Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ1996 29 EINAR GUÐLA UGSSON + Einar Guðlaugsson fæddist í Vík í Mýrdal 9. maí 1927. Hann lést á heimili sínu í Mos- fellsbæ 16. júní síðastliðinn og fór útförin fram frá Víkur- kirkju í Vík í Mýrdal 22. júní. Þær sorgarfréttir bárust okkur hjónum, er við vorum á ferðalagi erlendis, að vinur okkar Einar Guðlaugsson hefði látist á heimili sínu 16. júní. Hann var jarðsung- inn frá Víkurkirkju þann 22. júní sl. Þessar línur eru því nokkuð síðbúnar. Kannski vegna skyldleika við Elínu ömmu mína var Einari kom- ið til hjónanna á Loftsölum sex eða sjö ára gömlum þar sem hann var alinn upp. Minningar koma í hugann eins og perlur á bandi, hver af annarri sem ljósbrot í tímans rás. Einar ungur maður á Loftsölum, ég bara þínulítil stepla, líka alin upp á Loftsölum, man hann, háan, sterkan og glaðan og þegar hann var á síðustu árum að rifja upp þessa tíma, verða þeir nú meira lifandi og skýrari í minningunni. Einar þessi góði drengur, hressilegur og djarfur, tók ekki hart á prakkarastrikum stelpukrílisins, þegar hún var að gera honum grikk, til þess að vekja athygli. Hún átti það skilið að fá ráðningu. Nei, hann klappaði bara á bakið á henni, hló og gerði gott úr öllu. Ég man hann líka þegar hann dró þungan snjósleðann, sem ég réði varla við, margar ferðir upp í Bjallann fyrir mig, þá gat ég rennt mér langar leiðir austur á tún. Hann sagði mér oft frá ömmu, dró upp skýra mynd hennar, af þeim dugnaði og krafti sem hún bjó yfir, þau áttu vel saman Einar og amma, vöknuðu bæði eld- snemma á morgnana, vegna þess að þá var hugurinn kominn á flug, þau voru börn morgunsins og hækkandi sólar, fengust við eitt- hvað sem hugurinn stóð til. Kannski skrapp hann í ósinn að vitja um net, eða var kominn út í hagann með beisli í hendi og mér fínnst að hann hafi oft komið því í kring að farið var í drangana eða Dyrhólaey eftir eggjum og fugli. Smalaferðir á haustin voru sérstök ævintýri, frásagnir hans af mönn- um og dýrum úr þeim ferðum, voru lifandi og skemmtilegar, þar sem smalarnir unnu að lokum sæta sigra yfír drottningum heið- anna, oft eftir mikið erfiði. En svo kom að því að hann fór að heiman. „Og hleypti á burt undir loftsins þök.“ (Einar Ben). Já, Einar var alltaf með hestana nálægt sér, úti í náttúrunni þar sem grasið grær, blómin spretta og fjöllin eru blá, á fallegum gæð- ingi. Það var hans ríki. „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund“ (Einar Ben.) Unnandi alls sem lif- ir og tilheyrir sveit. En eins og margir ungir menn af Suðurlandi fór hann fyrst til Vestmannaeyja í vinnu við fisk, en það gat ekki verið hans fram- tíð. Sveitin og hestarnir áttu hug hans. Að verða bóndi var mikið nær og nú stefndu hann og Halla kona hans, ásamt tveimur bræð- rum hans og þeirra konum austur þangað sem náttúran skartar sínu fegursta að Skaftafelli og bjuggu þar í nokkur ár. En þar hlaut hann slæmt fótbrot og sjálfsagt var það meðal annars orsökin fyrir því að þau voru þar ekki lengur. Én oft fannst mér á Einari eins og hann sæi eftir að ekki gat orðið af lengri búsetu þar. í Rangárþingi bjuggu þau í nokkur ár á Múla í Lands- sveit og á Hellu. Mér finnst líklegt að það hafi skapað