur og á þeim tíma sem þú varst svo veik þá komstu að heimsækja okkur alla leið til Noregs. Og dvald- ir með okkur síðustu daga lífs þíns. En við erum svo þakklátar fyrir þann yndislega tíma sem þú gafst okkur heima hjá okkur. Nú ertu lögð af stað og við vitum að vel verður á móti þér tekið og það styð- ur okkur í okkar miklu sorg. Góða ferð, elsku amma okkar. Elsku afi, við sendum þér okkar bestu samúðarkveðjur. Svava, Eva og Hlín. Ömrauljóð Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og ailtaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur • augasteininn sinn í nótt. Litill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötulum) Elsku amma, takk fyrir allt. Steinarr Logi og Auðunn. Það er sárt að missa góðan vin. Amma Sirrey var vinkona mín og ég sakna þess sárt. Það er erfitt að segja allt í stuttri minningar- grein. Það sem mig langar helst að segja er að mér þótt mjög vænt um hana ömmu mína. Sterkasta minningin er allir kossamir og öli faðmlögin sem ég fékk eftir stuttar heimsóknir, þeirra á ég eftir að sakna. Amma kenndi mér hversu auðvelt það er að elska og þykja vænt um. Allir sem höfðu fyrir því að segja hæ eða yrða á hana ömmu voru dýrlingar og ef einhver rétti henni litla putta þakkaði hún pent fyrir sig og rétti fram höndina í staðinn. En minning hennar á alltaf eftir að lifna þegar ég hef mig til fyrir partí eða böll. Hún skildi mig nefnilega svo vel þegar ég sagðist þurfa 2-3 tíma til að laga mig til. aldssonar sem seinna urðu tengda- foreldrar hennar. Hún hóf sambúð með eftirlifandi eiginmanni sínum, Birni Kristjánssyni 1953. Þau eignuð- ust saman þrjár dætur, Kolbrúnu Bryndísi, Astu Mar- íu og Birgittu On- fjörð. Barnabörn eru átta og eitt barnabarnabarn. Utför Sirreyjar fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þess vegna held ég að amma sé strax byijuð að hafa sig til og und- irbúa komu okkar til hennar þótt hún fylgist örugglega með okkur. Ég samhryggist öllum sem þekktu hana ömmu mína en sér- stakar kveðjur vil ég senda til hans afa, söknuðurinn er sár, en ekki gleyma að tíminn græðir öll sár og þó að sum grói ekki alveg minnkar sársaukinn. Steinunn Dögg. 28. júní sl. lagði elskuleg vinkona mín af stað í þessa ferð þar sem bara er hægt að fá farmiða aðra leiðina. Vegurinn til baka er ekki til. Mér finnst ég vera alein eftir í heiminum - vil ekki trúa þessari óhagganlegu staðreynd. Hluti af sjálfri mér er ekki leng- ur til - sá hluti sem tilheyrði æsku- vinkonu minni. Ég flý á náðir minninganna, sem allar eru bjartar, fallegar og góðar. Ég flyt mig í huganum vestur í Dali - inn undir botn Breiðafjarðar - þar sem við áttum báðar heima þegar við vorum ungar og sætar sveitastelpur. Þegar lífið var ævintýri, þegar mikilvægast var að syngja og dansa heilu næturnar, þegar engin helgi fór til spillis. Að sitja heima þegar ball var í boði - var eins og að svíkj- ast um að fara í vinnuna. Að fara í Bjarkarlund um versl- unarmannahelgi var meiri nauðsyn en _að borga skatt. Ég fór næstum daglega inn á Nýp, að heimsækjs Bjöm og Sir- reyju, notaði nánast hvaða farartæki sem var, hjól, bíl eða traktor - á staðinn varð maður að komast - þar sem allir voru í góðu skapi, þar sem allt var svo skemmtilegt. Þannig eru minningar um góða vini, þær gefa lífínu gildi, vináttan aðalatriði, daglegt amstur aukaatriði. Allt i einu urðum við svo að full- orðnu fólki, fluttum til manna- byggða, leiðin lá suður. En það breytti engu um vináttuna. Ég hélt áfram að heimsækja Sirreyju og Björn, þá voru þijár fallegar dætur komnar til að vera - stolt og prýði hjónanna frá Nýp. Lífið breytti um svip - lífsgæðakapphlaupið varð breiðfirskri rómantík yfirsterkara. Sirrey var besta manneskja sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Henn- ar sál hafði þau sérkenni að vilja öllum vel - að gera allt fyrir alla. Ekkert smáatriði í lífi vina hennar lét hún fram hjá sér fara. Með sinni glæsilegu framkomu og hlýja við- móti átti hún alltaf nóg að gefa. Öll áföll - allar sorgir urðu léttari þegar maður var búinn að tala við Sirreyju. í huga mínum var hún