Morgunblaðið - 05.07.1996, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sigurður R.
Bjarnason var
fæddur á Bæjar-
skeijum í Miðnes-
hreppi 28. mars
1932. Hann lést á
Sjúkrahúsi Kefla-
víkur hinn 30. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Bjarni Jónsson, f.
7. sept. 1893, d. 3.
okt. 1972 og Guð-
rún Benediktsdótt-
ir, f. 6.6. 1893, d.
11.12. 1934. Hanná
eina systur, Jónu,
búsetta í Vestmannaeyjum. Sig-
urður bjó í Sandgerði alla sína
tíð. Eftirlifandi kona hans er
Rósa Dagmar Björnsdóttir, f.
2.12. 1929. Börn þeirra eru
Guðrún, f. 22.11. 1952, hún á 3
börn og 3 barnabörn; Sigrún
Ragna, f. 15.2. 1954, maki Jón
Pétursson, þau eiga 3 börn;
Ástþór Bjarni, f. 20.6. 1956,
maki Margrét Haraldsdóttir,
þau eiga 4 börn; Heiga, f. 20.12.
Elsku pabbi minn. Nú er komið
að kveðjustund hjá okkur, þú varst
hetjan mín og stoltið mitt. Allt sem
þú tókst þér fyrir hendur var gert
með miklum dugnaði og samvisku-
semi. Ég minnist æskuáranna
minna, þegar ég beið við gluggann
heima og horfði út á hafið og beið
eftir því að sjá þig koma að landi.
Þú varst keppnismaður mikill og
oftast með þeim síðustu að landi.
Þegar ég sá þig sigla inn innsigling-
una var litlu hjarta mikið létt. Ofá-
ar voru kirkjuferðirnar sem við fór-
um saman fjölskyldan, því ávallt
þegar þú komst í land, var siður
hjá ykkur mömmu að þakka Guði
fyrir heilbrigða fjölskyldu og feng-
sælan afla. Þegar þú tókst þá
ákvörðun að hætta á sjónum til að
vera í landi hjá mömmu sem var
þér allt, þá urðu straumhvörf í lífi
þínu. Nokkru eftir að þú komst í
land tókst þú við hafnarstjórastöð-
unni í Sandgerði. Þar fékkstu tæki-
færi til að taka þátt í bæjarlífinu
1957, maki Halldór
Ragnarsson, þau
eiga 3 börn; Sigurð-
ur Oddur, f. 14.3.
1962, sambýliskona
Sólrún Jónsdóttir,
þau eiga 1 son.
Sigurður var sjó-
maður fram til árs-
ins 1978 að hann
gerðist hafnarvörð-
ur í Sandgerðis-
höfn. Síðar varð
hann hafnarstjóri.
Sigurður gegndi
mörgum trúnaðar-
störfum bæði fyrir
sjómenn og eins fyrir bæjarfé-
lag sitt. Hann var fyrsti forseti
bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar
en síðustu árin var hann full-
trúi Sjálfstæðisflokksins í bæj-
arsljórn. Síðustu árin var hann
einnig meðhjálpari í Hvalsnes-
kirkju.
Utför Sigurðar verður gerð
frá Hvalsneskirkju í dag, 5. júlí,
og hefst athöfnin klukkan 14.
og virkja og nota þann mikla eld-
móð sem í þér bjó. I hvert skipti
sem ég hitti þig voru ávallt ný við-
fangsefni hjá þér sem þurfti að
klára fyrir þitt bæjarfélag. Ég gerði
mér ekki alveg grein fyrir því fyrr
en þú varst orðinn veikur, því ófáar
eru hringingarnar sem við erum
búin að fá um þakklæti til þín fyrir
ýmislegt sem þú vannst og hjálpað-
ir án þess að nefna það við okkur.
Pabbi minn, fjölskyldan var þér
allt, þú fylgdist með öllu sem barna-
börnin og langafabörnin þín voru
að gera, og laumaðir einhveiju að
þeim og baðst þau að geyma það.
Mömmu barstu á gullstól alla ævi.
