Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 10
Bifreiðastjórar
Hafið bílabænina í
bílnum og orð hennar
hugföst þegar þið akið.
Orottinn Guo, vett mer
vernd þína, og lát mig
mínnast ábyrgöar minnaf
er ég ek þessari btfreió
i Jesú nafni. Amen.
Fæst í Kirkjuhúsinu,
Laugavegi 31,
Jötu, Hátúni 2, Reykjavík,
Hljómveri og Shellstöðinni
v/Hörgárbraut, Akureyri.
Verð kr. 200.
Orð dagsins, Akureyri.
MORGUNBLAÐIÐ
10 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996
Hágangur II með um 140 tonn af fiski frá Noregi
Alls verið
sótt um 900 t
tonn af fiski 1
í sex ferðum
HÁGANGUR II kom til Akureyrar
í gærmorgun frá Kóngsfirði i Nor-
egi, þangað sem skipið sótti um 140
tonn af fiski fyrir Utgerðarfélag |
Akureyringa hf. Þetta var síðasta
ferðin eftir fiski fyrir ÚA í bili, en
alls hafa Hágangur II og Hríseyjan
EA farið þrjár ferðir hvort skip og
sótt alls um 900 tonn af fiski síð-
ustu vikur. Uppistaða aflans er
þorskur, en einnig hafa skipin kom-
ið með ýsu, ufsa, karfa og grálúðu.
Útgerðarfélag Akureyringa gerði
samning við Norges Ráfisklag, sem
er eins konar verðlagsráð Norð-
manna í sjávarútvegi, um kaup á
þessum fiski til vinnslu á Akureyri.
Aðstoðarframkvæmdastjóri Norges
Ráfisklag, Trygve Myrvang, kom
til Akureyrar á fimmtudag til að
kynna sér starfsemi ÚA og ræða
við forsvarsmenn fyrirtækisins um
frekari viðskipti. Eins og komið
hefur fram hefur ÚA sýnt áhuga á
kaupum á ufsa frá Noregi til
vinnslu.
Á myndinni eru Jón Þórðarson,
stjórnarformaður ÚA, og Trygve
Myrvang að ganga frá borði í gær-
morgun, eftir að hafa skoðað fisk-
inn um borð í Hágangi II og fylgst '
með löndum. .
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
UPPSTEYPA haughússins stóð sem hæst er
sláttur hófst á Hofsá.
Tvö ný fjós í Svarfaðardal
Grýtubakkahreppi. Morgunblaðið.
í SUMAR standa nú sem hæst
fjósbyggingar á tveimur býlum
í Svarfaðardal.
Á bænum Sökku er verið
reisa við eldra fjós nýbyggingu
með 40 básum, um 1.000 rúm-
metra haughúsi, mjaltabás og
lausagöngu fyrir ungneyti.
Á Hofsá, nokkru framar í
dalnum, er verið að reisa nýtt
fjós með um 60 básum og
mjaltabásum þeim tengdum,
einnig er byggt 1.450 rúmmetra
haughús undir lausagöngu fyr-
ir hátt á annað hundrað gripi.
Gólfflötur haughússins er á við
þrjú dágóð einbýlishús, það er
að segja röskir 500 fermetrar.
Kartöflur á markað
Grýtubakkahreppi. Morgunblaðið.
NÚ í vikunni komu fyrstu nýupp-
teknu kartöflumar á Eyjaíj'arðar-
svæðinu í verslanir. Þær voru seld-
ar á Akureyri, Húsavík og Greni-
vík.
Undanfarið hefur Kartöflusalan
ehf. dreift kartöfium ræktuðum á
Suðurlandi, en Guðbrandur Jóns-
son, framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, sagði eyfírsku uppskeruna
kærkomna viðbót.
Friðrik Eyfjörð, bóndi á Finna-
stöðum í Grýtubakkahreppi, byrj-
aði að taka upp kartöflur í vik-
unni, þær eru af premiére-
afbrigði. Jlann sagði uppskeruna
afar misjafna, en í þokkalegu lagi
og varla eftir neinu að bíða með
að hefja upptökuna.
Stefnir í verulega uppskeru
Þykir mönnum fyrirsjáanlegt að
veruleg uppskera verði á kartöflum
í haust, tíðarfar í vor og sumar
hefur verið afar hagstætt til kart-
öfluræktunar, en veðurfar í haust
getur sett strik í reikninginn, frost-
nætur á haustin hafa oft gert
þokkalegar uppskeruvonir kart-
öflubænda að engu.
