Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C JK*v$unMiifrifc 157.TBL.84.ARG. STOFNAÐ 1913 LAUGARDAGUR 13. JULI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞUNGT var yfir Karli Breta- prins og Díönu í gær. Díana ekki lengur „hátign" London. The Ðaily Telegraph. Reuter. TILKYNNT var í gær að Karl Bretaprins og Díana prinsessa hefðu komist að samkomulagi um ákvæði skilnaðarsáttmála síns og að lögskilnaður þeirra yrði í lok ágúst. Samkomulagið felur m.a. í sér að Díana missir réttinn til þess að vera ávörpuð „hennar konunglega hátign", en verður hér eftir Díana prinsessa af Wal- es. Er talið að það sé henni tölu- vert áfall. Ekki voru öll atriði samningsins látin uppi en fullyrt er að Díana fái í sinn hlut á bilinu 15-17 milljónir punda, 1,5-1,7 milljarða ísl. kr. Díana og Karl munu bera jafna ábyrgð á uppeldi sonanna, Vil- hjálms og Harrys. Díana verður áfram talin meðlimur konungs- fjölskyldunnar en giftist hún að 11 ýju, er talið fullvíst að hún muni glata öllum titlum sínum en verði þó áfram lafði Díana. Pjóðhöfð- inginn tekur ákvörðun um hvort Díana sinnir formlegum skyldum, innanlands eða utan. Að sögn lögfræðinga Díönu og Karls, verður skilnaðarmálið tek- ið fyrir á mánudag og er búist við að þau skilji að lögum 28. ágúst nk. ¦ Skilnaðarsáttmáli/14 Karadzic líktvið Himmler Bonn, Sarajevo, ltóni. Reuter. CHRISTIAN Schwarz-Schilling, sáttasemjari í Bosníudeilunni, líkti í gær Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, við nasistaleiðtogann Heinrich Himmler og hvatti friðar- gæslulið Atlantshafsbandalagsins, NATO, til að hafa hendur í hári hans. „Það er ógjörningur að halda lýð- ræðislegar kosningar með stríðs- glæpamann sem einn af leiðtogun- um," sagði Schilling. „Við getum rétt ímyndað okkur, að Himmler og nasistaflokkurinn hefðu boðið fram 1949, í fyrstu þingkosningunum í Þýskalandi eftir stríð, og Himmler sóst eftir kanslaraembættinu." Schilling lagði til, að vestræn ríki notuðu sérstakar sveitir til að ná þeim Karadzic og Ratko Mladic, yfir- manni hers Bosníu-Serba, en þeir hafa báðir verið sakaðir um stríðs- glæpi og þjóðarmorð. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, vill þó ekki ganga jafn langt og sagði hann, að leita yrði allra leiða áður en reynt yrði að taka þá Karadzic og Mladic með valdi. Carl Bildt, sem stýrir uppbygging- arstarfi í Bosníu, var ekki síður myrkur í máli er hann ræddi um Karadzic í gær. Sagði hann leiðtog- ann standa fyrir áróðri, „sem jafnvel Stalín hefði skammast sín fyrir". NATOkenntum Manfred Novak, sérfræðingur í málefnum þeirra, sem saknað er í Bosníu, sagði í gær, að það væri sök NATO, og Bosníu-Serba, að finnskir læknar hefðu orðið að hætta upp- greftri á líkamsleifum múslima, sem voru myrtir og grafnir fyrir utan borgina Srebrenica. Sérfræðingarnir hefðu margbeðið NATO um að tryggja öryggi sitt en við því hefði aldrei verið orðið. Reuter UNGUR kaþólikki stendur við brennandi bifreið i Ardoyne-hverfinu í Belfast. Óeirðir héldu áfram viða á Norður-írlandi í gær en rúmlega 50 manns slðsuðust í átökum þar aðfararnótt föstudags. Ganga mótmælenda um hverfi kaþólskra á Norður-Irlandi Bruton fordæmir bresk stjórnvöld TUGÞUSUNDIR mótmælenda gengu í gær um götur bæja og borga á Norður-írlandi í kjölfar mikilla óeirða á fimmtudagskvöld, sem urðu eftir að lögregluyfirvöld ákváðu að leyfa göngu svokallaðrar Óraníureglu um hverfi kaþólskra í Drumcree, nærri Portatown. Óeirðirnar hafa dregið enn frekar úr vonum um að friður náist á Norður-írlandi og í gær lýsti John Bruton, forsætisráðherra írlands, því yfir að breskum stjórnvöldum hefðu orðið á „mjög alvarleg mistök" með því að meina ekki Óraníureglunni að að ganga um hverfí kaþólikka. Er Bruton var spurður hvort hann teldi að breska stjórnin bæri ábyrgð á óeirðunum, sagðist hann telja að svoyæri. Nær þrjátíu manns slösuðust í sprengjutilræði í Moskvu Aukinnvið- búnaður gegn hryðjuverkum Moskvu, Washington. Reuter. RÚSSNESK stjórnvöld ætla að senda 1.000 manna liðsauka hermanna inn- ariríkisráðuneytisins til Moskvu vegna sprengjutilræðis í sporvagni í gærmorgun. 