Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ1996 27 MINNINGAR SIGURÐUR AGUST STEFÁNSSON + Sigurður Ágúst Stefánsson fæddist að Fossi í Grímsnesi 28. ágúst 1906. Hann lést í Kaupmannahöfn 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Guðmunds- dóttir f.6/9 1873,Lýtingsstöðum í Holtum d.1/5 1963, og Stefán Þorsteins- son, f.25/11 1864, Þjóðólfshaga í Holt- um, d.12/1 1920. Systkinin voru ell- efu. Guðmundur, f. 16/7 1898, d.12/5 1990, Þor- steinn, f. 23/9 1899, d. 9/6 1986, Stefán, f. 24/1 1902, Guðrún, f. 28/5 1903, d. 27/6 1982, Sigrún, f. 23/12. 1904, Karl Óskar, f.14/8 1907, d.11/10 1932, Jóhanna, f. 24/11 1908, Val- gerður, f. 19/11 1910, d. 20/3 1989, Garðar, f. 1/1 1912, d. 1/6 1912, Þórunn, f, 9/2 1915. Sigurð- ur kvæntist danskri konu, Ingrid, hún er látin. Heimili þeirra var síðari ár í Kokkedal í Dan- mörku. Þau eignuð- ust þrjú börn, Hall- dór, f.9/11 1950, Edda f. 20/5 1952, og Torstein, f. 9/8 1953. Áður eignaðist hann dótt- urina Huldu, f. 19/7 1933, hún er látin. Utför Sigurðar fór fram i Kaupmannahöfn 15. júní. Sigurður Stefánsson - betur þekktur sem Siggi, Pilevang 10, Kokkedal, lést 8. júní, fáum klukku- stundum áður en Þór með hamarinn rauf himininn og sendi víkingnum trausta, verðuga (hinstu) kveðju (Þór með hamarinn = þrumuveður). Siggi var fæddur á íslandi 28. ágúst 1906. Tuttugu og fjögurra ára að aldri fékk hann vinnu á Græn- landi en hann hafði þá lokið námi í búfræði og sauðfjárrækt. Síðustu 17 ár starfsævi sinnar vann hann sem forstöðumaður á nýju sauðfjár- ræktarstöðinni Körgut á Godthaab- fjarðar svæðinu en stöðin er kennslu- stöð fyrir Grænlendinga. En oft var vinnuaflið á þessum einangraða stað ungt fólk sem hafði gerst brotlegt við lög og var komið fyrir hjá Sigga. Hann skildi þessa „sakamenn" og fann til með þeim og margir þeirra undu sér svo vel að þeir komu aftur í frí mörgum árum seinna. Eftir að stöðin var aflögð árið 1966, yfirgaf Siggi þessa paradís sína og settist að eftir starfslok í Kokkedal, - en aðeins að vetrinum. Á vori hveiju fór hann að hætti eskimóa til sumarstaðarins í Smaa- landskóginum og skapaði sér þar nýja Paradís. Litli bústaðurinn var stækkaður með hverri viðbygging- unni á fætur annarri og litlir skúrar, vermireitir, gróðurhús og steinkjall- ari skutu upp kollinum umhverfis bústaðinn. Kóngur í ríki sínu, skemmtilegur heim að sækja og oft mjög þijóskur. Þijóskan gat verið af hinu góða, svo sem þegar yfir- læknirinn við Vaxö sjúkrahús vildi senda hann, kominn á níræðisaldur, fótbrotinn, tii framhaldsmeðferðar í Danmörku. En nei! Hann vildi fara aftur í sumarparadís sína og þangað komst hann. Hvað annað? Glasa- glaumurinn þagnaði um stund en óperutónlistarinnar var notið sem fyrr. í næsta sinn tók hinn gestrisni húsráðandi á móti gestunum út á vegi, „mimandi" við sterka rödd Pavarotti sem barst frá hljómflutn- ingstækjum. Hann var eins og köttur Kum- bels, sinn eiginn herra og nútíma- barlómur og kröfur voru hönum framandi. Hann bjargaði sér sjálfur og naut lífsins, upptekinn af spurn- ingum um allt milli himins og jarð- ar, allt frá hinni horfnu byggð á N-Grænlandi til nútíma- og framtíð- arrannsókna á himingeimnum. Hann var virkur og ern þar til fyrir nokkrum vikum. Takk fyrir að við fengum að kynnast þér, Siggi. Þín verður saknað. Aldrei munum við aftur heyra þína kunnuglegu kveðju: „Takk fyrir innlitið". Blessuð sé minning þín. Guðrún Hulda og Viggo Block, Kokkedal. Okkur langar að minnast móður- bróður okkar, Sigurðar Á. Stefáns- sonar. Hann dvaldi mestan hluta ævi sinnar á erlendri grund. 