Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBIJSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Læra bjargsig og sprang Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. KRAKKAR í Eyjum hafa undan- farið verið á námskeiði þar sem þeir hafa lært undirstöðuatriði í bjargsigi og sprangi. Það er Tóm- stundaráð Vestmannaeyjabæjar sem stendur fyrir námskeiðshald- inu og leggur til leiðbeinanda, Armann Höskuldsson, sem séð hefur um að leiðbeina krökkunum og sést hér sýna þeim hvernig ber að fara að, segir að þeir hafi ver- ið mjög áhugasamir um námið en um 25 krakkar, bæði strákar og stelpur, tóku þátt í námskeiðinu. Sprang er nokkurskonar þjóð- aríþrótt í Vestmannaeyjum og margir krakkar fara að spranga ungir að árum. Því hefur verið talið rétt að ieiðbeina þeim sem áhuga hafa í þessum efnum til Morgunblaðið/Þorkell GSM-símum fjölgaði um 65% frá áramótum að þeir læri að gæta fyllstu varúð- ar í berginu og bera sig rétt að í fjallamennskunni. Armann sagði í samtali við Morgunblaðið að námskeiðið hefði gengið mjög vel og krakk- arnir hefðu sýnt mikinn áhuga á að læra réttu tökin og handbrögð- in við að síga í bergið og spranga. Þeir hefðu þarna lært undirstöðu- atriði og áhersla væri lögð á við þá að gæta fyllstu varúðar þegar þessar íþróttir væru stundaðar því hætta stafaði af ef ekki væri rétt að farið. Hann sagðist telja að krakkarnir hefðu mjög gott af þessu og einnig væri með þessu haldið við þessari rótgrónu íþrótt Eyjamanna að spranga og síga í björg. Mýrafellið flaut upp og sökk aftur Tálknafirði. Morgunblaðið. TILRAUNIR til að ná Mýrafelli ÍS 123 af sjávarbotni hafa staðið undanfama daga á Bíldudal, þangað sem báturinn var dreginn neðansjávar af pramma. Mýrafell, sem er 15 tonna stálbátur, sökk í mynni Aniarfjarðar 26. júní. Skipveijamir fjórir komust á kjöl og var bjargað um borð í Guðnýju IS. Byrjað var að koma böndum á bátinn á föstudaginn í síðustu viku og var hann síðan dreginn af pramma inn Arnaríjörð í fylgd Daggar BA frá Bíldudal. Björgunaraðgerðirnar tóku langan tíma og kom leiðangur- inn ekki til hafnar í Bíldudal fyrr en um hádegi á sunnudag. Frá því á sunnudag hefur verið unnið að því að flarlægja úr honum veiðarfæri, fisk og annað_ lauslegt, auk þess að þétta lestina. Á fimmtu- dagskvöld var því verki að mestu lokið og var þá hafist handa við að dæla vatni úr lestinni til að mynda loftrými inni í bátnum. Eftir aðeins skamma stund lagðist báturinn á hliðina og bytja varð upp á nýtt. Verkið lá niðri á flóðinu vegna þrýstingsins sem þá er á sjávarbotni en aftur var byijað á fjöru á hádegi í gær. Skömmu síðar flaut báturinn Reiknistofa fiskmarkaða Flytur út hugbúnað REIKNISTOFA fiskmarkaða í Reykjanesbæ hefur gert samning við bandarískt fyrirtæki í Massachusetts vegna markaðssetningar og sölu á tölvukerfi fyrir fiskmarkaði. Kerfið er alhliða uppboðs- og sölukerfí og er notað við uppboð í mörgum ís- lenskum fiskmörkuðum. Bandaríski kaupandinn er í tengslum við fiskmarkað í New Bed- ford í Massachusetts-fylki. Samið var um afnotarétt á sjálfum hugbún- aðinum og að Reiknistofan myndi þýða hann á ensku og laga að banda- rískum söluaðferðum. Þá hefur bandaríski kaupandinn tekið að sér markaðssetningu og sölu á kerfinu í Bandaríkjunum og Kanada. • ■ Flytur úttölvukerfi/12 upp, skuturinn fyrst, en lagðist svo á hliðina og sökk aftur. Talið er að sá fiskur, sem eftir var í lestinni og orð- inn var morkinn, hafi stíflað dælumar og valdið því að báturinn sökk aftur en fiskurinn rann allur fram í lest þegar báturinn flaut upp. I gær var verið að hreinsa afgang- inn af fiskinum enn betur úr lestinni og átti að freista þess að láta bátinn fljóta réttan upp en hætt er við að hann sökkvi aftur takist