Morgunblaðið - 13.07.1996, Page 4

Morgunblaðið - 13.07.1996, Page 4
4 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íbúi við Miklubraut segir hávaða og mengun hafa valdið sér alvarlegu heilsutjóni Eg vil hafa svefnfrið og njóta hvíldar Guðlaugur Lárusson, íbúi við Miklubraut 13, segir að hávaði og mengun við heimili sitt hafi valdið sér alvarlegu heilsutjóni. Hann notar svefntöflur á kvöldin, en að undanförnu hefur hann farið út fyrir borg- ina og sofið þar í hús- bíl. Hann segist krefjast þess að sér verði skap- aðar aðstæður til að sofa á nóttunni og hvíl- ast á heimili sínu. Egill Olafsson ræddi við Guðlaug. Morgunblaðið/Ámi Sæberg UM 50.000 bílar fara um Miklubraut á sólarhring, en svefnherbergi Guðlaugs er í um 10 metra fjarlægð frá götunni. „ÞAÐ eina sem ég fer fram á er að njóta friðhelgi á heimili mínu. Ég vil hafa svefnfrið og njóta hvíldar með fjölskyldu minni á heimilinu,“ segir Guðlaugur Lár- usson, íbúi á Miklubraut 13, en hann hefur í fimm ár barist fyrir því að gripið verði til aðgerða til að draga úr umferðarhávaða og mengun við Miklubraut. Hann hefur átt við langvarandi heilsu- leysi að stríða síðustu misseri, sem hann rekur til umferðarinnar. I gær fékk Guðlaugur þær fréttir að hann væri að öllum líkindum með sortuæxli á líkamanum. Hann segist íhuga að krefjast bóta af borgaryfírvöldum. Guðlaugur býr við Miklubraut 13, og svefnherbergi hans er í 10 metra fjarlægð frá götu sem um 50.000 bílar fara um á hveijum sólarhring. Mælingar á hávaða, sem gerðar hafa verið við húsvegg hjá honum, leiða í ljós að meðalhá- vaði þar er 78 db. Reglugerð um hávaða- mörk frá árinu 1994 kveður á um að ekki megi skipuleggja ný hverfi þar sem hávaði er meiri en 55 db, en sú tala gefur til kynna hver eru æskileg hávaðamörk. Hávaði tvö- faldast við hver 3 db og þess vegna er hávaðinn við Miklubraut 13 margfalt meiri en æskilegt er talið. Veikindi afleiðing eiturmengunar Guðlaugur sagði afar þreytandi að búa við þennan hávaða og í rauninni væri ástandið óþolandi. Fjölskyldan svæfi ekki á nóttunni nema með því að taka sterkar svefntöflur. Og nú væri heilsan að bila. Guðlaugur hefur þrisvar sinnum fengið kransæðastíflu frá áramótum. Sár hafa greinst í meltingarfærum og öndunarfær- um, sem læknar segja að séu til komin vegna utanaðkomandi baktería. „Reiðarslagið kom hins vegar í dag [í gær]. Eg tók eftir því fyrir nokkrum vikum þegar ég var^að raka mig að ég var kominn með kýli á hálsinum. Læknar, sem ég var hjá í dag, telja líklegt að þetta séu sortuæxli. Það á að taka sýni á þriðjudag og þá kemur í ljós hversu alvarlegt þetta er. Ég er sjálfur ekki í neinum vafa um að þetta er afleiðing þeirrar eitur- mengunar sem ég hef búið við iíjj mörg ár. Það er verið að líflátk mig,“ sagði Guðlaugur. Neytir svefnlyfja á hverju kvöldi Guðlaugur sagðist hafa tekið ákvörðun um að loka fyrirtæki sínu. Ástæðan væri bæði heilsu- Ieysið og einnig afleiðingar lang- varandi neyslu svefnlyfja og ver- kjalyfja, en neyslan leyddi til sljói leika og vanlíðunar. „Sérfræðingurinn minn segir að ég sé ekki fær um að vinna eins og ég er^ á mig kominn og þéss vegna verð ég að ló;ka fyrirtækinu frá og með næstu mánaðamótujn. | Ég er ekki fær umfeðj vinna, m.a. vegna þess að ég nef þurft að taka óhóflega mikið af svefntöflum og diazepam. Ég er nýlega farinn að taka sterkari svefntöflur vegna þess að ég vakn- aði upp um miðjar nætur þrátt fyrir að hafa tekið svefnlyf áður en ég fór að sofa.