alltaf stór manneskja, þó hún væri að vexti bæði lítil og grönn. Það er ein af lífsins bestu gjöfum að hafa átt hana að vini. Þrátt fyr- ir að ég sakni hennar sárt, skil ég vel að Guð hafi kallað á hana. Það lítur út fyrir að hæfileikafólkið fari langt um aldur fram. Svo maður verður að trúa því að það sé kallað til mikilvægari starfa á æðri stöðum. Sögu mikilhæfrar konu er lokið á þessari jörð. Elsku Bjöm, orð duga skammt, en ég sendi þér, dætrum og barna- börnum, þar á meðal þremur ömmu- stelpum í Noregi, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Æskuvinkonu mína kveð ég í bili - við hittumst síðar. Anna Kristjánsdóttir. Fallin er góð kona langt um ald- ur fram að mér finnst. Það var fyr- ir tuttugu og tveimur árum að ég kynntist Sirrey og eftirlifandi maka hennar Birni Kristjánssyni, er ég kynntist elstu dóttur þeirra Kol- brúnu. Það sást að þarna fór hæg, ákveðin en samt hlý kona, sem geislaði af gleði. Það var unun að koma inn á þeirra heimili sem stóð ávallt opið. Sirrey var mjög kát og hress kona og stafaði frá henni mikilli hlýju. Minningin er sú hvað það var gaman að koma í heim- sókn, því það var unun að hlusta á þau syngja og spila. Sirrey var búin að þola margt í lífinu en aldrei heyrði maður hana kvarta, heldur brosti hún bara með sínum geislandi augum. Það var fyrir nokkrum mánuðum sem ég frétti að Sirrey væri haldin illvígum sjúkdómi, sem hún barðist af dugnaði við. Hún átti þá ósk heitasta að fara til Noregs þar sem yngsta dóttir hennar býr ásamt fjöl- skyldu sinni, og hún dreif sig þótt mikið veik væri. Þetta lýsir best hvernig Sirrey var, en hún lést þar á sjúkrahúsi. Það er erfið hugsun að vita til þess að maður á ekki eftir að sjá hana meðal okkar hér á jörðu, en megi algóður Guð vernda hana í hennar nýju heimkynnum. Elsku Bjössi, Kolla Maja, Birgitta og börn, sorg ykkar er mikil. Megi algóður Guð gefa ykkur styrk, en minningin um ástríka eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, lifir um ókomna tíð. Guð veri með ykkur. Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syrgið með glöðum huga lyftist sál mín upp í móti til ljóssins. Verið því glöð og þakklát fyrir allt sem líf- ið gefur og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfír lífinu. (Höf. ók.) Blessuð sé minning hennar. Valgarður Einarsson. + Óskar Guðjóns- son var fæddur á Vaðstakksheiði, Snæfellssýslu, 2. nóvember 1901. Hann andaðist á Akureyri 28. júní 1996. Foreldrar hans voru hjónin Kristbjörg Run- ólfsdóttir og Guð- jón Jónsson. Börn þeirra; Óskar, Jón, Bertel, Guðrún og Laufey. Þau eru öll látin. Óskar ólst upp í Álftártungu á Mýrum til 16 ára aldurs, fór þá til Reykjavíkur og í Flens- borgarskólann. Síðan vann hann ýmsa vinnu til sjós og lands. 1928 Iá leiðin til Akur- eyrar. Hann var ókvæntur en í dag kveðjum við aldinn heið- ursmann, mann sem við gátum mikið lært af, mann sem unni landi sínu og gróðri þess. Óskar kom til Akureyrar 1928 og stundaði þá byggingarvinnu þar í bæ. En 1931 er hann beðinn að hlaupa í skarðið um skamman tíma sem kyndari á sjúkrahúsi bæjarins, þessi tími varð að 55 árum. Hann vann þar til 1985 og annaðist við- hald og viðgerðir á flestu sem af- laga fór. Hann var mjög áhuga- samur um allar tækniframfarir og fylgdist mjög vel með þeim, enda sérlega handlaginn. Á fyrstu dög- um sjónvarps bauð Elías Magnús- son, systursonur hans, honum og Jóni bróður hans að skoða sjón- varpið, af því höfðu þeir sérlega gaman. Þegar heim var komið sagði Óskar að hann væri fæddur hálfri öld of snemma. Hann var í Ferðafélagi Akur- eyrar og ferðaðist mikið með því og seinni árin með Félagi aldr- aðra. Við höfum farið margar ferð- ir með honum og hann kunni sög- ur og örnefni allra staða sem kom- ið var á. Síðasta ferðin okkar var farin á síldarævintýrið á Siglufirði síðastliðið sumar, um Eyjafjörð og Skagafjörð og Grettissaga rifjuð upp er horft var til Drangeyjar sem hann hafði oft komið í. í desember fór hann á dvalar- átti eina dóttur, Grétu, f. 19.11. 1936, gift Hauki Gunnarssyni, f. 11.1. 1937. Þeirra börn eru; Helga, f. 17.11. 