Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Karl Bretaprins og Díana prinsessa ljúka stormasömu hjónabandi Skilnaðar- sáttmáli undirritaður Díana fær 1,7 milljarða Lögformlegur skilnaður í lok ágúst Lundúnum. Reuter. KARL Bretaprins og Díana prinsessa komust í gær að samkomulagi um ákvæði skilnaðarsáttmála síns, sem mun binda enda á 15 ára gamalt stormasamt hjónaband þeirra. Þetta tilkynntu lögfræðingar þeirra í Lund- únum í gær. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögmönnum Díönu munu hjónin hefja undirbúning hins lögformlega skilnaðar á mánudaginn, og endan- legur skilnaður fara fram þann 28. ágúst nk. Talsmenn konungsfjölskyldunnar tilkynntu, að Díana myndi eftir skiln- aðinn missa rétt til ávarpsins Hennar konunglega tign (Her Royal High- ness), en muni halda titlinum prins- essan af Wales. Formlega mun prins- essan ekki lengur teljast vera hluti konungsfjölskyldunnar, en mun sam- kvæmt yfirlýsingu lögfræðinganna vera áfram „álitin" meðlimur hennar af drottningunni og fyrrverandi eig- inmanni. Staða hennar sem móðir framtíðarríkisarfans mun ennfremur tryggja henni umtalsverð áhrif í ljöl- skyldunni. þegar yfir að hann hygðist ekki kvænast Camillu. Sagt er að samkvæmt sáttmálan- um hafí Karl prins skuldbundið sig til að greiða Díönu 17 milljónir sterl- ingspunda, eða rúmlega 1,7 milljarða króna, en talsmenn Buckingham- hallar neita að staðfesta þessar upp- lýsingar, skilmálamir séu trúnaðar- mál. Upphæðin á að tryggja að Díana geti veitt sér sama lífsstíl og hún hefur vanizt. Hún mun ennfremur halda íbúð sinni í Kensington-höll, mega halda gestum sínum boð í St James-höll og hafa afnot af flugvél konungsfjölskyldunnar og fleira. Óbilandi vinsældir Díönu Allt frá því Karl ríkisarfi og Díana, þá lafði Spencer, gengu í það heilaga árið 1981, hafa þau verið undir smá- Reuter í NÓVEMBER 1992 var tilkynnt að hjónin myndu skilja að borði og sæng. Myndin er tekin við athöfn sem fram fór þann 3. nóvem- ber 1992 til minningar um hermenn sem féllu í Kóreustríðinu. sjá fjölmiðla í Bretlandi. Díana varð fljótt geypivinsæl meðal almennings og sérstakt dálæti ljósmyndara. í samningunum um ákvæði skilnaðar- sáttmálans voru það einmitt óbilandi vinsældir hennar, sem nýttust henni sem sterkt tromp í glímu hennar við lögj'ræðinga konungsfjölskyldunnar í samningunum um ákvæði skilnað- arsáttmálans. Á ýmsu gekk á þessum eina og hálfa áratug sem umtalaðasta hjóna- band Bretaveldis varði. Fljótlega fór að bera á brestum í því. Díönu leið ekki vel í Buckinghamhöll. Innan fáeinna ára frá brúðkaupinu, hafði hún þó „gert sína konunglegu pligt“ og fætt tvo syni, „ríkisarfann og einn til vara“ eins og hún orðaði það eitt sinn í viðtali. Eftir að hjónin skildu að borði og sæng í desember 1992 gerðust bæði sek um hjúskaparbrot. Fárið í kring um líferni Karls og Díönu á þessu tímabili olli mestu kreppu sem kon- ungdæmið hefur lent í frá því Ját- varður áttundi neyddist til að afsala sér krúnunni árið 1936. Að enskum lögum er tveggja ára skilnaður að borði og sæng skilyrði fyrir lögformlegum skilnaði. Það var í nóvember 1992 sem John Major forsætisráðherra tilkynnti þjóðinni, að hjónin myndu skilja. Skömmu seinna skildu þau að borði og sæng. Samningar um skilnaðarsáttmálann hófust eftir að Elísabet drottning skrifaði syni sínum og tengdadóttur bréf í desember sl., þar sem hún hvatti til fljóts skilnaðar til að bægja frekari skaða frá virðingu konungs- Qölskyldunnar. Undanfari bréfs drottningar var sjónvarpsviðtal, þar sem Díana hafði á opinskáan hátt greint frá þjáning- um sínum í Buckingham-höll, fram- hjáhaldi og efa um hæfni Karls. til að verða konungur. Auk þess minnt- ist hún á viðhald Karls, Camillu Park- er Bowles. Viðtalið olli uppnámi í konungsfjölskyldunni. Karl lýsti því Reuter ALLT frá því Karl og Díana gengu í það heilaga árið 1981 hafa þau verið undir smásjá fjölmiðla. Tillögur Þýzkalands um tryggingu stöðugleika nýju Evrópumyntarinnar Aðildarríkjum gert að rétta fjárlagahalla innan hálfs árs AÐILDARRÍKI hins væntanlega Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu (EMU) verða beitt refsiað- gerðum, verði ríkissjóðshalli þeirra meiri en Maastricht-sáttmálinn kveður á um og takist ekki að rétta hann af innan sex mánaða. Þetta er tillaga þýzka fjármála- ráðuneytisins, sem lögð hefur ver- ið fyrir aðildarríki Evrópusam- bandsins. Að sögn European Voice hafa sum smærri aðildarríkin