Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 33 BREF TIL BLAÐSINS Virðing fyrir niðurstöðum lýðræð- islegra kosninga Frá Þorvaldi Kr. Gunnarssyni: TILEFNI þess að ég lét nokkur orð frá mér falla í bréfi til blaðsins 6. júlí þessa mánuðar, voru skrif Þórð- ar Halldórssonar þann 4. júlí. Það voru skrif hans um Ólaf R. Gríms- son, sem fóru sérstaklega fyrir brjþstið á mér. í lýðræðisþjóðfélagi er borin virð- ing fyrir niðurstöðum lýðræðislegra kosninga, öfugt við það sem gerist í ólýðræðislegum stjórnarháttum komúnismans. Þess vegna hlýtur að vakna sú spurning hvort þeir sem ekki bera virðingu fýrir lýðræðis- kjörnum forseta landsins séu lýð- veklissinnar. í Morgunblaðinu 9. júlí spyr Þórður hvar kommúnisminn sé grafinn. Því ætla ég að reyna að svara eftir bestu getu. Kæri Þórður, eins og þú hlýtur að vita er fjölflokkakerfi í öllum fyrrverandi austantjaldsríkjum, sem hafa þróast mikið síðan kom- múnisminn fél! 1989. Markaðsbú- skapurinn hefur komið í stað ham- ars og sigðar kommúnismans. Hinsvegar hefur stökkið úr kom- múnisma í markaðsbúskap ekki alltaf gengið auðveldlega né sárs- aukalaust og þá sérstaklega í Rúss- landi eins og þú réttilega bentir á). Framþróunin varð ekki stöðvuð af afturhaldsöflum sem kenna sig við kommúnista og er það öllum mikill léttir. Jafnvel Rússar hafna kommúnismanum sem heims- byggðin kvaddi við hrun Berlínar- múrsins. Ef efnahagsþróunin verð- ur þokkalega hagstæð fyrir austan- tjaldsríkin fyrrverandi þá kemur þessi draugur kommúnismans aldr- ei aftur til með að ríkja. Þess vegna ætti það að vera kappsmál fyrir alla þá sem eru fylgjandi lýðræði og fijálsræði að þeim takist sem allra best að koma á alvöru mark- aðshagkerfi. Ef heimsmynd dagsins í dag er borin saman við heimsmyndina, t.d. 1980, þá er öllum ljóst að kommún- isminn er dauður. I staðinn fyrir einsflokkakerfin í Austur-Evrópu er komið fjölflokkakerfi. Einu al- - vöru kommúnistaríkin sem enn eru við lýði má telja á fingrum annarr- ar handar, þ.e. Kína, Kúba og Norð- ur-Kórea. Svo þess vegna ætla ég að leyfa mér að ítreka mín fyrri orð frá 6. júlí: Kommúnisminn er dauður. ÞORVALDUR KR. GUNNARSSON, Grettisgötu 58b, Reykjavík. AllAN SOLAR- HRING1NN 577 4200 48 si8no hugmyndabæklingur fyrir garðinn þinn. Pantaðu ókeypis eintnk! Landslags- arkítektinn leggur línurnar! Okeypis ráðgjafarþjónusta BM»Vallá Björn Jóhannsson landslagsarkitekt aðstoðar þig við að útfæra skemmtilega innkeyrslu, gangstíg, verönd, blómabeð eða annað með vörum frá BM'Vallá og veitir margvísleg góð ráð um lausnir í garðinum. Hringdu í 577 4200 og pantaðu tíma. Grænt númer 800 4200. Hafðu með þér grunnmynd af húsi og lóð í kvarða 1:100 og útlitsteikningu eða góða Ijósmynd af húsinu. Netfang: bmvalla.sala@skima.is BM-VAILA Breiðhöfða 3 112 Reykjavík. AUGLYSINGAR A TVINNUAUGL YSINGAR Saltfiskmatsmaður Saltfiskmatsmaður og menn, vanir söltun, óskast á togara, sem mun stunda veiðar í Barentshafi í sumar og salta aflann um borð. Nánari upplýsingar veitir Torfi Þ. Þorsteins- son í vinnusímum 550 