Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fyrirhugað samstarf fjögurra sláturhúsa í „Norð-Vesturbandalaginu“ ÚTLIT er fyrir að ekki verði af sam- einingu fjögurra sláturhúsa í Vestur- Húnavatnssýslu, Strandasýslu og Dalasýslu, að minnsta kosti ekki í haust. Formaður Búnaðarsambands Vestur-Húnavatnssýslu segist ekki viss um að málið verði tekið upp aftur, fyrst svona fór. Að frumkvæði nokkurra búnaðar- sambanda á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og Vesturlandi hafa á annað ár farið fram viðræður um samvinnu og sameiningu nokkurra sláturhúsa og hefur verkefnið verið nefnt Norð-Vesturbandaiagið í dag- legu tali. Upphaflega tóku sex slátur- leyfishafar þátt í viðræðunum, Kaup- félag Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga, Kaupfélag Hrútfirð- Ekki sameining fyrir haustið inga á Borðeyri, Kaupfélag Bitru- Qarðar á Óspakseyri, Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík, Af- urðastöðin í Búðardal og Kaupfélag Króksfjarðar í Króksfjarðarnesi. Kaupfélögin í Króksfjarðarnesi og á Óspakseyri drógu sig út fyrr á árinu vegna þess að þau töldu að hin félög- in ætluðu að leggja sláturhús sín niður. Félögin sem eftir voru framleiddu á síðasta ári rétt innan við 1.500 tonn af kindakjöti sem er um 17% kindakjötsframleiðslunnar í landinu. Fyrirhugað var að stofna nýtt slátur- samlag um reksturinn og taka slátur- húsin fjögur á leigu til að byija með en stefnt að sameiningu síðar. Afram átti að slátra í þremur húsanna en hætta slátrun á Borðeyri. Kjarninn í slátruninni hefði orðið á Hvamms- tanga en þar er eina sláturhúsið á svæðinu sem hefur leyfi til slátrunar fyrir Evrópumarkað. Nú liggur fyrir sú afstaða Kaupfé- lags Vestur-Húnvetninga að of seint sé að sameina slátrunina í haust. Stjórn félagsins lýsir hins vegar yfír áhuga sínum á málinu. Tómas Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu og formaður Búnaðarsambands Vestur-Húna- vatnssýslu, segist ekki vera í vafa um að samningur „nokkurra sauð- fjárbænda“ við Hagkaup hafi spillt fyrir samstarfí sláturhúsanna. „Ég skal ekki segja hvort það verði nokk- urn tímann af þessu samstarfi fyrst svona fór nú,“ segir Tómas Gunnar. ÚT- RÝMlNGARSALA Á NOTUÐUM BÍLUM ENGIN ÚTBORGUN! Lán í allt að 4 ár. Mjög mikið úrval góðra notaðra bíla á STÓRLÆKKUÐU verði og hreint frábærum kjörum. Láttu ekki þetta tækifæri þér úr greipum ganga því þetta verður ekki endurtekið á næstunni. LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 7 V/SA gjj ) Euro og VISA greiðslukjör BILAHUSIÐ Sævarhöfða 2 S: 525 8020 í húsi Ingvars Helgasonar Bifreiðaverkst. Sigurðar Vald. Akureyri • Lykill Reyðarfirði Orþunnuc Sagem GSM þymu’i en 20 in Stórog l»|>it(ur fjugurra línu skjút fyrir tðlUr, túkn oy bók'J-ifi Inntiyqqður cfiktafónn 70 númpr.i cnflurvakminni Otkumu'lit lyrir mfhlöðu á %kjó 7 i0 q mcð rafhlöðu PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, %irni 5SÖ 7800 Þjönustuflrity.löö KrífKiiunni, síflti r/i0 fljónustfK í Kirkjustfflií, SHfTiÍ 550 6070 l r>g o póít. sirnst/xVyufn Ufll Jond i!t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.