Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ■ 4 IVÍIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 FRETTIR Alnetssamband við umheiminn hefur rofnað tíu sinnum átveimur mánuðum Ekkert alnetssamband í gær vegna bilunar í Skandinavíu ALNETSNOTENDUR á Islandi voru sambandslausir við umheim- inn í allan gærdag, eða frá því klukkan fímm mínútur yfir átta í gærmorgun, er alnetssambandið við útlönd rofnaði, og fram á kvöld. Að sögn Þorvarðar Jónssonar, framkvæmdastjóra tæknisviðs hjá Pósti og síma, varð sambandsrofið vegna bilunar einhvers staðar á sæsímastrengnum Odin, sem liggur á milli Danmerkur og Noregs, eða á símastreng milli Noregs og Sví- þjóðar. Að undanförnu hafa orðið óvenjumargar truflanir á alnets- sambandi við umheiminn vegna bilana i CANTAT-3 sæstrengnum, sem liggur frá íslandi til Danmerk- ur, en að sögn Þorvarðar er ekki um slíkt að ræða nú og bilunin ekki á ábyrgðarsvæði Pósts og síma. „Það eru reglur um að þegar Islend- ingur í geimferð ÍSLENSKUR verkfræðingur sem starfar á vegum kan- adísku geimferðaáætlunarinn- ar, Bjarni Valdimar Tryggva- son, mun að öllum líkindum verða fyrsti íslendingurinn til að fara út í geiminn. Hann hefur verið valinn til að taka þátt í byggingu geimstöðvar i eigu Kanada og Bandaríkj- anna innan tveggja ára. Að sögn Svavars Tryggva- sonar, föður Bjama, var það tilkynnt opinberlega í Kanada nýlega að Bjarni hefði verið valinn. Bjarni verður fímmtugur á þessu ári og hefur hann verið búsettur í Kanada frá því árið 1953. Hann er sérfræðingur í byggmgu mannvirkja á jarð- skjálftasvæðum og hefur hann m.a. starfað í Japan og einnig veitti hann ráðgjöf við hönnun World Trade Center-bygging- anna í New York. Hann hefur sl. 12 ár starfað á vegum Rannsóknaráðs Kanada hjá Kanadísku geimferðaáætlun- inni. svona bilun verður, eigi þegar í stað að tengja varasamband. Við höfum kvartað við símafyrirtækin í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og beðið þau um að flytja sambandið eins fljótt og hægt er, en höfum ekki fengið svör við því hvers vegna það hefur dregizt svona lengi,“ sagði Þorvarður í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann segir að frá því 9. maí síðastliðinn hafí tíu sinnum orðið truflun á alnetssambandinu við út- lönd að biluninni í gær meðtalinni, þó aldrei svona lengi. Þorvarður segir að sambandið truflist stund- um tvisvar vegna sömu bilunar; þegar sambandið sé flutt af CANT- AT og yfir á varasambandið og svo aftur þegar það sé flutt til baka. „CANTAT-3 hefur verið okkur erf- iður undanfarið,“ segir Þorvarður. Hann segir að ein truflunin hafi SANDKASSAR eru sko annað og meira en nafnið eitt gefur til kynna, sérstaklega ef maður á alvöru gröfu, skóflu og bíla sem hins vegar orðið vegna mistaka starfsmanns Pósts og síma við tengingu. „Yfir þeirri truflun er ég leiðastur, því mannleg mistök mega helzt ekki koma fyrir,“ segir Þor- varður. Kynningar um alnetið féllu niður Sigurður Jónsson, markaðsstjóri Internets á íslandi hf., segir að sambandsrof af þessu tagi sé eink- ar bagalegt fyrir notendur alnets- ins. „Allt samband til og frá útlönd- um, tölvupósturinn, veraldarvefur- inn og allt annað, liggur niðri,“ segir Sigurður. „Framboð íslend- inga á vefþjónustu til útlanda rofn- ar og þeim, sem stunda markaðs- setningu erlendis í gegnum netið, eru allar bjargir bannaðar." Sigurður nefnir sem dæmi að OZ hf. hafí í gær