Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Um 2.500 plöntur og ræktunarafbrigði í Stóru garðabókinni Ágúst H. Bjarna- f STÓRU garðabókinni eru um 3000 myndir. Þessa mynd er að finna í kafla son, ritstjóri um drög að skipulagi garða. Litadýrðin í þessu beði er engin tilviljun því bókarinnar gróðurþyrpingin sem virðist svo óheft er í rauninni þaulskipulögð. ÁHUGASÖMUM garðræktendum gefst kostur á að læra plöntu- ágræðslu en einungis fáir hér á landi hafa sinnt henni fram til þessa og nákvæmar leiðbeiningar eru um kyn- blöndun fyrir þá sem það vilja prófa svo dæmi séu tekin,“ segir Ágúst H. Bjarnason ritstjóri Stóru garða- bókarinnar þegar hann er spurður um nýstárlegt efni í bókinni. Stóra garðabókin er stór og viðamikil bók um garðyrkju sem út kom fyrir skömmu. „Fram til þessa hefur ekki verið auðvelt að fínna leiðbeiningar á við þessar í íslenskum garðyrkjubókum en auk þess er auðvitað í bókinni al- menn fræðsla fyrir garðrækt endur.“ Undanfarin þtjú ár hefur Ágúst unnið að útgáfu bókarinnar ásamt aðstoðarritstjórunum Óla Vali Hans- syni og Þorvaldi Kristinssyni ásamt ýmsum öðrum sérfræðingum. Að sögn Ágústs eru tveir til þrír áratug- ir síðan alhliða bók um garða kom út hér á landi og eftir það hafa bækumar verið sérhæfðari um ein- stakar tegundir plantna eins og tré, runna og ijölæringa" segir hann.“ Þegar ráðist var í verkið var ákveðið að hafa til hliðsjónar bresku bókina Encyclopedia of Gardening, nota efnisuppbyggingu hennar og skýringarmyndir. Ágúst segir að það hafí hinsvegar verið ómögulegt að ætla sér að þýða erlenda garðabók vegna ólíkra aðstæðna milli landa. „Við þurftum því að semja textann frá rótum. Fjöldi sérfræðinga var fenginn til að leggja til efni sem við unnum síðan upp úr. Þetta hefur ver- ið geysiléga mikil vinna og við höfum reynt að koma víða við þannig að bókin geti í raun og veru nýst öllum garðræktendum sem uppflettirit." Tjarnir, Iækir og grasvellir „Við lögðum til dæmis töluverða áherslu á tjarnir og læki. I bókinni er að fínna nákvæmar leiðbeiningar um hvemig staðið skuli að slíkum framkvæmdum. Grasvellir hafa löng- um valdið íslendingum ama í ræktun og við erum með góða leiðarvísa þegar kemur að þeim. Þá er í vissum hverfum orðið algengt að tré séu formklippt og talsvert er fjallað um það. Þá er yfirgripsmikil umijöllun um plöntusjúkdóma og meindýr svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir að bók- in heiti Stóra garðabókin koma inni- plöntur líka við sögu og gróðurhús og garðstofur eiga sinn stað í bók- inni líka.“ Stássplöntur Þar sem texti bókarinnar var sam- inn frá rótum er hann allur miðaður við íslenskar aðstæður og Ágúst seg- ir að þeir hafi þurft að gefa ýmsum plöntum ný nöfn og fella nöfn að ákveðnu kerfí sem þeir fóru eftir og það tók tíma. „Ymis hugtök hafa verið á reiki í garðyrkju en við reynd- um að festa sum og mynda önnur, eins og feyruáburð, blaðmeti og stöngulmeti. Til langs tíma hefur verið talað um að toppdressa eða mölka beð en í bókinni er það kallað að sáldra yfir eða dreifa þekjulagi yfir beð. Einstakar plöntur sem draga að sér athygli sakir vaxtar- lags, fallegra blóma eða laufskrúðs nefnast stássplöntur í bókinni, til dæmis stásstré, stássrós og stáss- runni.