24 ára gamall fór hann til Grænlands og starfaði þar í 36 ár. Hann var ráð- inn af dönsku ríkisstjórninni til að leiðbeina Grænlendingum við sauð- fjárrækt og héðan fór hann með íslenskan fjárstofn. Síðustu 17 árin bjó hann í Korgut-héraði við Godt- haabfjörð. Þegar hann komst á eft- irlaun og ævistarfi hans var lokið flutti hann til Danmerkur og bjó þar til dauðadags. Hann bar alla tíð hlýhug til gamla landsins og hafði ætið gott samband við systkini sín og kom nokkuð oft í heimsókn til þeirra. í Smálöndum í Svíþjóð átti hann skemmtilegan sumarbústað þar sem hann dvaldi á hveiju ári frá vori til hausts og hafði mikla unun af. Í minningu okkar systra var ávallt ævintýraljómi yfir þessum frænda okkar. Hann var sjarmerandi, ungur í anda og með skemmtilegri mönn- um. Með þessum fáu orðum kveðjum við elskulegan frænda okkar með virðingu og þökk, og vottum börnum hans, eftirlifandi systkinum og öðr- um ættingjum innilegra samúð. Blessuð sé minning hans. Eftirfarandi ljóð er samið af syst- ur hans, Þórunni Stefánsdóttur Sól- hólm, sem búsett er í Noregi. Hún yrkir þetta í hans orðastað, og lýsir hug hans til landsins sem hann dvaldi svo lengi í. Ég á í fjarska mitt óskaland með ís og jöklafjöld þar báran raular við bleikan sand um blikandi sumarkvöld. Og kópurinn hýr með káta lund mót kossum öldu hlær þá Grænlandsbyggðar ég fer á fund af fógnuði hjartað slær. Það vaka fiskar í vötnum hér og veður lax í á í hafí bláhvalir bylta sér og boðunum ýta frá. Þar sjófuglinn iðar út um geim og yst við sela grunn þá menn á kæjökum kom heim með kjötið í barnamunn. Lif heil þú grænlenska gamla byggð ég geymi þína mynd við fólk og sögu ég fest hef tryggð og fífil hjá tærri lind. Þú gullfagra land hve gott ,er hér að gista við þinn barm þú friðinn hugljúfa færir mér og felur minn leynda harm. Dætur Sigrúnar Stefánsdóttur. KRISTJAN ÞÓRARINN ÓLASON + Kristján Þórar- inn piason fæddist á Isafirði 15. október 1937. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 3. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveins- ína Vigdís Jakobs- dóttir og Óli Pét- ursson á ísafirði, sem bæði eru látin. Albræður Kristjáns eru Birgir, búsett- ur í Kópavogi, og Jakob, búsettur á ísafirði. Hálfsystkini hans eru Ásgeir, búsettur á ísafirði, Guð- mundur, búsettur á ísafirði, Elín, sem er látin, og Gunnar Pétur, búsettur á ísafirði. Útför Kristjáns fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Látinn er mágur minn, Kristján Ólason, eða Diddi eins og við kölluð- um hann alltaf. Það var aðeins viku fyrr sem við fengum fregnir af því að hann væri með alvarlegan sjúk- dóm, og staðfesting þess barst okk- ur morguninn sem hann dó. Það leitar margt á hugann þegar ég hugsa til baka. Við Diddi kynntumst árið 1969, þegar ég giftist Jakob bróður hans, og síðan höfum við átt margar góðar stundir, en líka erfiðar, saman. Oft dvaldi Diddi í lengri eða skemmri tíma á heimili okkar og frá árinu 1981, eftir að við fluttum til ísafjarðar, bjó hann hjá okkur, utan síðustu ár að hann eignaðist sitt eigið heimili í Hátúni 10 í Reykjavík, sem hann og við vorum stolt af. Vegna fötlunar Didda gat hann kannski ekki gert allt sem hann langaði, en samt var hann ótrúlega duglegur að vinna flest venjuleg störf meðan heilsa var í lagi. Hann hefur starfað bæði á sjó, við fisk- vinnslu í landi, og í þijú ár nam hann gullsmíði