Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tekjur ríkissjóðs aukistum 15% Morgunblaðið/Ámi Sæberg BÓNUS lækkaði verð á nokkrum tegxindum íslensks grænmetis í gær og orsakaði það nokkurn titring á grænmetismarkaðinum. Titringur á græn- metismarkaði TEKJUR ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 8,4 millj- örðum hærri en á sama tímabili í fyrra. Þetta er tæplega 15% aukn- ing. Meginskýringin á þessum bata er aukin velta í efnahagslífínu og meiri tekjur ríkissjóðs af tekju- skatti einstaklinga. í skýrslu fjármálaráðuneytisins um afkomu ríkissjóðs á fyrri helm- ingi ársins kemur fram að ríkissjóð- ur var rekinn með 575 milljóna króna halla á tímabilinu. í rekstr- aráætlun var gert ráð fyrir tæplega 5 milljarða halla. Bætt afkoma hefur leitt til þess að ríkissjóður hefur þurft að taka KAFARAR varðskipsins Týs unnu í 1 'h klukkstund við að skera úr skrúfu norska rækjutogarans Polar Prawns við Jan Mayen í gær. Að sögn Helga Hailvarðssonar, skip- herra hjá Landhelgisgæslunni, gekk starfið framar vonum. Varðskipið Týr fór beint i annað verkefni, því færeyska loðnuskipið Júpíter hafði einnig fengið í nót skrúfuna, þar sem skipið var að veiðum milli Jan Mayen og islensku efnahagslögsög- unnar. Norski togarinn komst í var við Jan Mayen og þegar óskað var að- stoðar Landhelgisgæslunnar var tekið fram, að skrúfa togarans helmingi lægri upphæð að láni en ráð var fyrir gert í lánsfjáráætlun. A fyrstu sex mánuðum síðasta árs tók ríkissjóður 12,4 milljarða í ný lán, en á sama tímabili í ár hafa verið teknir 3,9 milljarðar í ný lán. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir þetta fallið til þess að koma á meira jafnvægi á lánsfjár- markaði og stuðla að vaxtalækkun. Fjármálaráðuneytið telur að þrátt fyrír betri afkomu á fyrri helmingi ársins verði ríkissjóður rekinn með um fjögurra milljarða halla eins og reiknað var með í Pjár- lögum. „Það er afar mikilvægt að nota hreyfðist, en losa yrði net úr henni. Að sögn Helga segja kafarar Land- helgisgæslunnar að skrúfunni hafi ekki verið haggað þegar þeir komu á staðinn, 4 mflur út af Jan Mayen. Veður fór versnandi á staðnum og voru 6 vindstig af suðaustan þegar unnið var við að skera úr skrúfunni. Bj örgunarlaun? Aðspurður hvort Landhelgis- gæslan ætti rétt á björgunarlaunum eða launum fyrir aðstoð sagði Helgi að of snemmt væri að segja til um það hvernig litið yrði á hjálp Land- helgisgæslunnar. Skipveijar á Tý þyrftu að skila skýrslu um atburð- efnahagsbatann til þess að treysta frekar afkomu ríkissjóðs. Það getur engin þjóð rekið ríkissjóð þannig til langframa að ríkið safni sífellt meiri skuldum. Það hlýtur einhvern tímann að koma að því að við þurf- um að borga til baka. Ef það er ekki gert núna leiðir það til þess að við þurfum að gera það síðar í formi hærri vaxta. Ríkisstjómin telur það vera sitt meginverkefni að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og stefnir að því að leggja fram halla- laust fjárlagafrumvarp í haust,“ segir Friðrik. inn, áður en tekin yrði ákvörðun um launin. Þegar skipveijar á Tý höfðu rétt áhöfn Polar Prawns hjálparhönd var óskað aðstoðar þeirra vegna fær- eyska loðnuveiðiskipsins Júpíters, sem hafði veitt 700 tonn af loðnu þegar nótin festist í skrúfunni. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar var veður talið of slæmt í gærkvöldi til að hægt væri að losa úr skrúfu Júpiters. Gripið var til þess ráðs að byija draga skipið til hafnar á Vopnafirði. Siglingin frá þeim stað sem skip- ið fékk í skrúfuna getur tekið allt að einum og hálfum sólarhring. NOKKUR titringur var á grænmet- ismarkaði í gær þegar Bónus lækk- aði verulega verðið á nokkrum ís- lenskum grænmetistegundum. Jón Ásgeir Jóhannesson kaupmaður í Bónus segir að hægt hafi verið að lækka verðið vegna kaupa Bónus á miklu magni en talsverðar birgðir af nokkrum grænmetistegundum hafi verið að safnast upp síðustu daga. Oskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, segir hins vegar að ekki hafi verið ástæða til að elta þessa verðlækkun Bónus þar sem aðeins hefði verið um að ræða mjög tak- markað magn sem Bónus byði til sölu á þessu verði. Hann sagði ekk- ert offramboð vera á íslensku græn- meti þessa dagana, en búast mætti við auknu framboði um miðjan næsta mánuð. Þannig séu aðeins um tveggja daga birgðir til af tómötum og því engin ástæða til að hefja verðstríð á grænmetis- markaðinum. Hjá Bónus kostaði kílóið af ís- lenskum