Þú vildir allt fyrir hana gera, þú
hafðir gaman af að vera með kind-
ur á Bæjarskerjum, þar sem þú ólst
upp, og tók mamma fullan þátt í
því með þér. Mamma hafði gaman
af því að fara í golf og þú tókst þátt
í því með henni. Hún söng í kirkju-
kórnum og þú varst meðhjálpari.
Allt sem þið tókuð ykkur fyrir hend-
ur gerðuð þið saman, og er missir
mömmu mikill. Hún stóð eins og
klettur við hlið þér allan tímann og
var alltaf jákvæð og glöð við þig.
Hún fékk þig ávallt til að brosa.
Betri lífsförunaut gast þú ekki val-
ið þér, pabbi minn, og við skulum
passa hana fyrir þig og láta henni
líða vel hjá okkur.
Pabbi minn, nú er stríði þínu lok-
ið, þú barðist fram á síðasta dag
fyrir því að fá að lifa. Nú hefur
Guð tekið þig til sín og gefið þér
frið. Ég er sannfærð um það að
fyrir handan bíði þín ótal verkefni
sem þú átt eftir að leysa með þínum
mikla myndarbrag.
Elsku pabbi. Hvíl þú í friði.
Helga Sigurðardóttir.
Yndislegi, elskulegi pabbi minn,
mig langar til að skrifa þér nokkrar
línur. Það er svo undarlegt að hugsa
sér lífið án þín. í öllum mínum erfið-
leikum hefur þú alltaf verið til stað-
ar fyrir mig og börnin mín. Síðan
allt í einu ertu farinn frá okkur,
þú hefur alltaf verið mín fyrirmynd
í lífinu og okkar allra sem vorum
svo heppin að fá að kynnast þér,
elsku pabbi minn. Þú varst einstak-
ur maður, harður og ákveðinn, þú
vissir alltaf hvað þú vildir og varst
ekkert að leyna því, en þú varst
líka svo yndislega blíður og góður.
Það er svo einkennilegt að hugsa
til þess að eiga aldrei eftir að sjá
þig aftur og að geta aldrei aftur
skriðið upp í fangið á þér á erfiðum
stundum eða að geta glaðst með
þér á góðum stundum. Elsku pabbi
minn, mig langar sérstaklega til að
þakka þér fyrir hana Döggu mína
sem þú gekkst í föðurstað, missir
hennar er mikill.
Þegar þú vissir hvert stefndi
varst þú alltaf að hugsa um
mömmu, þú kvartaðir aldrei þó að
þú værir fársjúkur, eina áhyggju-
efnið þitt var að mamma yrði ein
eftir og þú eyddir þínum síðustu
kröftum í að búa allt sem best í
haginn fyrir hana, elsku pabbi
minn.
Guð geymi þig.
Ég veit að Guð tekur vel á móti
þér, þú yndislegi, góði maður. Eitt-
hvert hlutverk ætlar hann þér og
þá verður þú aftur glaður.
Þín,
Guðrún Sigurbjörg.
Mig langar til að minnast í nokkr-
um orðum elsku afa míns sem nú
hefur yfirgefið okkur eftir erfiða
baráttu við illvígan sjúkdóm. Elsku
afi, þú varst og verður alltaf stóra
hetjan mín, stoltið mitt, þú varst
engum líkur, alltaf studdir þú mig
í öliu sem ég tók mér fyrir hendur,
alltaf varstu tilbúinn að styðja mig
og varst mér ómetanlegur í öllu. Þú
varst engum líkur, það eru sjálfsagt
fáir sem myndu treysta sér í öll þau
verk sem þú tókst þér fyrir hendur,
og skila þeim svona vel frá sér. Það
verður voða erfitt að sætta sig við
að þú sért búinn að yfirgefa mig,
þú sem tókst mér sem yngsta bam-
inu þínu og um leið elsta barnabarn-
inu þínu þegar ég flyst alveg til
ykkar elsku ömmu 11 ára gömul.
