Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bandarísk nafna forseta íslands í heimsókn Svalt að heita Vigdís JIJLIA Vigdís frá Bandaríkjunum er stolt af nafninu sínu en hún var skírð í höfuðið á Vigdísi Finnbogadóttur fyrir fimmtán árum fyrir tilstuðlan föður hennar. Vigdís er nú í fyrsta skipti í heimsókn á íslandi ásamt norskættaðri móður sinni Ellen Klette Perkins. „Faðir minn fylgdist vel með því í fjölmiðlum þegar Vigdís var kjörinn fyrsti kvenforsetinn árið 1980 og dáðist mikið að því afreki hennar að ná kosningu. Ég fæddist ári síðar og þá fannst honum ekki annað koma til greina en að skíra mig eftir henni.“ Móðir hennar segist einnig vera ánægð með nafngift eiginmannsins. „Mér finnst Vig- dís vera fallegt, norrænt nafn og íslenski forsetinn er gáfuð og glæsileg kona,“ segir Ellen Klette. „Nafn mitt er mjög fáheyrt, eins og gefur að skilja, þar sem ég bý í Lexington í Massac- husetts fylki. Því vekur það jafnan forvitni margra þegar ég ber fram nafnið mitt. Ég hef þó ekki orðið fyrir neinum óþægindum vegna þess, þvert á móti finnst mér fremur svait að vera sú eina í bænum sem ber þetta nafn,“ segir hin bandaríska Vigdís. Morgunblaðið/ Golli JULIA Vigdís Perkins ásamt móður sinni í Arnasafni. Spennt að koma til íslands í skólanum hefur Julia Vigdís lært töluvert um ísland og var því nyög spennt að koma til landsins. Mæðgurnar ætla að njóta dvalar- innar með því að skoða sögufræga staði í Reykjavík og fara tii Þingvalla. Julia Vigdís skrifaði bréf til Vigdísarfor- seta og sagði henni frá væntanlegri komu sinni. Því miður hafði forsetinn ekki tök á að hitta nöfnu sína að þessu sinni en sendi henni bestu kveðjur sínar. Veitti stjúpföður sínum mikla áverka Urskurðaður í 29 daga varðhald GEÐFATLAÐUR maður á fertugs- aldri veitti öldruðum stjúpföður sín- um mikla áverka á augum og and- liti eftir að hann hafði ráðist inn í íbúð stjúpföður síns og móður í ijöl- býlishúsi við Kleppsveg í fyrra- kvöld. Árásarmaðurinn var í gær úrskurðaður í 29 daga gæzluvarð- hald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og síðan á augndeild Landakots þar sem hann gekkst undir þriggja tíma aðgerð í gærmorgun. Að sögn lípknis reyndist hann vera með slitna augnvöðva í báðum augum og sködduð augnlok, en talið er að hann muni halda sjón. Að sögn lögreglunnar barst til- kynning um árásina kl. 22.39 í fyrrakvöld og þegar lögreglan kom á staðinn þrem mínútum síðar sat árásarmaðurinn á tröppum fjölbýl- ishússins. Viðurkenndi hann sam- stundis verknaðinn og var færður í fangageymslur. Hefur ofsótt stjúpföður sinn í langan tíma Maðurinn hafði verið gestkom- andi á heimili móður sinnar og stjúpföður fyrr um daginn en kom- ið aftur og var þá ekki hleypt inn í íbúð þeirra. Fleygði hann sér þá á hurðina og braut hana niður og réðst á stjúpföður sinn, tók hann hálstaki og veitti honum mikla áverka með höndunum einum að talið er. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur árásarmaðurinn of- sótt stjúpföður sinn í langan tíma og áður veitt honum áverka og valdið honum öðru tjóni sem kært hefur verið til lögreglunnar. M.a. ók maðurinn bifreið hans út í Skeijafjörð fyrr á þessu ári. Maðurinn gisti fangageymslur lögreglunnar í fyrrinótt en var tek- inn til yfirheyrslu hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins í gær, sem gerði kröfu um að maðurinn yrði látinn sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur. Alsæl þrátt fyrir úrkomu FERÐAMANNATÍMINN stend- ur nú sem hæst hérlendis og selja ferðalangar sterkan svip á byggðir og sveitir með klæða- burði sínum og föggum, sem stundum eru