“ Vinsælt að gróðursetja blómstrandi runna og tré - Hefur ekki margt breyst í garð- yrkju síðan síðastá almenna garð- yrkjubókin kom út? „Jú, geysilega mikið. Garðyrkju- fólk er ekki lengur lítill hópur sérvitr- inga sem er að reyna að rækta í kringum sig. Almenningur hefur smitast af framtakssemi þeirra og nú er það undantekning ef fólk rækt- ar ekki lóðirnar sínar. Tegundum hefur fjölgað og það má ekki gleyma að aðstæður til ræktunar hafa líka breyst mikið. í Reykjavík hefur myndast mikið skjól og loftslagið hefur breyst við allan þennan gróður og er orðið hagstæðara fyrir ræktun. Ágúst segir að fyrir nokkrum árum hafi verið algengast að fólk gróður- setti aspir þar sem þær eru hrað- vaxta en það hefur breyst. „Fólk er farið 'að reyna aðrar tegundir, hlyn, ask og er með blómstrandi runna og tré í auknum mæli eins og sýrenur, toppa, gullregn og ein- staka með hegg. Rósir eru líka mjög vinsælar og áhugi á klifuijurtum eykst sífellt. Fyrir nokkrum árum voru til örfáar tegundir af róslyngi hér á landi. Nú eru þær orðnar um tuttugu talsins. Viðkvæmar jurtir þegar garður er gróinn - Geta þeir sem eru að byggja upp garð frá grunni stuðst við bókina? - „Mikil ósköp og þá er einmitt að mörgu að hyggja. Ef verið er að að skipuleggja nýja garða þarf að hafa hugfast að ræktun tekur langan tíma og það virka engar hókus-pókus lausnir. Það þýðir ekki að gróður- setja viðkvæmar tegundir fyrr en garðurinn er orðinn gróinn. Ýmsir kaflar í bókinni ættu að nýtast þeim vel sem eru að hefja ræktun og þar er til dæmis sérstök umfjöllum um hvernig raða má saman tegundum þannig að vel sé.“ - Eru mörg dæmi um að plöntur sem haldið var að þrifust ekki á Is- landi hafí spjarað sig? „Já mýmörg. Gróðurhúsaeigendur hafa til dæmis verið að reyna ræktun einnar og einnar plöntu í gróðurhús- um og síðan sett hana út á sumrin. Þeir hafa kannski gleymt jurtinni úti og hún spjarað sig. í beðum getur fjöldi plantna vaxið en séu þær settar út í móa kunna þær að verða undir í baráttunni við aðrar tegundir. Það er frekar það sem stendur oft í vegi fyrir ræktun en veðráttan sem slík.“ Þegar Ágúst er spurður hvemig þeir hafi aflað sér upplýsinga um allar 2500 plöntutegundir og rækt- unarafbrigði sem koma fyrir í bók- inni segir hann þær koma úr heim- ildaritum, úr grasagörðum og frá áhugafólki um garðrækt. - Eru ræktunarskilyrði mismun- andi á hinum ýmsu stöðum í Reykja- vík og á landinu? „Staðsetning skiptir miklu og bara í Reykjavík eru skilyrðin ólík. I Gerð- unum eru haustfrostin fyrr á ferð- inni en annarsstaðar í bænum og með Sundum er mikið logn. Það er sólríkt í Fífuhvammslandi í Kópavogi og svo rnætti áfram telja.“ Þegar Ágúst er að lokum inntur eft- ir því hver galdurinn sé við að eiga fallegan garð segir hann: „Natni, þolinmæði, langlundargeð og áhuga Þá verður garðurinn fallegur.“ Hvað kostar GSM-síminn? Fyrirtæki Teg. síma Hleðsiutími Bið, klst. Þyngd Tenging v/ Staðgreiðslu- mótald/fax verð Simens S3 COM 20 260 g 22 mm já kr. 35.900 Simens S4 50 235 g 28 mm já 49.900 Nokia 2110i 30 196 g 25 mm já 47.900 Mitsubishi MT-20 20 180 g 33 mm já 49.900 Ericsson GH388 33 170 g 23 mm já 59.900 Dancall HP2711 18 234 g 20 mm nei 49.910 Ericsson GH388 33 170 g 23 mm já 62.900 Nokia 8110 70 151 g 25 mm já 79.900 Nokia1610 100 250 g 25 mm nei 39.900 Nokia 2110 30 235 g 20 mm já 54.900 Bónus radíó Grensásvegi 11, R. Skipholti 19, R. HátæknÍÁrmúla26, R. Heimilistæki Sætúni 8, R. Philips Fizz 70* 210 g 17 mm ja 39.900 Heimskringlan Kringiunni Hekla Laugavegi 174, R. Audiovox680 18 232 g 23 mm nei 39.900 Panasonic EB-G400 20 198 g 24 mm já*49.900 Japis Brautarholti 2, R. Sony CMDX-1000 50 235 g 30 mm já 54.900 Nýherji Skaftahlíð 24, R. Ericsson GH198 30 325 g 30 mm nei 49.900 Ericsson GH318 67 250 g 32 mm já 49.900 Ericsson GH388 33 170 g 23 mm já 62.900 Nokia 1610 100 250 g 28 mm nei 39.900 Nokia 2110 20 240 g 23 mm já 59.900 Nokia 2010 20 275 g 26 mm nei 49.900 