Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ1996 31 íslenskir lögreglumenn í Atlanta Aðbúnaður ekki eins og lofað var „ÞAÐ ER vissulega rétt, að við fengum hálfgert áfall þegar við komum hingað út og sáum aðbúnaðinn, en enginn í okkar hópi ætlar að fara héðan af þeim sökum. Hér hafa yfirvöld gert sitt ýtrasta til að gera búðir okkar vistlegri og við munum geta notað frídaga okkar til að fylgjast með íþróttaviðburðum," sagði Grétar Norð- fjörð, lögregluvarðsyóri, í samtali við Morgunblaðið í gær. Grétar er í hópi 25 íslenskra lög- reglumanna, sem sinna öryggisgæslu á OlympíuieikUnum í Atlanta í Banda- ríkjunum. Hann segir, að áður en hald- ið var utan hafi lögreglumönnunum verið lofað, að þeir fengju mjög góðan aðbúnað. „Þegar við komum út hafði þurft að taka það húsnæði, sem var ætlað okkur, undir íþróttamenn, sem verða mun fleiri en í fyrstu var áætl- að. Okkur var vísað í Morehouse Coll- ege, skóla sem er vissulega í vafasömu hverfi, svo okkur er ráðlagt að ferðast um í hópum og við erum alltaf feijað- ir yfír í Ólympíuhverfið í bílum. Hér búa nær eingöngu blökkumenn og það er greinileg andúð á veru okkar hér. Það er þó orðum aukið að skotið hafi verið á húsið, enda er mikil öryggis- gæsla í kring. Herbergin voru ekki aðlaðandi og skólinn var ekki eins hreinn og vera skyldi, enda nýbúið að koma uþp búð- um í honum.“ Grétar sagði að sumir lögreglu- mannanna hefðu einnig verið ósáttir við matinn, sem fram var borinn, en sjálfur hafí hann þekkt matargerð Bandaríkjamanna frá fyrri tíð og því ekki kippt sér upp við ýmsar kássur. „Þegar kom svo að því að skipa mönn- um á pósta á Ólympíusvæðinu, urðu 4-5 óánægðir með þau verkefni sem þeim voru falin. Þeir eiga hins vegar kost á flutningi, svo það mál leysist farsællega. Þegar óánægjuraddir komu upp ræddi ég við stærstan hluta hópsins og spurði þá hvað það væri í raun og veru sem þeir væru óánægð- astir með og þá kom í ljós að áfallið, sem þeir urðu fyrir þegar þeir komu fyrst í skólann, var megin ástæðan.“ Grétar sagði að yfírstjómin gerði sér grein fyrir að aðbúnaður væri lak- ari en lofað hefði verið og mikil bragar- bót hefði verið gerð undanfama daga. Sjálfur er hann svo ánægður, að hann telur enga ástæðu til að amast við herbergjunum. „Ég hef fengið tæki- færi til að spjalla við heimsþekkta íþróttamenn og þar með er íþróttaá- hugamanni eins og mér bætt upp allt sem aflaga fer.“ •mmmímm................... 'llIIUItlillllIIIIII. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson FJÖLMENNI kom með Norrönu til Seyðisfjarðar 11. júlí sl. Þokkaleg aukning milli ára hjá Norröna Seyðisfirði. Morgunblaðið. SUMARLÍFIÐ á Seyðisfirði er Að sögn Jónasar Hallgríms- nánast andstæða þess sem menn þar þekkja á vetrum. Mikið er um ferðafólk sem kemur til þess að skoða bæinn og allar þær sýn- ingar sem þar eru í boði. Á miðvikudögum og fimmtu- dögum er andrúmsloftið hvað alþjóðlegast. Þá er það Evrópu- ferjan Norröna sem setur svip sinn á bæjarlífið. Siglingar hafa gengið vel það sem af er sumri. Nú á fimmtudaginn komu 730 ferðamenn með skipinu til lands- ins og voru þeir á 260 farartækj- um. Með Norröna