Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Landhelg- MARGT var gert til skemmtunar í tilefni af 70 ára afmæli Land- helgisgæslunnar á Miðbakkanum á laugardag. Þar var hleypt af sjö skotum úr fallbyssu sem smíð- uð var 1892 og þar lentu tvær björgunarþyrlur Gæslunnar skömmu síðar. Varðskipið Týr var til sýnis og fjölmargir gestir nýttu sér tækifærið til að skoða það, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ERLA Júlía og Arni Snær reyndu fyrir sér í skipstjórn. PÁLL Halldórsson flug- ÞAÐ VAR margt að sjá í brúnni. Hér sýnir stjóri tók á móti þessari af- einn stýrimaðurinn siglingarkort á tölvuslgá. mælisgjöf. FOLK Tomei skrópar AÐSTANDENDUR Second Stage Theater í New York eru heldur óhressir með Marisu To- mei þessa dagana. Ástæðan er sú að leikkon- an hætti snögglega við að leika aðal- hlutverkið í leikritinu „Dark Rapt- ure“ aðeins tíu dögum fyrir frumsýningu og bar við að hún yrði að komast til Bos- níu til að leika í „Sar£gevo“ á móti Woody Harr- elson. Hins vegar sást til hennar víðs vegar um New York, m.a. á tón- leikum með hljómsveit Kevins Bacon. Þegar haft var samband við umboðsmann Tomei gaf hann þau svör að leikkonan væri í New York og væri að vinna að upplestri með Joanne Woodward, eiginkonu Pauls Newmans til margra ára. Marisa Tomei Morgunblaðið/Jón Svavarsson BERA Þórisdóttir, Guðrún Þorbjarnardóttir og Helga Benedikts- dóttir höfðu sýningarskrána sér til halds og trausts. Náttúrulegur leir EDDA Jónsdóttir og Kogga opnuðu keramiksýningu í Norræna húsinu á laugardaginn var. Að sögn lista- kvennanna eru þar til sýnis „mun- úðar- og kynþokkafullir" leirmunir, „mjög tengdir náttúrunni, hvort sem það er náttúran í okkur eða náttúran sem efnið er sprottið úr.“ Hér sjáum við svipmyndir frá þess- ari munúðarfullu leirverksýningu. HULDA Marísdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir og Björg Þorsteinsdóttir ræddu sýningarmuni. Díana leitar ráða hjá Fergie London. Reuter. ► DÍANA prinsessa hefur leitað ráða hjá Söru Ferguson, hertogaynju af York, varðandi ákvæði skiln- , aðarsáttmála hennar og \ Karls Breta- \ prins. Sættir eru komnar H undirþví ■ hvaða titil } hún fær í ,1* framtíðinni og ákvæði um bann við því að hún tali opinber- lega um hjónabands- ár sín. Blaðið The Times sagði að Díana og ÍSara, öðru nafni Fergie, hefðu snætt hádegisverð saman og hefði prinsessan þegið ráð af her- togaynjunni sem skildi að lögum við Andrés prins, næ- stelsta son Elísabetar Bretadrottningar, fyrr á árinu. Höfðu þau ver- ið gift í níu ár. Hlaut Sara tveggja milljóna punda framfærslueyri, jafnvirði rúmra 200 milljóna króna, en hermt er að Karl hafi boðið Díönu allt að tífalda þá upphæð að skilnaði. Lögfræðingur Díönu, Anthony Julius, sagði á sunnudag, að Díana væri enn að skoða tilboð um lokasátt sem Karl gerði henni sl. fimmtudag. Myndi hún ekki svara fyrr en í fyrsta lagi eftir mánudaginn. í dag hefst fjögurra daga opinber heimsókn Nelsons Mandela, for- seta Suður-Afríku. Er hann gestur drottningar og er tæplega búist við að Díana tilkynni afstöðu sína til sáttaboðsins með- an á henni stendur. Á Stóra sviöi Borgarleikhússins Frumsýning fös. 12.júlí kl. 20 UPPSELT 2. sýning sun, 14.júlí kl,20 öríá sæti laus * WjftV1 ÍIS w ^ 3. sýning fim. 18.júlf kl. 20 örtá sæti laus 4. sýning fös. 19.júlí kl.20 örtá sæti laus 5. sýnlng lau. 20.júlí kl. 20 ^Jyib *ftir }ith Carb^Tl^ Gengis- og Námufélagar fá 15% afslátt i FI K F FI Afl á fyrslu 15 sýnlngar nitÉMI Forsala aðgöngumiða er hafin • Miðapantanir í síma 568 8000 us 5Kl{ÍP(j Fr;;syn^ ■ Forsala hafin ■ örfá sæti laus Fös 12. júlí örfá sæti laus Laugardagur 20. júlf Miðasala I sirna 552 3000. Fai 562 6775. Opnunartími miðasölu frá 13-19 Vilja enga sljörnugjöf JANICE Dickinson segir að fyrrverandi kærastar hennar standi í vegi fyrir að hún fái útgáfusamn- ing fyrir ævisögu sína. Janice var ofurfyrirsæta og var þekkt fyrir þátttöku sína í hinu ljúfa lífi og fyrrverandi kærastar hennar eru engir óþekkt- ir jónar úti í bæ, heldur m.a. stórstirnin Schwarzen- egger, Sylvester Stallone, Bruce Willis og Mick Jagger. Janice segir að upphaflega hafi fjöldi útgáfufyr- irtækja sýnt bók hennar áhuga en allt í einu vilji enginn gefa hana út. Hún segist hafa fengið bréf frá lögfræðingi Schwarzeneggers og eins hafa aðrir haft samband við hana og varað hana við útgáfu bókarinnar. Janice segir að stórstjömurnar standi á bak viðtregðu útgáfufyrirtækjanna, þeirra sé valdið. JANICE hefur ekkert nema gott um Sly að segja. Hins vegar skilur hún ekki hvað mennimir séu taugaveiklaðir yfír hugsanlegri útgáfu bókarinnar. Það er t.d. ekki minnst á Schwarzenegger í bók- inni og það sem sagt er um Sly Stallone er ekk- ert nema gott. „Hvaða fimmtugi maður mundi ekki vilja að sagt væri um hann að hann hefði kraft á við tvítugan mann?“ segir Janice.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.