Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ DAGBJÖRT JÓNSDÓTTIR + Dagbjört Jóns- dóttir fæddist að Gili í Fljótum í Skagafirði 20. sept- ember 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. júlí sl. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Arngrímsdóttir, f. 5. ágúst 1887, d. 12. júní 1977, og Jón G. Jónsson, bóndi að Tungu í Fljótum, f. 28. maí 1880, d. 14. febrúar 1971. Systkini Dagbjart- ar samfeðra voru Sigríður, Herdís Ólöf og Hilmar og er Herdis Ólöf nú ein þeirra á lífi. Bróðir Dagbjartar sammæðra er Ólafur Jónsson. Fóstursystk- in Dagbjartar eru: Hjálmar Jónsson, Guðmundur Jóhannes- son, Sigríður Hjálmarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson. Dag- björt lauk prófi sem hússtjórn- arkennari frá hússtjórnarkenn- araskólanum Ankerhus, Sorö, Danmörku, árið 1932. Hún var kennari og matráðskona við Héraðsskólann á Laugarvatni 1932- 1936 og síðan skóla- stjóri við Hús- mæðraskólann á ísafirði 1936-1940. Skólasljóri Hús- mæðraskólans á Laugalandi í Eyja- firði var hún 1940- 1943. Loks var hún kennari við Hús- mæðraskóla Reykjavíkur 1945- 1973. Dagbjört giftist sr. Kristni Stefáns- syni, f. 22. nóvember 1900, d. 2. mars 1976. Kristinn var full- trúi í dómsmálaráðuneytinu og síðar áfengisvamaráðunautur. Hann gegndi jafnframt starfi prests við Fríkirkjuna í Hafnar- firði. Börn þeirra eru: 1) Guð- rún Kristinsdóttir, hússtjórnar- kennari, f. 12. október 1928, gift Sigurði Hauki Sigurðssyni, kennara, og eiga þau þrjá syni, Sigurð Þorra, Kristin Rúnar og Trausta. 2) Stefán Reynir Krist- insson, viðskiptafræðingur, f. 20. september 1945, kvæntur Guðriði Þorsteinsdóttur, lög- fræðingi, og eiga þau eina dótt- ur, Ingibjörgu. Fóstursynir Dagbjartar, synir Kristins frá fyrra hjónabandi, em: 1) Þrá- inn Kristinsson, fyrrv. skip- stjóri, f. 6. júní 1934, kvæntur Björgu Helgadóttur, hjúkmn- arfræðingi. Börn Þráins frá fyrra hjónabandi em Þorbjörg, Geir og Halldór. 2) Kristinn Kristinsson, húsasmíðameist- ari, f. 3. október 1937, kvæntur Guðrúnu Sveinsdóttur, lækna- ritara. Börn þeirra em Krist- inn, Sigríður, Bergljót, Sveinn og Dagbjört. Stjúpdóttir Dag- bjartar og dóttir Kristins, sem ólst upp hjá sr. Benjamín Kristj- ánssyni og konu hans Jóninu Bjömsdóttur, er Þóra Björk Kristinsdóttir, hjúkmnarfræð- ingur, f. 3. mars 1936, gift Jós- ef H. Þorgeirssyni, lögfræð- ingi, og eiga þau þijá syni, Þorgeir, Benjamín og Ellert Kristin. Útför Dagbjartar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Mánudaginn 1. júlí kvaddi hún amma okkar þennan heim. Veður var bjart og fagurt þennan dag og það var sannarlega við hæfi að hún, jafn elskuleg og hjartahlý sem hún var kveddi á slíkum degi. Hún amma okkar var svo lánsöm að búa við góða heilsu allt fram undir það síðasta og öllum þótti hún bera aldur sinn óvenjulega vel. Hin síðari ár fór hún margar ferðir með móður okkar til sólarlanda og sýnir það glöggt hve em hún var. Ferða- félagar þeirra dáðust að einstökum dugnaði hennar og áhuga og áttu erfitt með að trúa því að hún ætti svo mörg ár að baki sem raun var á. Það voru fleiri þættir sem gerðu henni lífið ánægjulegt og einkenndu hana en góð heilsa. Hún var létt í lund, traust, félagslynd og áreiðan- leg og síðast en ekki