Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 VIÐSKIPTI morgunblaðið Ríkissjóður tekur 4 milljarða erlent lán RÍKISSJÓÐUR. hefur gefið út á alþjóðlegum lánamarkaði skulda- bréf að Qárhæð 100 milljónir þý- skra marka sem svarar til 4 millj- arða króna. Hér er um að ræða aukningu á skuldabréfaútgáfu rík- issjóðs frá því í mars sl. þegar seld voru bréf að fjárhæð 250 millj- ónir þýskra marka. Heildarfjárhæð útgáfunnar nemur því 350 milljón- um þýskra marka. Andvirði iánsins verður varið til að greiða upp erlend skammtíma- lán ríkissjóðs, svokölluð Euro Com- mercial Paper. Lánstími og vaxta- gjalddagar eru hinir sömu og fyrr. Skuldabréfin bera sömu vexti og þau bréf sem gefin voru út í mars eða slétta Libor-vexti í þýskum mörkum án álags. Þessir vextir voru í mars tæplega 3,4% og eru það hagstæðari kjör en áður hafa sést í markaðsútgáfu ríkissjóðs erlendis. Þóknun banka er 0,175% af lánsfjárhæð. Umsjón með þessari viðbótarút- gáfu hafði Citibank í London en auk þess standa að útgáfunni nokk- ur alþjóðleg fjármálafyrirtæki. Að sögn Jóns Sigurgeirssonar, deildar- stjóra í alþjóðadeild Seðlabankans, gekk sala bréfanna vel. Þessi lánskjör vöktu sérstaka athygli í mars þar sem ríkissjóður hafði fram til þess tíma ekki náð svo hagstæðum kjörum í mark- aðsútgáfu á erlendum markaði. ----------♦--------- Engin lausn á filmudeilu Genf. Reuter. BANDARÍSKIR og japanskir em- bættismenn segja að ekki hafí tek- izt að leysa deiluna um aðgang bandarískra fyrirtækja að markaði fyrir ljósmyndafilmur í Japan. James Southwick, aðalfulltrúi Bandaríkjanna í viðræðunum, sagði að ítarlega hefði verið fiallað um allar hliðar málsins og athugað yrði hvort annar fundur yrði síðar. Reiknistofa fískmarkaða í Reykjanesbæ Flytur út tölvukerfi til Bandaríkjanna GENGIÐ frá samningi milli Reiknistofunnar og Base í Bandaríkj- unum. F.v. siljandi: Logi Þormóðsson, stjórnarformaður Reikni- stofunnar, Kenneth Melanson, sljórnarformaður Base. Standandi f.v. Michael Townsen, sljórnarmaður í Base, og Richard Can- astra, framkvæmdasljóri fiskmarkaðarins í New Bedford. REIKNISTOFA Fiskmarkaða hefur skrifað undir samning við bandarískt fyrirtæki vegna sölu og markaðssetningar á tölvukerfi fyrir fiskmarkaði. Kerfið er al- hliða uppboðs- og sölukerfi fyrir fiskmarkaði og er notað við upp- boð í mörgum íslenskum fisk- mörkuðum. Kerfið var hannað fyrir Fisk- markað Suðurnesja árin 1990-91 og hefur verið þar í notkun síðan. Fiskmarkaðurinn á 85% hlut í Reiknistofu fiskmarkaða sem á og rekur kerfið nú. Verk- og kerfisfræðistofan í Reykjavík þró- aði kerfið en Ingvar Örn Guðjóns- son, forstöðumaður reiknistof- unnar, hefur unnið jafnt og þétt að þróun þess síðan. Bandaríski kaupandinn heitir Base en það er fyrirtæki sem stofnað er af eigendum fiskmark- aðar í New Bedford í Massachuse- tts fylki. Gengið var frá samning- um í upphafi vikunnar og var samið um afnotarétt á sjálfum hugbúnaðinum og að