Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 52
•HYUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 Happaþrennu fyrír afganginn MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Islendingar frysta afrískan fisk FISKVINNSLA í eign íslendinga við Viktoríuvatn í Uganda hefur hafið undirbúning fyrir frystingu flaka og er áætlað að flakafram- leiðsla í húsinu verði um 2-3 þúsund tonn á ári. Júlíus Sólnes, prófessor, er í for- svari fyrir félagið sem nefnist NAFCO, Nordic African Fisheries Company Ltd., og segir hann að undanfarna mánuði hafi staðið yfir breytingar á fiskverkunarhúsi í borginni Jinjsa við vatnið og hafa m.a. verið keypt frystitæki fyrir nokkur hundruð þúsund dollara. Frysting á að hefjast fyrir alvöru í haust á vegum félagsins og er gert ráð fyrir 6-10 þúsund tonna hrávinnslu í húsinu á ári. Ætlunin er að frysta svokallaðan nílarkarfa á vegum félagsins, en það er önnur tveggja fisktegunda sem veiddar eru í vatninu. ■ íslendingar frysta/lD Auglýsing- um á ensku verði breytt SAMKEPPNISSTOFNUN hefur farið fram á að auglýsingum á ensku, sem er að finna á hliðum strætisvagna á höfuðborgar- svæðinu, verði breytt. Sam- kvæmt samkeppnislögum skulu auglýsingar vera á íslensku. Auglýsingar á vögnum SVR eru fyrir ilmvatn frá Calvin Klein og á vögnum Hagvagna er auglýst kvikmynd sem Sam- bíóin sýna á næstunni. Talsmenn þessara fyrirtækja gefa þá skýr- ingu að auglýsingaborðarnir . hafi verið framleiddir erlendis. Ólympíufarar 9 keppend- ur og 13 í fylgdarliði TVÆR eiginkonur formanna sér- sambanda, sem eiga keppendur á Ólympíuleikunum í Atlanta, verða í íslenska ólympíuhópnum. Níu ís- lenskir íþróttamenn hafa náð til- skildum lágmörkum fyrir leikana og fer 13 manna fylgdarliðið með þeim. Þar af eru eiginkona formanns Sundsambandsins og formanns Fij álsíþróttasambandsins. Formaður Sundsambandsins segir það sín mistök að hafa tilkynnt eigin- konu sína sem fulltrúa, en að of seint sé að breyta því. ■ AugIýsingar/6 ■ Tvær eiginkonur/C2 Morgunblaðið/Sverrir PILTUR réðst á stúlku og barði með hamri við ránstilraun í söluturni í Breiðholti í gær- kvöldi. Lögreglan var kölluð út rúmlega hálfníu og var pilturinn handtekinn skömmu síðar. Lamin með hamri í höfuð í ránstilraun UNG afgreiðslustúlka var barin með hamri í ránstilraun í sölu- turni í gærkvöldi. Stúlkan var ein að afgreiða í sjoppu við Háberg 4 í Breiðholti þegar piltur með lamb- húshettu á höfði réðst inn og seild- ist í peningakassa. Var hún barin í höfuðið, að minnsta kosti tvisv- ar. Pilturinn var undir áhrifum vímuefna, að sögn lögreglu. Pilturinn, sem er um tvítugt, var handtekinn skömmu síðar, og stúlkan flutt á slysadeild. Við skoðun kom í ljós sár á enni og mar á höfði, úlnlið og baki. Auk þess kom sprunga í höfuðkúpuna að framanverðu. Curtis Snook, sérfræðingur í Lögregla hand- tók árásarmann- inn skömmu síðar bráðalækningum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að stúlkan hafi verið mjög heppin og að svo virtist sem hún hafi náð að víkja sér undan höggunum. Telur hann að hún hafi fengið að minnsta kosti tvö högg á höf- uðið. Hún missti ekki meðvitund og fékk að fara heim í gær- kvöldi, að sögn læknisins. Lögreglu var tilkynnt um at- burðinn tuttugu mínútur fyrir níu og gat vegfarandi, sem veitti árás- armanninum eftirför á bifreið sinni, vísað lögreglunni heim til hans. Þegar lögreglan kom á vett- vang var pilturinn búinn að skipta um föt og á leið út. Viðurkenndi hann að hafa verið í sjoppunni en kvaðst hafa verið í félagi við ann- an. Lögreglan gerði leit á heimili piltsins og var hamarinn