svolítið rótleysi hjá Einari þegar hann þurfti að fara frá for- eldrum sínum, systkinum og öllu því sem honum þótti vænt um, frá uppruna sínum, til fólks sem hann þekkti ekki. Á Loftsölum leið hon- um samt vel og var alla tíð í miklu uppáhaldi hjá systkinunum, var eins og einn af þeim. Þau sögðu alltaf Einar minn Guðlaugs þegar um hann var rætt. Mér er óhætt að segja að það hafí verið gagn- kvæmt. Og var það ekki líka rótleysi manns eins og_ Einars að flytja til Reykjavíkur. Ýmis störf tóku þá við, lengst vann hann í álverinu í Straumsvík. En Einar var alltaf með annan fótinn einhversstaðar austur í sveit, í nálægð við hestana sína, á ferð með þeim í byggð eða óbyggðum, einn eða með fleira fólki. Skammt sunnan við Kirkjubæ- jarklaustur þar sem stutt er í fæð- ingarstað Höllu og miðja vegu frá fæðingarstað Einars til þess draumastaðar sem hann byrjaði bóndi í íslenskri fjallakyrrð, og mikilleik skaftfellskra fjalla, byggðu þau sér myndarlegan sum- arbústað í hlýlegri laut með litlu vatni í, þar sem hann sleppti í nokkrum silungaseiðum. Svo var litla fólkinu og öðrum sem komu í heimsókn, boðið að veiða á stöng, ekki til að borða, heldur til þess að gefa öðrum hlutdeild í því sem náttúran bauð og silungarnir héldu áfram að synda í tjörninni. Þau plöntuðu trjám og ýmsum gróðri þar í kring af eljusemi og natni, hlúðu að því eins og öðru lífi. Þar JÓN ÁRNASON + Jón Árnason fæddist á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð 16. júní 1899. Hann lést á heimili sínu 28. júní síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Breiðabólstaðar- kirkju 6. júlí. Um þessar mundir hvarflar hugurinn til löngu liðinna daga. Þá var sumar, árið 1937. Ég réð mig sem eins konar kaupakonu að Sámsstöðum í Fljótshlíð, en hef nú varla staðið undir nafni. Á Sámsstöðum bjuggu hjónin Guðrún Árnadóttir frá Hlíðarenda- koti og Jón Árnason ásamt þremur ungum börnum sínum, Árna, Þór- unni og Guðríði. Margar á ég minningarnar frá þessu sumri í fagurri sveit. „Sá ég ei fyrr svo fagran jarðar- gróða ...“ lætur Jónas Hallgríms- son Gunnar á Hlíðarenda segja, er hann horfir hlíðar-brekku móti. Á bænum voru auk mín tveir aðrir unglingar og öllum leið vel og hjónin kunnu þá list að bæði hvetja og leiðbeina. Ég tel að það hafi verið mér lán að kynnast þessu góða fólki og eignast vin- áttu þess. Um helgar fengum við umráð yfir hestum og þá var nú glatt á hjalla. Einn hesturinn, Stígandi, er mér enn ofarlega í minni, þar sem hann, þýður og viljugur, þaut með unga stúlku á baki um græn- ar grundir sveitarinnar og „allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð ...“ (E. Ben.) Eftirfarandi hendingar eru úr minningarljóði um tengdaföður Jóns, Árna Ólafsson frá Hlíðar- endakoti, en hann lést 1943. Ljóð- ið orti Hallgrímur Jónsson: var þeirra sælureitur. Margir hafa komið, þangað til þeirra, þegið höfðinglegar móttökur og fróðleik um ættir og sögu fólksins á þess- um slójlum. Húsbóndinn alltaf til- búinn að skreppá með gesti um nágrennið lengri og skemmri leið- ir, og þá lýsti hann landinu, fólk- inu og ýmsum atburðum og tveggja ferða minnist ég sérstak- lega með honum að Skaftafelli. Þvílík nautn það var fyrir hann að komast um landið gangandi, þá fyrir stuttu kominn úr aðgerð þar sem skipt var um lið í mjöðm. Hann kleif eins og fjallageit niður I bæjargilið að Hundafossi og upp aftur ásamt undirritaðri, sem ekki hafði við honum. 