Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mismunandi kröfur til hljóðvistar vegna ný- eða endurbyggingar
Aldrei staðið til
að brjóta reglur
GUÐRÚN Ágústsdóttir, formaður
skipulagsnefndar, segir ekki rétt að
strítt sé gegn reglugerð um hávaða-
mörk í íbúðarhverfum, við skipu-
lagningu nýs hverfis við Kirkjusand,
þar sem reisa á þrjú fjölbýlishús.
Haft var eftir Veru Guðmundsdótt-
ur, íbúa við Laugarnesveg, í Morg-
unblaðinu í gær að verið væri að
bijóta reglugerðina með þessum
framkvæmdum.
„Það hefur ekki ein einasta reglu-
gerð verið brotin og verður ekki
gert,“ segir Guðrún. „Það hefur aldr-
ei staðið til að bijóta reglur, sem
okkur ber að fara eftir, til þess að
byggja þessi hús. Eiginlega skil ég
ekki hvernig fólki kemur til hugar
að borgarfulltrúar bijóti reglur vís-
vitandi. Við hvorki viljum það, né
getum,“ segir hún.
Vera sagði ennfremur í Morgun-
blaðinu í gær að þeir sem keyptu
íbúðir í fyrirhuguðum byggingum
væru að kaupa svikna vöru. Ármann
Öm Ármannsson, framkvæmdastjóri
Ármannsfells, sem á lóðina og ætlar
að byggja húsin þijú, segir að með
þessum ummælum sé vegið „óheiðar-
lega“ að fagmennsku íyrirtækisins.
Malarflutn-
ingabíll valt
ÖKUMAÐUR malarflutningabíls
með farm slasaðist þegar bíll
hans fór út af og vaít á gatnamót-
um Krísuvíkurvegar og Bláfjalla-
vegar um kl. 9 í gærmorgun.
Maðurinn var fluttur á slysa-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, en
að sögn lögreglunnar í Hafnar-
firði er talið að meiðsl hans hafi
verið lítilsháttar.
Bíllinn er mikið skemmdur
eftir óhappið, en ekki liggur ljóst
fyrir með hvaða hætti það bar að.
Guðrún Ágústsdóttir segir að í
reglugerðum um hávaðamörk sé
gerður greinarmunur á nýbygging-
ar- og endurbyggingarsvæðum og
hvaða starfsemi sé í byggingum.
„Um þau gilda mismunandi reglur.
Skoðanir eru mjög skiptar um hvort
um er að ræða nýbyggingar- eða
endurbyggingarsvæði þarna og
verulegur munur á kröfum, sem eru
minni þegar um endurbyggingu er
að ræða.
Það er Reykjavíkurborgar að
skera úr um hvort heldur er og þá
verðum við að skoða hvernig slík
mál hafa verið afgreidd í Reykjavík
og á landsbyggðinni á undanförnum
árum,“ segir hún.
Gert er ráð fyrir að skipulags-
nefnd hittist á fundi næsta föstudag
til þess að afgreiða athugasemdir
við framkvæmdina og senda skipu-
lagsstjóra ríkisins umsögn og segir
Guðrún að í millitíðinni sé verið að
afla frekari gagna. „Niðurstaðan
verður að sjálfsögðu innan ramma
laganna og þeir sem halda að eigi
að fara brjóta reglur hafa fengið
aðrar upplýsingar en ég. Þær eru
ekki frá mér komnar," segir hún.
„Óheiðarleg aðför“
Ármann Örn Ái-mannsson, fram-
kvæmdastjóri Ármannsfells, segir að
með ásökunum um að verið væri að
selja „svikna vöru“ sé vegið að starfs-
háttum fyrirtækisins. „Þarna er veg-
ið á mjög óheiðarlegan hátt að fag-
mennsku okkar hér hjá Ármanns-
felli. Við höfum verið í fararbroddi
við íbúðarbyggingar í 30 ár og erum
nú að fara að byggja hús þar sem
gerðar verða ráðstafanir vegna hljóð-
vistar. Þetta er fyrsta fjölbýlishúsið
á íslandi þar sem slíkt er gert sérstak-
lega. Það er enginn að fara fram á
undanþágu og allt gert í samræmi
við reglugerð. Við höfum fengið fær-
asta hljóðsérfræðing á íslandi, Stefán
Guðjohnsen, til þess að sjá um úrbæt-
ur vegna hljóðvistar í húsinu. Um-
ferðarhávaði er stórvandamál víða,
þar sem byggt hefur verið áður en
umferð þyngdist, eða þá að ekki var
hugað að því að bregðast við há-
vaða. Þarna er tekið á þessum mál-
um, að okkar frumkvæði, og við síð-
an sakaðir um að vera að bjóða svikna
vöru. Slíkt tekur engu tali,“ segir
Ármann Örn Ármannsson.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Laugavegssvæðið
Útsölur
komnar
vel af stað
ÚTSÖLUVERTÍÐIN er komin
vel af stað á Laugaveginum
og í Bankastrætinu að sögn
Eddu Sverrisdóttur, formanns
Laugavegssamtakanna.