Reiknistof- an myndi þýða hann yfir á ensku og laga hann að öðru leyti að bandarískum söluaðferðum. Hef- ur enska útgáfa kerfisins verið nefnd CASS, Computerized Auction and Sales System. í samningnum felst einnig að Reiknistofan mun sjá um að halda kerfinu við og þjóna því. Kerfið tengt síðar á árinu Logi Þormóðsson, stjórnarfor- maður Reiknistofunnar, segir að bandarísku aðilarnir geri ráð fyrir að tengja kerfið fiskmörkuðum þar vestra ekki síðar en í nóvem- ber á þessu ári. Þá var einnig samið um að Base myndi taka að sér markaðssetningu og sölu á kerfinu í Bandaríkjunum og Kanada. „Base mun byija á því að tengja kerfið við annan fisk- markað í Massachusetts og nokkra aðra fiskmarkaði, sem þeir eru í samstarfi við. Viðskipta- vinir þeirra geta síðan tengst kerfinu og tekið þátt í uppboðum frá skrifstofum sínum. Við teljum okkur ekki geta fengið betri dreif- ingaraðila kerfinu þar vestra en Base, sem er sjálft að nota það og gjörþekkir fiskmarkaði um alla Norður-Ameríku.“ Fleiri hafa áhuga Logi segir að sala á sjálfu kerf- inu til fiskmarkaðarins í Massac- husetts hafi numið nokkrum millj- ónum króna en endanlegt and- virði hennar ráðist af því hvernig útbreiðslan muni ganga. „Gangi rekstur kerfisins vel má reikna með að vel gangi að selja það til annarra fiskmarkaða og þá erum við að tala um tugmilljónir króna. Það er einnig gleðilegt að fylkis- stjórnin í Massachusetts hefur fylgst vel með málinu og lýst yfir áhuga á samstarfi við okkur í því skyni að hanna eftirlits- og lönd- unarkerfi á grundvelli CASS. Þá höfum við verið að þreifa fyrir okkur með útflutning á kerfinu til Evrópu og viðtökur þar lofa góðu,“ segir Logi. Hlutabréf hækka enn MIKIL viðskipti urðu með hluta- bréf á Opna tilboðsmarkaðnum (OTM) og Verðbréfaþingi í gær og námu heildarviðskiptin 125 milljónum króna. Flest hlutabréf héldu áfram áfram að hækka í verði. Mestar hækkanir urðu á gengi hlutabréfa í Borgey hf., Pharmaco hf., Þróunarfélagi ís- lands og SÍF. Hækkaði Þingvísi- tala hlutabréfa um tæplega 0,5% frá því á fimmtudag. Viðskipti urðu með bréf í Borg- ey á genginu 3,6, sem er 4,35% hækkun, bréf í Pharmaco hækk- uðu um 3,96% og seldust á geng- inu 14,45, Þróunarfélagsbréf seld- ust á genginu 1,50, sem er 3,45% hækkun og bréf í SÍF hækkuðu um 3,38% eða í 3,36. Mestu viðskiptin urðu með hlutabréf í Pharmaco hf. eða fyrir 64 milljónir króna að markaðs- virði. Dæmi voru einnig um lækkun á gengi bréfa. Bréf í Skagstrend- ingi hf. lækkuðu um 2,34% eða í 6,25 og í Þormóði ramma um 2,22% eða í 4,40 ------» ♦ ♦---- Lýður snýr aftur til Noregs LYÐUR Friðjónsson, framkvæmda- stjóri hjá Coca Cola í Ungveija- landi, er að hætta störfum þar og hefur aftur störf hjáCoca Colaí Noregi. „Ég er að taka við nýj- um verkefnum í Noregi. Það er margt nýtt að gerast hjá Coca Cola í Noregi sem ég hef áhuga á að tak- ast á við. Þetta er engin skyndi- ákvörðun heldur hefur þetta staðið til í töluverðan tíma“ segir