Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNB L AÐIÐ Heimur hundsins „ÞETTA VAR al- veg rosalega gam- án,“ sagði Steinunn Þóra Sigurðardóttir sem er rétt að verða 12 ára, en hún var valin besti ungi sýn- andinn á árlegri hundasýningu sem fram fór í Iþrótta- höllinni á Akureyri hér á dögunum. Steinunn Þóra, sem býr í Kópavogi sýndi hund íjöl- skyldunnar, Isa- bellu sem er af Tibet spaniel kyni. Sýningin var sú langstærsta sem haldin hefur verið á Akureyri, en sýndir voru um 200 hundar af 33 tegundum. Tókst sýn- ingin vel í alla staði, en dómarar voru þau Gitta Ringvall frá Finn- landi og Paul Stanton frá Svíþjóð. „Eg átti alls ekki von á þessu og var mjög hissa,“ sagði Steinunn Þóra en var mjög ánægð með árangurinn. Hún sagði að fjölskyldan ætti Isa- bellu saman og væri hún fyrsta tíkin af þessari tegund sem fæðst hefði á Islandi. Fjölskyldan hefði kynnst tegundinni í sumarfríi á Spáni og heillast gjörsamlega af þessum fal- legu hundum. Þegar tækifæri gafst hefðu þau ekki hik- að við að fá sér Tibet spaniel hund og raunar var Stein- unn Þóra búin að ákveða ísabellu nafnið á hann löngu áður en þau fengu hann. Keluráfa Hún sagði að Isa- bella væri mikil kelurófa, hún vildi kúra undir teppi uppi í sófa og hafa það huggulegt. Samt væri hún varðhundur í eðli sínu,en munkar í Tí- bet fyrr á öldum hefðu notað hunda af þessari tegund sem slíka, en þeir láta í sér heyra beri ókunnuga að garði. „Hún hefur sitt fram, er dálítið mikil kvenremba í sér, þó hún sé líka blíð og góð,“ lýs- ir Steinunn Þóra ísabellu, en hún stóð sig vel á hundasýningunni, fékk alþjóðlegt meistarastig, íslands- meistarastig og var valin annar besti hundur sinnar tegundar. Oyggir ag gáðir Katrín Friðriksdóttir ræktar og á nokkra hunda af tegundinni Borzoi, Á vorum dögum er hundarækt og um- önnun hunda nán- ast orðin listgrein og efnt er til sér- stakra sýninga á þessum ferfættu vinum okkar. Mar- grét Þdra Þdrsdótt- ir sótti eina slíka sem haldin var á Akureyri nýverið. Morgunblaðið/Kristján en þeir vöktu verðskuldaða athygli á hundasýningunni. Hún bjó um skeið í Þýskalandi þar sem hún fyrst kynntist þessari tegund og dáðist mjög að. Síðar á ferðalagi um Rúss- land kynntist hún fólki sém gat út- vegað henni hund úr verðlaunagoti og má rekja upphaf ræktunar henn- ar til þess. Hún sagði ræktunina á Islandi hafa tekist einkar vel og hafi erlendir ræktendur falast eftir hundum héðan. Borzoi hundar gelta aldrei og eru afar ljúfir og góðir sagði Kartín og bætti við að þeir væru mjög þægileg- ir í umgengni auk þess að hafa „parketvæna" fætur eins og ein vin- kona hennar orðaði það. „Margir eru hálf smeykir við þá, en það er sjálf- sagt af því þeir eru svo stórir og LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 17 1. ÞRÖSTUR Ólafsson er eigandi boxer hunds- ins, Ambassador sem var valinn þriðji besti hundur sýningarinnar og Steinunn M. Arnórs- dóttir á enskan bulidog hund, Nóra. 2. UNGU sýnendurnir Jó- hanna Sif og Tinna Björk með hundana Þóru Millý og Arró. 3. KATRÍN Friðriksdóttir með borzoi hundinn, Aimas, eða Demant. 4. LANGHÆRÐUR strý- hundur, Stakkur í eigu Mörtu Gylfadóttur. 5. STEINUNN Þóra Sigurð- ar dóttir með ísabellu. Paul Stanton dómari frá Svíþjóð fylgist með. 6. BESTI öldungur sýning- arinnar, golden retri- ever hundurinn, Birta í eigu Guðrúnar Hafberg. menn þekkja þá ekkert, en þessir hundar eru mjög dyggir og góðir.“ sagði hún. „Mér þykja þessir hundar mjög tignarlegir og fallegir, falleg- astir eru þeir á hlaupum, þegar þeir svífa í loftinu." Staltur af Löxu Besti hundur sýningarinnar var Laxa, íslenskur fjárhundur í eigu Jóns Helga Vigfússonar á Laxamýri, en hún er eins árs síðan í febrúar síð- astliðnum. Móðir hennar er Petra sem Jón Helgi á einnig, átti fjóra hvolpa sem til stóð að koma öllum út. Tveir fóru til Hollands og einn inn í Eyjafjörð, en Laxa fótbrotnaði „og okkur fannst hún svo aumkunarverð að við tímdum ekki að láta hana frá okkur,“ sagði Jón Helgi. Hann var að sýna Löxu í fyrsta sinn og kom árangurinn á óvart en hún vann til fjölda verðlauna. „Ég er mjög stoltur af henni,“ sagði hann og bætti við að þessi góði árangur kveikti í sér að halda ræktuninni áfram. „Laxa er lundgóð og skemmtileg,. rétt eins og móðir hennar sem er 6 ára.