Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samþykkt ríkisstjórnarinnar Og við hvorn forsetann viljið þér tala, herra minn? Forsvarsmaður ráðningarþjónustu Á ekki von á að laun rjúki upp á næstunni STAÐAN á vinnumarkaðnum er betri í ár en hún var fyrir tveimur til þremur árum síðan að mati forsvarsmanna ráðningarfyrir- tækja. Guðný Harðardóttir, hjá STRÁ Starfsráðningum ehf., kveðst hafa orðið vör við að laun hafí hækkað á seinustu mánuðum hjá ákveðn- um sérhæfðum starfsstéttum, einkum tölvunarfræðingum, kerf- isfræðingum og viðskiptafræðing- um með sérhæfða menntun eða reynslu. „Það er um talsverðar hækkan- ir að ræða í einstökum starfsgrein- um. Það er eftirspurn eftir fólki innan tölvugeirans og þessa hreyf- ingu má einnig sjá innan fjármála- geirans. Ég hef hins vegar ekki enn orðið vör við hækkanir í öðrum almennum störfum," segir Guðný. Ekki áhyggjur af manneklu í haust Að sögn hennar hefur atvinnu- leysi farið minnkandi frá árunum 1993 og 1994 og fólk í atvinnu- leit, sem er á skrá í dag, er ýmist nýkomið úr námi eða er í starfi en hefur jafnvel áhuga á að breyta til. „Menn eru fúsari til að lítia í kringum sig ef upp kæmu áhuga- verðari störf en þeir eru í. Ég hef engar áhyggjur af að það verði mannekla í haust vegna þess að það er mikið framboð á góðu fólki í starfsleit. Það er meira framboð af menntuðu fólki en var á árum áður. Menntunin hefur aukist gíf- urlega, störfin hafa breyst í takt við það og kröfurnar um leið. Vinnuveitendur gera aðrar kröfur en þeir gerðu fyrir 1993,“ segir Guðný. Aðspurð kvaðst hún ekki eiga von á að laun muni ijúka upp á næstunni. „Þetta er spurning um framboð og eftirspurn. Sú mennt- un sem nýtist í fyrirtækjunum, sérstaklega í einkafyrirtækjunum, er eftirsóknarverð. Þar eru launin hærri en þegar menntunin nýtist ekki jafnvel,“ segir hún. Kaupfélagið á Hvammstanga Nýtt fláningskerfi í sláturhúsið Borgarráð Borgin kaup- ir hús sem skemmdist í bruna BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að kaupa Laugaveg 24b að hluta fyrir rúma 4,1 milljón króna. í erindi borgarlögmanns til borgarráðs kemur fram að í októ- ber síðastliðnum hafí geymsluskúr brunnið til grunna og íbúðarhús að mestu við Laugaveg 24 b og að gengið hafi verið frá kaupum á íbúðarhúsinu sem hafí verið rifíð. Fram kemur að samið hafí verið við eiganda geymsluskúrsins, sem búið hafí verið í til skamms tíma, og þvottahússins um kaup á hans eignarhluta og hlutdeild í lóð fyrir rúmar 4 milljónir króna. UNNIÐ er að uppsetningu nýrrar fláningslínu í sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvamms- tanga. Er það gert vegna nýrra krafna frá Evrópusambandinu. Kostnaður er áætlaður 20 milljónir kr. Að sögn Gunnars V. Sigurðssonar kaupfélagsstjóra gerði nýr eftirlits- maður frá Evrópusambandinu kröfur um það síðastliðíð haust að gerðar yrðu breytingar á fiáningslínu húss- ins til að það gæti haldið útflutnings- leyfí sínu. Hin tvö sláturhúsin sem leyfí hafa til slátrunar á þennan markað þurfa einnig að gera það fyrir haustið. „Við lögðum töluvert á okkur til að fá þetta leyfi og leggj- um mikið upp úr því að halda því. Ekki síst vegna heildarinnar því eng- inn veit hvað okkar innleggjendur þurfa að flytja mikið út,“ segir Gunn- ar. I sláturhúsinu hefur einnig verið slátrað fé fyrir sláturleyfishafa sem ekki eiga sláturhús með útflutnings- leyfi. Vilja bæta kæliaðstöðu Gera þarf breytingar alveg frá fjárrétt að innanúrtöku. Tekin er upp rafmagnsdeyðing og skrokkarnir verða fláðir á krókum í stað bekkja. Gunnar segir að félagið hafí einnig hug á því að bæta kæliaðstöðu við sláturhúsið. Yrði það gert með nýju húsi og er áætlað að sú framkvæmd kosti 7 milljónir kr. Það segir hann að muni bæta aðstöðu félagsins til að sinna útflutningi á fersku kjöti. Hannar leikmynd Galdra-Lofts og Stone Free Ahorfendur þurfa að finna fyrir j ar ðartilfinningu AXEL Hallkell leik- myndateiknari hef- ur vakið athygli upp á síðkastið fyrir hönn- un sína. Hann gerði leik- mynd fyrir óperuna Galdra Loft sem sýnd var á Lista- hátíð og á eftir henni hann- aði hann leikmynd fyrir leikritið Stone Free sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. „Það var mjög gaman að fást við svona ólík verkefni hvert á eftir öðru. Tónlistin og handrit verkanna stýra því hvemig vinna mín þró- ast. Tónlistin í Galdra- Lofti gaf mér innblástur ásamt því að það veitti mér ákveð- ið frelsi