Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐÍÐ Dómari á flugvellinum INNFLYTJENDUR án skilríkja sem koma til alþjóðaflugvailarins í Miami í Bandaríkjunum munu framvegis koma fyrir dómara strax á flugvellinum, segir í The Boston Globe nýverið. Er mark- miðið með þessu, að flýta af- greiðslu umsókna um landvist. Talsmenn innflytjenda segja að þessi fyrsti „flugvallardómstóll“, geti komið illa niður á fólki, sem ætti með réttu að fá landvistar- leyfi, því þarna sé möguleiki á misnotkun. Fulltrúi innflytjendaeftirlitsins sagði að þessi nýja aðferð ætti að stytta biðlista, þar eð nú myndi vera mögulegt að afgreiða flest mál innan tveggja sólarhringa frá komu fólks. Hingað til hafa marg- ir þurft að bíða allt að 48 dögum. • • Oskureiðir svindlarar Dhaka. Reuter. ÓEIRÐIR brutust út í Dhaka, höf- uðborg Bangladesh, og víðar í landinu eftir að upp hafði komist um skipulagt svindl nema sem voru að ljúka lokaprófi í fram- haldsskólum. Námsmennirnir réðust á sveitir lögreglu, lumbruðu á fulltrúum menntamálaráðuneytisins og unnu skemmdir á samkomusölum þar sem prófin fóru fram. Átökin hófust þegar um 5.000 nemum var vísað úr prófi eftir að hafa verið staðnir að svindli. Dagblað eitt í Bangladesh sagði um 100 manns hefðu slasast í átökum menntamannanna verðandi og lögreglu. Alsiða mun vera í Bangladesh að námsmenn mæti til prófs með tilbúin svör sem þeir hafa fengið hjá vinum og vandamönnum. Umhyggjusam- ur kanslari Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, hinn digri kansl- ari Þýskalands, þótti í senn sýna manngæsku og pólitíska slægð á dögunum er honum var boðið á hestsbak. Kanslarinn hafði verið gerður að heiðursfélaga í skotklúbbi ein- um þýskum og var honum við það tækifæri boðið að taka gæðing einn til kostanna líkt og plagsiður mun vera í samtökum þessum. Kohl, sem einhveiju sinni sagði að þyngd sín og rúmmál í heimi hér væri hernaðarleyndarmál, leit á skepnuna, sem var hlaupaleg og skvaplaus, gaut leiftursnöggt nið- ur augunum á eigin magasekk og tilkynnti að hann hefði afráðið að afþakka reiðtúrinn. „Ég óttast að ég myndi með þessu athæfi kalla yfir mig reiði félaga í dýravernd- unarsamtökum," sagði kanslarinn, sem fyrir skemmstu gaf út mat- reiðslubók ásamt eiginkonu sinni og þykir jafnan djarf- og stórtæk- ur á því sviði. LOKAÐ í DAG Útsalan hefst á morgun Mikil verðlækkun Hjá okkur fæst allt fyrir hið fullkomna svefnherbergi. Svefnherbergishúsgögn í miklu úrvali, sængur, koddar, lök, rúmasvuntur, rúmteppi, púðar ofl. ofl. Komdu í stærstu dýnuverslun landsins. Scrlii - alll að 20 ára ííbyrsð op 14 diiRa skiptirátlur. HÚSGAGNAHÖLLIN Itíldsliöl'Oi 2« - 112 Kvík - S:5H7 ll'lú **%!*'* FLÍSAR ‘T' iwr\h\i 4: Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 41 Eru skeljar í lögnum vandamál? Cathelco gróður- og tæringarvamabúnaðurinn hindrar alla skeljamyndun í sjólögnum og allt að tvöfaldar líftíma þeirra. Búnaðurinn samanstendur af kopar- og álskautum í sjóinntökum (eða sjósíum) og tölvustýrðu stjórntæki. Búnaður sem getur borgað sig mjög fljótlega. 23 íslensk skip njóta nú verndar með Cathelco-búnaði. Stálvélar ehf., sími 554 5683, fax 564 2315. UTSALAN hefst á morgun fierra GARÐURINN KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.