ætlað að nota komast alla hóla og hæðir. Þá er sandkassinn heilt ævintýraland, þar sem litlu fólki leiðist aldrei. Aron Þórir dró skyggnið á húf- alnetið til að kynna nýtt kerfi fyrir fjölmennum hópi í Bandaríkjunum og lent í verulegum erfiðleikum. Annað fyrirtæki hafí verið búið að boða fund nýrra kaupenda þjónustu sinnar í Noregi, en hafi ekki getað sýnt hana í gegnum alnetið. Að sögn Sigurðar skapast auk þessa vandræði í alnetssamskiptum innanlands vegna þess að starfsemi sumra netþjóna sé háð því að sam- bandið til útlanda sé opið. „Þetta er í tíunda sinn á tveimur mánuðum, sem margra klukku- stunda sambandsrof verður. Við erum óhressir með það rekstrar- öryggi, sem þjónusta okkar nýtur,“ segir Sigurður. „Sívaxandi fjöldi einstaklinga og fyrirtækja verður að geta treyst á stöðugt og gott samband vegna sinna daglegu við- skipta.“ unni sinni einbeittur niður á enn- ið, svo sólin truflaði hann ekki á meðan hann mældi út heppilegt vegarstæði í kassanum. Fornmáls- orðabók Arna- nefndar komin út FYRSTA bindið af fommáls- orðabók Ámanefndar í Kaup- mannahöfn er komið út og ber heitið Ordbog over det norrone prosasprog / A Dictionary of Old Norse Prose 1. a-bam. Alls verða bindin ellefu talsins, en orðabókin hefur að geyma heildarúttekt á orðaforða ailra íslenskra og norskra miðalda- texta í lausu máli: fmmsömdum og þýddum sögum, trúarritum, alfræði, lögum og skjölum. „Þeir sem hafa gaman af fornbókmenntum geta haft gagn af þessari bók,“ segir Christopher Sanders einn rit- stjóri bókarinnar. „Bókin er ekki skrifuð fyrir þröngan hóp fræðimanna heldur miðar út- gáfa hennar að breiðari mark- aði.“ Merkingarskýringar eru á dönsku og ensku og þeim fylgja valin notkunardæmi bæði úr útgáfum og handrit- um, auk tilvitnana í samsvar- andi texta á latínu, frönsku, þýsku, ensku og dönsku þar sem það á við. „í bókinni er t.a.m. tekið með allt sem skrifað var á forn- norsku fram til 1370,“ segir Christopher ennfremur Rit- stjórar orðabókarinnar auk Christophers eru Helle Degn- bol, Bent Chr. Jakokobsen, Eva Rode og Þorbjörg Helgadóttir. Orðabókin kostar 3500 krónur og hefst sala hennar í bóksölu stúdenta í næstu viku. Yfirlýsing MORGUNBLAÐIÐNU hefur bprist eftirfarandi yfirlýsing frá Olafi. Ólafssyni, landlækni: „Vegna greinar Auðar Guðjóns- dóttur er birtist í blaði yðar þann 7. júlí 1996 skal eftirfarandi tekið fram. Aðgerðir Landlæknisembsett- isins í framangreindu máli byggjast á áliti allra taugaskurðlækna lands- ins og taugalækna. Embættið hefur einnig leitað álits yfirmanns einnar þekktustu stofnunar á Vesturlönd- um er fæst við mænuskaða. Þessi álit koma ekki heim og saman við álit greinarhöfundar. Þetta eru því miður, endurtek því miður, staðreyndir málsins." Morgunblaðið/Ásdís Skipulagsstjóri sandkassans Skiptar skoðanir lækna á valfijálsu stýrikerfi SKIPTAR skoðanir eru meðal lækna á valfijálsa stýrikerfinu sem heilbrigðisráðherra kynnti í fyrra- dag. Sigurður Björnsson formaður Sérfræðingafélags íslenskra lækna tekur fram að hann hafí hvorki séð samkomulagið né hafí verið haft samráð við félagið við mótun þess. „Ég get ekki mikið um þetta sagt þar sem ég hef ekki komist til þess að kynna mér þetta. Mér fínnst að áður en farið er að gera breytingar á núverandi kerfí þurfí að hafa sam- ráð við alla og ná samstöðu," segir Sigurður. Sigurður segir að ekki megi gleyma því að heilbrigðisráðuneytið sé undir miklum