í Reykjavík. Hann tók þátt í íþróttum, skátastarfí, og afskaplega fannst honum gaman að fara með stöng og renna fyrir fisk. Diddi var mjög barngóður, og bæði krakkarnir okkar og önnur frændsystkin kunnu vel að meta það. Fátt gladdi hann meira en að gleðja þessa litlu hnokka. Ég gleymi seint hvað honum þótti gaman að færa eldri börnum okkar gjafir þeg- ar hann kom heim úr siglingu, þeg- ar hann var á fragtskipum fyrir um það bil 20 árum. Og ég veit að hans á eftir að verða sárt saknað þegar sest verður að jólaborðinu næst, þar sem Diddi hefur næstum alltaf verið með okkur. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Didda og deila þessum árum með honum. Við vorum góðir vinir, og gátum auðveldlega rætt saman um hin ýmsu mál. Hann leit- aði til okkar Jakobs með sín vanda- mál, og við reyndum í sameiningu að leysa þau. Diddi var mjög þakk látur fyrir það sem við gerðum fyr- ir hann. Ég vil að lokum þakka fyrir þá klukkustund sem ég sat hjá honum síðasta kvöldið hans. Þá kom ekki í huga minn að ég hitti hann ekki aftur hér í þessum heimi. Ég vissi að hann var alvarlega veik ur, en hann var mun hressari en dagana á undan, svo ég vonaði að hann næði sér og gæti kannski átt sæmilega daga með okkur í sumar. Við ræddum ýmislegt þetta kvöld, sem ég kem til með að geyma í huga mér um ókomna tíð. Diddi minn, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér og nú líð- ur þér örugglega vel með þínum elskulegu foreldrum. Hafðu þökk frá okkur öllum. Blessuð sé minning þín. Þín mágkona, Eygló. KRISTJAN M. JÓNSSON + Kris1ján M. Jónsson fæddist á Borgareyri í Mjóafirði eystri 1. mars 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 2. júlí síðastliðinn. Krist- ján var sonur Jóns Kristjánssonar bónda og sjómanns og Jónínu Bjargar Baldvinsdóttur. Hann var elstur fjögurra systkina. Þau eru: Drengur, óskírður, lést á fyrsta ári; Sigurjón, bifreiða- stjóri, f. 1930, d. 1975; Aðal- heiður, húsmóðir, f. 1932, maki Eiríkur Guðmundsson, útgerð- armaður í Garði. Krislján kvæntist Matthildi Magnúsdóttur frá Uppsölum í Eiðaþingá 18. júní 1949. Þeirra böm eru: 1) Ásthildur Magna, búsett í Grindavík. Hennar maki Magnús Jónson, lyfsali, eiga þau þijú börn: Kristján, Jón Frey og Matthildi. 2) Jón, vélvirki, búsettur í Njarðvík. Kona hans er Elín Yngvadóttir, hans börn em: Dagný, Stefán, Hildur og Geir. 3) Jónína Mar- ía, starfsm. BSH, Hafnarfiðri. Henn- ar börn em Matt- hildur, Guðbjöm og Elísabet Ann. 4) Þröstur, húsasmið- ur á ísafirði. Maki hans er Þórlaug Ásgeirsdóttir. Þeirra börn eru Helena og Ásgeir Helgi. 5) Kristján Lars, skrifstofumaður í Njarð- vík. Maki hans er Erla Finns- dóttir. Þeirra börn em Davíð Jón, Ellen og Þórunn. 6) Frið- leifur, iðnhönnuður í Hafn- arfirði. Sambýliskona hans er Stefanía Þórisdóttir. Þeirra barn er Miijam Yrsa. Kristján starfaði sem bif- reiðastjóri, ökukennari og lög- regluþjónn í Keflavík frá 1960. Útför hans fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kristján Maríus Jónsson tengdafaðir minn er látinn eftir langvarandi veikindi. Ég kynntist honum fyrir rúmum tuttugu árum. Ekki þurfti ég langan tíma til að skilja að þarna fór maður sem mikið var í spunnið. Bamgóður var Kristján með afbrigðum en því miður náðu yngri barnabörn hans aldrei að verða barngæslu afa síns aðnjótandi vegna veikinda hans. Við urðum fljótlega mestu mátar og góðir vinir. Gott fannst mér að vera í nærveru Kristjáns, hann var jákvæður og rökfastur og stóð ávallt