Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ1996 33 Dagbjört var greind, raunsæ og tillitssöm. Hún gerði hóflegar kröf- ur til annarra, en mestar til sjálfs sín og uppskar virðingu og traust þeirra sem hún hafði samskipti við. Hún var kvik í hreyfingum, frjáls- leg í fasi, glaðvær og hreinskiptin. Samskipti okkar höfðu aukist síð- ari ár, við rifjuðum upp það sem gerðist í fortíðinni og bárum saman við nútímann. Ég og mín fjölskylda eigum Dagbjörtu margt að þakka. Þegar ég fluttist suður og fór í iðnnám í Reykjavík stóð heimili þeirra hjóna á Hringbrautinni mér opið og tvívegis hefur hún skotið yfir fjölskyidu okkar skjólshúsi þegar við þurftum á að halda. Síðustu 30 starfsárin var Dag- björt kennari við Hússtjórnarskól- ann í Reykjavík. Það hefur verið okkur hjónum lífsfylling að hafa umgengist og átt að vini slíka mannkosta manneskju. Minningin stendur eftir þótt leiðir skilji í ver- aldlegum skilningi. Dagbjört var forlagatrúar og taldi að sinn ævi- ferill sýndi það. Nafnið Dagbjört lýsir henni betur en mörg orð geta gert. Það hefur stafað frá henni birta sem lýst hefur öðrum á lífs- leiðinni. Við hjónin og okkar fjölskylda sendum þeim er næst standa hug- heilar samúðarkveðjur. Hjálmar Jónsson. - Dagbjört amma mín, var í aug- um Nínu dóttur minnar Dagbjört langa, sem var stytting úr lang- amma. Þó var hún ekki hávaxin, reyndar þvert á móti og það svo að þegar hún kom heim frá Dan- mörku eftir langa dvöl, horfði dótt- ir hennar á hana og sagði: „Er hún þá ekki stærri en þetta?“ En amma var stór kona, mikil manneskja. Hún komst til mennta, einstæð móðir með lítil efni og sá fyrir sér og dóttur sinni eftir að hún kom heim frá Danmörku, orðin hús- stjórnarkennari. Alls staðar ávann hún sér ást og virðingu nemenda og annars samferðafólks. Seinna tók hún sér ekki síður erfitt hlut- verk, hún gekk tveimur ungum drengjum í móðurstað, þegar hún gafst föður þeirra, séra Kristni Stefánssyni. Líklega hefur hún ekki gert sér grein fyrir hvað hún var að taka að sér, en auðvitað urðu þeir fljótt elskir að henni. Það var ekki hægt annað en að láta sér þykja vænt um þessa léttu, kátu og dugmiklu konu. Þriðji bróðirinn, faðir minn, var yngstur. Fyrstu ár ævi minnar bjó ég ásamt foreldrum mínum í kjall- aranum á Hávallagötunni þar sem margir afkomendur afa og ömmu byrjuðu sinn búskap. Þetta var skemmtilegt heimili. Afi alltaf dá- lítið stríðinn og amma alltaf jafn létt og kát, hvort sem hún var með alla afkomendurna í mat eða hafði bara fengið litla sonardóttur í heim- sókn. Seinna, eftir að afí var dáinn og ég var orðin móðir, komum við Nína stundum í heimsókn til henn- ar í Akralandið og svo seinna í Hraunbæinn. Aldrei fórum við frá ömmu án þess að hafa verið troðn- ar út af alls kyns kræsingum, rúnn- stykkin hennar löngu voru í miklu uppáhaldi hjá dóttur minni. Hún hændist að ömmu minni, eins og flestir sem henni kynntust. Dag- björt amma var að eignast vini fram- á síðasta dag. Fyrir tæpum tveimur árum flutti amma í þjónustuíbúð inni í Hraunbæ. Þar eignaðist hún fljótt góða vini sem spurðu eftir henni og heimsóttu hana þessar vikur sem hún lá á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Það var raunar í fyrsta skipta á ævinni sem hún amma lá á sjúkrahúsi, enda hafði hún alltaf verið hraust. Góð heilsa og gott skap fylgdust að og ég er sannfærð um að góða skapið henn- ar hjálpaði henni síðustu vikurnar. Hún var mjög ánægð með þá umönnun sem hún fékk á deild 7A og hrósaði starfsfólkinu við alla sem heimsóttu hana og var jákvæð og brosmild fram undir það síðasta. Ingibjörg