ófundinn seint í gærkvöldi. Pilturinn gisti fangageymslur í nótt og verður færður til yfirheyrslu hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins í dag. Ekki var talið að hann hefði náð fjármunum úr kassanum. Afkoman hjá Sölufélagi garðyrkjumanna hefur aldrei verið betri Stórtapi snúið í viðun- andi hagnað AFKOMA Sölufélags garðyrkju- manna hefur aldrei verið betri en síðustu misseri í 60 ára sögu þess, en fyrir fimm árum blasti gjald- þrot við fyrirtækinu og tapaði það þá tugum milljóna. Að sögn Georgs Ottóssonar, stjómarform- anns Sölufélagsins, var viðunandi hagnaður á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári og er allt útlit fyrir að reksturinn verði ekki síðri á þessu ári. Segir hann að þetta megi fyrst og fremst þakka betri stjórnun fyrirtæksins og hagræðingu í rekstri, aukinni neyslu grænmetis samfara aðlögun að neysluvenjum fólks og meiri gæðum framleiðsl- unnar. Georg sagði í samtali við Morg- unblaðið að hvað verðlagningu ís- lensks grænmetis snerti væri það ætíð spurning um samkomulag milli neytenda og framleiðenda hvert verðið ætti að vera. „Stundum er verðið kannski í hærri kantinum en síðan er það lægra, og litið til nokkurra ára aftur í tímann þá er grænmetið að jafnaði ódýrara nú. Auðvitað finnst sumum það dýrt og kannski er það vegna þess að hægt hefur verið að fá ódýrt grænmeti í Evr- ópu og Bandaríkjunum, en nú er það líka að breytast og síðastliðið ár hefur verið hækkun þar á græn- meti. Kannski er það vegna þess að GATT-umhverfið er farið að virka, en það á að gera það að verkum að undirboð eiga síður að eiga sér stað á alþjóðamarkaði. Við sem stöndum að Sölufélaginu getum hins vegar aðeins stjórnað verðinu í heildsöludreifingunni, en álagningu úti í versluninni höfum við ekkert með að gera og þar eru menn auðvitað misjafnir,“ sagði Georg. Áherslan á enn meiri gæði Hann sagði að þeir bændur sem stæðu að Sölufélagi garðyrkju- manna legðu áherslu á það nú og í framtíðinni að reyna að vera á réttum stað með verðlagninguna þannig að hægt væri að ná fram aukinni neyslu grænmetis. Þetta sagði hann að ætti að gera með því að auka gæði framleiðslunnar enn frekar og lengja þann tíma sem íslenskt grænmeti væri á boð- stólum. „Við erum í samvinnu að vinna að því að lengja tímann með lýs- ingu á tómötum og gúrkum og núna eru menn að hugleiða að hefja ræktun jarðarberja og lengja þann tíma með lýsingu. Orkan hefur þannig farið í það undanfar- ið að vinna að ýmsum nýjungum, en fyrir 2-3 árum vorum við kannski fyrst og fremst að reyna að hysja upp um pkkur. Staðan hjá okkur þá var ekki góð og tug- ir milljóna fóru beinlínis út um gluggan. Við höfum verið í ákveðnum sárum eftir það, en gert þetta allt á eigin spýtur og ekki fengið neinar bætur. Fyrir- tækið er einfaldlega vel rekið í dag,“ sagði Georg. Jarðboranir hf. Síðustu hlutabréf ríkisins seld TILBOÐ voru opnuð í síðustu hluta- bréf ríkisins í Jarðborunum hf. í gær. Um var að ræða bréf fyrir 10,4 milljónir að nafnvirði eða 4,41% af hlutafé fyrirtækisins. Alls bárust 54 tilboð í bréfin frá 32 aðilum fyrir um 40 milljónir króna að nafnvirði. Ellefu hæstu tilboðun- um var tekið og reyndust þau vera frá fjórum aðilum. Gengi tekinna tilboða var frá 3,02-3,31. Markaðsvirði sölunnar í gær var 32 milljónir króna en síðastliðnar sex vikur hefur ríkið selt 28,8% hlut sinn í Jarðborunum hf. fyrir samtals 160 milljónir króna. Þá hefur Reykjavík- urborg selt 10% af 30% heildareign sinni í fyrirtækinu. Hluthafar í fyrirtækinu eru nú á tólfta hundrað. ■ Markaðsvirði/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.