1000 og 550 1082 eða heimasíma 551 17954. Gmmn íþróttakennari - æskulýðs- og íþróttafulltrúi íþróttakennara vantar á Raufarhöfn. Auk íþrótta- og sundkennslu þarf hann að sjá um íþrótta- og æskulýðsstörf ásamt þjálfun og umsjón með ungmennafélaginu Austra. Góð laun. A staönum er glæsilegt, nýtt íþróttahús, 16 m innisundlaug, heilsurækt, sauna og Ijósabekkir. Raufarhöfn er 400 manna þorp í 150 km fjarlægö frá Húsavík. Sérstæð, villt og ósnortin náttúra. Mikið fuglalíf, einstök friðsæld, en einn- ig fjörugt félagslíf, gott mannlíf og öll hugsanleg þjónusta. Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Upplýsingar gefur Líney Helgadóttir, skóla- stjóri, í síma 465 1225 eða Hildur Harðar- dóttir, formaður Austra og skólanefndar, í síma 465 1339. m solu iörð til sölu Jörðin Valshamar í Geiradal, Reykhólasveit, er til sölu. Mikið undirlendi, tvær veiðiár og fjallavötn. Stærð u.þ.b. 1500 ha. Tilboð. Upplýsingar gefa Guðbjörg í síma 555 1766 eða Guðmundur í síma 587 8021. Toppmyndir gömlu meistaranna Fyrir fjársterkan aðila leitum við að mjög góðum verkum eftir t.d. Kjarval, Ásgrím, Jón Stefánsson, Gunnlaug Scheving, Kristínu Jónsdóttur, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Blöndal og Jóhann Briem. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst við Gallerí Borg í síma 552 4211 frá kl. 12-18 virka daga. BORG v/lngólfstorg Stóðhesturinn Frami 1. sæti í 5 v. flokki stóðhesta á fjórðungsmótinu 1996. tekur á móti hryssum á Ragnheiðarstöðum. Fyrra gangtímabíl frá 14. júlí, síðara gang- tímabil frá 8. ágúst. B: 8,0 - 8,3 - 7,3 - 8,7 - 9,8 - 7,5 - 8,5 = 8,36 H: 8,0 - 7,5 - 8,5 - 8,2 - 8,3 -*7,8 -8,5 = 8,12 Aðaleinkunn 8,24. Uppl. og pantanir í Ástund, sími 568 4240 og á Ragnheiðarstöðum, sími 486 3366. Myndlistarmenn athugið! Innan skamms verður opnuð í Gallerí Borg sérstök gjafavörudeild. Þarverður kappkost- að að hafa til sölu úrval myndverka og ann- arra listmuna sem henta vel til tækifæris- gjafa, t.d. grafíkmyndir, vatnslita- og pastel- myndir, lítil olíuverk, ásamt keramikmunum. Vinsamlegast hafið samband við Gallerí Borg í síma 552 4211 frá kl. 12-18 virka daga. BORG v/lngólfstorg. Arkitektafélag íslands Skrifstofa félagsins í Hafnarstræti 9, 101 Reykjavík, verður lokuð frá 15. júlí tii 1. ágúst vegna sumarleyfa. Stjórn Al. Torta í Biskupstungnahreppi Deiliskipulag sumarbústaðahverfis Hér með er lýst eftir athugasemdum við til- lögu að deiliskipulagi sumarbústaðahverfis í landi Tortu í Biskupstungnahreppi, sem unn- in er samkvæmt staðfestu aðalskipulagi. Til- lagan nær til 81,5 ha svæðis í landi Tortu. Gert er ráð fyrir 18 lóðum og alit að 36 sum- arhúsum. Tillagan liggur frammi á skrifstofu Biskups- tungnahrepps og hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166 á skrifstofutíma, frá 15. júlí til og með 9. ágúst 1996. Athugasemdum skal skila til oddvita Bisk- upstungnahrepps fyrir 12. ágúst 1996 og skulu þæra vera skriflegar. Oddviti Biskupstungnahrepps. Skipulagsstjóri ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.