“ Yfirvöld verða að taka afleiðingunum Guðlaugur sagði brýnt fyrir sig að fá hvíld til að safna kröftum og ná heilsu á ný. Þá hvíld fengi hann ekki á heimilinu og þess vegna hefði hann innréttað húsbíl, sem þau hjónin hefðu nokkrum sinnum sofíð í fyrir utan borgar- mörkin. Hann sagðist gera ráð fyrir að nota bílinn meira á næst- unni. „Ef þessir sjúkdómar, sem borg- aryfírvöld og yfírvöld vegamála valda, leiða mig í gröfína á næstu vikum mun ég skilja eftir gögn og kröfu um að þau sjái um fjár- hagslega afkomu konu minnar. Ef þeir lífláta mig verða yfirvöld að taka afleiðingunum," sagði Guðlaugur. Hraði of mikill og viðhaldi ekki sinnt Hugmyndir hafa verið uppi um að byggja göng undir Miklubraut- ina til að draga úr hávaða frá umferð. Eins hefur verið rætt um að byggja vegg til að draga úr hávaða þar sem hann er mestur. Báðar þessar lausnir kosta mikið fé. Guðlaugur sagðist ekki vera að gera kröfu um byggingu jarð- ganga. „Borgaryfirvöld hafa dregið lappirnar í þessu máli og borið fyrir sig fjárskort. Það ér hægt að laga þetta án þess að kosta eyri til. Eina sem þarf að gera er að fara eftir þeim lögum og reglum sem eru í landinu. Ef ákveðinn væri 45 kílómetra há- marks hraði og eðlilegt viðhald væri á götunum væri þetta vandamál úr sögunni eins og það er í dag. Stór þáttur í að magna upp þennan hávaða er að það hefur ekki verið gert við götuna í þijú ár. Það eru komin 10 cm hjólför í hana og hún er gróf eins og malarvegur. Við húsið mitt er að brotna upp úr malbikinu og það er ekki lagfært. Hávaðinn magn- ast við þetta. Ég hef ekki farið fram á að yfirvöld reisi einhver mannvirki við Miklubraut. Þau geta eytt pen- ingunum í brú yfír Gilsfjörð og göng undir Hvalfjörð fyrir mér. Eg óska bara eftir að farið verði að lögum og hámarkshraði á þeirri hraðbraut sem ég bý við verði lækkaður.“ Ákvæði umferðarlaga um hámarkshraða brotin í 37. gr. umferðarlaga frá árinu 1987 segir orðrétt: „í þéttbýli má ökuhraði ekki vera meiri en 50 km á klst.“ í 23. gr. lögreglusam- þykktar Reykjavíkur segir hins vegar að á Miklubraut austan Kringlumýrarbrautar skuli vera 60 km hámarkshraði. Guðlaugur sagði að í viðræðum sínum við lögreglustjórann í Reykjavík hefði komið fram að þegar lögreglusamþykkt Reykja- víkur var samþykkt hefði gatna- málastjórinn í Reykjavík sent lög- reglustjóra bréf um. að engin hraðatakmörk mætti setja á Miklubraut frá Kringlumýri að Snorrabraut. Lögreglustjóri hefði þess vegna sagt sér að hann hefði enga heimild til að lækka há- markshraða á þessum kafla. Guðlaugur hefur gengið á milli embætta með kvartanir sínar án þess að það hafi skilað sýnilegum árangri. Hann hefur rætt við borg- arverkfræðing, borgarritara, borgarskipulag, lög- reglustjórann