'Þar var allt svo kunnugt frá búskaparárunum. Og svo nokkrum mánuðum seinna átti ég þess kost að ganga með honum alla leið í Bæjarstaðaskóg, þar sem haustlitir skógarins skört- uðu í eins fögru veðri og getur orðið. Ég held að þessi ferð hafi verið honum mikils virði, ljómandi ánægjan skeið úr svipnum þegar hann var að rifja upp og segja mér frá smalaferðum, heyskap á heiðinni og ýmsum atburðum, og hvað þau hétu þessi tignarlegu skaftfellsku fjöll. Svo þegar komið var á brekkubrún og vel sást til hafsins, þá voru líka ótal minning- ar frá fjöruferðum og selveiðum, sem allar urðu góðar að minnast, þó að það hafi verið svaðilfarir yfir vötn og sanda. Reynið að sjá í huganum, þegar hann bjó í Skaftafelli og hesturinn hans strauk. Hesturinn ætlaði heim í Rangárvallasýslu en varð strand á jöklinum. Einar varð að ganga undir framhlutanum á honum nið- ur jökulinn, brattinn var svo mik- ill, eftirá var þetta eitt af ævintýr- unum í minningum hans frá Skaftafelli. Einar er nú laus úr viðjum sjúk- dómsins sem hann barðist við af hörku og dug. Það var ekki í anda hans að sökkva sér ofaní deyfð og depurð þó að hann vissi að hveiju stefndi. Heldur var hans eðli að lyfta okkur hinum upp þegar á móti blés. Og þess vegna lyftum við nú huganum á flug yfir erfiðleika og kvöl, trúum að enn hafi lífið sigrað dauðann og Einar sé nú með vinum sínum, mönnum og dýrum á æðra tilveru- stigi. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Ben.) Ég sendi fjölskyldu hans innileg- ar samúðarkveðjur. Hrafnhildur Stella Stephens. Svipmikið hérað, sólríkt fagurleitt og svása Hlíð, kveður nú sá, er árbyggð unni heitt frá æskutíð. Þessar hendingar eiga ekki síð- ur við Jón á Sámsstöðum, - Hlíðarsveininn í 97 ár. Áður en Jón kvaddi hlotnaðist honum sú hamingja að búa með og kynnast ungum niðjum sínum bæði á Sámsstöðum og í Hlíðar- endakoti og upplifa það að enn í dag leika krakkar saman og það er - hlegið hátt og hent að mörgu gaman - á þessum slóðum. Fjölmenni var við útför Jóns sem gerð var frá Breiðabólsstaðar- kirkju hinn 6. júlí. Prestur var séra Sváfnir Sveinbjarnarson, sveitungi Jóns og góðvinur. Við Sophus óskum börnum Jóns og fjölskyldum þeirra allra heilla í framtíðinni. Áslaug Friðriksdóttir. SIG URBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR + Sigurbjörg Magnúsdóttir fæddist á Hryggj- um í Mýrdal 30. ágúst 1905. Hún iést á Sjúkrahúsi Suðurlands 25. júní siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Sigurðar- dóttir, f. 28.10. 1876, d. 24.3. 1951, og Magnús Björns- son, f. d. 29.12. Systkini hennar voru Ragnhildur Jónía, Ingibjörg og Haraldur, sem öll eru látin. Hinn 17. desember 1932 gift- ist Sigurbjörg eiginmanni sín- um, Sæmundi Jónssyni, f. 27.4. 1902, d. 12.10. 1943. Þau eign- uðust tvö börn. Þau eru: 1) Magnúsína Sigríður, f. 5.8. 1934. Hennar maður er Friðrik Friðriksson og eiga þau þrjár dætur, Sigurbjörgu, Rósu Fanneyju og Ernu. 2) Sæmundur Sigur- björn, f. 11.6. 1943. Fyrri kona hans var Fríður Alfreðsdótt- ir, f. 16.8. 