Ég veit að þú átt eftir að fylgjast
með mér í mínu lífi og styðja mig,
elsku afi, þakka þér innilega fyrir
að fá að eiga síðustu stundirnar með
þér, þær voru erfiðar en samt yndis-
legar. Núna er þér ætlað annað hlut-
verk hjá okkar Guði og hann geymi
þig ávallt. Drottinn blessi þig.
Drottinn vakir, Drottinn vakir,
daga og nætur yfir þér
blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
(S.Kr. Pétursson.)
Dagmar (Dagga).
Elsku afí minn.
Mig langar að minnast þín með
þessum orðum. Það er svo ótrúlegt
að þú skulir vera farinn svona fljótt
frá okkur. Þín á eftir að verða sárt
saknað. Þú munt alltaf eiga stóran
hlut í hjarta mínu, og ég mun ávallt
muna þig brosandi og hamingju-
saman sem þú ávallt varst. Það
varst þú sem sagðir alltaf að fjöl-
skyldan væri mestu auðæfi heims.
Ég veit að þér líður betur núna í
Guðs höndum, afi minn.
Guð geymi þig og varðveiti þig.
Sigurrós Hrólfsdóttir.
Elsku, yndislegi afi minn, mig
langar að kveðja þig í síðasta sinn
og segja þér fáein orð áður en þú
ferð á þinn hvíldarstað. Ég minnist
þín eins og við skildum þann 17.
júní þegar ég, Rakel og Lóa fórum
utan. Við vorum saman í mat hjá
Döggu á laugardeginum þann 15.
júní og átum yfir okkur af humri
en svo kvöddumst við þá því við
ætluðum að vera á Spáni í 2 vikur.
Svo var eitthvað sem sagði mér að
ég þyrfti að sjá þig aftur áður en
við færum og var ákveðið að koma
við hjá ömmu og afa í leiðinni á
flugvöllinn. Svo hringir þú á sunnu-
dagskvöld og vildir endilega bjóða
okkur í kaffi fyrir brottför og auð-
vitað þáðum við það, svo kom að
kveðjustund, þá varð ég að halda
aðeins lengur utan um þig og kyssa
meir en vanalega. Jú, maður hugsar
nú alltaf „ef“ þegar maður fer í
burtu í einhvern tíma. Svo því mið-
ur tóku á móti mér þessi hræðilegu
tíðindi þann 1. júlí að afí væri lát-
inn og ég gjörsamlega lamaðist en
ég veit þú ert á góðum stað og líð-
ur vel en sárast er góðs manns
saknað. Þína persónutöfra ætla ég
ekki að telja upp hér því sá maður,
sem þú hafðir að geyma, sem við
elskuðum öll, verður ávallt í minn-
ingu okkar en hana elsku ömmu
styðjum við og styrkjum, ég votta
henni, börnunum ykkar og Döggu
mína dýpstu samúð í þessum mikla
söknuði. Guð geymi ykkur og þig,
elsku afi minn.
Jón Bjarni Hrólfsson.
Svo allt of, allt of fljótt þurfum
við að kveðja Sigga Bjarna. Siggi
hefur alltaf verið stór og sterkur.
Síðastliðið haust sáum við sem í
kringum hann vorum að honum var
nokkuð brugðið. Karlmennið sem
hann var bar sig þó vel. Hann leit-
aði samt læknis. Sérfræðingunum
reyndist erfitt að greina sjúkdóminn
en að lokum kom niðurstaðan. Þetta
var krabbamein. Auðvitað var reið-
arslagið þungt en Siggi var ákveðinn
að beijast gegn sjúkdómnum. Hann
ætlaði að sigra. Baráttuvilji hans var
svo mikill að ekki var annað hægt
en hrífast með. Hann hafði svo
margt að hlakka til. í sumar voru
fimmtíu ár frá því að hann fermdist
og ætluðu fermingarsystkinin að
koma saman af því tilefni. Sem bet-
ur fer auðnaðist honum að taka þátt
í þeirri samkomu.
