Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ1996 25 JÓN GUÐMUNDUR TÓMASSON ■4- Jón Guðmundur ■ Tómasson var fæddur á Fljótshól- um í Gaulverjabæj- arhreppi 1. júní 1933. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 6. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Tómas Tómasson bóndi á Fljótshólum og Guðríður Jónsdótt- ir. Systkini Jóns í aldursröð eru Jóna Sigríður, Gunnar Yngvi, Bjarni og Þuríður Sigurbjörg. Jón fór á vertíðir til Vestmannaeyja á yngri árum ásamt því að vinna að búinu með föður sínum. Að honum látnum tók Jón við bú- inu og bjó með móður sinni þar til hún lést í janúar 1985, en eftir það bjó hann á Fljótshól- um og hafði sér til aðstoðar vinnufólk á annatímum. Jón Guðmundur verður jarð- sunginn frá Gaulverjabæjar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilíðin er ekki myrkur, eiliðin er ljósið bjarta. (Helgi Sæmundsson.) Með söknuð í hjarta kveð ég í dag, elskulegan föðurbróður minn, Jón Guðmund Tómasson eða Nonna frænda, eins og við frændsystkini hans kölluðum hann alltaf. Hann var einungis 63 ára þegar hann lést, aðfaranótt 6. júlí síðastliðinn eftir harða baráttu við krabbamein. Allt undir það síðasta, var hann sann- færður um að hann myndi vinna sigur á þessu meini, en því miður varð hann að játa sig sigraðan þrátt fyrir hetjulega baráttu. Enda þótt við fögnum dauðanum þegar hann líknar sjúkum, fer ekki hjá því að mér verður þungt um hjartarætur þegar minningarnar og söknuðurinn sækja á. Nonni frændi er samofinn minningum minum frá bemsku- og uppvaxtarárunum, þar sem hann bjó alla tíð að Fljótshólum, í sveit- inni „minni“ hjá ömmu og afa. Eftir andlát afa árið 1973 hélt hann áfram búskapnum við hlið ömmu og þegar hún svo kvaddi þetta líf árið 1985, hélt hann ótrauð- ur áfram búskapnum, allt undir það síðasta. í augum mínum var Nonni frændi hreystin uppmáluð, hávax- inn, beinn í baki og með hlátursg- lampa í bláu augunum. Handlegg- irnir á honum vom eins og sverir girðingarstaurar og liðuðust þrútnar æðarnar eftir þeim. Hafði ég ómælda ánægju af því að strjúka eftir æðunum og þreyfa á þessum miklu handleggjum, þegar ég var lítiL Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dveljast nokkur sumur í kaupavinnu hjá þeim Nonna og ömmu og heilan vetur dvaldist ég einnig hjá þeim, þegar móðir mín fór suður til að mennta sig. Margt brölluðum við Nonni þennan vetur. Til dæmis þegar frost var í jörðu og vatnið í mýrinni hafði lagt, lögð- um við Nonni það í vana okkar að taka með okkur skauta, þegar við fórum með moðið til hrossanna. Nonni átti heimasmíðaða skauta, sem voru bundnir undir stígvélin og náði hann ótrúlegum hraða á þeim. Varð ég iðulega að lúta í lægra haldi fyrir honum, þegar við reynd- um með okkur. Oft enduðu þessar skautaferðir okkar á því að Nonni ýtti mér á undan sér á þvílíkri ferð, að ég þurfti að hafa mig alla við til að halda jafnvægi. Upp í hugann koma fleirri góðar minningar um veru mína í sveitinni hjá ömmu og Nonna. Barátta mín við „stráka- gengið" til að fá að keyra traktor og gleðin yfir sigrinum, þegar ég sat bak við stýrið á „Grána gamla“. Allar ferðirnar, sem famar voru niður að sjó, á beislinu aftan á traktomum eða í Landrovernum, í bátn- um að Skúmeyrinni og margt fleira, en þá sat Nonni við stýrið, miðl- aði af visku sinni og stríddi okkur krökkun- um óspart. Þetta var yndislegur tími, fullur af kátínu og gleði, en þó var stutt í alvöruna, því víða leyndust hætt- ur í sveitinni, sem Nonni var vanur að minna okkur á. Kæri frændi, það verður tómlegt að koma að Fljótshólum og hitta þig ekki, en ég veit að þú ert á góðum stað, í góðra skyldmenna- og vinahópi. Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Með þessum orðum Yatnsenda - Rósu kveð ég frænda minn. Það var mér mikils virði að eiga hann að og minningu um hann mun ég bera með mér um ókomna tíð. Guð geymi góðan mann. Anna Guðríður Gunnarsdóttir. Við bræðurnir, sem þessar línur ritum, vorum í sveit að Fljótshólum, Gaulverjabæjarhreppi hjá sæmdar- hjónunum Tómasi Tómassyni og Guðríði Jónsdóttur sumrin 1957- 1962. Að Fljótshólum var þá rekið umfangsmikið kúabú auk garð- ræktar og er svo enn í dag. Að Fljótshólum voru í heimili á þessum tíma auk Tómasar og Guð- ríðar, Jón sem hér er kvaddur og systir hans Þuríður Sigurbjörg, en Jóna Sigríður, Gunnar og Bjarni voru flutt að heiman. Heimilisbrag- ur að Fljótshólum einkenndist af festu og vinnusemi en ekki síður af hlýju og glaðværð. Jón G. Tómasson var liðlega meðalmaður á hæð, beinvaxinn og skarpleitur, fríður sýnum og stæltur með afbrigðum. Bjó hann yfir mjög góðri greind og einstaklega ljúfu og léttu lundemi. Er við bræður komum fyrst að Fljótshólum vorið 1957, var Jón 24 ára gamall. Tók hann okkur strax sem félögum þótt svo aldursmunur- inn væri talsverður. Að Fljótshólum var hugtakið kynslóðabil ekki þekkt. Jón var hamhleypa til allra verka og var ekki laust við að vinnu- gleði og dugnaður hans smitaði út frá sér. Var hann rammur að afli og reyndist það honum lítið verk að bera 200 lítra olíutunnur í fang- inu, ef þurfa þótti. Má nærri geta að Jón hafi uppskorið takmarka- lausa lotningu og aðdáun ungra sveina. Að vinnudegi loknum var gjaman tekið upp léttara hjal, farið að vitja neta eða skeggrætt um líf- ið og tilveruna. og var Jón óþreyt- andi að miðla okkur af þekkingu sinni um náttúru staðarins, en fugla- og dýralíf við Þjórsárós er auðugt og fjölbreytt. Ungmennafélagsandinn sveif á þessum árum yfir vötnum í Gaul- veijabæjarhreppi og metnaður fé- lagsmanna Ungmennafélagsins Samhygðar ekki lítill að standa sig gagnvart ungmennafélögum í ná- grannahreppunum, einkum Vöku í Villingaholtshreppi, en hápunktur sumarsins var keppni milli þessara félaga í fijálsum íþróttum. Vorum við bræður einlægir Samhygðar- aðdáendur, en Jón keppti fyrir þess hönd í 100 metra hlaupi svo og í kúluvarpi. Hafði Jón alla burði til að geta orðið mjög frambærilegur íþróttamaður á lansdvísu, en hann gaf sér aldrei tíma sem skyldi frá önnum dagsins til þess að rækta þessa hæfileika sína. . Lífsviðhorf Jóns hafði mikil áhrif á okkur bræður og jókst vináttan við hann með árunum. Það var ávallt skemmtilegt og fróðlegt að sækja Jón heim og ræða um lífið og tilveruna. Þegar hann veiktist af illvígum sjúkdómi fyrir nokkrum árum þá tókst hann á við veikindin af styrk og æðruleysi allt þar til yfir lauk. Jón G. Tómasson var um margt einstakur gæfumaður. Hann var maður fjölfróður, unni búskap og sveit sinni. Jón var ókvæntur og barnlaús en var alla tíð umvafinn ástúð og umhyggju systkina sinna og systkinabarna sem öll hafa dval- ið langdvölum að Fljótshólum í gegnum árin og litið á Fljótshóla sem sitt annað heimili. Það er með trega sem við bræðurnir nú að leið- arlokum kveðjum góðan dreng og um leið og við þökkum honum sam- fylgdina, vottum við systkinum Jóns og systkinabörnum okkar innileg- ustu samúð. Rúnar Mogensen, Brynjólfur Mogensen. Góður vinur minn, Jón G. Tómas- son, er fallinn frá. Hinn 6. júlí síðastliðinn lauk harðri glímu Jóns við þann, sem við öll verðum að lúta fyrr eða síð- ar. Glíma Jóns G. Tómassonar var hörð og ströng og varðist hann lengur en nokkurn hefði getað órað fyrir. Svo lengi sem minni mitt rekur til minnist ég Jóns G. Tómassonar sem einhvers mesta drengskapar- manns sem ég hef hitt á lífsleið