látið í ljós þá skoðun að tímafrestur sá, sem Þjóðverjar vilja gefa til að rétta af hallarekstur, sé helzt til stutt- ur. Þó er búizt við að flest aðildar- ríkin samþykki tillögu Þýzkalands. Framkvæmdastjórn ESB, sem hyggst birta eigin tillögur að „stöðugleikasáttmála" eftir rúma viku, virðist sömuleiðis hafa sam- þykkt meginatriðin I hugmyndum Þjóðveija, að sögn blaðsins. Fjórir mánuðir til að sannfæra aðildarríkin Þýzk stjórnvöld telja að upplýs- ingar um ríkisrekstur fyrra árs eigi að geta legið fyrir í marz á ári hverju og að þá eigi sex mánaða tímabilið að hefjast. Komi í Ijós að aðildarríki hafi haft halla á fjárlög- um, sem nemur meira en 3% af landsframleiðslu, eigi fram- kvæmdastjórnin að hafa fjórar vik- ur til að útbúa skýrslu um málið, sem verði strax fylgt eftir með til- lögum peningamálanefndar um aðgerðir til að leiðrétta hallann. Á grundvelli þessa greiði fjármála- ráðherrar ESB-ríkja atkvæði um hvar öf mikinn halla sé að fínna og hvað beri að gera til að rétta hann af. Því næst fái viðkomandi aðildarríki fjórar vikur til að svara. Fjórum mánuðum síðar verði það að hafa sannfært hin aðildarríkin um að það hafi gripið til aðgerða sem muni koma hallanum niður fyrir 3% af landsframleiðslu. Takist viðkomandi ríkisstjórn þetta hins vegar ekki, gera þýzku tillögurnar ráð fyrir að hún verði að greiða háa, vaxtalausa upphæð til Evrópska seðlabankans, sem settur verður á stofn við gildistöku EMU. Hafi hallareksturinn enn ekki verið leiðréttur eftir tvö ár, breytist upphæðin í sekt og rennur í sjóði Evrópusambandsins. Waigel leggur ofuráherzlu á samþykkt tillagnanna Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, er sagður leggja ofur- áherzlu á að fá tillögur þessar sam- þykktar til að tryggja að hin nýja Evrópumynt, Evró, verði jafnstöð- ug og þýzka markið er nú. Það eina í tillögunum, sem European Voice segir að ráðherrann sé tilbú- inn að semja um, sé hlutfall sektar- innar af vergri landsframleiðslu. Waigel lagði upphaflega til að sekt- ir yrðu 0,25% af VLF, en nú segja þýzkir embættismenn að Þýzka- land sé til viðræðu um lægra hlut- fall, svo lengi sem það hafí „fæling- armátt“. mm stutt Craxi og Berlusc- oni fyrir rétti DÓMARI í Mílanó á Ítalíu skip- aði í gær Bettino Craxi og Silvio Berlusconi, fyrrum for- sætisráðherrum, að mæta fyrir rétti vegna ólöglegrar fjáröfl- unar. Er Berlusconi gefið að sök að hafa látið fjölmiðiafyrir- tæki sitt, Fininvest, greiða öðru fyrirtæki sem svarar hálfum milljarði íslenskra króna, sem síðan var veitt í sjóð Craxis. Ortega á uppleið DANIEL Ort- ega, fyrrver- andi forseti og leiðtogi sandínista í Nicaragua, hefur styrkt stöðu sína meðal kjós- enda en for- Ortega setakosn- ingar verða í landinu í október. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hefur Arnoldo Aleman, forsetaefni hins hægrisinnaða Frelsis- bandalags, stuðning 36% kjós- enda en Ortega kemur næstur honum með 26%. Hann hefur sótt mikið í sig veðrið að und- anförnu. A I „hjarta ófreskjunnar“ FIDEL Castro Kúbuforseti hvatti á miðvikudag kúbverska keppendur á Ólympíuleikunum í Átlanta til að að sýna föður- landinu tryggð og hollustu. Leikarnir í Atlanta yrðu vara- samir vegna gylliboða Banda- ríkjamanna. „Þeir munu gera allt sem þeir geta til að ná frá okkur bestu íþróttamönnunum og gera allt til að ná af okkur verðlaunapeningunum,“ sagði Castro. Hann bætti við að lands- menn vildu senda hóp föður- landsvina á Ólympíuleikana vegna þess að íþróttafólkið yrði þar að keppa „í hjarta heims- veldisins sem fyrirlítur okkur“, keppa í „hjarta ófreskjunnar". Hann flýtti sér að bæta við að hann ætti við „spillt og spill- andi“ valdakerfið í Bandaríkj- unum, ekki almenning í land- inu. Kólombíumenn mótmæla YFIRVÖLD í Kólombíu mót- mæltu í gær harðlega þeirri ákvörðun Bandaríkjamanna að meina Ernesto Samper, forseta Kólombíu, um vegabréfsáritun vegna meintra tengsla hans við fíkniefnabaróna. Innanríkis- ráðherra Kólombíu, Horacio Serpa, sagði á fréttamanna- fundi að þessi ákvörðun Banda- ríkjamanna væri „aðgerð stór- veldis gegn því sem það álítur vera eitthvert smáríki." Þetta væru augljós og illa ígrunduð afskipti af innanríkismálum í Kólombíu. Bandaríska utanríkisráðu- neytið tilkynnti, að Samper for- seti fengi ekki leyfi til þess að koma til Bandaríkjanna til þess að ávarpa allsheijarþing Sam- einuðu þjóðanna í New York í september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.