Hvalsneskirkja átti stóran sess í
huga Sigga en þar var hann með-
hjálpari til margra ára. Hann hafði
mikinn áhuga á að niðjar Jóns Odds-
sonar og Þuríðar Jónsdóttur afa
hans og ömmu tækju sig saman um
að færa kirkjunni hátíðarhökul. Sá
átti að vera til minningar um föður
hans, föðursystkin og maka þeirra
sem öll eru látin. Árið í ár var valið
vegna þess að nú hefðu öll þessi
systkin verið orðin 100 ára hefðu
þau lifað. Hökullinn er þegar keypt-
ur og verður hann afhentur við guðs-
þjónustu í Hvalsneskirkju þann 14.
júlí nk. Siggi var alinn upp á Bæjar-
skeijum hjá föðursystkinum sínum
því hann hafði ungur misst móður
sína. Þar var hann sem bróðir föður
míns sem var systkinabarn við hann.
Samband þeirra var náið og áttu
þeir og gerðu út um tíma fiskibáta.
Fyrst var það Jón Oddsson og síðar
Jón Oddur. Samband milli fjöl-
skyldnanna var einnig náið. T.d. kom
Siggi alltaf á aðfangadagskvöld með
fjölskyldu sína heim að Bæjarskeij-
um eftir messu í Hvalsneskirkju og
var þar fram eftir kvöldi. Á jóladag
fórum við svo í kaffi til þeirra.
Allnokkur síðustu ár hafði Siggi
kindur heima á Bæjarskeijum. Hann
eignaði Bjarna syni mínum eina kind
og var hann heldur stoltur af því.
Hann sagðist líka eiga hrútinn með
Sigga. Bjarni hefur oft farið með
pabba sínum til að hjálpa til við að
hreinsa fjárhúsin og snúast í kring
um Sigga og höfðu báðir gaman af.
Eftir að faðir minn andaðist gekk
+
, Bróðir okkar,
LÁRUS FJELDSTED JAKOBSSON,
Austurgötu 14,
Hofsósi,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 6. júlí
kl. 14.00.
Systkini hins látna.
Útför
JÓNS ÁRNASONAR
fyrrv. bónda,
Vestur-Samstöðum
í Fljótshlíð,
sem lést 28. júní, verður gerð frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljóts-
hlíð laugardaginn 6. júlí kl. 14.00.
Börn hins iátna og fjölskyldur.
+
Útför vinar okkar og frænda,
JÚLÍUSAR KRISTJÁNSSONAR
fyrrum bónda,
Slitandastöðum,
Staðarsveit,
sem lést í St. Fransiskussjúkrahúsinu, Stykkiskhólmi, 30. júní, fer
fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 6. júlí kl. 16.00.
Jarðsett veröur að Staðarstað sama dag.
Fyrir hönd systkina hins látna,
Árný M. Guðmundsdóttir, Kristmann H. Jónsson,
Edda Sóley Kristmannsdóttir, Jón Ingi Hjaltalín,
Kristján V. Auðunsson, Hildur Kristín Vésteinsdóttir,
Þröstur Ingi Auðunsson.
SIGURÐUR RAGNAR
BJARNASON
Siggi sonum mínum í afa stað. Þeg-
ar hann varð sextugur fékk hann
rútu og bauð baranbörnum sínum í
ferðalag austur í Hveragerði. En
hann bauð ekki aðeins sínum heldur
líka sonum mínum og systkinabörn-
um mínum með. Enda hefur Siggi
ætíð verið i miklu uppáhaldi hjá
þeim. Bjarni sonur minn sagði þegar
hann hafði grátið nokkra stund eftir
að hafa fengið vitneskju um andlát
Sigga að það væri ekki skrítið þó
hann gréti þegar uppáhalds frændi
hans væri dáinn.
Þú sem ferð
ferð aldrei allur
Hveiju sinni
skilur þú eitthvað eftir
Hluta af þér - í mér
. (Sverrir Páll Erlendsson.)
Fyrir hálfum mánuði hélt Ástþór
sonur Sigga upp á fertugsafmæli
sitt og bauð ættingjum og vinum.