Lýður. Sá sem tekur við starfi Lýðs í Ungveijalandi kemur frá aðalstöðv- um Coca Cola í Bandaríkjunum. .in árlega Höfðabakka hátíð vérður haldin laugardaginn 13. júlí 96 / milli kl 14.00 og 16.00 Að Höfðabakka 1 við Gullinbrú Hljórasveit TVeir fyrir einn 567 4111 FEITI DVERGIIRINN • (/) ö 2« s o y OCL Teygjubyssa og margt margt fleira ENGINN GETUR BETUR S -fNN BEÖSOR HARGREIÐSLU S RAKARASTOFA Sími 587 7900 Lítið gert úr ugg um hrun í Wall Street London. Reuter. EVRÓPSKIR sérfræðingar gera lítið úr hættu á niðursveiflu á heimsmörkuðum þrátt fyrir umrót í Wall Street sem hefur vakið svartsýni í kauphöllum. Gert er ráð fyrir að framhald verði á umrótinu, en að hrun sé ekki yfirvofandi. „Við munum búa við óstöðug- leika á síðara árshelmingi, en ég held ekki að aðstæður bjóðj.upp á verulega lækkun á bandaáfskum verðbréfamarkaði,“ sagði ' Peter Chambers, sérfræðingur verð- bréfafyrirtækisins HSBC James Capel. Chambers sagði að veikleiki bandarískra hlutabréfa nú stafaði af því að búizt hefði verið við vaxtahækkun og litlum hagnaði fyrirtækja, en að of mikið hefði verið gert úr slíkum ugg. Hann spáir nokkurri niður- sveiflu í Bandaríkjunum, en telur ekki hættu á ferðum og býst við að afkoma fýrirtækja verði já- kvæð. Chambers býst við að vextir í Bandaríkjunum verði aðeins hálfu prósenti hærri innan 12 mánaða og telur slíka breytingu of litla til að draga kjark úr þeim sem fjár- festa í hlutabréfum. Lækkun Dow vísitölunnar að undanförnu hefur einkennzt af verulegri lækkun bréfa í einstök- um fyrirtækjum eins og Motorola • og Hewlett-Packard. Minni hagn- aður Motorola en búizt hafði verið við olli vonbrigðum á þriðjudag og daginn eftir varaði Hewlett- Packard við minni hagnaði en spáð hafði verið. Chambers kæmi á óvart ef Dow vísitalan lækkaði um 5% frá því sem hún er nú og gerir ráð fyrir í árslok verði hún um 5600-5650 punktar, aðeins 2,5% lægri en þegar hún var hæst, 5778 punktar 22. maí. Lækkun hlutfallslega lítil Forstöðumaður evrópsks fjár- festingarsjóðs segir að líta verði á veikleika Dows í samhengi. Þótt illa hafi gengið í eitt ár hafi hlut- fallslega lítil breyting orðið á vís- tölunni og hún sé aðeins nokkrum punktum lægri en þegar hún var hæst. Dow vísitalan hækkaði um tæp- lega 2200 punkta, eða 60%, frá apríl 1994 til 22. maí, þegar hún mældist 5778 punktar, sem var algert met. Nú er Dow aðeins 4,5% lægri en þegar það met var sett. Ef Dow lækkar um 5-10% í við- bót verður samt um góða frammi- stöðu að ræða að dómi kunnugra. Fyrr í vikunni töldu sérfræðingar að Dow væri ofmetin um sem svar- aði 5-10%. Jafnvel Nick Knight, bölsýnn sérfræðingur Nomura Research, gerir ekki ráð fyrir að Dow lækki um meira en 15% frá því sem nú er, en ólíkt öðrum sérfræðingum býst hann ekki við bata í bráð. „Ég geri ráð fyrir að Dow verði nær 4000 en 5000 punktum í árs- lok,“ sagði Knight. i i i i l i \ I : I I I i i ; i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.