Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Harður árekstur í Hvalfirði TVEIR bílar lentu í hörðum árekstri við þjónustumiðstöð- ina Þyril í Hvalfirði um átta- leytið í fyrrakvöld og lærbrotn- aði níu ára stúlka við árekstur- inn. Sjö manns voru í bílunum. Annar bíllinn beygði að versl- uninni og ók í veg fyrir bíl sem kom á móti. Bílarnir eru ónýt- ir og beita þurfti klippum til þess að ná fólkinu út. Hjón voru í öðrum bílnum og þrjár konur og tvö börn í hinum, níu ára stúlka og rúmlega eins árs barn. Að sögn Siguijóns Vilbergs- sonar, læknis, sem tók á móti fólkinu á Sjúkrahúsi Akraness björguðu beltin miklu og var mikil mildi að ekki fór verr. Unga stúlkan var sú eina sem var eingöngu með þverbelti og varð hún verst úti í árekstrin- um. Hún lærbrotnaði og hlaut aðra rr}inni áverka. Hún var send í sjúkrabíl til Reykjavíkur á barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þrír aðrir sem lentu í árekstrinum voru lagð- ir inn í fyrrinótt á sjúkrahúsið. Þyrla sækir hestamann TF-SIF, þyrla Landhelgis- gæslunnar, sótti veikan hesta- mann rétt fyrir miðnætti á mánudagskvöld neðarlega við Þrengslin. Samkvæmt upplýs- ingum stjómstöðvar Land- helgisgæslunnar var þyrlan notuð vegna þess að ekki var hægt að koma öðrum farar- tækjum að. Að sögn Sigur- geirs Kjartanssonar, læknis, sem tók á móti manninum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þegar komið var með hann, er hann í rannsókn og mun vera á batavegi. Maðurinn var í útreiðartúr með hópi manna í Þrengslum þegar hann veiktist skyndi- lega. FRÉTTIR Morgunblaðið/Sveinn Ingi Svavarsson Norrænt sam- starf á sjó SKIPVERJAR á varðskipinu Ægi og danska varðskipinu Triton héldu reykköfunar- og björgunaræfingu í liðinni viku. Skipin hittust um fimmtán sjómílur suður af Þorlákshöfn, en Triton var á leið til Græn- lands frá Færeyjum, með viðkomu í Reykja- vík. A myndinni hér til vinstri sést hvar Ægir siglir upp að síðunni í Triton, en að ofan er línu kastað frá Ægi yfir á Triton. Meðal þess sem var æft var einmitt að taka skip í tog. Jörð Lögreglufélagsins í Hvammsvík í Kjós Borgin býður ekki betur HVORKI Hitaveita Reykjavíkur né Reykjavíkurborg hyggjast gera Lögreglufélaginu betra tilboð í Hvammsvík í Kjós, en það sem borist hefur frá einstaklingi, segir í svari borgarráðsfulltrúa Reykja- víkurlistans við fyrirspurn frá borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins í fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins kemur fram að nýlega hafi einkaaðili lagt fram kauptilboð í jörðina Hvammsvík, sem er í eigu Lögreglufélagsins. Tilboðinu hafi verið hafnað, meðal annars á þeim forsendum að betra tilboð væri væntanlegt. í því sambandi hafi nafn Hitaveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar verið nefnt og er óskað eftir upplýsingum um hvort borgin hyggist gera tilboð í umrædda jörð. I svari borgarfulltrúa Reykjavík- urlistans ségir að Lögreglufélagið hafi í mörg ár reynt að selja jörð- ina og meðal annars rætt við stjórnendur Hitaveitu Reykjavíkur, enda eigi Hitaveitan jarðhitarétt- indi á jörðinni. Engin áform séu uppi um að Hitaveitan eða borgin ætli að gera félaginu betra tilboð en nýlega hafi borist frá einstakl- ingi. Leiti hins vegar Lögreglufé- lagið eftir viðræðum við borgaryf- irvöld muni þau að sjálfsögðu íhuga slíka beiðni. Götu- og torgsala Hæsta tilboði tekið BORGARRÁÐ hefur samþykkt reglur um götu- og torgsölu í mið- borg Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að leyfið verði veitt á tilgreindum stöðum í borginni og það auglýst og hæsta tilboði tekið. Gert er ráð fyrir að reglurnar nái til götusala, söluturna, færan- legra vagna og útimarkaða. Lagt er til að Þróunarfélagi Reykjavíkur verði falin umsjón með götusölu og að tekjur af leyfum renni til félags- ins. Félaginu verður falið að aug- lýsa eftir tilboðum og leggja fram tillögu til Innkaupastofnunar um úthlutun. Fram kemur að núverandi leyfishöfum hafi verið tilkynnt formlega að leyfi þeirra renni út 1. september 1996 og að þau verði ekki endurnýjuð. Jafnframt hefur verið óskað eftir að þeir selji ekki samskonar vöru og seld er í þeim verslunum sem næst þeim liggja. Þrír söluturnar Þá segir að reglur um söluturna verði óbreyttar frá því sem nú er en gert er ráð fyrir þremur slíkum sölustöðum í samþykkt borgarráðs. Um færanlega vagna segir að sam- kvæmt samþykkt borgarráðs er um fimm staði að ræða fyrir þá í mið- borginni og er lagt til að samið verði við Þróunarfélagið um að aug- lýsa þá í samræmi við samþykkt- ina. Gert