þrýstingi þar sem um 120 heilsugæslulæknar hafi hótað að leggja niður vinnu 1. ág- úst næstkomandi. En líta beri til þess að það séu einungis 15% fé- lagsmanna í Læknafélagi íslands sem séu að semja um vinnufyrir- komulag og kjör annarra í félaginu. Hann kveðst ekki sjá betur en að um dulbúið tilvísanakerfi sé að ræða. „En ég vona að heilbrigðis- læknastéttarinnar getur ekki samið um aðstöðu og kjör allrar stéttar- innar,“ segir Sigurður. Ekkert samráð Ólafur F. Magnússon formaður Félags sjálfstætt starfandi heimilis- lækna segir að ekkert samráð hafí verið haft við félagsmenn. Hann viti ekki meira um stöðu málsins en fram hefur komið í fjölmiðlum. „Ráðuneytið hefur komist að þess- ari niðurstöðu einungis í samráði við heilsugæslulækna og sjálfstætt starfandi heimilislæknar voru ekki með í ráðum enda þótt þeir séu augljóslegur hluti heilsugæslunnar, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel mig verða að afla mér upplýs- Gestur Þorgeirsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segist ekki enn hafa fengið fulla kynningu á stýrikerfinu. „Við höfum ekki átt kost á að sitja fund með ráðherranum eða þeim aðilum sem vonandi hafa reiknað þetta dæmi til enda,“ segir Þorgeir. „Ég sá þetta á síðustu stigum málsins, en það sem ég hef mestar áhyggjur af er það hvernig fram- kvæmdin verður á þessum hug- myndum. Eins og þetta hefur verið kynnt þá heyrist mér á sérfræðing- um almennt að þeir séu lítt hrifnir af þessu kerfí. Líklega má kalla þetta nokkurs konar tilvísanakerfi. Ég bendi á að forsenda samninga sérfræðinga við Tryggingastofnun ríkisins um sérfræðilæknishjálp er sú að ekki verði sett á tilvísana- kerfi,“ segir Þorgeir. Katrín Fjeldsted, formaður Fé- lags íslenskra heimilislækna, segir að gætt hafi misskilnings í umræð- unni um þetta mál. Til dæmis hafi ekki verið ákveðið neitt um greiðsl- ur sem fylgi þessu vali, né hvað það muni kosta almenning. „Heimilislæknar hafa fjallað efn- islega um þetta mál og þeir eru á þvi að þetta geti verið til bóta, en það ríkir viss tortryggni um þetta varðandi efndirnar. Ráðuneytið hef- ur gert þetta að sinni stefnu og við lýsum ánægju okkar með hana og treystum því að henni verði fylgt,“ segir Katrín. Eyjólfur Þ. Haraldsson, heimilis- læknir hjá Heilsugæslustöð Kópa- vogs, segir að stýrikerfið sé góð „Ég lít svo á að stefna ráðu- neytisins komi öllum að gagni, bæði sjúklingum og starfsfólki. Þeir sem velja að vera í hinu nýja kerfi hafa verulegan hag af því, en þeir sem vilja það ekki búa við óbreyttar aðstæður. Sérfræðingar fá viðbót- argreiðslur ef þeir kjósa að vera innan þess. En þetta kerfi er ekki enn fullmótað,“ segir Eyjólfur. Hlynntur kerfinu Valþór Stefánsson, heimilislækn- ir á heilsugæslustöð Akureyrar, segist vera mjög hlynntur stýrikerf- inu. „Það væri ákveðið misrétti að þessi tilraun afmarkaðist við eitt svæði, ef hún yrði einungis í Reykjavík. Þetta er stefnuyfírlýsing og eftir er að sjá útfærsluna í smá- atriðum. Miðað er við að heilsugæsl- an verði fijáls og þannig verði sparnaður í heildina. Eg tel að fólk verði fljótlega ánægt með þetta kerfi vegna valfrelsisins. Til þess að þetta takist þarf almenningur að sækja í þessa lausn,“ segir Val- þór. ráðuneytið muni hafa gott samstarf við alla sem máli skiptir. Hluti inga um málið áður en ég tjai mig um það.“ lausn. Valfrjálst/26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.