Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.07.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ1996 21 AÐSENDAR GREINAR „Afrek“ R-listans Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson FYRIR nokkru birtist ítarlegt viðtal í Morgunblaðinu við borgar- stjórann í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, í tilefni þess að tvö ár eru liðin síðan R-listinn náði meirihluta í Reykjavík. Þar kom fram að borgarstjóri er í meg- inatriðum afar ánægð- ur með frammistöðu sína og sinna manna og lýsir því yfir í lok viðtalsins, að hún muni leiða R-listann í næstu borgarstjórnar- kosningum. Engin umræða, svo vitað sé, hefur farið fram hjá þeim fjói'utn stórnmálaflokkum, sem standa að R-list- anum, um á hvern hátt staðið verður að framboði við næstu borgarstjórnarkosn- ingar, enda e.t.v. óþarfi miðað við yfir- lýsingar borgarstjóra. Borgarstjórinn í Reykjavík, fyrr- verandi þingkona Kvennalistans, hefur þegar ákveðið fyrir hönd þessara fjögurra stjómmálaflokka hvemig að framboði skuli standa. Lýðræðisleg vinnubrögð og viðhorf þeirra flokka sem mynda R-listann skipta borgarstjóra litlu máli. I fyrrgreindu viðtali við Morgun- blaðið vekja tvö atriði sérstaka athygli öðram fremur. Það er um- fjöllun borgarstjóra um ijármála- stjórn og stjórnkerfi borgarinnar. Þar er að finna fjölda marklausra fullyrðinga og í sumum tilfellum beinlinis um að ræða rangfærslur. í þessum málum hefur harla lítið átt sér stað í samræmi við há- stemmd kosningaloforð frambjóð- enda R-listans fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar. Fjármálastjórn R-Iistans Borgarstjóri segir í viðtalinu við Morgunblaðið að hún sé ekki hvað síst ánægð með að það hafi tekist að ná nokkuð góðum tökum á fjár- málastjórn borgarinnar og draga úr þeirri árvissu skuldasöfnun sem hér hefur verið. Ef skoðuð er fyrsta fjárhagsáætlun R-listans, þ.e. vegna ársins 1995, kemur allt ann- að í ljós. í þeirri ijárhagsáætlun var gert ráð fyrir að heildarskuldir borgarsjóðs myndu aukast um 185 millj. kr. á árinu 1995. Niðurstaðan samkvæmt ársreikningi 1995, sem samþykktur var í borgarstjórn ný- lega, sýnir hins vegar að skulda- aukning borgarsjóðs var á síðasta ári 1505 milljónir króna. A sama tíma versnaði peningaleg staða borgarsjóðs um 1114 milljónir króna. Samtals versnaði peninga- leg staða sveitarsjóðanna í landinu um 1700 milljónir króna. Fyrrgreind skuldasöfnun á sér stað á sama tíma og R-listinn legg- ur nýtt gjald á borgarbúa, þ.e. holræsagjaldið sem hækkaði fast- eignagjöldin um 26% og arðgreiðsl- ur fyrirtækja borgarinnar í borgar- sjóð eru auknar um 580 milljónir króna á árinu 1995 miðað við árið 1994. Borgarbúar greiddu 550 milljónir króna vegna holræsa- gjaldsins þannig að samtals fékk borgarsjóður á árinu 1995 við- bótartekjur sem námu 1130 millj- ónum króna vegna aukinna arð- greiðslna og holræsagjalds. Ef borgin hefði haldið uppi sama rekstrar- og framkvæmdastigi 1995 og þessar viðbótartekjur ekki komið til, hefðu skuldir borgarsjóðs aukist um 2635 milljónir króna. Borgarstjóri virðist nokkuð ánægð- ur með þessa niðurstöðu. Gleymt kosningaloforð Eitt helsta kosningaloforð R-list- ans sem kynnt var öllum borgarbú- um í maí 1994 hljóðaði þannig: „Sérstök endurskoðun verður gerð á fjármálum borgarsjóðs þegar í sumar. Fjárhagsáætlun fyrir borg- ina vegna þessa árs (þ.e. 1994) verður endurskoðuð á grandvelli hennar. Gerð verður langtímaáætl- un um að að greiða niður gömlu skuldirnar." Það sem gerðist var eftirfarandi: Endurskoðun var gerð á fjármálum borgar- sjóðs. Hins vegar fór engin endurskoðun fram á fjárhagsáætl- uninni vegna ársins 1994, sem sjálfstæðis- menn bára ábyrgð á og var samþykkt í borgarstjóm í febrúar 1994. Engin áætlun var gerð til að greiða niður gömlu skuldirn- ar. Þannig fór um eitt helsta kosningaloforð R-listans eins og svo mörg önnur. Þessi niðurstaða sýnir auð- vitað, að fullyrðingar borgarfulltrúa R-list- ans um að hættu- ástand hafí ríkt