Stefánsdóttir. í dag er til moldar borin stjúp- móðir mín Dagbjört Jónsdóttir. Hún lést 1. júlí sl. tæplega níræð að aldri. Hún bar nafn sitt með reisn. Líf hennar og lunderni var hreint og flekklaust og hún lifði langan og bjartan ævidag. Hún var Fljótakona og átti sína bernsku og uppvaxtarár í Stífl- unni, sem af mörgum var talin feg- urst sveita áður en hún var lögð undir virkjunarlón. Fljótin voru henni hin helga jörð, þar voru ræt- urnar, minningarnar og þangað var alla ævi leitað til funda við landið og ættmenn. En það breytti því ekki, að hún ætlaði sér annað hlut- skipti í lífinu en erfiði og þröng kjör sveitakonunnar. Samfélagið var allt lokaðra og hugsanahátturinn annar á fyrstu áratugum aldarinnar en nú er og erfitt um samjöfnuð fyrir þá sem ekki lifðu þá tíma. Víst er að mik- inn kjark og áræði þurfti hjá fá- tækri sveitastúlku að yfirgefa átt- hagana, öryggið og 6 mánaða gamla dóttur og halda til náms í Danmörku nærri mállaus á erlend- ar tungur. Hún kom heim að þremur árum liðnum með kennararéttindi í hús- stjórnarfræðum og það varð hennar aðalstarf í nærri fjóra áratugi að úppfræða verðandi húsmæður, bæði sem kennari og skólastjóri. Hún kom inn í mitt líf haustið 1943. Þá var faðir minn orðinn ekkjumaður með tvo syni, en systir mín Þóra Björk komin í fóstur til presthjónanna á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. Henni hefur líklega hrosið hugur við fyrstu viðkynn- ingu. Við vorum farnir að fínna til okkar bræðurnir 6 og 9 ára og fremur ódælir. Tjáning fór að mestu fram með handalögmáli, húsakynni þröng og því friður tak- markaður. Andrúmsloftið trúlega annað en á heimavistum ungmeyja. Hún giftist föður mínum árið 1944 og þau áttu góðar samvistir allt þar til hann lést í mars 1976. Þessi ráðahagur varð öllum til gæfu. Hún gekk okkur bræðrum í móður stað og ól okkur upp sem sín eigin börn. Við bræður og henn- ar börn hálfsystkini okkar sátum öll við sama borð og nutum ástrík- is og umhyggju að jöfnu. Hún hafði gott lag á að viðhalda fjölskylduein- ingunni og að því búum við systkin- in í dag. Föður mínum reyndist hún styrk stoð og ég veit að hann mat hana mikils. Hún var honum góður fé- lagi og þau tuttugu ár sem hann þjónaði sem prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfírði var hún hans hægri hönd, fylgdi honum til messu og spilaði og söng við athafnir í stof- unni heima. Honum var margt sýnna en að sýsla um veraldlega hluti eins og framkvæmdir og fjár- mál. Það kom því af sjálfu sér að hún varð hinn virki framkvæmda- stjóri heimilisins og létti þar af honum þungu oki. Sú kynslóð sem stundum er köll- uð aldamótakynslóðin má muna tímana tvenna og hefur orðið vitni að og tekið þátt í meiri þjóðfélags- umbyltingu en nokkur önnur kyn- slóð. Níutíu ár eru í sjálfu sér ekki langur tími, en það er löng manns- ævi og það er löng leið frá torfbæn- um á Gili í Fljótum til glæstra halla nútímans. Það gleymist stundum í hroka og kröfugerð samtímans, að alls- nægtir okkar urðu ekki til af sjálfu sér. Framsæknir einstaklingar með hugsjónir, kjark og dug hafa um- bylt þjóðfélaginu á þessari öld. Þar hafa þúsundir lagt hönd að verki, hver með sínum hætti. Dagbjört Jónsdóttir var ein þeirra, unga stúlkan norður í Fljótum sem sætti sig ekki við búhokur formæðra sinna, en hleypti heimdraganum á vit æðri mennta. Að leiðarlokum vil ég þakka stjúpu minni rúmlega hálfrar aldar samferð. Því fylgir ævinlega sökn- uður þegar ástvinir kveðja, en góð- ar minningar munu græða sárin. Kristinn Kristinsson. EINAR JÓHANNESSON + Einar Jóhannes- son fæddist á Hofsstöðum í Skagafirði 26. ág- úst 1927. Hann lést á heimili sínu í Va- bylund í Svíþjóð 30. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Björnsson, frá Hofsstöðum, f. 21.9. 1887, d. 31.8. 1967, og kona hans Kristrún Jósefs- dóttir, f. 14.10. 1887, d. 23.8. 1978. Systkini hans eru: Lína, f. 15.2. 1913, Björn, f. 25.10. 1914, lát- inn, Margrét, f. 21.6. 1916, Hólmfríður, f. 18.12. 1919, Jós- ef Jón, f. 11.3. 1921, látinn, Sig- urður, f. 16.5. 1925. Einar lauk læknaprófi frá HÍ 1955. Hann var læknir í Svíþjóð frá árinu 1957. 17. nóvember 1960 kvæntist Ein- ar eftirlifandi eig- inkonu sinni Siv Marianne, f. 30.1. 1936. Börn þeirra eru: Jónas Rúnar, f. 7.4. 1961, Björn Pétur, f. 11.5. 1963, Ylfa Maria, f. 11.3. 1965. Fyrir hjóna- band átti Einar Asu Valgerði, f. 29.11. 1953, móðir hennar er Hulda Engilbertsdóttir. Húskveðja fór fram á heimili Einars í Vabylund 4. júlí síðast- liðinn og var hann jarðsettur í Ángelholm. Einar Jóhannesson læknir er lát- inn. Hann var af sterkum skagf- irskum ættum, móðir hans Kristrún var dóttir Jósefs Bjömssonar, skólastjóra Bændaskólans á Hól- um. Faðir hans, Jóhannes, var son- ur Björns Péturssonar, stórbónda og héraðshöfðingja að Hofstöðum í Viðvíkursveit, afa Hermanns Jón- assonar, forsætisráðherra, frá Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Varð- veist hefur ljósmynd af Birni sem sýnir að hann var fríður maður. Einar líktist honum mjög í útliti. Kristrún og Jóhannes tóku við búsforráðum á höfuðbóli sveitar- innar, Hofstöðum, eftir Björn og búnaðist vel. Jóhannes var á flest- um sviðum í forsvari fyrir sveit sína og gegndi þar fjölmörgum trúnað- arstörfum, m.a. hreppstjórastarfi. Börn þeirra urðu sjö, fjórir synir, þijár dætur. Öll voru systkinin mjög námsfús og sóttu í aukna menntun og skólagöngu utan heimahaga. Kristrún og Jóhannes brugðu þá búi á Hofstöðum til þess að geta betur stutt börn sín í fram- haldsskólanámi og settust að í Reykjavík árið 1932. Heimili þeirra stóð í áratugi nánast um þjóðbraut þvera að Þingholtsstræti 31. Kynni mín af því öndvegisfólki, sem húsið byggði, hófust þegar við upphaf kynna okkar Einars. Við kynnt- umst ungir, þó við byggjum hvor í sínu bæjarhverfí, þegar við sung- um saman í Drengjakór Reykjavík- ur, sem Sigurður Þórðarson tón- skáld stjómaði. Hús Kristrúnar og Jóhannesar ómaði löngum af mannlífí. Gestrisni og góðvild var þeim báðum í blóð borin. Ætt- menni og kunningjar úr Skagafirði og Húnavatnssýslum voru tíðir gestir á heimili þeirra, margir námsmenn af þeim slóðum áttu hjá þeim fast athvarf. Kunningjar og vinir barna þeirra löðuðust að heim- ilinu þannig að oftast var þar margt um manninn. Avallt var Kristrún reiðubúin að sinna gestum með rausnarlegum veitingum og prúð- mennið Jóhannes átti mikinn hlut að þeim virðuleika sem jafnan var yfir húsi og heimilisbrag. Einar sem var yngstur systkina sinna ólst því að hluta til upp í Reykjavík. Menntaskólaárin áttum við sam- an, við Einar. Stúdentar urðum við árið 1947. Mörgu var sinnt á þess- um árum öðru en því sem að gagni kom til prófseinkunna. Einar varð mjög góður handknattleiksmaður og saman unnum við með góðum félögum okkar í Víkingi marga sæta sigra, m.a. Reykjavíkur- og íslandsmeistaratitla. Einar sneri sér strax að læknis- námi eftir stúdentspróf, sem hann lauk 1955. Árið 1957 fór hann síð- an til framhaldsnáms í læknisfræði til Svíþjóðar. Þar kynntist Einar góðri og fallegri stúlku, hjúkrunar- konu við spítalann í Ángelholm, Marianne, fæddri Carlsson. Leiðir þeirra lágu eftir það sam- an til æviloka Einars. Einar aflaði sér mjög víðtækrar, sérhæfðrar