Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter LÖGREGLUMAÐUR kannar aðstæður á efstu hæð íbúðarblokkar við leit að árásarmanninum í Wolverhampton á mánudagskvöld. St Lúkas-grunnskólinn í Wolverhampton Árásarmanns- íns leitað Wolverhampton. Reuter. BRESKA lögreglan leitaði í gær að manni sem særði þijú lítil böm og fjórar konur með eggvopni er hann réðst inn á leiksvæði St Lúk- asar-grunnskóla í borginni Wolver- hampton á þriðjudag. Málið hefur vakið á ný umræður um öryggi á skólalóðum i landinu. Lögreglan segist telja að árásar- maðurinn sé Horett Irving Camp- bell, hann sé 32 ára gamall og hafí hlotið dóma fyrir ofbeldi. Nágrann- ar segja að hann sé fáskiptinn maður er oft tali við sjálfan sig úti á götu. Voru lögreglumenn sendir til að leita að honum í 14 hæða íbúðarblokk í grenndinni en talið var að vinir Campbells hefðu ef til vill leynt honum í húsinu. Maðurinn notaði annaðhvort öxi eða svonefnda machete, frum- skógasveðju með 60 sentimetra löngu blaði, að sögn lögreglu en ekki er vitað hvað olli árásinni. Skólastjórinn og börnin sögðu hann hafa stokkið yfir skólagirðinguna eftir að hafa rifist við konu á göt- unni. „Eg sá svartan mann koma út úr skólanum, hann dró á eftir sér litlar stelpu, um það bil þriggja ára gamla,“ sagði ellefu ára gamall drengur, Tim Payne. „Hann barði hana með hnífnum í höfuðið og síð- an í handlegginn. Eyrað á stelpunni lafði og það blæddi mikið. Svo lét hann stelpuna detta og fór aftur inn í skólann“. Tvö bamanna voru illa særð, auk stúlkunnar var drengur höfuðkúpu- og handleggsbrotinn, einnig með hnífsár á olnboga. Ung kona, 21 árs gamall hjúkrunarfræðingur, var í nokkrar stundir á skurðarborðinu vegna sára er hún hlaut þegar hún reyndi að veija börnin. Varnitzky segir NATO ekki ganga fyrir FRANZ Vranitzky, kanslari Austurríkis, sagði í gær að það væri ekki forgangsatriði stjórnar sinnar að ganga í Atlantshafs- bandalagið (NATO). Sagði Vran- itzky að Austurríkismenn mundu taka aðild að NATO til athugun- ar eftir að öryggismál í Evrópu hefðu verið endurskoðuð og ríkja- ráðstefnu Evrópusambandsins (ESB) væri lokið. Vranitzky þykir vera í beinni mótsögn við Thomas Klestil, for- seta Austurríkis, sem sagði á 'sunnudag að greinarmunurinn á ESB, NATO og Vestur-Evrópu- sambandinu (VES) mundi brátt hverfa. Hart deilt á ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar Leyfir auglýs- mgari London. Reuter. BRESKA stjórnin varði á mánu- dag þá ákvörðun sína að leyfa auglýsingar í skólum en lagði um leið áherslu á, að það væru skólastjórnirnar, sem hefðu síð- asta orðið um þær. Hefur þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar ver- ið harðlega gagnrýnd í Bret- landi. Ríkisstjórnin rökstyður ákvörðunina með því, að auglýs- ingar í skólum muni verða til að styrkja tengslin milli skóla og fyrirtækja í viðkomandi sveit- arfélagi og Cheryl Gillan menntamálaráðherra hefur lýst yfir fullum stuðningi við hana. Þingmenn Verkamanna- flokksins og ýmis samtök kenn- ara og foreldra hafa hins vegar gagnrýnt þetta harðlega og segja, að með auglýsingunum sé verið að misnota börnin með nokkrum hætti. skolum Ekki „harðar auglýsingar“ Hingað til hafa öll afskipti fyrirtækja af breskum skólum verið talin óviðeigandi en þrýst- ingurinn á að leyfa auglýsingar innan veggja þeirra hefur vaxið mjög að undanförnu. Nigel Griffiths, sem fer með neytenda- mál í skuggaráðuneyti Verka- mannaflokksins, hefur hvatt siðanefnd eða eftirlitsnefnd með auglýsingum til að banna þessa þróun og með þeim rökum, að hún sé siðlaus og trufli nemend- úr við námið. Gillan menntamálaráðherra segir, að „harðar söluauglýsing- ar“ verði ekki leyfðar og það verði í verkahring skólastjóra að sjá til þess að auglýsingarnar bijóti ekki í bága við siðareglur skólanna. Mandela fagnað í Bretlandi ÞÚSUNDIR manna fögnuðu Nel- son Mandela, forseta Suður-Afr- íku, og Elísabetu Bretlands- drottningu, þegar þau óku