síst einstak- lega jákvæð. Hún amma kenndi okkur að það væri heilladrýgst að geta glaðst yfír sérhveijum áfanga, hversu lítil- vægur sem hann væri. Hún hvatti okkur bræðuma til að vera þakklát- ir fyrir það sem við áttum. Gildis- mat hennar var slíkt að hin daglegu vandamál væra oftast léttvæg og lífshamingjan væri ekki fólgin í því fyrst og fremst að safna sem mestu af veraldlegum auði og fá allt strax upp í hendumar. Henni fannst unga kynslóðin oft full kröfuhörð á þess- um sviðum. Amma talaði oft um það hversu elskulegt og hjálpsamt hjúkranar- fólkið á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var í hennar garð. Ljúft viðmót ömmu okkar og innilegt þakklæti fyrir hvert lítilræði sem fyrir hana var gert hefur án efa kallað fram sterk og jákvæð viðbrögð allra sem um- gengust hana. Dagbjört amma hafði skilað löngu og farsælu ævistarfí, hún var sátt við lífíð og vildi engum vera Brfidrykkjur Glæsiieg kaffi- hladborð, tallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsiiigar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR uimuönt til byrði. Hún var trúuð kona og þar sem líf hennar var svo vamm- laust og traust vitum við bræðurnir að hún mun eiga í vændum góða heimkomu. Blessun fylgi ömmu okkar. Hennar er gott að minnast. Sigurður Þorri Sigurðsson, Kristinn Rúnar Sigurðsson, Trausti Sigurðsson. Mér er bæði ljúft og skylt að setja nokkur orð á blað til minning- ar um frænku mína Dagbjörtu Jóns- dóttur sem nú í dag er kvödd hinstu kveðju. Það snerti sáran streng í bijósti mínu þegar ég frétti um lát hennar þótt ég vissi fullvel að til tíðinda drægi í þeim efnum innan tíðar. Þessi fátæklegu orð era fyrst og síðast minningar sem ég á um frænku mína þau ár, sem við voram í nábýli þegar hún bjó í Akralandi 3. Um lífsferil hennar að öðra leyti vænti ég að aðrir skilgreini og þarf ekki endurtekningar á því. „Árin okkar“ eins og ég kýs að kalla þennan tíma, vora bæði gagn- leg mér og gefandi. Við nutum þess að spjalla saman um gamla daga, rifja upp ættir okkar og upp- runa, þar var hún fróðleiksbrannur eins og nærri má geta, manneskja sem lifað hafði nær 90 ár. Hún taldi víst og trúði því raunar að forlögin hefðu skipað stóran þátt í sínu lífi. Hvað sem um það má segja er nokkuð víst að atburðarásin frá bemskudögum til elliára markaði ákveðna heillastefnu þótt á þeirri leið hafí vegurinn æði oft verið grýttur. Henni var tíðrætt um þá ákvörðun sína að bijótast ein og óstudd út úr fátækt og eymd sveit- arinnar ung að áram og leita sér menntunar á erlendri grand. Það út af fyrir sig sýnir vel þann mann- dóm og kjark sem ætíð einkenndi frænku mína. Annað atvik á lífsferl- inum taldi hún sig eiga forlögunum sérstaklega að þakka, er henni bár- ust tveir móðurlausir drengir skyndilega upp í hendur. Forsaga þess máls var sú að þegar hún var ung stúlka í Fljótum lágu leiðir hennar saman með ungum guð- fræðinema, ávöxtur þeirra kynna var dóttirin Guðrún sem ólst upp með móður sinni í ást og umhyggju. Nú leiddu ósýnilegir straumar þau saman á ný þegar hann var orðinn ekkjumaður með þessa tvo litlu drengi á framfæri sínu. Auk þeirra átti hann dóttur sem þá hafði verið látin í fóstur til séra Benjam- íns Kristjánssonar í Laugalandi í Eyjafirði. Milli