á sínu, en aldrei var hann ósanngjarn. Kristján var mikill fjölskyldumaður og ófáar ferðirnar fór hann um landið ásamt Matt- hildi og börnunum. Hann hafði yndi af að róa til fiskjar enda alinn upp við slíkt í Mjóafirði. Um tíma fór hann austur á sumrum og gerði út á trillunni sinni ásamt sonum sínum. Þarna var hann á heimavelli, þarna leið honum vel. Kristján starfaði lengstum hjá Lögreglunni á Kefiavíkurflugvelli og þótti farsæll í starfi. Bestu minningar mínar um tengdaföður minn á ég þegar við fórum tveir í veiðitúr í Hópið. Við höfðum bát til umráða og sigldum um vatnið og veiddum vel. Þetta var dásam- legur tími. En óveðursský voru á lofti og Kristján veiktist og varð aldrei samur eftir það. Ef ég hef einhvern tíma efast um dugnað og umhyggjusemi tengdamóður minnar, Matthildar, átti ég aldrei eftir að gera það eftir að Kristján veiktist. Hún var sem klettur við hlið manns síns allan þennan tíma, studdi hann og hjúkraði af ótrú- legri elju og væntumþykju. Elsku Matthildur mín, missir þinn er mikill en þú ert sterk og ég veit að góður guð mun styrkja þig. Eg kveð góðan vin, hvíl þú í friði. Magnús. Mig langar með þessum fátæk- legu orðum að minnast og um leið kveðja móðurbróður minn, hann Kristján frænda. Allar þær stundir sem ég átti með Kristjáni voru góðar stundir. Þegar ég kom með foreldrum mín- um heirii til Kristjáns og Möttu, eiginkonu hans eða þau komu til foreldra minna, mætti manni ávallt hlýtt viðmót. Kristján var þeim góðu kostum gæddur að vera einstaklega glaðlyndur og um- hyggjusamur maður og í raun elskulegur í alla staði. Alltaf var stutt í brosið og dimman, hvellan hláturinn, sem oftar en ekki kvað við þegar Kristján var að stríða manni og það gerðist ósjaldan. En í mínum huga lýsir það best hversu einstakur maður Kristján var, hvernig hann kom fram við mig og systkini mín. Alltaf var hann reiðubúinn að setjast niður með mér eða setja.mig á hnén, ræða við mig um heima og geima og útskýra alla þá hluti, sem forvitmr barni lék hugur á að vita. Þó að hann ætti sjálfur sex börn og síð- ar barnabörn og barnabarnabörn, átti hann ávallt næga föðurlega umhyggju systurbörnum sínum sjö og börnum þeirra til handa. Elsku Kristján frændi, ég veit að þú hefur fengið góðar móttökur á þeim stað sem þú ert kominn á nú og ég vona að þú hafir enn tíma til að líta til mín og gefa mér góð ráð, alveg eins og forðum. Þín sál var öll hjá fögrum lit og línum, og ljóðsins töfraglæsta dularheimi. Þú leiðst í burt frá lágum jarðarseimi, í ljóssins dýrð, á hugar-vængjum þínum. (Steinn Steinarr.) Elsku Matta, Jón, Ásta, Þröst- ur, Jóna Mæja, Friðleifur og Krist- ján Lars, enn og aftur vil ég votta ykkur samúð mína. Svanhildur Eiríksdóttir. Elsku afi minn og nafni er bú- inn að fá hvíldina eftir langt veik- indastríð aðeins 70 ára gamall. Mig langar að þakka þér fyrir svo ótal margt og mun alltaf halda í minninguna um þig. Elsku amma Matthildur, ég votta þér mína dýpstu samúð. Tign er yfir tindum og ró. Angandi vindum yfir skóg andar svo hljótt. Söngfugl í birkinu blundar. Sjá, innan stundar sefur þú rótt. (J.E. Goéthe.) Kristján Hilmarsson. Mig langar í fáum orðum að kveðja afa minn sem andaðist 2. júlí. Elsku afi, ég þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman og þær yndislegu minningar sem ég mun eiga í hjarta mínu um ókomin ár. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson.) »4 Matthildur Sigþórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.