í Reykja- vík, sent erindi til borgarráðs og umferð- arnefndar borgarinnar og nú síðast kærði hann málið til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður gat ekki tekið við málinu þar sem það upp- fyllti ekki skilyrði sem sett eru um afskipti umboðsmanns af málum. Útilokað að selja Guðlaugur sagði að mengun frá umferð við götuna væri mikil. Hún sæist best á náttúrunni sjálfri. Gróður í garðinum við húsið væri að veslast upp og tré dræpust á hveiju ári. Fuglar væru hættir að verpa í trén og í vor hefði hann tekið eftir að flugur væru hættar að sjást í glugga. Guðlaugur sagði að sá kostur væri auðvitað fyrir hendi að flytja burt, en það yrði ekki gert á ann- an hátt en að fara og skilja eign- ina eftir því enginn vildi kaupa íbúð á svona stað. Hann sagði að nágranni sinn hefði í langan tíma reynt að selja íbúð sína á hálf- virði, en án árangurs. Ósamræmi í reglum um há- markshraða í þéttbýli Þarf að nota sterkar svefntöflur á hverju kvöldi Auglýsing með börn- um ekki birt áfram FREYR Jakobsson annar eig- andi verslunarinnar Cosmo segir gagnrýni, sem beinst hefur að auglýsingu frá fyrir- tækinu, en hún sýnir fáklædd stúlkuböm, koma sér á óvart. Notkun bama til að auglýsa föt fyrir fullorðna þyki honum ekki vera óeðlileg, en þar að auki bjóði verslunin boli fyrir böm. Freyr segir að auglýsingin verði ekki birt áfram, enda sé ekki ætlun verslunareigenda að storka fólki á nokkurn hátt. „Myndin er af íslenskum tvíburum og hún var birt með samþykki foreldra þeirra og stúlknanna sjálfra. Við skiljum ekki alveg að fólk geti séð eitt- hvað klúrt í þessari mynd og ef systkinakærleikur er litinn þeim augum, eru málin orðin eitthvað furðuleg að mínu mati.“ Harmar að myndin veki hneykslun „Við höfum aldrei notað mynd af þessu tagi áður, en ég tel hana ósköp saklausa, og mun sakleysislegri en til dæmis auglýsing fyrir herra- fataverslun sem birtist fyrir skömmu og sýnir mynd af naktri konu rifna í tvennt," segir hann. Freyr segir að fólk hafí haft samband við verslunina til að lýsa yfir hneykslun sinni á þeim sem lesi eitthvað klám- fengið eða óeðlilegt út úr aug- lýsingunni. „Við hefðum aldrei birt þessa mynd ef við hefðum litið á hana sem einhvers konar klám, foreldrar stúlknanna eru kunhingjafólk okkar og hug- arfarið á bak við auglýsinguna var gott. Okkur þykir hins vegar afskaplega leiðinlegt hafí auglýsingin farið svo mjög fyrir bijóstið á fólki,“ segir hann. F3 XS Barði Kópur Bjargtangar Hafís fyrir VestQördum ll.júlí 1996 Óvenju mik- ill hafís FLUGVÉL Landhelgisgæsl- unnar, TF-SYN, fór í fyrradag í eftirlits- og ískönnunarflug á miðin úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi. Hafís er nú óvenju mikill vegna viðvarandi vestlægrar áttar sem ríkt hefur að undan- förnu. Búist er við að vindátt breytist næstu daga og mun ísinn þá væntanlega hörfa að nýju. Isröndin komst næst landi 23 sjómílur vestnorðvestur af Rit. Hún mældist 26 sjómílur norðvestur af Barða, 42 sjómíl- ur norðvestur af Blakksnesi og 46 sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.