í opn- um hestvagni til hádegisverðar í Buckinghamhöll í London í gær. Þá hófst opinber heimsókn Mandela til Bretlands. „Þetta er söguleg stund fyrir mig, sem blökkukonu. Eg lít á hann sem lietju. Hann sýnir okkur að friður er mögulegur og ég er hingað komin til þess að votta honum virðingu," sagði Ann Ford, kenn- ari í London. Við upphaf heim- sóknarinnar í gær var forsetan- um fagnað sem hetju af þúsund- um barna sem veifuðu fánum. Fyrr um daginn fór Mandela í gönguferð um Hyde Park og heilsaði upp á fólk. Á föstudag hyggst Mandeia ganga um Traf- algar-torg og Brixton-hverfi, þar sem margt fólk af afrískum upp- runa býr. Mandela sagðist vilja þakka bresku þjóðinni fyrir veitt- an stuðning á árum aðskilnaðar- stefnunnar. Dóttir forsetans er í fylgd með honum, og stendur heimsóknin í fjóra daga. Munu feðginin verða gestir Bretadrottningar í Buck- inghamhöll. Erfiðlega gengur að sætta múslima og Króata í Bosníu-Herzegóvínu Skcmmdar- verk í stað uppbyggingar Genf, Cerska. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar lýstu því í gær yfir að áætlanir um að múslimar og Króatar geti snúið aftur til síns heima í bæjum í Bosníu-Herzegóvínu, væru í hættu vegna illinda og árása af beggja hálfu. Um 75 múslimar hafa tilkynnt Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Mostar að þeir treysti sér ekki lengur til þess að fara til bæjarins Stolac, sem er undir stjórn Króata. Múslimamir, sem eiga hús þar, segja að Króatar leggi þá í einelti og geri þeim vist- ina í þorpinu óbærilega. Segjast múslimarnir hvað eftir annað hafa orðið fyrir því að dagsverkið sé eyðilagt í skjóli nætur, slagorð gegn múslimum máluð á veggi og húsgögnum og munum velt um koll. Þá hefur kviknað í tveim- ur húsum á tæpri viku, og þykir ljóst að um íkveikjur hafi verið að ræða. Fyrir stríð bjuggu um 18.000 manns í Stolac, þar af helmingur- inn múslimar. Eftir „þjóðemis- hreinsanir“ Króata, búa nú aðeins um 8.000 manns í bænum, þar af tuttugu Serbar og múslimar. Geysilegt hatur og hindranir Uppbyggingin í Stolac er eitt fjögurra verkefna á vegum Flótta- mannahjálparinnar sem miðar að því að aðstoða fólk við að snúa aftur til síns heima í borgum og bæjum þar sem það er í minni- hluta. Var þessum áætlunum hrint af stað vegna ákvæða Day- ton-friðarsamkomulagsins. Talsmenn Flóttamannahjálpar- innar lýstu í gær áhyggjum sínum vegna þess að áætlanimar, sem hefðu átt að bæta samskipti þjóð- anna, virtust ætla að hafa öfug áhrif. „Jafnvel innan ríkjasam- bandsins [Bosníu], á milli hinna svokölluðu bandamanna, eru hatr- ið og hindranimar geysilegar," sagði Ron Redmond, talsmaður SÞ. Að sögn Redmonds hefur að- eins ein áætlun heppnast. Það var í Travnik, sem er undir stjórn múslima. Þar áttu um 100 króa- tískar fjölskyldur að fá leyfi til að snúa aftur en bæjaryfirvöld hafa gert gott betur og hafa um 300 fjölskyldur komið aftur. í Bugojno, öðrum bæ sem múslimar ráða, hefur hins vegar enginn Króati snúið aftur, þrátt fyrir áætlanir þar um. Bæjarstjórinn er harðlínumaður og sýnir engan samvinnuvilja. í Jajce, sem Króat- ar ráða, gengur múslimum erfið- lega að snúa heim, en eitthvað hefur þó þokast í þá átt. Reuter Kjörstjórn vikiðfrá íNíger Niamey. Reuter. IBRAHIM Bare Mainassara, her- foringi og leiðtogi herstjórnarinnar í Afríkuríkinu Níger, sagði í gær, að þótt hann hefði kallað til nýja kjörstjórn þegar kosningar stóðu sem hæst hefði það ekki verið til- raun til að halda völdum, og að atkvæðatalning gengi samkvæmt áætlun. Eftir tveggja daga skipulagslaus- an kjörfund leysti herforinginn kjör- stjórnina frá störfum á mánudag, og lét öryggisverði vakta heimili andstæðinga sinna. Þá hefur út- sending tveggja útvarpsstöðva ver- ið stöðvuð. Þegar búið var að telja um fjórð- ung atkvæða í gær hafði Bare hlot- ið rúmlega 65 af hundraði atkvæða. ) ) ) ) ) f I > í ; í t I > r i I í r i t t i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.