tómötum 82 kr. í gær, en skráð heildsöluverð er 197 kr. kíló- ið. Gúrkur kostuðu 84 kr. kílóið, kínakál 59 kr. kílóið og blómkál 169 kr. kílóið, en verðlækkunin var mest á þessum tegundum. Ávextir og grænmeti eru á sérstöku tilboðs- verði í verslunum Hagkaups þessa dagana og þar kostaði kílóið af tóm- ötum 198 kr. kílóið, gúrkur kosta 198 kr. kílóið, kínakál 98 kr. kílóið og blómkál 298 kr. kílóið. Sama verð var á þessum grænmetisteg- undum í verslunum KÁ á Suður- landi, en þar eru nú haldnir sérstak- ir grænmetisdagar. í verslunum Nóatúns kostuðu tómatarnir 195 kr. kílóið, gúrkumar 195 kr. kílóið, kínakálið 94 kr. kílóið og blómkálið 279 kr. kílóið. Jón Ásgeir sagði í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær að mikil grænmetissala hefði verið í verslunum Bónus í gær og tómatar og gúrkur á ofangreindu verði myndu vart endast nema fram eftir degi í dag. Hallinn 575 milljónir/10 Varðskipið Týr aðstoðar norsk og færeysk skip á miðunum Skorið úr skipsskrúfum Skipt um dekk á kajanum STARFSMENN á vegum Hafnarfjarðarhafnar hafa skipt um dekk við bryggjur í höfninni og bætt við nýjum á viðlegukantana við Óseyrar- bryggju og Þverker við Suður- garð. Er það gert, þar sem stærri skip eru farin að leggja að bryggju og kalla um leið á meiri vörn bæði fyrir hafnar- bakkana og skip. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna hafnarinnar er dekkjum skipt út árlega. Morgunblaðið/Golli Yfirmaður öryggismála á Ólympíuleikunum Lögreglumennirnir komu til að vinna - ekki í sumarfrí Reuter. Atlanta. YFIRMAÐUR öryggismála á Ólympíuleikunum í Atlanta beindi í gær spjótum sínum að óánægðum lögregluþjónum, sem gengu úr fjöl- þjóðlegu sjálfboðaliði öryggisvarða á leikunum. Hann sagði að margir þeirra hefðu haldið að þeir væru komnir til borgarinnar í skemmti- ferð en ekki til vinnu. Bill Rathburn, sem stjórnar ör- yggismálum fyrir Ólympíunefnd- ina í Atlanta, neitaði því að 300 lögreglumenn hefðu horfið á braut vegna lélegs aðbúnaðar, losara- Iegrar þjálfunar og lítilmótlegra verkefna. Þeir hefðu verið allmarg- ir en ekki skipt hundruðum. „í gær fóru tveir, þá langaði að fara í Disney World (skemmtigarð). Gangi þeim vel,“ sagði Rathburn þungur á brún. Undanfarnar vikur hefur aðbún- aður sjálfboðaliðs 2.200 lögreglu- manna frá meira en 50 þjóðum, reynst Ólympíunefndinni í Atlanta sífelld hneykslunarhella. Þessum reyndu lögreglumönnum var ætlað að styrkja lið öryggisvarða frá bandarískum einkafyrirtækjum. Lélegur aðbúnaður Lögregluliðið fékk inni í More- house skólanum í alræmdu glæpa- hverfi í Atlanta. Innan dyra mætti því her skorkvikinda og úti fyrir herjuðu glæpaklíkur. Höfðu gest- imir nokkurn ama af hvoru tveggja. Rathburn viðurkenndi að sumir gististaðir sjálfboðaliðsins hafi tæplega reynst fullboðlegir. „Ég er hræddur um að sumir lögreglu- mennirnir hafi komið hingað í þeirri trú að þeir væru í sumarfríi. Við báðum þá að koma hingað til vinnu. Ég held að þeir sem leggja sig alla fram vinni frábært starf og njóti sín hér,“ sagði Rathburn. Ovenju mikið um þyrluútköll í sumar Gæslan sparar TF- LÍF þar til veður fara að versna „VIÐ teljum enga ástæðu til þess að senda TF-LÍF í þau útköll, sem TF-SIF getur sinnt í Ijósi þess að mun ódýrara er að reka minni þyrl- una en þá stærri," segir Helgi Hall- varðsson, yfirmaður gæslufram- kvæmda Landhelgisgæslunnar. Óvenju mikið hefur verið um þyrluút- köll í sumar, en frá byijun júní hafa þau verið 22 talsins. Aðeins fjögur voru í tengslum við skip, en hin voru sjúkraflutningar, oft með ferðalanga. Miklum meirihluta björgunarútkall- anna, hefur verið sinnt með TF-SIF. „Við spörum Lífið þar til veður fer að versna og á meðan við erum svo heppin að hafa engin fjöldaslys, þá þurfum við ekkert að vera að senda hana af stað. Það kemur þó stundum fyrir að TF-LÍF er send á stað, sem TF-SIF gæti hæglega sinnt, en þá er það eingöngu til þess að flugmenn- irnir geti haldið sér í þjálfun." Undir eðlilegum kringumstæðum, væri TF-LIF send þegar vegalengdin er mikil, veður válynd og ísing í sjón- máli og ljóst þykir að TF-SIF ráði ekki við aðstæðurnar. Helgi sagði ljóst að sá þáttur er varðaði landbjarganir hefði farið vaxandi að undanförnu. Það dyldist engum að starfsemi Gæslunnar væri farin að snúast mun meira um að- stoð á landi heldur en á sjó. Ef þessi yrði þróunin áfram, þyrfti að gera ráð fyrir því í fjárhagsútreikningum fyrir Gæsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.