“ Jón Helgi sagði að þær mæðgur væru ágætir smalahundar og þó svo að árangur- inn á sýningunni hefði verið góður myndi lífið áfram verða í sömu skorðum, „Hún verður ekki sett í neina glerkúlu." SÉRSTÆTT ÞRÍTUGSAFMÆLI Ammari' stúlkan og gremtrea f DAG fagnar Margrét Sigríður Sævarsdóttir því að þrjá- tíu ár eru liðin frá því hún var í heiminn borin. Jafnframt minnast hún og amma hennar, Sveinbjörg Hermannsdóttir, þess að þann sama dag gróðursetti amman grenitré í bak- garði hússins á Hverfisgötu 88, en tréð hefur vaxið og dafn- að svo toppurinn nær nú yfir þökin á nærliggjandi húsum. Það merkilega er, að þetta var jólatré fjölskyldunnar ft-á því veturinn áður og því gróðursett án rótar. „Ég keypti íbúð í bakhúsi á Hverfisgötu 88 árið 1965 og fyrstu jolin mín þar hafði ég þetta fallega jólatré, sem ég tímdi ekki að henda,“ segir amma Sveinbjörg þegar hún rifjar þetta upp. „Eftir jólin fór ég með tréð út í skúr og skvetti vatni á það svona af og til enda hélt það barrinu allan veturinn og var svona sígrænt og fallegt.“ Tréð áx ag dafnaði „Um sumarið fór ég svo að vinna í garðinum og aðfara- nótt 13. julí fór dóttir mín upp á fæðingardeild til að eignast barnið, Eg yar ein heima og meðan ég beið eftir fréttunum af barninu fór ég út í garð, náði í tréð og stakk djúpa holu og hugsaði með mér: „Þetta er svo fallegt tré að ég tími ekki að henda því. Ég set það bara hérna niður það lifir kannski til haustsins." En það var ekkert annað en það, að þegar ég var að enda við að setja tréð niður þá hringdi síminn. Ég hljóp inn og svaraði og mér var sagt að það væri fædd falleg Morgunblaðia/Ásdís AFMÆLISBARNIÐ, Margrét Sigríður með ömmu sinni Sveinbjörgu í garðinum á Hverfisgötunni. í baksýn er hitt afniælisbarnið, grenitréð góða. stúlka. Hún er nú orðin þrítug og tréð líka. Tréð lifði af og óx og dafnaði eins og litla stúlkan. Fimm árum seinna seldi ég íbúðina og flutti annað, en ég hef alltaf haft hugann við tréð. Það var afskaplega fallegt fram eftir öllu, en síðan hafa ýmsir búið þarna eins og gengur og hugs- að misjafnlega vel um garðinn og tréð, en það hefur vaxið yfir húsþökin, og toppurinn sést meira að segja frá Lauga- veginum, þar sem ég er alin upp. Eg setti svo ann- að rótarlaust jólatré niður ári síðar og það lifir líka, en er ekki eins fallegt og stórt og hitt. Þetta finnst mér stórmerkilegt og ég hef oft hugsað um það þegar fólk hendir jólatrjánum sínum hvort ekki væri meira vit í að setja þau niður og athuga hvort þau lifí ekki, eins og trén min á Hverfisgöt- unni,“ sagði Sveinbjörg Hermannsdóttir. Afmælisbarnið, Mar- grét Sigríður, kvaðst hafa vitað af trénu frá því hún man eft- ir sér. „Amma hefur öft rifjað upp þessa sögu og ég hef alltaf kíkt á tréð, svona af og til, þegar ég á leið hjá,“ sagði hún. SVEINBJÖRG Hermannsdótt- ir bendir á grenitréð sem hún gróðursetti rótarlaust fyrir þrjátíu árum, en eins og sjá má hefur það vaxið yfir þökin á nærliggjandi húsum. Með álíkindum „Mér finnst þetta afar merkileg saga og raunar með ólík- indum að tréð skuli hafa haldið velli,“ sagði Kristinn Skær- ingsson, skógarvörður á Suð-Vesturlandi. Kristinn kvaðst þó ekki vilja fortaka fyrir að svona gæti gerst. „Það eru dæmi um að ef grenitré eni geymd á köldum stöðum þá leynist lífsmark með þeim ótrúlega lengi. Hins vegar finnst mér afar merkilegt að þetta tré skuli hafa náð að skjóta rót- um og lifa af,“ sagði Kristinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.