Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens rHV£RM<s EKfifutsr mf bA£> rttHOUe BVGGÍ s&é\ ' HBSIOue. ... r Grettir Ljóska Smáfólk Sjáðu rigninguna... Þetta er kjörinn dagur Ég get ekki ímyndað Hvar eru allir? til að vera inni og lesa ... mér nokkurn úti í svona veðri... JUiOtigillitllilteííÍfo BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Um hálendið Frá Finni P. Fróðasyni: ÞAÐ HEFUR verið afar fróðlegt að fylgjast með umræðunni sem farið hefur fram í fjölmiðlum und- anfarna daga um skipulagsmál á hálendinu. Hér á ég að sjálfsögðu við hið skipulagða umhverfisslys á Hveravöllum. Setningin sem hér fór á undan lýsir skoðun minni á þessu máli og er ekki ástæða til að fara nánar út í þá sálma. Hitt er annað mál að þessi um- ræða hefur vakið upp ýmsar spurn- ingar um hálendið. Hver á hálend- ið? Eru það einhverjir fámennir hreppar út um alit land eða er það þjóðin öll? Eg vona svo sannarlega að það sé þjóðin öll, því ef það er ekki þá eru ýmis mál sem ætti að taka til endurskoðunar, t. d. fiskveiði- mál. {nýafstöðnum forsetakosningum kom fram að 66,3% þjóðarinnar búa á höfuðborgarsvæðinu eða á Suður- nesjum. Ef vitnað er í viðtal við skipulagsstjóra ríkisins, Stefán Thors arkitekt, í ríkissjónvarpinu þ. 8. júlí, þá hafa 2/3 hlutar þjóðar- innar ekkert að segja um skipulags- mál á hálendinu né t.d. á Þingvelli. 2/3 þjóðarinnar hafa ekkert að segja um hvernig farið er með verð- mæti þjóðarinnar bæði í eiginlegri merkingu og óeiginlegri. Þessi gíf- urlega auðlind sem hálendi íslands er kemur okkur hér á suðvestur- hominu ekkert við. Það má auðvitað teygja og toga hlutina á ýmsan hátt. Hér ætla ég að setja upp lítið dæmi, sem von- andi kemur löggjafarvaldinu til að hugsa, hætta að ganga með haus- poka og taka á málunum af festu. í framtíðinni sé ég fyrir mér að fiskveiðikvóta verði úthlutað á eftir- farandi hátt: a) Sveitarfélög fá úthlutað kvóta í samræmi við íbúafjölda. b) Sveitarfélög verða að liggja að hafi og þeim verður úthlutað kvóta í samræmi við íbúafjölda. c) Sveitarfélög fá úthlutað kvóta skv. lengd strandlengju sinnar. Það sjáið öll að þetta eru fárán- legar hugmyndir, en það er greini- lega á þennan hátt sem úthluta skal umráðarétti yfir hálendinu. Vona ég að ríkisstjórn íslands og hið háa Alþingi sýni þann mann- dóm að koma með frumvarp að lög- um um eignarrétt á hálendinu og í óbyggðum á næsta þingi. Þessi skrípaleikur er óþolandi. Á sama hátt getur það ekki verið hagkvæmt og skynsamlegt að skjóta öllum vafamálum til dómstólanna. Það verður að setja skýr lög og það strax í haust. FINNUR P. FRÓðASON, Skúlagötu 61A, Reykjavík. Hvers á einn tíundi þjóðarinnar að gjalda? Vísað í bréf Guðbjarg-- ar Sigurjónsdóttur Frá Sigurði Holdahl Einarssyni: HINGAÐ til hef ég talið samkyn- hneigð vera meðfædda en ekki áunna, en þann skilning legg ég í málið að samkynhneigð sé náttúru- leg, hafi alltaf verið til og muni allt- af vera til. Þegar ég sá bréf þitt, kæra Guðbjörg, hugsaði ég með sjálfum mér: „hefur hún nokkurn- tíma kynnst samkynhneigðu fólki?“, „hefur hún talað við samkynhneigt fólk. Eg vona að sem flestir hljóti þá náð að kynnast samkynhneigðu fólki eins og ég hef. Ég tel sjálfan mig hafa haft mjög svo gott af því að kynnast samkynhneigðu fólki, bara það eitt hefur opnað mín augu svo um munar. Eins og oft áður er ekki hægt að leggja algjöran trúnað á þetta svokallaða orð guðs sem þú vitnar dáldið mikið í. Fólk sem býr yfir einhverri rökhugsun ætti að rannsaka þetta mál sjálft en ekki vera að vitna í einhveija fornöld og ef ég tæki þessi skrif þín alvarlega mundi ég gerast trúlaus með öllu á Krist. Ef fólk sem er með fulla geðheilsu sér ekki annan úrkost en að skipta um kyn, eftir mikla umhugsun að sjálfsögðu (enginn fer út í þesslags nema eftir mjög, mjög mikla um- hugsun), þá sé ég ekkert að því. Ef okkar blessaði drottinn ætti að opna augu okkar fyrir einhveiju ætti það frekar að vera fordóma- leysi og umburðarlyndi en eitthvað annað. Ég er oft hissa á því umburð- arlyndi sem samkynhneigðir og aðr- ir bera í garð fólks eins og þín, Guðbjörg. Þegar einhveijar sögusagnir um homma eða lesbíur berast eyrum að okkar eru þær oftast af hinu verra, því frekar aukast fordómarnir og samkynhneigðir koma síður útúr þessum svokölluðu skápum. Þess vegna var ég mjög ánægður þegar nýu lögin gengu í gildi, umræða jókst, því hún er yfirleitt af hinu góða, og er ég þeim algjörlega sam- mála hvað varðar barnaforráð og ættleiðingu. Ég tel þjóðfélagið ekki vera tilbúið fyrir ættleiðingu barna fyrir samkynhneigða vegna'þess hve miklir fordómarnir eru ennþá. Börn ættu ekki að þurfa að gjalda fyrir þá. SIGURÐUR HOLDAHL EINARSSON, Mávahlíð 25, Reykjavík. Merking á fylgjum ALGENGT er að senda skjöl sem fylgjur (attachments) til Morg- unblaðsins með, rafrænum pósti. Því miður er verulegur misbrest- ur á að upplýsingar séu látnar fylgja með um hvaða forrit hafi verið notað þegar skjalið var stofnað. Það eru því vinsamleg tilmæli að framvegis sé þess get- ið hvaða forrit var notað við gerð fylgjunnar og einnig vélagerð PC, Macintosh eða aðrar vélar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.