Segja má að háannatími
útsala sé að ganga í garð.
Fyrstu búðirnar lækkuðu
verð þegar í byrjun mánaðar
og margar hafa fylgt eftir í
síðustu viku. Edda segir að
lokahrinan hefjist með nýju
kortatímabili á fimmtudaginn
kemur og þá verði útsölur
hafnar í nær öllum verslun-
um.
Aðalheiður Karlsdóttir
kaupmaður í versluninni
Englabörnum í Bankastræti
segir að áhugi á útsölum sé
svipaður og verið hefur síð-
ustu ár. „Mér finnst ég þó
skynja að fólk viti betur eftir
hverju það sækist,“ segir hún.
Aðalheiður segir að útsölu-
vörur séu nánast undantekn-
ingarlaust nýjar sumarvörur
og líklega hafi enginn setið
uppi með gamlan lager. Nú
þurfi hins vegar að rýma til
fyrir spennandi haustvörum.
Athugasemd
frá Miðlun
VEGNA fréttar í Morgunblað-
inu í gær, fimmtudag, vill
Miðlun ehf. koma eftirfarandi
á framfæri.
Útgáfu bókarinnar Dear
Visitor hefur aldrei verið ætlað
að bijóta í bága við lög og
reglur fremur en nokkurri
annarri starfsemi Miðlunar. I
ljölmiðlum hafa óvægnar
ásakanir keppinautarins um
brot á höfundarrétti verið tí-
undaðar og þrátt fyrir að eng-
in kæra hafi verið lögð fram
hefur Miðlun nú þegar falið
lögfróðum aðilum að kanna
það með óyggjandi hætti hvort
vinnubrögð fyrirtækisins
stangist á einhvern hátt á við
lög um höfundarrétt.
Um það dæmi sem Morgun-
blaðið sýnir í frétt sinni skal
það upplýst að viðkomandi
texti, sem unninn var af Þór
Magnússyni þjóðminjaverði, er
notaður með fullu leyfi höf-
undar. Efnið, sem er kynning
á hinum virta ljósmyndara
Vigfúsi Sigurgeirssyni, er
unnið í samráði við son hans
og ljósmyndin að sjálfsögðu
birt með fulltingi hans. Komi
í ljós við lögfræðilega úttekt á
næstu dögum að þýðing á rit-
verki Þórs Magnússonar sé
sérstaklega lögvernduð verður
brugðist við því með viðeig-
andi hætti.
Friður í Borgarleikhúsinu
JÓN Ólafsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Emiliana Torrini
og Jóhann G. Jóhannsson.
LEIKLIST
Lcikfélag íslands í
samvinnu við Lcikfc-
lag Rcykjavíkur í
B o r g a r Lc i k h ú s i n u
STONE FREE
Höfundur: Jim Cartwright. Þýðing
og leikstjóm: Magnús Geir Þórðar-
son. J’ónlistarstjóm: JónÓlafsson.
Hljóðhönnun: Gunnar Amason.
Leilunynd: Axel Hallkell Jóhannes-
son. Búningar: Þómnn E. Sveins-
dóttir. Hár og förðun: Sigga Rósa
Bjamadóttir og Stefanía Eggerts-
dóttir. Lýsing: Láms Bjömsson.
Hjjómsveit: Guðmundur Pétursson,
Jóhann Hjörleifsson, Jón Ólafsson,
Róbert Þórhallsson og Stefán Hjör-
leifsson. Leikarar og söngvarar:
Daníel Ágúst Haraldsson, Eggert
Þorleifsson, Emiliana Torrini, Gísli
Rúnar Jónsson, Guðlaug Elísabet
Ólafsdóttir, Ingvar Sigurðsson, Jó-
hann G. Jóhannsson, Kjartan Guð-
jónsson og Margrét Vilhjálmsdóttir
auk statista. Föstudagur 12. júh'.
ÞAÐ ER erfitt að flokka verk eins
og Stone Free sem var frumsýnt í
gærkvöld. Ekki er hægt að kalla það
hefðbundið leikrit því það er röð af
smáþáttum sem tvinnast saman án
eiginlegs söguþráðar. Ekki er heldur
um söngleik að ræða; lögin eru flutt
á ensku og eru í nær engum tengsl-
um við það sem fram fer á sviðinu
þar sem persónurnar mæla fram
hinn talaða texta sýningarinnar á
íslensku. Helst væri að nota skil-
greininguna leikverk með söngvum.