í fjármálum borgar- sjóðs þegar R-listinn tók við eru ekki trúverðugar. Sú staðreynd sem nú blasir við er, að þrátt fyrir batnandi árferði, Þessi svokallaða stjórn- kerfisbreyting hefur í mörgum tilfellum, segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, aukið seina- gang og óskilvirkni. auknar tekjur borgarsjóðs og auknar álögur á borgarbúa er eng- in tilraun gerð til að draga úr skuldasöfnun miðað við yfirlýst áform hvað þá að stöðva hana. Yfirlýsingar borgarfulltrúa R-list- ans um fjármál borgarinnar eru orðin tóm og engar sérstakar að- gerðir eru í gangi til að hagræða og spara í borgarrekstrinum. Stjórnkerfi borgarinnar í fyrrgreindu viðtali lýsir borgarstjóri því yfir að stjórnkerfi borgarinnar hafi verið lokað og vant því að þjóna einum flokki. Hún segir jafnframt að það hafi komið henni á óvart hvað henni hafi fundist kerfið staðnað og hvað það var lokað, m.a. fyrir nýju blóði eins og hún kemst að orði. Þetta eru rakalausar fullyrðingar og settar fram að háifu borgarstjóra gegn betri vitund. Stjórnkerfi borgarinnar hefur um langan tíma verið mjög opið og aðgengilegt fyrir íbúa borgarinnar, sem hafa ‘PHILIPS Bíddu ekki boðanna! ennminniog þurft að leita til ýmissa nefnda og ráða svo og borgarstjóra og borg- arfulltrúa með marvísleg málefni. Staðreyndin er sú, að nú er mun erfíðara og seinvirkara fyrir borg- arbúa að fá afgreiðslu sinna erinda og skilvirkni stjórnkerfis borgar- innar í dag er mun lakara en í tíð sjálfstæðismanna. Þetta er borg- arbúum almennt ljóst og borgar- stjóri getur ekki breytt því með einföldum yfirlýsingum. Hvað varðar viðtöl við borgarstjóra má geta þess, að þegar sjálfstæðis- menn höfðu meirihluta 1982-1994 voru viðtalstímar borgarstjóra tvisvar i viku, á miðvikudögum og föstudögum. Fljótlega eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við starfi borgarstjóra fækkaði hún vikulegum viðtalstímum, sem hinn almenni borgarbúi á kost á, niður í einn. Það er mat flestra sem best til þekkja, að þær breytingar á stjórn- kerfi borgarinnar sem núverandi borgarstjóri beitti sér fyrir, hafi einungis haft í för með sér fleiri mannaráðningar og ný embætti. Þessar svokölluðu stjórnkerfis- breytingar hafa í mörgum tilvikum aukið seinagang og óskilvirkni í stjórnsýslu borgarinnar og ný emb- ætti sem R-listinn hefur stofnað til, kosta borgarsjóð tæplega 50 milljónir króna árlega. R-listinn hélt sérstaka tveggja ára afmælis- hátíð nýlega til að halda upp á þessi „afrek“ og önnur. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, því ólík- legt er að slíkt tækifæri gefist að tveimur árum liðnum. Höfundur er borgarfulltrúi. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem heiðruÖu mig á áttrœöisafmœli mínu þann 20. júlí sl. með skeytum, blómum, gjöfum og kveÖjum. Sérstakar þakkir til barna minna, tengdabarna og barnabarna, kirkjukórs Ólafsfjarðar og Félags eldri borgara, Ólafsfirði. Guð blessi ykkur öll. Björn Dúason, Olafsfiröi. ■ II Dagsbrún flytur í Skipholt 50D Vegna flutninga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar frá Lindargötu 9 verður skrif- stofa félagsins lokuð dagana 29.-31. júlí. Fimmtudaginn 1. ágúst opnar skrifstofan að nýju að Skipholti 50D. Símanúmer 552 5633 og faxnúmer 552 5729 verða óbreytt. Póstnúmer breytist í 105. Um leið flyst heimilisfang Rekstrarfélags Ölfusborga í Skipholt 50D. Vonast er til að lokun skrifstofunnar valdi félagsmönnum eða viðskipta- mönnum félagsins ekki óþægindum. Útborgun bóta verður 1. ágúst nk. ^ Stjórn og starfsfólk Dagsbrímar. á G M e p p i I d Ræst veröur út frá kl. 8.00 og leikin g o I f k I ú b b u höggleikur meö og án e f n a t i I g Glæsileg verölaun veröa veittJyrir 1 á Hvaleyrarv með og án forgjafar. I a u g a r d a g n Z 7 . i ú I í Einnig veröa vei kaverðlaun fyrir aö vera næst holu á 16. flöt og næst holu í ööru höggi á 18. flöt. Keppnisgjald 8 0 0 mótiö í síma 555 3360. Þern dag-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.