Þarna hitti ég Sigga í síðasta sinn.
Hann var þá hress og kátur og
naut þess greinilega að vera innan
um fólk. Þannig var hann reyndar
alltaf og þannig vil ég muna hann.
Að leiðarlokum eru Sigga Bjarna
færðar þakkir fyrir samfylgdina.
„Drottinn minn gef þú dánum ró,
hinum Iíkn sem lifa.“
Þóranna Jónasdóttir frá
Bæjarskerjum og fjölskylda.
í dag er til moldar borinn frá
Hvalsneskirkju Sigurður R. Bjarna-
son hafnarstjóri í Sandgerði, eftir
stutta en hetjulega baráttu við sjúk-
dóm þann sem að lokum dró hann
yfir móðuna miklu. Fyrstu kynni
mín af Sigga Bjarna, en það var
hann kallaður hér í Sandgerði, hóf-
ust fyrir 30 árum er ég fór á fram-
boðsfund sem haldinn var í Sam-
komuhúsinu vegna hreppsnefndar-
kosninga, þá var Siggi Bjarna skip-
stjóri og fór í pontu og flutti þrum-
andi skammarræðu yfir hrepps-
nefndinni vegna hafnarinnar í Sand-
gerði, ekki grunaði mig þá að við
Siggi Bjarna ættum síðar eftir að
hafa náið samstarf í sveitar- og
hafnarmálum hér í Sandgerði.
Siggi Bjarna var til margra ára
farsæll skipstjóri og aflakló. Eftir
að hann hætti sjómennsku og hóf
störf í landi hóf hann einnig af-
skipti af sveitarstjórnarmálum, enda
hafði hann mikinn áhuga fyrir sveit-
arstjórnarmálum í Sandgerði. Siggi
Bjarna var varamaður í hreppsnefnd
Miðneshrepps 1982-1986. Aðal-
maður í hreppsnefnd tjl 1990. En
þá fékk Sandgerði kaupstaðarrétt-
indi og var Siggi Bjarna kosinn fyrsti
forseti bæjarstjórnar 1990 og hefur
setið í bæjarstjórn Sandgerðis til
dauðadags. Það hefur verið lær-
dómsrikt og ánægjulegt að starfa
mað Sigga Bjarna að hagsmunum
bæjarins og hafnarinnar, en Siggi
Bjarna varð hafnarstjóri 1988 til
dauðadags. Höfnin var ætíð hans
hjartans mál, og barátta hans fyrir
endurbótum og stórfelldum fram-
kvæmdum á hafnarsvæðinu undan-
farin ár, þar á Sigurður Bjarnason
sérstakar þakkir skildar fyrir vel
unnin störf sem munu nýtast Sand-
gerðingum og sjófarendum um
ókomin ár.
Siggi Bjarna var mikill sjálfstæð-
ismaður og hélt uppi merki Sjálf-
stæðisflokksins, enda var Siggi
Bjarna vel mælskur og gat látið
menn heyra það óþvegið ef svo bar
undir. Fyrir hönd Sjálfstæðisfélags
Sandgerðis vil ég færa Sigga Bjarna
þakkir fyrir störf hans.
Siggi Bjarna var meðhjálpari við
Hvalsneskirkju í um 10 ár og sinnti
því starfi með prýði, hann bar hag
kirkjunnar mjög fyrir brjósti alla tíð.
Fyrir hönd Sóknarnefndar Hvalsnes-
kirkju vil ég þakka Sigga Bjarna
hans fórnfúsa starf fyrir Hvalsnes-
kirkju.
Það er margs að minnast eftir að
hafa starfað með Sigga Bjarna í
bæjarpólitík og kirkjumálum síðast-
iðin 10 ár. Margar ánægjustundir
höfum við átt saman á undanförnum
árum með eiginkonum okkar en þær
hafa sungið saman í Kvennakór
Suðurnesja og Kirkjukór Hvalsnes-
kirkju til margra ára.
Með þessum fáu línum vil ég þakka
fyrir að hafa fengið að kynnast og