fóru héðan 360 farþegar á 130 farartækjum. Athugasemd við frétt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Gísla Jónatanssyni, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga: „Fréttaritari Mbl. birtir myndir ásamt lítilli frétt með yfirskriftinni „Flaggað með Sambandsfánanum" í Mbl. 12. júlí sl. á bls. 13. Það skal upplýst að við Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga er flaggað með fána Samvinnuhreyfingarinnar, en ekki með sérstökum fána Sambands- ins. Þetta hefði nú fréttaritarinn átt að vita þar sem hann er félagsmaður í Kaupfélaginu. Hitt er svo rétt sem fréttaritari virðist hafa tekið eftir, að við andlát ber að draga íslenska fánann í hálfa sonar, framkvæmdastjóra Austf- ars hf., sem sér um afgreiðslu Norröna hér á landi, hefur verið þokkaleg aukning í fjölda far- þega miðað við síðastliðið ár. Það sem helst hefur breyst er að Þjóðverjar eru heldur færri en áður. Aukning farþega er helst vegna aukins fjölda Frakka, Nörðmanna, Dana og Færey- inga, sem nota sér siglingarnar til Islands. Reiðhjólamenn eru enn áberandi í hópi farþega á meðan þeir sem koma án farar- tækja eru mun færri en venjan var á árum áður. stöng, þó að það geti nú varla talist frétt fyrir venjulegt fólk.“ Exi Péturs Hoffmanns GESTUM Árbæjarsafns gefst helg- ina 13.-14. júlí tækifæri skoða merkilegan grip sem safnið eignaðist nýlega. Hér er um að ræða exi sem Pétur Hoffman Salómonsson kvaðst hafa notað gegn bandarískum hermönn- um aðfaranótt 11. nóvember 1943 eftir að tvær ungar stúlkur höfðu leitað ásjár hans. Sunnudaginn 14. júlí verður sýnd kvikmynd Lofts Guðmundssonar um lífið í Reykjavík árið 1944 í Korn- húsi og leiðsögn verður um lýðveldis- sýninguna. Messa verður í safnkirkj- FRÉTTIR Fyrsta skóflustunga að Ingustofu á Sólheimum unni kl. 14 en kl. 15 mun Þjóðdansa- félag Reykjavíkur sýna við Dillons- hús. Kl. 15.30 syngur svo kórinn Silfur Egils þjóðleg lög. Hraði fasa- skipta í storknu kísiljárni ÞÓRÐUR Magnússon heldur fyrir- lestur um rannsóknaiverkefni sitt til meistaraprófs í eðlisfræði þriðjudag- inn 6. júlí kl. 15 í stofu 158 í VR II, Hjarðarhaga 2-6. í verkefninu er skoðuð og greind hæg umbreyting kísiljárns eins og framleitt er í verksmiðju íslenska járnblendifélagsins. Slík umbreyting getur komið niður á gæðum fram- leiðslunnar. Beitt er m.a. svokallaðri Mössbauer tækni. Verkefnið hefur varpað ljósi á eðli og umfang fasa- skipta í kísiljárni. Leiðbeinendur í verkefninu voru Þorsteinn I. Sigfússon og Örn Helga- son. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum meðan húsrúm leyfir. Hvítur Subaru hvarf um helgi HVÍTUR Subaru 1800 skutbíll hvarf af Borgarbílasölunni við Grensásveg helgina 22.-23. júní og hefur ekkert til bílsins spurst. Bíllinn er með skráningarnúmerið R-66863. Þeir sem kynnu að vita hvar hann er nú niður kominn eru beðnir að hafa samband við lögregl- una í Reykjavík. LEIÐRÉTT Tvö err duttu út í FRÉTT Mbl. sl. miðvikudag um bryggjuhátíð á Drangsnesi duttu tvö err út á tveimur orðum. Stafinn err vantaði í orðið Strandakúnstar og einnig Strandalamb. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Þjóðverjar Ranghermt var í frétt um ístravel í gær að hollenskir farþegar hefðu mætt út á flugvöll og frétt þar að flug hefði verið fellt niður. Ferða- mennirnir voru þýskir. Fjör í Þórsmörk var yfirskrift fréttar í Mbl. í gær um Þórsmerkurferð sem farin var sl. helgi. Þar kom fram að Félag fram- haldsskólanema hefði staðið fyrir ferðinni fyrir hundrað skólanema en hið rétta er að félagið Benjamín dúfa sem skipað er einstaklingum úr hin- um ýmsu skólum stóð að ferðinni. ■ FYRIRHUGAÐRI opnun á hjólabrettasvæði í Hafnarfirði, sem vera átti í gær, var frestað tií föstudagsins 19. júlí nk. Rigning og bleyta ollu hjólabrettamönnum vand- ræðum og þótti stórhættulegt að renna sér í bleytunni, segir í fréttatil- kynningu. FYRSTA skóflustunga að hand- verkshúsi, Ingustofu á Sólheim- um í Grímsnesi, var tekin 5. júlí sl. Húsið er nefnt eftir Ingu B. Jóhannsdóttur sem verið hefur ötull stuðningsmaður Sólheima og tók Inga fyrstu skóflustung- una. í nýja handverkshúsinu verða vefstofa, listasmiðja, leir- brennsla og vinnsla jurta. Ingu- stofa verður 407 fm að grunn- fleti og annað tveggja hand- Ný hljóm- sveit á Astró TEKIÐ hefur til starfa hljóm- sveitin Astró-bandið sem dregur nafn sitt af veitingahúsinu Astró í Austurstræti. Hijómsveitin kemur fram í fyrsta sinn á veitingahúsinu Astró sunnudagskvöldið 14. júlí og mun leika svokallað „astró-surf“ og hana skipa: Ásgeir Ásgeirsson, gítar, Birgir Nielsen, trommur, og Eiður, sem leikur á bassa. verkshúsa fyrir atvinnu fatlaðra á Sólheimum. Á síðasta ári var lokið byggingu Olasmiðju, en þar er m.a. kertagerð og trésmiðja. Áætlaður byggingatími er fjögur ár og er stefnt að því að húsið verið tilbúið 5. júlí árið 2000, en þá verða 70 ár liðin frá stofnun Sólheima. Arkitekt Ingustofu er Árni Friðriksson og er þetta ell- efta húsið sem hann hannar á Sólheimum. HLJÓMSVEITIN Astró-bandið. SmÓ auglýsingar FERÐAFELAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI568-2533 Sunnudagsferðir 14. júlí kl. 8.00: Þórsmörk, dagsferð og til lengri dvalar. Verð 2.700 kr í dagsferð. Kl. 13 Djúpavatn - Grænadyngja. Skemmtileg ganga í Reykjanes- fólkvangi. Verð 1.200 kr., frítt fyrir börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. Þingvellir - þjóðgarður Dagskrá helgina 13.-14. júlí Laugardagur 13. júlí kl. 13.30 Langistígur - Öxarár- foss - Þinggata Náttúra Þingvalla - Saga þjóðar. Hefst við vesturhlið þjóðgarðs- ins (þílastæði skammt fyrir ofan hliðið). Gönguleiðin er fremur auðfarin og tekur um 1'A kist. Takið með ykkur skjólfatnað og verið vel búln til fótana! Sunnudagur 14. júlí kl. 11.00 Helgistund fyrir börn. ‘ Barnastund í Hvannagjá. Söngur, leikir, náttúruskoðun. Kl. 14.00 Guðsþjónusta 1 Þingvallakirkju. Kl. 15.05 Þinghelgarganga. Rölt um hinn forna þingstað og næsta nágrenni Þingvallabæjar. Hefst við kirkju að lokinni messu og tekur um IV2 klst. Allar nánari uþplýsingar um dag- skrá þjóögarðsins fást í þjón- ustumiðstöð, sími 482 2660. Khöfn - ferðamenn Ódýr gisting í hjarta Kaupmannahafnar. Uppl. i síma 00-45-3161-0544. HJONABANDS- SKÓLINN Sími: 562-9911

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.