þeirra Dagbjartar og séra Kristins Stefánssonar þró- aðist kærleikur og ást sem leiddi til hjónabands. Það gefur augaleið að þessi skref vora tekin að vel athuguðu máli en þar var sem oftar í lífi hennar látið stjórnast af kær- leika og fórnfýsi. Þessir umræddu drengir era nú mikilsmetnir menn í þjóðfélaginu og hafa sýnt stjúpu sinni ómetanlegt ástríki alla tíð. Þau Kristinn og Dagbjört eignuðust dreng, Stefán Reyni, 20. september 1945. „Það var mesta gleðistundin í lífí rnínu," sagði hún mér síðar. Lengst af var heimili þeirra eril- samt, þar var mikið um gesti og gangandi. í fyrsta lagi var þar sex manna fjölskylda og oftast hjálpar- stúlka því húsmóðirin vann úti við kennslu allan daginn. Þarna þurfti að fullnýta stjórnunarhæfíleika hússtjómarkennarans, en allt leið þetta í sátt og samlyndi. Bömin uxu og þroskuðust, luku sínum náms- ferli hvert á sínu sviði. Guðrún er stúdent og hússtjórnarkennari, Þrá- inn er skipstjóri, Kristinn húsa- smíðameistari og Stefán Reynir er viðskiptafræðingur. Lengst af búskap þeirra Kristins var hann sóknarprestur Fríkirkj- unnar í Hafnarfírði og jafnframt áfengisvamaráðunautur ríkisins. Þessi embættisstörf kröfðust oft á tíðum geysilegs álags á húsmóður- ina og heimilið. Þá þótti alveg sjálf- sagður hlutur að prestverk, s.s. skímir og giftingar, færu fram á heimili prestsins. Dagbjört lék á orgel og spilaði gjarnan við slíkar athafnir. Mér hefur dvalist nokkuð við for- lögin sem hún trúði að væra sinn örlagavaldur og ætla ég ekki að draga það í efa. Hins vegar átti hún mjög góða eiginleika í fari sínu. Aldrei heyrði ég hana leggja nokkr- um manni illt til og ætíð tók hún málstað þess sem minna mátti sín. Hún var frábærlega vel liðin meðal nemenda sinna og samkennara. Oft bar það við er við vorum úti meðal fólks að hún hitti gamla nemendur sem fögnuðu henni mikið. Þessi við- brögð hlýjuðu henni um hjartarætur og segja meira en mörg orð um samskipti hennar við nemendur sína. Dagbjört frænka mín hafði farið í mörg ferðalög um ævina, bæði innanlands og utan og vafalaust notið þeirra vel með opnum huga. Þrátt fyrir slíkar ferðir mun ferðin okkar góða, haustið 1993 er við ókum til Skagafjarðar og út í Fljót á gamlar æskuslóðir hafa snert við- kvæman streng og rifjað upp hug- ljúfar minningar frá löngu liðnum dögum. Veðrið var einstakt, sólskin og logn svo fjöllin steyptu sér koll- hnís í Stífluvatnið, þetta skilja þeir einir sem áttu rætur sínar á þessum stað. Þarna undum við lengi dags, rifjuðum upp ömefni og atburði lið- inna tíma. Skoðuðum kirkjuna og garðinn á Knappstöðum ásamt yfir- gefnum bændabýlum, lásum sögu þeirra úr tóftarbrotum og urðum fróðari á eftir. Eftir að Dagbjört hætti kennslu fyrir aldurs sakir settist hún alls ekki í helgan stein, þvert á móti gerði hún sér far um að rækta mannleg samskipti. Hún átti sömu konurnar að spilafélögum í mörg ár. Þá starfaði hún með eftirlauna- þegum kennara, var virk í presta- kvennafélaginu auk samtaka aldr- aðra. Eitt er þó ótalið, en það er ræktarsemi hennar við börnin sín og barnabörnin. Þeim fylgdist hún mjög vel með og gladdist yfir vel- gengni þeirra. Að endingu kveð ég þessa kæru frænku mína með virð- ingu og þökk fyrir allt sem hún var mér, ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að vini. Nú þegar leiðir hafa skilið að sinni er ég þess full- viss að hún á góða heimkomu þar sem vinir bíða í varpa. Þá gengur hún mót ástvinum sínum á strönd hins eilífa lífs. Henni eru færðar kveðjur frá fjöl- skyldu minni, guðs blessun fylgi sálu hennar. Hulda. Þeir sem lifa langan dag verða að sætta sig við að sjá á bak vinum sínum og samferðamönnum. Þá er það mikils virði að eiga góðar minn- ingar til að ylja sér við. í dag verður gerð frá Fossvogs- kirkju útför Dagbjartar Jónsdóttur hússtjórnarkennara, sem lést 1. júlí á 90. aldursári. Dagbjört átti langan og farsælan starfsferil, þar af 30 ár við Hús- mæðraskóla Reykjavíkur þar sem við störfuðum báðar. Hún var kenn- ari við dagskólann, sem voru tvö námskeið á vetri, hvort með 24 nemendur. Það var vissulega mikið starf og vandasamt sem hvíldi á hennar herðum. Þarna voru nemendur á ýmsum aldri með ólíka undirbúningsmennt- un og þroska. Ég minnist þess til að mynda þegar ein systirin í Landakoti kom í fullum skrúða og gerðist nemandi í skólanum. Hún hafði töluvert bætandi áhrif á hina nemendurna. Hún las alltaf upphátt borðbæn þegar sest var að snæð- ingi, en hinar 23 sátu hljóðar í kringum borðið. Annar eftirminni- legur nemandi hjá Dagbjörtu var roskin stúlka, sem hafði starfað hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í nokkur ár, var íslensk í aðra ætt- ina, kom til íslands til að ganga í hjónaband og gerðist síðan nemandi í Húsmæðraskólanum. Þessir eldri nemendur höfðu oft mjög góð áhrif á þá sem yngri voru. Dagbjört var afburða góður kennari með góða menntun og mikla reynslu að baki. Hún var vel látin af nemendum sínum, og mér er kunnugt um að margar þeirra héldu tryggð við hana alla tlð. Hún mat það mikils. Dagbjört var gift séra Kristni Stefánssyni fríkirkjupresti í Hafn- arfírði. Heimili þeirra var mann- margt og skyldur prestfrúarinnar voru krefjandi. Oft vora prestverk unnin á heimilinu. Með skólastarf- inu stýrði hún heimili sínu með prýði, en jafnan hafði hún heimilis- hjálp. Dagbjört var félagslynd og naut þess að blanda geði við vini og kunningja. Hún var gestrisin og góð heim að sækja. Hún var barngóð og mikill kærleikur var milli hennar og bama hennar og stjúpbarnanna. Barnabömin mörgu áttu hug henn- ar allan. Ég er fullviss um að allir sam- kennarar hennar kveðja hana með vinarhug og ég er þakklát fyrir okkar góðu kynni. Ég votta fjölskyldu hennar inni- lega samúð. Blessuð sé minning hennar. Katrín Helgadóttir. Hún Dagbjört er dáin! Þessi fregn kom mér óvænt þegar ég heyri hana lesna í útvarpinu í bíln- um á ferð norður í landi og ég bíð eftir að hún verði endurtekin. Óvænt segi ég þrátt fyrir að hún Dagbjört væri á nítugasta aldurs- ári og hafi legið þungt haldin á sjúkrahúsi þegar ég kvaddi hana síðast. Dagbjört hafði búið við góða heilsu alla ævi og dauðinn var svo fjarri þegar skyggnst er yfir lífsfer- il þessarar þróttmiklu konu. Dag- björt kallaði mig fósturbróður þrátt fyrir að hún væri 16 áram eldri og við ekki alin upp á sama heim- ili. Þriggja ára gamall fór ég í fóst- ur til afa og ömmu Dagbjartar, Arngríms og Ástríðar á Gili. Þar var í foreldrahúsum Ingibjörg móð- ir Dagbjartar, verðandi fósturmóðir mín. Dagbjört