Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hamingj usamur „maður í svörtu“ PÁLL Heimir myndlistarmaður. Morgunblaðið/Ásdis Frelsið ligg^ur í aganum NÝI geisladiskur fiðluleikarans Nigel Kennedy kallast Kafka enda er inn- tak hans nokkurs konar hamskipti tónlistarmannsins, rétt eins og í sam- nefndri bók Kafka. Útgáfan bindur endi á þriggja ára þögn frá hinum skrautlega Kennedy. Kennedy hefur hlotið bæði frægð og frama, þó ekki hjá þeim sem leggja áherslu á hið hefðbundna í flutningi sígildrar tónlistar. Uppá- komur á borð við þá þegar Kennedy flutti fíðlukonsert Albans Berg í skósíðum svörtum flauelsslopp og hvítmálaður í andliti, féllu ekki í kramið hjá þessum hópi. Flestir tónleikagestir voru himin- lifandi enda leikur Kennedys frábær og EMI-útgáfufyrirtækið var sátt við sitt enda voru vinsældir Kennedys slíkar að geisladiskur með flutningi hans á árstíðum Vivaldis komst inn á lista yfir söluhæstu plötur, innan- um allt poppið. En Kennedy hafði fengið nóg og dró sig í hlé. Síðan eru þijú ár. Ýmislegt hefur verið sagt um Kennedy á þeim tíma, að hann hafi yfirgefíð aðdáendur, en aðrir hafa andað léttar og sagt að kominn hafi verið tími til að fá hvíld frá uppákomum Kennedys. Hann hefur nú snúið aftur og í fljóti bragði virðist hann ekki hafa breyst mikið, það gustar af honum þegar hann þeysir í viðtalsþátt í sjón- varpi til að kynna nýtt myndband; 101 kjánaleg meðferð á fiðlu. Og maðurinn er að nálgast fertugt.„Ég held að menn vaxi innra með sér, þó að þeir vaxi aldrei úr grasi og verði fullorðnir," segir hann í sam- tali við Independent. Um ástæður þess að hann dró sig HANN hefur haft misjafnt orð á sér en flestir geta þó verið sammála um að Nigel Kennedy er snillingur á fiðlu. í hlé, segir hann að sér hafí fundist sem markaðssetningin væri að taka völdin. Hann hafi verið gagnrýndur fyrir allt á milli himins og jarðar, m.a. að ýta undir eiturlyfjanotkun bama og að hafa það að leiðarljósi að öll umfjöllun væri af hinu góða. „Mér fannst ég vera að missa stjórn- ina, að tónlistin sæti eftir.“ Nýi geisladiskurinn er með tónlist eftir Kennedy sjálfan en áhrifa gæt- ir víða að. Kennedy hefur leitað í smiðju gítarleikarans Jimi Hendrix, svo og gömlu sígildu meistaranna sem hann hefur leikið svo listavel, t.d. Béla Bartok. Þá gætir áhrifa frá keltneskri þjóðlagatónlist og úr jazz- tónlist. Af öðru sem er á döfínni hjá þess- um óvenjulega fíðlusnillingi, er nýr og óhefðbundinn kammerflutningur á sónötum eftir Bach og Beethoven, auk þess sem Kennedy segist enn ekki hafa tekist á við verk Pro- kofíjevs, Mozarts og Barbers, auk þess sem sig langi að reyna aftur við fíðlukonsert Elgars, sem Grammophone valdi eina af bestu sígildu upptökum áratugsins. Þá hef- ur hann hug á því að vinna með mönnum á borð við stjómandann Mariss Jansons. En enn sem komið er, er allt opið. Kennedy er fijáls eins og fuglinn og kann því vel. PÁLL Heimir og maðurinn í svörtu sýna verk sín í Listhúsi 39 við Strandgötu í Hafnarfírði. Þeir fé- lagar eru reyndar einn og sami maðurinn og sagði Páll Heimir í samtali við Morgunblaðið að maður- inn í svörtu væri sá sem hann væri að verða þó ekki væri það vegna þunglyndis og svartsýni heldur hins gagnstæða. Þetta er fyrsta einka- sýning Páls en hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands nú í vor. Verkin á sýningunni eru unnin með grafíktækni. Stórt verk sem samanstendur af 56 einingum, sem hver sýnir mynd af frægri styttu Michaelangelos af Davíð konungi, er hulið gegnsæju efni þannig að verkið sést óskýrt á bakvið. Á vegg beint á