Verkið gerist á útihátíð í Norður-
Englandi á sjöunda áratugnum.
Reynt er að ná stemmningu staðar
og tíma, með ótal tilvísunum i friðar-
boðskap hippanna, hljómlistarmenn
og hugsuði tímabilsins.
Fyrst ber að nefna þann þáttinn
sem ber af, en það er hljómlistin í
sýningunni. Valin hafa verið nokkur
af skemmtilegustu lögum þessa
tímabils (en ekki endilega þau fræg-
ustu) og eru þau meistaralega flutt
af hljómsveitinni. Líkt er nokkuð
nákvæmiega eftir upprunalegum út-
setningum en settur aukakraftur í
hljóminn sem skilar sér mjög vel
fram í sal. Þau lög (um helmingur)
sem eru flutt af góðum og æfðum
söngvurum, þ.e. Daníel Ágústi Har-
aldssyni og Emilíönu Torrini, full-
nægja öllum stöðlum og nálgast
stundum fullkomnun. Hitt er svo
verra að aðrir leikendur eiga oft
fullt í fangi með að valda lögunum
á sýningu þó þeir séu frambærilegir
bakraddasöngvarar.
Annað atriði sem er mjög vel unn-
ið eru búningar. Tínt hefur verið til
úr ýmsum áttum og nær það að
sýna vel þann hrærigraut sem þetta
mikið notaðar og af snilld. Kollurnar
ásamt förðun og gerfi gera leikurun-
um kleift að sinna ótal smáhlutverk-
um. Aftur á móti eru umgjörð leiks-
ins, sviðsmyndin og sölutjöld til hlið-
og ná varla þeim tilgangi sínum ein
mikið úr, enda áhrifamikil og jók
mjög á stemmninguna.
Verk Jims Cartwrights hafa verið
mjög vinsæl hér á landi síðustu leik-
ár. Stone Free hefur helstu höfund-
vantar upp á að verkið sé nógu leik-
rænt. Sýningin byggist mikið upp á
firnalöngum einræðum á milli laga
sem nær öll persónusköpunin byggir
á. Samskipti persónanna eru svo lít-
il og ómarkviss að þær skýra persón-
umar varla nokkuð frekar. Leik-
stjóri og leikarar hafa því lítið að
moða úr.
Magnús Geir Þórðarson hefur
staðið sig vel við þessa frumraun
sína, þrátt fyrir lítinn efnivið, enda
hefur hann fylgst með smíð verks-
ins. Einstaka sinnum virðast leikar-
arnir stilltir um of á sjálfstýringu
og má kannski skrifa það á kostnað
hans. En með slíkt úrval leikara í
aðalhlutverkum er litlu hætt.
Ingvar Sigurðsson leikur tvö
veigamestu hlutverk sýningarinnar,
a.m.k. á hann mestan texta. Hlut-
verkin eru afar ólík en Ingvar fer á
kostum í þeim báðum. Guðlaug E.
Ólafsdóttir og Margrét Vilhjálms-
dóttir leika stöllur tvær og eru kraft-
miklar, en umfram allt fyndnar í
hlutverkum sínum. Eggert Þorleifs-
son og Gísli Rúnar Jónsson fara
troðnar slóðir, en komast vel frá
sínu. Nokkuð vantaði upp á að sinna-
skipti Kjartans Guðjónssonar væru
trúverðug enda þurfti lítið til. Jóhann
G. Jóhannsson hefur mikla útgeislun
á sviði og er gæddur einstökum leik-'
hæfileikum. Emilíana Torrini lék á j
móti honum í litlu hlutverki og fór
vel með. Daníel Ágúst Haraldsson
var trúverðugur en kannski full há- *
tíðlegur í sínu hlutverki, en það verð-
ur að skrifast á höfundarins reikn-
ing.
Stone Free telst seint tímamóta-
verk, það þiggur of mikið frá vissum
söngleik ,og ákveðinni hljómleika-
kvikmynd, auk þess sem það er fullt
af almennum klisjum. En hér tekst
frábærum hljómlistarmönnum,
söngvurum og leikurum að heíjja
þetta innihaldsrýra efni upp á hærra
svið. Án þeirra framlags myndi sýn-
ingin hvorki fugl né fískur.
Sveinn Haraldsson
ar.við aðalsviðið af einföldustu gerð areinkenni Cartwrights. en töluvért
tímabil var í tísku (en ekki eins ein- sér að hrífa hug áhorfenda. með sér
slitt og Hárið var). Hárkollur eru í tíma og rúmi. Lýsing bætti þar