28 manns slösuðust og fimm manns slösuðust í svipuðu til- ræði á fimmtudag. Borgaryfirvöld sögðu að hafíst yrði handa við að reka á brott flækinga og „aðra óæskilega einstaklinga", talið er að- átt sé við Tsjetsjena. Rússneskir sér- fræðingar í baráttu gegn hermdar- verkamönnum segjast efa að aukinn viðbúnaður dugi gegn tilræðismönn- um sem séu staðráðnir I að valda ótta og glundroða. Misvísandi fregnir bárust fyrst af manntjóni í gær en síðdegis sögðu talsmenn borgarstjóra og heilbrigðis- yfirvalda að 28 hefðu slasast, þar af nokkrir alvarlega, en enginn týnt lífí. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hvatti til tafarlausra aðgerða og sagði hryðjuverkamönnum stððugt vaxa ásmegin í höfuðborginni. Atburðurinn varð snemma um morguninn. Vagninn var fullur af fólki og að sögn sjónarvotta voru flestir sem lamaðir fyrst í stað. „Fólk var illa brennt og agndofa, horfði hvert á annað. Það vissi ekki hvað hafði gerst," sagði einn farþega. Sprengjan, sem mun hafa verið um 300 grömm að þyngd og gerð úr TNT-sprengiefni, var í íþrótta- tösku, sem falin var undir sæti í Reuter SÉRFRÆÐINGAR kanna brakið úr sporvagninum sem tættist í sundur af völdum sprengjunnar í Moskvu í gær. vagninum og hefur vagnstjórum nú verið skipað að leita undir sætunum á 40-50 mínútna fresti. Loftárás á Gekhi Rússneskar herflugvélar vörpuðu í gær sprengjum á þorpið Gekhi í Tsjetsjníju þótt íbúarnir fullyrtu að þar væru engir skæruliðar lengur. Segja þeir að tugir óbreyttra borgara hafí fallið. Al Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, fer um helgina til Moskvu. Hann lýsti í gær „þungum áhyggj- um" stjómvalda í Washington vegna átakanna í Tsjetsjníju. ¦ Lúzhkov boðar aðgerðir/15 Hátíðahöld mótmælenda, sem minnast sigurs á kaþólikkum í Bret- landi fyrir rúmum 300 árum, náðu hámarki í gær. Mikill viðbúnaður var er Óraníureglan gekk um götur Belfast og greip lögregla til þess ráðs að loka götum til að ekki yrði ráðist á göngumenn. Fór gangan friðsamlega fram en óeirðir héldu áfram í hverfum kaþólskra í Belf- ast í gær. Leiðtogar mótmælenda og kaþól- ikka hafa haft uppi stór orð vegna átakanna. Lýsti Gerry Adams, leið- togi Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins (IRA), því yfir að sú ákvörðun, að leyfa göngu Óraníureglunnar, hefði orðið til þess að eyðileggja friðarumleitanir síð- ustu tveggja ára. John Major, for- sætisráðherra Bretlands, sagði þessi ummæli Adams „fráleit". Hann neitaði hins vegar ekki að samskipti stjórnar sinnar og írskra stjórnvalda væru afar stirð yegna málsins. Segja stjórnmálaskýrendur að líkurnar á því að IRA láti aftur til skarar skríða á Norður-írlandi, hafi aukist verulega vegna atburðanna síðustu daga. Fimmtíu særðir í Londonderry Skotið var á þrjá lögreglumenn í óreirðunum aðfaranótt föstudags. Mest urðu lætin í Londonderry en þar særðust 52, þar af 11 lögreglu- menn í átökum sem lögreglustjórinn sagði þau verstu sem hann hefði orðið vitni að í borginni. Bensín- sprengjum rigndi yfir lögreglumenn og kveikt var í verslunum. Ungur maður liggur mikið slasaður á sjúkrahúsi eftir að bensínsprengju var kastað inn í bíl hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.