móti eru fimm smærrri myndir þar sem listamaðurinn beit- ir skrift til að búa til munstur. Þeg- ar blaðamaður innti hann eftir því hvað í raun stæði skrifað á mynd- irnar svaraði hann, „ég er ham- ingjusamur." í fordyri vítis Sýningin ber yfírskriftina Óspillt fullkomnun. „Sumum finnst þetta alveg ofboðslega fráhrindandi titill. Auðvitað er þetta ekkert um full- komnun heldur ófullkomnun. Fólk vill alltaf hafa allt fullkomið en um leið og eitthvað er orðið það verður það fráhrindandi. Davíðsstyttan sem ég nota sem módel er alveg rosalega fullkomin höggmynd en ef að hún myndi lifna við væri þar fatlaður maður og því mjög ófull- kominn. Onnur löppin er um það bil 15 sm styttri en hin,“ sagði Páll. Hugmyndin að baki verkunum á sér einnig rætur í hugleiðingum Páls um lífið og tilveruna sem hafa vaknað frá því hann stóð í fordyri vítis um stund, eins og hann orðar það, en komst aftur til baka. „Ég varð mjög veikur og missti alveg stjóm á sjálfum mér og er heppinn að vera á lífi. Síðan hef ég verið að hugsa og horfa nýjum augum á líf- ið. Ég er að reyna að gera það full- komið þó ég viti ekki endilega hvort ég vil hafa það fullkomið eða ekki.“ í bakgrunni Davíðsmyndarinnar eru flugkort sem Páll hefur unnið mikið með. „Öll jörðin er kortlögð í háloftunum í mörgum lögum en þar sjást engin landamæri. Ef þú ert ekki flugmaður þá skilur þú ekki neitt í neinu og mér finnst þetta mjög merkilegt. Textinn, ég er hamingjusamur, sem kemur fyrir á sýningunni teng- ist ljóðabók sem Pál langar að senda frá sér. „Ég er að skrifa ljóð um að ég sé mjög hamingjusamur því ég hef aldrei verið það áður. Það hefur oft verið sagt við mig að verk- in mín séu ljóðræn og ég held að það sé ekki fjarri lagi,“ sagði Páll Heimir. Drungaleg augnablik Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir FRÁ afhjúpum listaverksins „Mýri“, fv. Einar Mathiessen, bæjar- stjóri, Steinunn Þórarinsdóttir, listakona og Knútur Bruun, for- seti bæjarsljórnar. „Mýri“ g’eymir sög- una um ókomin ár Hveragerði. Morgunblaðið. MYNDLIST Listhús Ófeigs MARGRET SCHOPKA Opið virka daga kl. 10-18 og laugar- daga kl. 11-14 til 13. júlí. Aðgangur ókeypis í KJÖLFAR Listahátíðar hægist oft um hvað varðar sýningarhald á myndlistarsviðinu, þó langt sé frá því að þar verði hlé á. Nokkuð ber á erlendu listafólki sem hingað kemur með sýningar fáeinar vikur á sumri, og bætir þannig þegar best lætur sínum svip við þá lista- flóru, sem hér dafnar árið um kring. Sú listakona sem hér sýnir fellur vel að slíkum skilgreiningum. Mar- gret Schopka kemur hingað frá Köln í Þýskalandi, en hún stundaði sitt listnám í Hamborg fyrir hálfum öðrum áratug. Hún hefur frá þeim tíma haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða í Þýska- landi, en þetta mun vera fyrsta sýning hennar utan heimalandsins. Margret sýnir hér sextán mál- verk, sem samkvæmt upplýsingar- blaði eru unnin með akrýl á striga. Það segir þó ekki nema hluta sög- unnar um vinnuaðferð listakonunn- ar; eftir að liturinn hefur verið bor- inn á strigann í þykkum lögum er hann skafínn, brotinn og ristur með ýmsum hætti, þannig að eftir standa aðeins leifar af því sem lagt var upp með - en í þeim leifum birt- ist sú myndsýn sem leitað er eftir. Loks er striginn klipptur í litla búta, sem síðan eru rammaðir inn í stærri fleti, þannig að viðfangsefnið ein- angrast með mjög skýrum hætti frá umhverfi sínu. Þetta verklag hentar vel því myndefni, sem hér er tekist á við. Sýningunni hefur verið gefin yfir- skriftin “Augnablik (!)