minni. Hann var með afbrigðum orðvar maður og minnist ég þess aldrei nokkurn tíma að hafa heyrt hann hallmæla nokkrum manni. Jón G. Tómasson fæddist að Fljótshólum í Gaulveijabæjarhreppi 1. júní 1933. Hann var næstelstur 5 barna hjónanna Tómasar Tómas- sonar og Guðríðar Jónsdóttur. Jón ólst upp við ástríki góðra foreldra og endurspeglaði það alla sína ævi. Hann tók þátt í bústörfum á búi foreldra sinna og tók síðan við bú- inu að þeim látnum. Hann var þeim stoð og stytta á þeirra efri árum. Jón G. Tómasson var heljarmenni að burðum og keppti á sínum 'yngri árum í íþróttum fyrir Ungmennafé- lagið Samhygð. Hann hafði djúpa og fallega söngrödd og söng um árabil í kirkjukór Gaulveijabæjar- kirkju. Þá var hann um árabil fé- lagi í kvartett sem starfaði í sveit- inni og nefndi sig Bændakvartett- inn. Einnig átti hann um árabil sæti í hreppsnefnd Gaulveijabæjar- hrepps. Jón G. Tómasson var alla ævi ókvæntur og barnlaus. Margir ung- lingar sóttust eftir að komast í kaupavinnu að Fljótshólum á sumr- in og voru margir þeirra þar sumar eftir sumar og oft tóku yngri systk- in við af þeim eldri. Jón hafði gott lag á unglingum, leyfði þeim að vinna eins og þeir þoldu en gætti þess vel að ofgera þeim ekki og skila þeim heilum heim að hausti. Jón G. Tómasson var mikill bú- maður. Hann var ævinlega snemma á fótum og naut sín í ríki náttúrunn- ar og í návist húsdýra sinna, enda búnaðist honum vel. Ég vil senda systkinum Jóns og vandamönnum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur, en vegna fjarlægðar sé ég mér ekki fært að vera við útför góðs vinar. Ég bið góðan guð að blessa minningu Jóns G. Tómassonar. Sturla Jónsson frá Fljótshólum. Óhætt er að segja að náttúran hafi skartað sínu fegursta morgun- inn sem við fregnuðum lát Jóns. Sól skein í heiði og fjallahringurinn stóð heiðursvörð allan daginn. Þeg- ar við systkinin komum saman og ræddum þær stundir sem við höfð- um átt með Jóni var af mörgu að taka. Jón var mjög fróður og víðlesinn maður og var óspar á að miðla þessari vitneskju til mismóttæki- legra spyijenda. Hann sýndi okkur endalausa þolinmæði og útskýrði vel og vandlega fyrir okkur gang mála, oft ef að þess þurfti með. Öll eigum við minningar um það þegar hann á stjörnubjörtu vetrar- kvöldi kenndi okkur nöfnin á stjörn- unum á leiðinni heim úr fjósinu eða þegar hann týndi grös og jurtir í mýrinni og kenndi okkur nöfnin og oft fylgdi saga með sem gerði fræðsluna skemmtilegri. Jón var geysilega fróður um umhverfi sitt og náttúruna og umgekkst hana af virðingu þess sem lifir í nánum tengslum við hana. Þetta var hans heimur. Það fyllti okkur öryggiskennd að vita af honum í næsta húsi því allt- af var hægt að leita til hans ef að þess þurfti með. Heimili Jóns stóð okkur alltaf opið hvernig sem á stóð og þegar við urðum eldri hafði hann alltaf tíma til að ræða máiin. Jón var mjög hraustur og vakti oft aðdáun ungra áhorfenda þegar hann sýndi mátt sinn og er hægt að segja að lýsið í skeiðinni hafi runnið auðveldar niður við þá til- hugsun að þá yrði maður eins sterk- ur og Nonni. Fréttin um veikindi hans komu því á óvart og tók það nokkurn tíma að átta sig á því að þetta var ekkert sem hann gat hrist af sér. Þó að við höfum búið fjarri um lengri eða skemmri tíma var Jón alltaf hluti af Fljótshólum þegar hugsað var heim. Fjölskvldan í aust- urbænum hefur nú misst góðan vin og nágranna, en við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum samleið. Við sendum ættingjum samúðar- kveðjur. Sigríður, Jóhannes, Pálmi og Sturla, Fljótshólum. Föðurbróðir okkar, Jón Guð- mundur Tómasson, er borinn til hinstu hvílu í dag. Nonni, eins og við