það ekki. Aðra tilraun til að ná bátnum af sjávarbotni átti að gera upp úr mið- nætti sl. nótt. Innlausn 17,3 millj- arða spariskírteina Vextir tæpir 10 milljarðar RÍKISSJÓÐUR greiðir alls um 9,8 milljarða í vexti af þeim spariskírteinaflokkum frá árinu 1986 sem komið hafa til innlausnar i júlímán- uði. Upphaflega var höfuð- stóll skírteinanna um 3 millj- arðar króna árið 1986, en með verðbótum nemur höfuðstóllinn um 7,5 millj- örðum. Þar ofan á bætast 9,8 milljarðar í vexti þannig að ríkissjóður þarf að standa skil á 17,3 milljörðum til eig- enda skírteinanna. Umrædd spariskírteini voru innleysanleg að sex árum liðn- um frá útgáfu þeirra árið 1986, en hefðu að óbreyttu borið vexti til fjórtán ára eða fram til aldamóta. Nafnvextir þeirra voru 8-9%, en stærsti hlutinn var á 9% vöxtum, 11,5 milljarðar króna. Með því að innkalla skír- teinin nú og endurfjármagna þau með útgáfu nýrra skír- teina á svonefndum skiptikjör- um, 5,2-5,4% raunávöxtun, sparar ríkissjóður um 2 millj- arða í vaxtagreiðslum á næstu tveimur árum. Forstjóri SVR heimilaði ekki ostaauglýsingar á strætisvögnum Beinagrindur í óæskilegu samhengi EIGENDUM GSM-síma hefur Ijölgað jafnt og þétt frá því farsímakerfið var tekið í notk- un fyrir um það bil tveimur árum. Frá síðustu áramótum hefur notendum fjölgað um 65%, þ.e.a.s. úr 9.375 í 16.200. Hálfu ári eftir að GSM-kerf- ið var tekið í notkun, þann 16. ágúst árið 1994 voru notend- urnir orðnir 2.119 talsins. í verðkönnun sem gerð var kemur fram að ódýrustu GSM- símarnir kosta 29.900 krónur en síðan eru þeir fáanlegir upp í 79.900 krónur. ■ 65%fjölgun/16 FORSTJÓRI Strætisvagna Reykja- víkur hefur ákveðið að leyfa ekki birtingu ostaauglýsingar á vögnum SVR vegna þess að þar séu farþegar hluti af auglýsingamynd án þess að þeir hafi ákveðið það sjálfir. Auglýsingarnar áttu að vera þannig úr garði gerðar að mynd af sitjandi beinagrind væri fyrir neðan rúðu strætisvagns, í bfeinu framhaldi af höfði farþegans sem sæti inni í vagninum. „Ég tel að það sé ekki eðlilegt að farþegar okkar séu hluti af aug- lýsingamynd, án þess að þeir hafi ákveðið það sjálfir,“ segir Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR. Hún segir að samkvæmt samningi við Eureka, sem leigir út auglýsingapláss á vögnum SVR, eigi að bera aðrar auglýsingar en borðaauglýsingar undir SVR. Útfærsla auglýsinganna sé háð samþykki forsvarsmanna SVR sem séu annars ekki í neinum sam- skiptum við auglýsendur. Lilja segir því miður hafa láðst að bera útfærslu auglýsingarinnar undir SVR en það hefði átt að gera áður en framleiðslu væri lokið og komið að birtingu. Til stóð að líma auglýs- inguna á vagna SVR í gærkvöldi. Lilja segir ekki neinar skriflegar reglur um auglýsingarnar á vögnum SVR hafa verið gerðar en hins veg- ar verði að meta hvort þær geti komið sér illa fyrir fyrirtækið eða viðskiptavini þess. „Eg vil virða far- þega okkar og vil að ímynd þeirra sé góð og jákvæð. Mér finnst ekki huggulegt að farþegarnir okkar birt- ist sem beinagrind utan á vögnun- um,“ segir forstjóri SVR. • Lilja segist ekkert hafa á móti auglýsingunni sem slíkri, aðeins samhenginu sem hún sé sett í. Mjög auðvelt sé að færa beinagrindina neðar á vagnana og jafnvel setja haus af einhveijum ofan á hana. „Sumum kann að þykja gaman að birtast svo grannir að þeir séu orðn- ir að beinagrind, öðrum kann að þykja það verra. Öllum sem hafa séð þetta hér [hjá SVR] þykir þetta mjög hlægilegt en mörgum á kostn- að þess sem er spyrtur við beina- grindina. Mér þykir afar leiðinlegt að þau mistök skyldu hafa hent að ræða ekki við okkur strax, því það hefði mátt koma í veg fyrir að þetta mál færi svona langt,“ segir Lilja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.