Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 13 ÚRVERINU ERLENT Marel selur flæðilínu til laxavinnslu í Noregi MAREL hf. og Hydrotech Grup- pen AS hafa undirritað samning sem gerir ráð fyrir því að Marel hf. afhendi Hydrotech Gruppen AS laxaflæðilínukerfi, ásamt flok- kurum og skurðarvél. Samningur- inn er að upphæð 95 milljónir króna. Gert er ráð fyrir afhend- ingu á búnaðinum í haust og í lok ársins. Hydrotech Gruppen AS er staðsett í Kristiansund í Noregi og rekur þar fiskeldi og laxa- vinnslu. Heildarframleiðsla fyrir- tækisins í ár verður um 9 þúsund tonn af laxi og urriða. Gert ráð fyrir vinnslu í sérpakkningar „Samningurinn er athygliverður þar sem samkvæmt honum er Marel falið að þróa nýja kynslóð af flæðilínum sem verður sérstak- lega hönnuð fyrir lax með áherslu á vörumeðhöndlun. Vinnslukerfið gerir einnig sérstakléga ráð fyrir framleiðslu í sérpakkningar. Marel Fyrirtækið sækir í auknum mæli inn í fiskeldið var valið til þessa verkefnis vegna sterkrar stöðu fyrirtækisins í vinnslukerfum fyrir bolfisk, en nauðsynlegt var að þróa sérstaka línur fyrir lax. Gert er ráð fyrir að hin nýja lína komi til með að hafa umtalsverð áhrif á það hvern- ig lax verður unninn í Noregi á næstu árum,“ segir meðal annars í frétt frá Marel. Frekari vöruþróun og markaðs- setning Með haustinu er gert ráð fyrir að samkomulag verði gert við Hydrotech Gruppen um þróun á sérstökum hugbúnaði, í samstarfi við Maritech Systems AS, umboðs- aðila Marel hf. í Noregi. A næstu árum er gert ráð fyrir að laxafyrirtæki muni í auknum mæli auka vinnslu á laxi í sér- pakkningar og draga verulega úr hefðbundinni sölu á heilum laxi. Einnig er gert ráð fyrir að hinn aukni vöxtur í laxeldi kalli á frek- ari vöruþróun og markaðssetningu á laxaafurðum í sérpakkningar. Því má vænta verulegrar fjárfest- ingar í vinnslubúnaði á næstu árum. Marel styrkir stöðu sína Á undanförnum árum hefur Marel afhent vogir, hugbúnað, flokkara og skurðarvélar til laxa- vinnslufyrirtækja í Noregi og víð- ar. Marel gerir ráð fyrir að styrkja stöðu sína verulega meðal laxa- vinnslufyrirtækja. Með þróun nýja kerfisins mun það með hafa mögu- leika á að geta boðið þeim heildar- lausn við vinnslu á laxi. Samstarfsaðili Marel við þróun laxavinnslukerfisins er Ingólfur Árnason, hönnuður frá Akranesi. Miklar endurbætur á Barða Neskaupstað. TOGARINN Bardi NK 120 er nýkominn til heimahafn- ar í Neskaupstað frá Nor- egi. Þar voru gerðar miklar endurbætur á skipinu og því breytt að fullu í frystiskip. Áður var Barði bæði útbúinn fyrir ísftsk og heilfrystingu. Meðal endurbótanna var ný frystilest, sett var upp ný flakavinnslulína og plötu- frystitæki. Þá var skipt um grandarspil, skipinu lokað að aftan og settir upp nýir geymslugálgar fyrir tog- hlera. Vél skipsins var end- urnýjuð, nánast frá grunni og allt skipið sandblásið. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal BARÐI NK 120 í heimahöfn eftir miklar endurbætur í Noregi. Kostnaður við þessar viðgerðir var um 60 milljónir króna. Barði fer fyrst í stuttan reynslutúr hér heima, en heldur síðan í Smuguna, reynist allt sem vera ber. Barði var smíðaður árið 1979 og hét áður Júiíus Geirmundsson ÍS. Reuter Boginn pýramídi EGYFSKUR verkamaður hreins- ar stein á svæðinu umhverfis Seneferu-pýramídann, sem sést í bakgrunni. Pýramídinn er 4500 ára gamail og „boginn,“ eins og þetta byggingarlag er nefnt. Al- menningi mun gefast kostur á að skoða pýramídann þegar svæðið verður opnað á mánudag, en undanfarin 40 ár hefur það gegnt hlutverki herstöðvar. Vænta Egyftar töluverðra tekna af þjónustu við ferðamenn sem koma að skoða pýramídann. Gæslan flaug yfir loðnumiðin Engin loðnuskip voru Jan Mayen ÍSLENSKIR loðnusjómenn eru mjög óhressir með þær fullyrðingar norskra loðnuskipstjóra um að þeir veiði loðnu inn í landhelgi Jan May- en. Telja íslenskir skipstjórar að norsku skipin veiði alla loðnu í ís- lenskri lögsögu og séu þannig að afla sér réttinda fyrir næstu samn- inga milli þjóðanna. Snorri Gestsson, skipstjóri á Guð- mundi VE, segir að Norðmennirnir veiði enga loðnu inn í Jan Mayen lögsögunni. „Þeir hafa allan tíman verið að veiða innan um okkur Is- landsmegin. Það er ótækt ef þeir komast upp með það tilkynna aflann sín megin sem þeir veiða okkar megin. Núgildandi samningar renna út eftir eitt ár og það er greinilegt að þeir eru að afla sér réttinda fyrir næstu samninga. Það er líka slæmt að ekki sé hægt að hafa viðunnandi eftirlit með landhelginni þegar búið er að heimila um 50 norskum skipum að veiða í henni,“ segir Snorri. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var farið í eft- irlitsflug yfir loðnumiðin í fyrradag og var þá ekkert skip að veiðum Jan Mayen megin við landhelgina. Dregið hefur úr veiði Afturkippur kom í loðnuveiðarnar í gær en veiði hefur verið þokkaleg fram að þessu. Fá skip voru á miðun- um við miðlínu íslands og Græn- lands í gær enda var veiði góð í fyrradag og mörg skip því á land- leið eða í höfn. Loðnuverksmiðjur eru sem fyrr yfirfullar af hráefni og skip kyrrsett allt að tvo sólarhringa í höfn eftir löndun. Um 43 þúsund tonnum af loðnu hefur verið landað hjá verksmiðjum SR Mjöls frá upphafi vertíðarinnar. Mest hefur komið á land á Siglu- firði, 15.662 tonnum að sögn Þórðar Andressen, verksmiðjustjóra, og segir hann að þar á bæ séu menn fegnir smá hléi enda verksmiðjan yfírfull. Hjá SR Mjöli á Seyðisfirði hefur verið landað um 12.400 tonn- um, á Raufarhöfn rúmlega 10 þús- und tonnum og um sex þúsund tonn- um á Reyðarfirði. Alls hafa borist á land um 110 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni og þar af eru um þrjú þúsund ton af erlendum skipum. eftirstöðvar útgefins loðnukvóta eru því nú um 631 þúsund tonn. Þrefaldur 1. vinningur! -vertu viðbúinm) vinningi Fáðu pér miða fyrir kl. 20.20 í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.