1958, gift Þorsteini Guð- björnssyni, f. 2.11. 1959, og eiga þau börnin Grétar, f. 17.11. 1981, og Björn, f. 29.3.1988; Margrét, f. 29.3. 1960, gift Hilmari Kristinssyni, f. 9.2. 1959, þeirra börn eru Hildur Ýr, f. 29.7. 1988, fris Björk, f. 9.2. 1996, Krist- björn, f. 10.7. 1963. Útför Óskars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. heimilið Hlíð þar sem hann vildi helst vera, þrotinn að kröftum. Nú horfum við á askana sem hann smiíðaði og var þekktur fyrir, á bækurnar í hillunum og píanóið sem hann spilar ekki lengur á. Nú er hljótt í húsinu hans. Kiddi, Margrét og Helga kveðja þennan afa sem talaði esperanto, las rússnesku og öll Norðurlanda- mál án þess að hafa lært þau í skóla, unni ljóðum og 80 ára keypti sér ritvél til að vélrita ljóð sem hann ekki átti, bjó til vísnagátur sem þeim gekk illa að ráða. Ég kveð hann með söknuði og virðingu,_ég á honum mikið að þakka. Ég var ríkur, átti tvo tengdafeður, Óskar og svo Jón bróður hans sem konan mín ólst upp hjá. Við viljum þakka Ólöfu og stúlk- unum hennar á B-deild í Hlíð fyr- ir góða umönnun. Stellu og Kjart- ani fyrir alla þeirra vináttu, að fara daglega til hans og sjá um öll hans mál. Einnig þökkum við Jónu Bertu og Þorgerði Jónu fyrir alla þá hlýju sem þær sýndu hon- um. Guð gefi að það sé mikill gróður í himnaríki svo tengdapabbi hafi nóg að sýsla við. Haukur Gunnarsson OSKAR GUÐJÓNSSON + Jóhann Pálsson fæddist á Suð- ureyri við Súg- andafjörð 19. ágúst 1922. Hann lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Hall- björnsson kaup- maður f. 10. sept- ember 1898 á Bakka í Tálkna- firði, d. 15. október 1981, og Sólveig Jóhannsdóttir f. 17. maí 1898 á Borðeyri við Hrútafjörð d. 28. september 1979. Systkini Jóhanns eru Ólafía Sigurrós, f. 1924, d. 1935, Guðmundur Jóhanns, f. 1926, Guðríður, f. 1928, Sig- urður Eðvarð, f. 1933, Páll Ólafur, f. 1937, Guðrún, f. 1940 og Hreinn, f. 1944. Jó- hann var ókvæntur og barn- laus. Útför Jóhanns fer fram frá kapellu Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jóhann fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1930 þá átta ára gam- all. Hann var góður drengur og rólegur að eðlisfari. Hans áhuga- mál fyrr á árum var skátahreyfingin og var hann um tíma skátaforingi í skátafé- laginu Væringjar. Hann sótti einnig fundi KFUM. Hann var ræðinn og félags- lyndur og átti gott með að setja saman vísur við sérstök til- efni. Hann var ein- staklega barngóður enda sóttu börn til hans. Á yngri árum starfaði Jóhann við verslun föður síns og seldi dagblöð, síðar vann hann einnig við að berja fisk í Harðfisksölunni og á hernámsárunum vann hann í svokallaðri Bretavinnu. Jóhann fór í Handíða- og mynd- listaskólann og lærði auglýsinga- teiknun, listmálun og teikningu og var skólastjóri á þeim tíma Kurt Zier. Eftir það nám fór hann til Kanada og stundaði nám við Winnipeg School of Art í þijú ár. Hann fór til Kanada með skipalest á stríðsárinu 1943 og kom heim til íslands með fyrstu flugferð Heklu árið 1947. Eftir heimkom- una vann Jóhann í nokkur ár í Steiniðju Ársæls Magnússonar á Grettisgötu við teiknun fyrir sand- blástur, til dæmis á gler, Iegsteina og minningartöflur (meðal annars er ein slík í Bessastaðakirkju). Margir ættingjar og vinir eiga eft- ir hann málverk og myndir. En því miður breyttist lífs- mynstur hans og hann hætti við listina og fór á sjóinn. Hann var sjómaður til margra ára, ýmist á smærri bátum eða togurum. Hann var alla tíð stoltur af því að vera sjómaður. í einni ferðinni fékk hann heiftarlega lungnabólgu og varð að fara í uppskurð og náði aldrei góðri heilsu upp frá því. Hapn var mikið lesinn og fylgdist vel með öllu til síðustu stundar. Jóhann kvæntist aldrei en bjó með foreldrum sínum og tveimur systkinum á Leifsgötu 32 að frá- töldum síðasta mánuðinum sem hann dvaldist á sjúkrahúsi. Elsku Jói minn, þú sem varst okkar elstur og gafst okkur ástúð og gleði verður geymdur í minn- ingu okkar um ókomin ár. Við þökkum þér samfylgdina í gegnum árin. Guð veri með þér og hvíl þú í friði. Systkinin. JÓHANN PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.