menntunar í læknisfræði, mest þó á sviði skurðlækninga. Ævistarf sitt vann hann fyrst og framst í Svíþjóð. Þar vann hann sem sjúkra- húslæknir á ýmsum stöðum, en lengst starfaði hann við sjúkrahús- ið Karlskrona. Hann var yfirlæknir skurðlækningadeildar sjúkrahúss- ins frá 1975 allt til þess að hann lét af störfum vegna aldurs árið 1992. Leyfí sín frá störfum í Svíþjóð notaði Einar mjög oft til að starfa í öðrum löndum. Þannig starfaði hann í Noregi, Saudi-Arabíu og á Grænlandi, aukþess sem hann kom margsinnis til Islands og starfaði á sjúkrahúsum víða um land. Þó að starfsvettvangur Einars væri lengst af í hvítum sloppi við steinlögð stræti stórborga, blund- aði alltaf í honum eðli sveitamanns- ins og sagði þar til sín hinn skagf- irski uppruni hans. Hann keypti sér bújörð utan Karlskrona og bjó þar með hross, naut og hænsni, sem hann sinnti af miklum áhuga en margt kom í hlut Marianne og síð- an uppvaxandi barna þeirra, Jónas- ar, Péturs og Ylfu að annast, þegar húsbóndinn varð að sinna sínum skyldustörfum. Síðar flutti fjöl- skyldan sig um set keypti stærra býli á fögrum stað með mikinn skóg og jók umsvifin í búrekstrin- um, sem sonurinn Jónas hefur síð- astliðin ár verið í forsvari fyrir. Einar hafði mikinn áhuga á ís- lenska hestinum og flutti út til sín hross af skagfírsku kyni til undan- Skilafrest- ur minning- ar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. eldis og fékk jafnframt hross frá Sigurði Haraldssyni á Kirkjubæ, sem hann hafði miklar mætur á sem ræktunarmanni. Einar náði ágætum árangri í að rækta fögur og hæfileikarík reiðhross. Áhugi'1 Einars var slíkur að mér er nær að halda að hann hafi lesið allt sem á prent hefur komið um íslensk hross, þ.á m. ættbækur sem hann kunni svo að með ólíkindum var og kom þar fram eiginleiki föður hans, sem hafði jafnan á hraðbergi allt sem varðaði ættir hrossa. Þó að Einar ynni mestallt lífs- starf sitt erlendis var hann, eins og ráða má af þegar sögðu, tengd- ur íslandi og íslendingum mjög sterkum böndum. Hann hélt sterk- um tengslum við landið, þjóðar-'** sögu, ættmenni sín og vini. Hann vildi skynja æðaslög hins íslenska þjóðlífs og spurði mig og fleiri vini sína hér á landi margs þá hann hringdi eða skrifaði. Hann var lestrarhestur mörg síðustu ár lífs sín, mest sótti hann í heimspekileg rit og þjóðlegan íslenskan fróðleik. Einar var alla ævina félagslynd- ur maður. Hann var glaðsinna, hláturmildur og sló sér þá oft á lær. Hann var snyrtimenni hið mesta og vandaði jafnan klæðaburð sinn. Einar hlaut margvíslegan trúnað af samferðamönnum. Við bekkjar- systkyni hans völdum hann í bekkj-, arráð árið 1945 og þann sess skip- aði hann til efsta dags. Hann var formaður félags læknanema 1953 og 1954 og for- maður læknafélags Karlskrona- borgar 1973 og 1974. Stúdentssystkini Einars frá M.R. 1947 kveðja hann með þakklæti og virðingu. Marinne og börnum Einars eru fluttar samúðarkveðjur og Marianne þökkuð frábær umönnun um Einar í hans erfiðu og jöngu sjúkdómsraun. Ég kveð með trega einn trygg- asta og kærasta vin, sem lífið hef- ur gefið mér. Veri hann Guði falinn. Sveinbjöm Dagfinnsson. Scrfræðingar í blóiiiaskrcylingiiin við öli Dckilæri D blómaverkstæði I LiINNAwi Skólavördustíg 12, á horni Bergstadastrætis, sími 19090 LAUGARNES APÓTEK Kirkjuteigi 21 ÁRBÆJAR APÓTEK Hraunbæ 102 b eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugarnesapótek ‘Vandaðir íegstdnar Varanteg minning TASTEINN Brautarholti 3. 105 Reykjavík Sími: 562 1393 Úrval Ijóskera, krossa og fylgihluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.