“. I kynningu kemur fram að viðfangsefni lista- konunnar sé “. . . manneskjan, vamarlaus, einmana, særð“ og að hún vinni sín verk með það í huga að þar “. . . speglast innri mynd manneskjunnar í hijúfu yfirborði verksins.“ Hér er því óræður ótti og um- komuleysi mannsins i aðalhlutverki, enda kallar listakonan öll verkin „ónefnanleg" til að forðast frekari skilgreiningar. Slíkt kann að vera sýningargestum erfitt eða virka frá- hrindandi á sólbjörtum sumardög- um, en hér þarf að lúta að hinu smáa og gráa yfirborði flatanna til að komast sem næst inntakinu. Það er einkum i verkum nr. 8-11 sem mannsformið kemur fram líkt og úr móðu brotakenndra litanna. Sú einmanakennd sem marka má af myndunum kemur einna sterkast fram í stærstu römmunum (nr. 12-16) þar sem ímyndin minnir einna helst á ómsjármynd af því lífí, sem enn hefur ekki fæðst úr móðurkviði, en lítur samt óttaslegn- um augum (nr. 13) til þess sem framundan er. Það eru drungaleg augnablik lífs- óttans sem þannig birtast okkur hér þessa sumardaga, og eru sem slíkt ágæt áminning um að ætíð skal hafa í huga það jafnvægi, sem lífíð byggist á. Eiríkur Þorláksson LISTAVERKIÐ „Mýri“ eftir Stein- unni Þórarinsdóttur var afhjúpað í Hveragerði sl. föstudag. Listakonan gaf Hveragerðisbæ verkið á hátíð- arfundi bæjarstjórnar í apríl sl. í tilefni af 50 ára afmæli bæjarfé- lagsins. Því hefur nú verið fundinn staður við aðalgötu bæjarsins rétt við Hótel Örk. Einar Mathiesen, bæjarstjóri, flutti listakonunni þakklæti bæj- arbúa fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem setja mun mikinn svip á bæinn. Listakonan sjálf skýrir verk sitt „Mýri“ á eftirfarandi hátt: „Jörðin geymir verk mannanna löngu eftir að þeir erugengnir á-vit feðra sinna. Hversdagslegir hlutir sem segja söguna um þá sem skópu þá og notuðu liggja við hlið dýrgripa í jörðinni. um aldur og ævi og bíða þess eins að úr þeim sé lesin sagan um löngu gengin spor. Þannig sígur saga mannanna smám saman niður í jörðina. Listaverkið „Mýri“ er því eins konar íslandssaga þar sem á mýrarbotni má greina forna helgi- gripi og minni frá upphafi íslands- byggðar við hlið tannhjóla og báru- járns þessarar aldar. Mýrin hefur kastað rauðum lit sínum á forn vopn, jafnt heynál sem gaddavír. í mýrinni bíður saga okkar um ókom- in ár.“ Gunnlaugs- saga leikin NÚ eru hafnar æfingar á nýju ís- lensku verki sem er unnið uppúr Gunnlaugssögu Ormstungu og er fyrirhuguð frumsýning 1. ágúst í Skemmtihúsinu,Laufásvegi22. Um er að ræða gleðileik með tragískum endi, byggðan á nýfundnu handriti Gunnlaugssögu sem fannst seint á síðasta ári í Kaupmannahöfn. Leik- arar eru tveir, Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir, sem einnig sér um allan tónlistarflutn- ing. I kynningu segir: „Leikurinn ger- ist á þjóðveldisöld og segir frá örlög- um ungra Islendinga er þá voru uppi. Um er að ræða nokkurs konar einleik eða öllu heldur dúett tveggja leikara sem bregða sér í fjölmörg hlutverk og leitast við að færa á svið með öllum meðulum leiklistar- innar. Þetta leikhúsform er íslenskt af- brigði af hinu svokallaða Comedía del arte leikhúsi og skandinavísku einleiksformi sem sænski leikstjór- inn og leikhússtjóri Peros-leikhúss- ins í Stokkhólmi, Peter Engkvist, hefur þróað með góðum árangri ásamt leikaranum Roger Westberg, en þeir félagar komu með sína margverðlaunuðu Hamlet „stand- up“-sýningu á Listahátíð 1992.“ Peter Enqkvist er einmitt leik- stjóri þessarar sýningar og hefur hann tekið sér frí frá leikhússtjórn í Stokkhólmi til þess að vinna hér i Reykjavík að þessu verkefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.