er ráð fyrir að Þróunarfé- lagið leggi fram tillögu til Inn- kaupastofnunar varðandi úthlutun en félagið fá leigutekjurnar. Ef um nætursölu er að ræða miðast gjald- taka við gildandi reglur um nætur- söluleyfi, sem rennur í borgarsjóð. Loks segir að borgarskipulag leggi fram tillögu um gerð og út-lit sölu- vagna fyrir skipulagsnefnd og Þró- unarfélagið fyrir 1. júlí 1996. Um útimarkaði segir að óskað verði eftir frekari tillögum frá borg- arskipulagi og Þróunarfélaginu varðandi rekstur þeirra og skipulag á sölustarfsemi. Samkeppnisstofnun gerir athugasemdir við auglýsingar á ensku á strætisvögnum Auglýsingar skulu vera á íslensku Morgunblaðið/Ásdís AUGLÝSINGAR á ensku sjást nú á hliðum strætisvagna. STRÆTISVAGNAR á höfuðborg- arsvæðinu aka nú márgir hverjir um með auglýsingar á ensku á hlið- unum. Birting þessara auglýsinga brýtur gegn 22. grein samkeppnis- laga, þar sem stendur að auglýsing- ar sem höfða eigi til íslenskra neyt- enda skuli vera á íslenskri tungu. Auglýsingarnar sem vagnar SVR hafa ekið um með að undanförnu eru fyrir ilmvatn frá Calvin Klein og á vögnum Hagvagna er auglýst kvikmynd sem Sambíóin munu taka til sýninga á næstunni. „Það stendur skýrum stöfum í samkeppnislögunum að auglýsing- ar ætlaðar íslenskum neytendum eigi að vera á íslensku, þannig að þessar auglýsingar eru augljóst brot á þeim lögum,“ segir Sólveig Ólafs- dóttir hjá Sambandi íslenskra aug- lýsingastofa. Samkeppnisstofnun gerir athugasemd Það er Samkeppnisstofnun sem á að sjá til þess að samkeppnislög- unum sé framfylgt. Siguijón Heið- arsson, lögfræðingur hjá stofnun- inni, segist hafa sent bréf til David Pitt hf. sem flytur inn umrætt ilm- vatn. I bréfinu, sem er dagsett 28. júní síðastliðinn, er vakin athygli á fyrstu málsgrein fyrrnefndrar 22. greinar samkeppnislaga. Þeim til- mælum er beint til fyrirtækisins að auglýsingunum verði breytt í sam- ræmi við þetta ákvæði og ef það hafí athugasemdir fram að færa, sé óskað eftir því að þær verði sendar stofnuninni innan tíu daga. Siguijón segist enn ekki hafa feng- ið svar frá David Pitt hf. og reikn- ar með að málið fari fyrir auglýs- inganefnd Samkeppnisráðs, sem síðan myndi gera tillögur um fram- haldið. Hvað auglýsinguna frá Sambíó- unum varðar, segir Sigurjón að Samkeppnisstofnun hafi ekki enn tekið beina afstöðu, en kannski væri ástæða til að skoða hana í framhaldi af hinu málinu. Alfreð Árnason, markaðsstjóri Sambíóanna, segir að bíóauglýsing- in umrædda á vögnum Hagvagna hafi komið frá framleiðanda mynd- arinnar í Bandaríkjunum. Það sé dýrt að prenta auglýsingaborðana hér á landi og því hafi þeir banda- rísku verið notaðir. Hins vegar sé sjálfsagt að þýða auglýsingar sem prentaðar eru hér. David Pitt segist ekki hafa áttað sig á alvöru málsins fyrr en hann fékk ábendinguna frá Samkeppnis- stofnun. Hann segir það ekki hafa verið viljandi gert að bijóta gegn samkeppnislögunum, auglýsingin hafí komið hingað tilbúin beint frá framleiðandanum í New York og sé hluti af herferð sem sé í gangi á vegum Calvins Klein um allan heim. Auglýsingin framleidd erlendis Þórhallur Guðlaugsson, forstöðu- maður markaðs- og þróunarsviðs Strætisvagna Reykjavíkur, segir að SVR hafí í raun ekki beina stjórn á því hvaða auglýsingar séu birtar á vögnunum. Það hafi hins vegar Eureka hf., sem leigi fletina til tveggja ára í senn til birtingar aug- lýsinga. „Við getum í sjálfu sér ákaflega lítið gert nema byrsta okkur við þá hjá Eureka - og það höfum við raunar gert,“ segir Þór- hallur. Júlíus Þorfinnsson, fram- kvæmdastjóri Eureka, segist ekki vilja víkja sér undan ábyrgð en fyr- irtæki hans hafi ekki komið að þessu máli á framleiðslustiginu. „í þessu tilfelli er Eureka eingöngu söluaðili birtingarinnar á auglýsing- unni. Við tókum við pöntun frá fyr- irtækinu, sem er umboðsaðili fyrir þessa tilteknu vöru, og höfðum í raun enga vitneskju um hvað ætti að auglýsa. Síðan er auglýsingin framleidd erlendis og við sjáum hana ekki fyrr en hún birtist á vögn- unum, rétt eins og hver annar,“ segir Júlíus og kveðst taka undir það sjónarmið að betur hefði farið á því að auglýsingatextinn hefði verið á íslensku. „Ég held sem betur fer að þetta sé mjög sjaldgæf undantekning og ég vonast til að það verði engin eftirmál af þessu. Okkur hafa enn engar athugasemdir borist frá Sam- keppnisstofnun og það hefur heldur ekki komið fram krafa um að aug- lýsingarnar verði teknar niður áður en samningurinn rennur út á föstu- daginn,“ segir Júlíus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.