að óperan er ekki mjög _ bundin ákveðnum tíma. í Stone Free aftur á móti þurfti ég að laga mig að ákveðnu tímabili sem er Axel Hallkell lóhannesson hippatímabilið. Galdra-Loftur kom mér fyrir sjónir sem dálítill rokk- ari og það hafði líka áhrif á mótun leikmyndarinnar. - Hvernig hagar þú undirbún- ingsvinnu fyrir verk þín? „í Galdra-Lofti var tónlistin ekki tilbúin til hlustunar þegar ég byrjaði að vinna við leikmynd- ina. I staðinn hlustaði ég á hana leikna á píanó og fór í gegnum handritið um leið. Fljótlega heyrði ég tónleika þar sem söngvarnir voru fluttir og þá kviknaði hug- myndin að myndinni. í sviðsmynd Galdra-Lofts Iagði ég áherslu á að útfæra tilfinningar persón- anna. Harka, kuldi, hiti og ástríð- ur voru þar helstar. Sterkar and- stæður með tilvísunum í íslenska náttúru og síðan studdist ég við haustið sem heildartilfinningu. Stone Free gerist á rokkhátíð í Norður-Englandi og er frekar lítil og hallærisleg miðað við fræg- ar og þekktar hátíðir. Sá tónn er mjög sterkur í handritinu. Það er talað mikið um gras í leikritinu og því þurfa áhorfendur að fínna fyrir einhverri jarðartilfinningu. Eg bjó vel að því í undirbúningn- um að þekkja til íslenskra útihá- tíða en ég hef bæði sótt slíkar hátíðir og spilað á þeim. Forvinnan fyrir sýningar er oft mest spennandi en þá er farið í saumana á verkinu með öllum aðstandendum og maður les sér til og setur sig inn í andrúmsloft- ið sem er verið að reyna að ná fram. - Vinnur þú í leik- myndinni fram á síð- asta dag? „Það er æskilegast að hún sé til 10 dögum fyrir frum- sýningu. Það er óskastaðan fyrir leikmyndateiknarann þó að það sé allur gangur á því.“ - Hversu mikið frelsi getur leikmyndateiknari leyft sér og hvaða eiginleikum þarf hann að búa yfir? „Það fer auðvitað eftir hvaða verk er verið að vinna en annars ræðst það af því hvað maður þor- ir að teygja sig langt. Ég er ekki svo forfallinn að vera sífellt að reyna á mörk þess leyfilega. þetta fer mikið eftir leikstjórum og leik- hús byggist mikið á samvinnu þannig að það er alltaf valin sú leið sem er ákveðin sameiginlega í upphafi og með því verður mað- ur að standa og falla. Teiknari þarf að hafa gaman af samvinnu og hann vinnur aldrei einn enda myndi það ekki ganga upp og yrði sjálfsagt einmanalegt. Maður þarf að vera sveigjanlegur gagn- ► Axel Hallkell Jóhannesson leikmyndateiknari er fæddur 31.1.1963. Hann er giftur Sig- rúnu Eddu Björnsdóttur leik- konu og þau eiga einn son, Kormák Örn, sex ára. Axel út- skrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1986 og starfaði í hljómsveitinni Langi Seli og Skuggarnir frá 1986 til 1992. Þeir gáfu út þrjár hljómplötur. Axel hefur starfað sem lausráðinn leikmynda- teiknari síðan árið 1992 og hef- ur á þeim tíma hannað leik- myndir fyrir Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og Óperuna meðal annars. Tónlistin gef- ur mér inn- blástur vart sjálfum sér því hugmyndir geta alltaf breyst og ekki gengið upp. Þá þarf maður að vera snöggur að breyta og finna lausn- ir.“ - Hvert var fyrsta verkefni þitt og hvernig kynntist þú leik- húsinu? „Fyrsta verkefnið var Platonov og Vanja frændi eftir Tsjekov í Borgarleikhúsinu. Ég byijaði að vinna í leikhúsi strax að loknu myndlistarnámi og vann þá í ýmsum tæknideildum. Ég kynnt- ist baklandi leikhússins mjög vel, byijaði á kústinum og vann mig upp, og það var kannski besta reynslan fyrir mig að kynnast nákvæmlega hvernig leikhús virkar. Eftir fyrsta verkefnið er þetta síðan allt tilvilj- _____ 11HÚ ? I Islensku mafíunni eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson notaði Axel meðal annars bflhræ í myndina og dreifði um sviðið. Hann segir að leikmynd geti haft áhrif á leik leikaranna á þann hátt að þeir leyfi sér oft meira þegar hún er þannig úr garði gerð að þeir þurfi ekki sí- fellt að vera að passa sig á að skemma hana ekki og geta hossað sér á henni ef þurfa þykir. - Áttu þér draumaverkefni. Er eittvað sérstakt tímabil sem höfðar meira til þín en annað? „Draumaverkefnið er það sem ég vinn að öllu leyti sjálfur. Skrifa, leikstýri og hanna leikmynd en hvort að af því verður einhvern- tíma verður bara að koma í ljós. Annars er ekkert sérstakt tímabil sem ég er spenntastur fyrir. Rokktímabilið er mjög skemmti- legt og ég vann með það bæði í Djöflaeyjunni og í Þreki og tárum. Reynsla mín af því að leika rokk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.