kölluðum hann, barðist í þijú ár hétjulegri baráttu við ólæknandi sjúkdóm sem að lokum sigraði Nonna. Við höfum haft tíma til að und- irbúa okkur fyrir brottför Nonna af jarðríki, en þrátt fyrir það er erfitt að sjá ástvini sem hann hverfa á braut. Nonni hafði áhrif á okkur þegar við vorum að vaxa úr grasi því við vorum tíðir gestir á bænum hans, Fljótshólum. Þegar við vorum lítil var alltaf gaman að hitta Nonna í sveitinni því hann var ætíð tilbúinn til að leika svolítið við okkur. Hann henti okkur upp í loftið, sneri okkur í hringi og var til í áflog við rolling- ana sem vildu takast á við sterka frændann í sveitinni. Á unglingsár- unum vorum við í sveit hjá Nonna. Þá kenndi hann okkur vinnusemi og að axla þá ábyrgð sem fylgdi þeim verkum sem við áttum að framkvæma. Ekki minnist ég þesfí að hann hafi reiðst okkur ef við gerðum einhver mistök heldur tók öllu með ró og ræddi um það hvern- ig ætti að forðast að gera sömu mistök aftur. Það var oft glatt á hjalla á Fljótshólum þegar kaupa- fólkið kom í sveitina og hafði Nonni gaman að ærslum okkar, hvort sem það var við matarborðið, í hey: skapnum eða úti í gulrótargarði. í sveitinni gaukaði Nonni að okkur fróðleiksmolum um dýra- og jurta- líf á réttum augnablikum og sá þannig til þess að ungviðið af möl- inni fengi sinn skammt af náttúru- fræðikennslu í réttu umhverfi. Til síðasta dags fylgdist Nonni af. áhuga með því sem við vorum að taka okkur fyrir hendur í lífinu. Það var ætíð hægt að ræða við hann um heima og geima, enda víðlesinn og vel að sér í því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Élsku Nonni, við eigum eftir að sakna þess að hitta þig ekki oftar á Fljótshólum, við erum hins vegar viss um að þú fylgist með okkur þar. Ástarþakkir fýrir allt og allt með ósk um að þú fáir að hvíla í friði. Blessuð sé minning þín. Laufey Ása, Arnar og Þorsteinn Bjarnabörn. ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. júlí 1996 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir(grunnlífeyrir) ................... 13.373 'A hjónalífeyrir ....................................... 12.036 Fulltekjutrygging ellilífeyrisþega ..................... 30.510 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega .................. 31.365 Heimilisuppbót ..........................................10.371 Sérstök heimilisuppbót ................................... 7.135 Bensínstyrkur ........................................... 4.317 Barnalífeyrirv/1 barns ................................. 10.794 Meðlag v/1 barns .....\................................. 10.794 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna ......................... 3.144 Mæðralaun/feðralaunv/3jabarnaeðafleiri .................. 8.174 Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða .......................... 16.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ....................... 12.139 Fullurekkjulífeyrir .................................... 13.373 Dánarbæturí8ár(v/slysa) ................................ 16.190 Fæðingarstyrkur ......................................... 27.214 Vasapeningarvistmanna ................................... 10.658 Vasapeningarv/sjúkratrygginga ........................... 10.658 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar ............................. 1.142,00 Sjúkradagpeningareinstaklings ........................... 571,00 Sjúkradagpeningarfyrirhvert barn áframfæri .............. 155,00 Slysadagpeningareinstaklings ............................ 698,00 Slysadagpeningarfyrirhvert barn áframfæri ............... 150,00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.