Nokia 8110 70 151 g 25 mm já 79.900 Póstur og sími v/Austurvöll, R. Motorola 8400 31 207 g 35 mm já 66.975 Audiovox 680 18 235 g 25 mm nei 39.980 Ericsson GH388 33 170 g 25 mm já 59.990 Sagem 430 15 230 g 24 mm nei 29.925 Radíómiðun Ericsson GA318 80 260 g 35 mm já 49.360 Grandagarði 9, R. / Ericsson GH388 33 170 g 23 mm já 62.915 Nokia 1610 100 250 g 28 mm nei 39.915 /ð/ Nokia 2110 20 240 g 23 mm já 54.900 m. Nokia 8110 70 150 g 25 mm já 79.900 Sony CMDX1000 50 240 g 35 mm já 59.958 Dancall HP2711 18 234 g 20 mm néi 49.910 Smith og Norland Simens S4 50 235 g 28 mm já 52.250 Nóatún 4, R. Simens S3 COM 20 260 g 22 mm já 46.000 ‘ Síminn er með sérstökum upptökumöguleika. Tekur upp samtal í allt að 20 sek." Hægt er að fá rafhlöðu sem aukabúnað, hleðslutími: Tal: 180 mín. Bið: 200 klst. 65% fjölgun á GSM-símnotend- um frá áramótum FRÁ síðustu áramótum hefur orðið 65% fjölpin á notendum í GSM- símakerfinu. Um áramót voru 9.375 notendur með GSM-síma en eru nú 16.200 talsins. Eins og fram kemur í töflunni hér til hliðar er nokkuð fjölbreytt fram- boð af GSM-símum og hægt að fá þá á mismunandi verði. Ekki er þetta tæmandi listi yfir fyrirtæki sem selja GSM-síma heldur sýnishorn af því sem í boði er. Ómögulegt reyndist að bera saman taltímann fyrir hveija hleðslu því seljendum sömu símateg- unda bar ekki saman. Notendum GSM-síma hefur fjölg- að jafnt og þétt og 1.1. 1995 voru notendur 2.119 en um síðustu ára- mót eins og áður sagði 9.375 talsins. Símarnir eru oft með ólíkum tæknibúnaði, sumir eru með núm- eraminni en aðrir geta eingöngu nýtt það minni sem fylgir kortinu. Þá er þyngd og ummál mismunandi svo og endingartími hleðslu þ.e. sá tími sem hægt er að tala í símann og hafa í biðstöðu í hvert sinn. Sumir símar geta tengst módemi eða faxi og enn aðrir bjóða upp á þann möguleika að taka upp sím- töl. Neytendur verða að kynna sér nánar þá möguleika sem símarnir bjóða upp á. Dæmi eru um að fólk hafi keypt GSM-síma á ferðalögum erlendis og fengið þá þarlent kort með. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur upplýs- ingafulltrúa hjá Pósti og síma hafa erlendu kortin sjaldan verið notuð hér á landi enda mun dýrara að hringja innanlands með þeim en þessum íslensku. Meira hringt í GSM-síma en úr þeim Hrefna segir að mun meira sé hringt í GSM-síma heldur en úr þeim og þessu er síðan öfugt farið í NMT kerfinu „Stofngjaldið er 4.358 krón- ur með virðisaukaskatti og afnota- gjald síðan 1.899 krónur á þriggja mánaða fresti", Hún segir að reikn- ingar séu sendir út á þriggja mán- aða fresti nema ef notkunin fer yfir 5000 krónur þá er sendur út reikn- ingur um næstu mánaðamót. Notkun GSM-farsímakerfisins er bundin við kort sem er oft nefnt SIM kort erlendis en kallast hérlendis GSM-kort. Þessu korti er stungið í farsímann áður en hægt er að nota hann og er það fáanlegt í tveimur stærðum. Sumir GSM-farsímar eru gerðir fyrir stærri kortin en aðrir fyrir þau minni. GSM-kort er í senn lykill að kerfinu og númer þess sem er notandi og greiðandi þjónustunn- ar. Þá er einnig hægt að skrá þar persónulegar upplýsingar s.s. skammvalsnúmer. Númerabirting á skjá Frá og með 1. mars síðastliðnum bauðst notendum í GSM-símakerfinu svokölluð númerabirting á skjá, þ.e.a.s. númer þess sem hringir birt- ist á skjá. Mismunandi er eftir sím- um hversu mörg númer hægt er að geyma hveiju sinni í minni. Sumar eidri tegundir af GSM-símum hafa ekki þennan möguleika í tækjabún- aði. Þegar hringt er erlendis frá eða úr NMT-kerfinu birtast númerin ekki á skjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.