stórar í sniðum því fólk rogast með Ijöld og vistir. Fyrsti og síðasti áfangastaðurinn er oftar en ekki Reykjavík eins og sjá má á tjaldstæðinu í Laug- ardal. Þýska mærin Gaby Ge- neufi sem ljósmyndari Morgun- blaðsins rakst á þar, er búin að ferðast um landið í tvær vikur og kvaðst vera alsæl, þrátt fyrir að seinustu þrjá daga hafi rignt mikið. í dag er spáð norðlægri átt hérlendis, strekkingsvindi og stinningskalda víða, með vætu um landið norðanvert. Sunnan- lands er spáð úrkomulitlu veðri og að létti smám saman til síðari hluta dags. Á morgun á að snú- ast í norðvestlæga átt og draga úr vindi, og er spáð að létti til um landið sunnan- og vestan- vert. Hiti á að vera á milli 7 og 10 gráður norðanlands í dag en aðeins hlýrra sunnan heiða. Morgunblaðið/RAX Foreldrar í Hornafirði kæra samþykkt um fyrirkomulag skólahalds Telja þrískiptingn skóla brot á bamasáttmála SÞ SEXTÍU og fímm foreldrar á Höfn og í Nesjum hafa kært ákvörðun bæjarstjórnar Hornafjarðar- bæjar um þrískiptingu grunnskólans til félags- málaráðuneytisins með þeim rökum að þrír skóla- menn hafí tekið þátt í afgreiðslu málsins. Þeir hafa einnig kært niðurstöðu bæjarstjórnar til umboðsmanns bama fyrir brot á bamasáttmála Sameinuðu þjóðanna og gert menntamálaráð- herra grein fyrir báðum kærunum. í framhaldi af sameiningu þriggja sveitarfé- laga í Hornafjarðarbæ var ákveðið að endurskipu- leggja skólahald í sveitarfélaginu. Bæjarstjómin ákvað fyrir rúmu ári að þrískipta skólanum en það er nýjung hér á landi. Nota átti Nesjaskóla fyrir kennslu ynstu bamanna, bæði úr Nesjum og frá Höfn. Tilgreindi bæjarstjórnin bæði fjár- hagsleg og skólaleg rök fyrir þessu fyrirkomu- lagi, þrengsli í Hafnarskóla, kröfur um einsetn- ingu grunnskólans og lengingu skóladags. Mikil óánægja var með þessa ráðstöfun, meðal annars vegna aksturs ynfstu barnanna sjö kílómetra leið frá Höfn í Nesin. Þá vildu íbúar í Nesjum hafa óbreytt skólahald þar. Listar með mótmæl- um yfír 500 íbúa vom afhentir bæjarstjórninni. Breytt samþykkt í mars breytti bæjarstjórnin ákvörðun sinni og taldi sig vera að'koma til móts við óskir íbú- anna. í ákvörðuninni felst að grunnskólinn verð- ur þrískiptur, 1.-3. bekkur í Nesjaskóla, 4.-7. bekkur í Hafnarskóla og 8.-10. bekkur í Heppu- skóla á Höfn. Mýraskóli verður starfræktur áfram fyrir ynfstu nemendur. Þessi stefna kem- ur þó ekki til framkvæmda að fullu á komandi skólaári, þá verður aðeins tveimur neðstu bekkj- unum kennt í Nesjaskóla, auk eldri barna úr sveitinni. Heppu- og Nesjaskóli verða strax ein- setnir en Hafnarskóli tvísetinn í vetur en síðan einsetinn. Jafnframt var ákveðið að hefjast handa við viðbyggingu Heppuskóla. Telja skólamenn vanhæfa Skólastjórar Hafnarskóla og Heppuskóla eiga sæti í bæjarstjóminni ásamt kennara við Nesja- skóla. Foreldrarnir 65 sem nú hafa kært af- greiðslu bæjarstjómar vegna þátttöku þessara þriggja manna telja að þeir hafí þurft að víkja við afgreiðslu tillagna sem snertu störf þeirra og vísa í því efni til stjómsýslulaga. Yerði ekki orðið við þessu hefur lögmaður þeirra umboð til að vísa málinu þegar í stað til umboðsmanns Alþingis. I kæmnni til umboðsmanns barna er vísað til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og því hald- ið fram að samþykkt bæjarstjórnar bijóti í bága við tvær greinar hans. Því er haldið fram að grundvallarréttindi barna séu fyrir borð borin, með því að þeim hafi ekki verið gefínn kostur á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og með því að þeim sé ekki tryggt sem þægilegast og öruggast umhverfí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.