hefur eflaust oft komið að Gili, en ég man aðeins óljóst eftir einni heimsókn. Við Dagbjört stóðum í hlaðvarpanum á Gili, ég bendi á fjallið fyrir ofan Gilsbæinn og segi að bráðum verði ég svo stór að geta gengið upp á þetta fjall og þreifað á himninum. Ég man óljóst eftir viðbrögðum viðmælanda míns varðandi þessa ferðaáætlun, það er fremur ímynd- un en raunveruleiki að mér finnst nú að hún hafi klappað á kollinn á mér broshýr á svip sem voru í raun eðlileg viðbrögð við svona fregn. Það var um vorið 1928 að Jón fað- ir minn og Ingibjörg móðir Dag- bjartar hófu búskap á Húnstöðum, sem var fyrsti bær innan við Stíflu- hóla. Þangað flutti Dagbjört til okkar síðsumars 1928. Ég hafði hljótt um fyrri áform og vissi nú að festing himinsins tengdist ekki fjallinu fyrir ofan Gilsbæinn. Nú fóru a gerast stórviðburðir á litla torfbænum á Húnstöðum og einn daginn fæddist stúlkubarn sem hlaut nafnið Guðrún. Þá varð ég þess var að uppi voru áform um að einn úr fjölskyldunni flyttist af landi brott þeirra erinda að nema fræði sem ekki væru kennd á Is- landi. Að sjálfsögðu var það Dag- björt og fyrirheitna landið var Dan- mörk. Þetta virtist vera djörf ákvörðun hjá tvítugri stelpu sem var borin og barnfædd í afskekktri sveit, og hafði aðeins notið slitróttr- ar kennslu í tvo vetur fyrir ferm- ingu, en nú var ferðinni heitið til annars lands þar sem umhverfí, tunga og lífshættir voru framandi, en hún Dæja var ekki venjuleg sveitastelpa, hún hafði kjark og staðfastan vilja til að takast á við lífið. Það var hennar veganesti og farareyrir; draumurinn varð veru- leiki. Litla dóttirin varð eftir hjá okkur í Húnstöðum, þar með hafði ég eignast aðra fóstursystur og undir- gengist loforð um að taka þátt \ að passa hana í fjarveru móður. Á þessum tíma var það sem nú kall- ast fjölmiðlun ekki til í sveitum landsins, fá eða engin útvarpstæki voru til í sveitinni okkar. Húnstaða- fjölskyldunni hafði opnast sýn til annars lands, sem hún gat miðlað nágrönnum og það voru aðeins góðar fréttir í bréfunum frá Dag- björtu. Að tveimur árum liðnum kom Dagbjört aftur og hafði fengið starf við sitt hæfi á Laugarvatni sem ráðskona og húsmæðrakenn- ari. Nú var komið að því að hún tæki dótturina til sín. Ég minnist þess að sú kveðjustund var erfið, einkum föður mínum, sem hafði mikið dálæti á þessari litlu mann- eskju. Bréfleg tengsl héldu áfram og mæðgurnar dvöldu hjá okkur nokkrar vikur á sumrin. Frá Laug- arvatni fluttist Dagbjört til ísa- Qarðar og tók að sér skólastjórn á húsmæðraskóla á staðnum. Eftir fjögurra ára dvöl á Ísafírði réð hún sig sem skólastjóra húsmæðraskóla á Laugalandi í Eyjafirði. Árið 1944 tók hún sína stærstu ákvörðun í lífinu að eigin sögn þegar hún gift- ist barnsföður sínum, Kristni Stef- ánssyni, sem þá hafði misst sína fyrri konu frá þremur ungum börn- um. Tveimur af þeim, Þráni og Kristni, gekk hún í móður stað sem hennar börn væru, sem þeir og hafa launað með umhyggju og virð- ingu sem gleggst hefur komið í ljós síðari ár eftir að Dagbjört var orð- in ein, en maður hennar lést árið 1971. Dagbjört og Kristinn eignuð- ust annað barn, Stefán Reyni, sem fæddist á afmælisdegi móður sinn- ar, 20. september 1944.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.