AKUREYRI
Fjölmenni á vinabæjamóti í Ólafsfirði
Ahersla á að almenningur
taki þátt í dagskránni
Sýning á verkum
Svavars Guðna-
sonar listmálara
NORRÆNT vinabæjamót var
sett í Ólafsfirði í gærmorgun.
Þetta er í annað sinn sem Ólafs-
firðingar taka á móti fulltrúum
vinabæja sinna, en fyrsta mótið
var haldið fyrir tíu árum.
‘Vinabæir Ólafsfjarðar eru Hill-
eröd í Danmörku, Horten/Borre
í Noregi, Karlskrona í Svíþjóð
og Lovisa í Finnlandi. Um 260
manns sækja mótið að þessu
sinni.
Sjötíu manna norsk lúðrasveit
fór fyrir skrúðgöngu frá Gagn-
fræðaskólanum að Tjarnarborg
þar sem mótið var sett við hátíð-
lega athöfn. Óskar Þór Sigur-
björnsson formaður undirbún-
ingsnefndar vinabæjamótsins
bauð gesti velkomna og vænti
þess að þeir ættu góða daga í
Olafsfirði. Þá fluttu einnig ávörp
þeir Hilmar Jóhannesson for-
maður Norræna félagsins og
Þorsteinn Ásgeirsson forseti
bæjarsljórnar Ólafsfjarðar. Þjóð-
söngvar landanna voru sungnir
og fánar þeirra dregnir að húni.
Litast um ílandnámi
Ólafs Bekks
Sýning á verkum Svavars
Guðnasonar listmálara var form-
lega opnuð í Barnaskólanum að
lokinni setningarathöfn. Hún
verður opin í dag, laugardag frá
kl. 10 til 12 og frá 14 til 18 og
á sunnudag verður sýningin opin
frá kl. 14 til 18.
Hinum norrænu gestum var
boðið í kynnisferð um Ólafsfjörð
eftir hádegi í gær og var staldr-
að við á ýmsum merkum stöðum
í landnámi Ólafs Bekks og Gunn-
ólfs gamla og að sjálfsögðu var
Morgunblaðið/Kristján
SJÖTÍU manna norsk lúðrasveit fór fyrir skrúðgöngu við setn-
ingarathöfnina, sem var við félagsheimilið Tjarnarborg.
LIÐSMAÐUR danshóps
lúðrasveitarinnar í
fulium skrúða.
boðið upp á þjóðlegar veitingar,
hákarl og íslenskt brennivín.
„Horfðu glaður um öxl“ sögu-
sýning þar sem fjallað er um
byggð í Ólafsfirði í 1100 ár var
opnuð í Tjarnarborg síðdegis og
þá hélt Lovisakórinn tónleika í
Iþróttamiðstöð Ólafsfjarðar.
í gærkvöld var hóf á Hótel
Ólafsfirði þar sem m.a. var boðið
upp á kvöldverð, flutt voru ávörp
og heimamönnum færðar gjafir
og góðar óskir, en á meðan fjöl-
mennti yngri kynslóðin í sund
laugarpartý.
Gríllhátíð og útimarkaður
í dag, laugardag verður heil-
mikið um að vera í Ólafsfirði,
en sérstök áhersla er lögð á þátt-
töku almennings í dagskráratrið-
um. Grillhátíð verður við Tjarn-
arborg um hádegi og þar hefst
útimarkaður kl. 14. Utiguðsþjón-
usta verður við Tjarnarborg kl.
11 á morgun, sunnudag.
L.
hAbkóunn
A AKUREYRI
Skrifstofur Háskólans á Akureyri
verða lokaðar vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 2. ágúst.
Bókasafn háskólans í Þingvallastræti23 er eftir sem
áður opið frá klukkan 8 til 16, mánudaga til fóstudaga.
Vákin er athygli á að í símaskrá er að finna símanúmer
á skrifstofum ílestra starfsmanna háskólans.
Nemendum sem hyggja á ágústpróf er bent á að hægt
er að skrá sig í þau á bókasafni eða með því að senda
símbréf í nr. 463 0999.
Skráningu í ágústpróf lýkur 4. ágúst nk.
Rektor
Messur
AKUREYRARKIRKJA:
Guðsþjónusta á morgun,
sunnudaginn 14. júlí kl. 11.
Guðsþjónusta í Seli kl. 15.
sama dag.
GLERÁRKIRKJA: Guðsþjón-
usta verður í kirkjunni kl. 21,
sunnudáginn 14. júlí. Ath.
breyttan tíma. Sr. Hannes Örn
Blandon þjónar.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Samkoma í umsjá ungs fólks
í kvöld, laugardagskvöldið 13.
júlí. Vakningasamkoma kl.
20., sunnudaginn 14. júlí.