1942, d. 1.5. 1974. Sonur þeirra er Haraldur. Seinni kona hans er Anna Margrét Sig- urðardóttir, f. 10.7. 1957. Dætur þeirra eru Guðrún Maria og Fríður. Síðastliðin tvö ár dvaldi Sig- urbjörg á dvalarheimilinu Sól- völlum á Eyrarbakka. Kveðju- athöfn um Sigurbjörgu hefur farið fram frá Selfosskirkju og mun útför hennar fara fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Mig langar til að minnast ömmu minnar í örfáum orðum. Við amma horfðum á staðreyndir lífsins og fyrir 12 árum lfaði ég henni að ég skyldi skrifa örlitla grein um hana að henni látinni og tókum einnig þessa mynda af henni í því tilefni. Svona gátum við amma oft rætt saman þótt við hentum oft gaman að. Amma var ekki gefin fyrir óþarfa lofræður en allir hafa eitt- hvað gott í sér sem lofa skal og það á einnig við um ömmu. Ég var svo heppin að fá að njóta mikillar samveru við ömmu i uppvexti og þykir mér ákaflega vænt um hana og sakna hennar sárt, en amma hafði þráð nokkuð lengi að fara á fund ástvina sinna hinum megin og veit ég að þar hafa orðið miklir fagnaðarfundir en þau afi hittust eftir rúmlega 50 ára aðskilnað. Núna veit ég að henni líður vel og fylgist með mér og leiðbeinir mér eins og hún fær. Amma mín, lífið fór ekki alltaf ljúfum höndum um þig eins og þeg- ar afi lést og þú stóðst ein eftir með tvö lítil börn, níu ára og fjög- urra mánaða. Þetta hefur verið hræðileg lífsreynsla. Það veit ég þar sem ég reyndi slíkt hið sama rúmum 40 árum seinna. Þess vegna skildir þú mig svo vel og gott var að geta talað við þig um þetta enda fór ekkert lengra sem við spjölluðum um sem var nú æði margt. Ótal minningabrot koma í huga mér. Við að spila á gamla gráa sófanum í Oddhól og Karri malandi í skinnstólnum þínum. Ég að skríða upp í holuna þína því sængin þín var svo hlý og mjúk. Sunnudagsstemmningin sem alltaf fylgdi þar sem þú varst er þú hlustaðir á messuna. Ég gæti talið upp endalaust. Amma mín, ég bið Guð að gæta þín. Þú sagðir mér að máttur bæn- arinnar væri mikill og ætla ég það hafa það að leiðarljósi í mínu lífi. Ég sakna þín og leyfi mér að gráta þig því það er gott að geta grátið og ég vona það svo sannarlega það þú getir það líka í nýjum heimkynn- um. Við sjáumst þegar minn tími kemur og ég bið þig um að vaka yfir mér þangað til. Mig langar til að þakka starfsfólki á Sjúkrahúsi Suðurlands og á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka sem voru ömmu minni góðir. Bless amma mín, ég gleymi þér aldrei. Blessuð sé minning þín sem verð- ur ljós i lífi mínu. Þín dótturdóttir, Erna. Elsku langamma mín. Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um þig. Takk fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman. Guð mun passa þig vel og lengi. Kveðja frá Freydísi Jónu og Sig- urvini Dúa. Saknaðarkveðjur. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína (P. Jónsson) Sofðu rótt, langamma. Þín Birgitta Maggý. Sérfræðingar ■ blóniaskroylinguni við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. BORGAR APÓTEK Álftamýri 1-5 GRAFARVOGS APÓTEK Hverafold 1-5 eru opin til kl. 22 “A- Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Borgar Apótek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.